Morgunblaðið - 06.08.2014, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.08.2014, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 2014 Þegar þú kaupir bökunardropa frá Kötlu, styður þú fjölfötluð börn til náms. Sunnusjóður hefur í meira en 30 ár aukið námsmöguleika fjölfatlaðra barna. Katla er helsti bakhjarl sjóðsins. DROPAR SEM LOFA GÓÐU www.sunnusjodur.is www.katla.is/dropar Evrópska geimfarið Rosetta á að komast á braut um halastjörnu í dag eftir tíu ára ferða- lag frá jörðinni. Rannsóknir geimfarsins eiga að varpa ljósi á það hvernig sólkerfi okkar myndaðist. Rosetta ferðast alls rúma sex milljarða kíló- metra og er nú um 400 milljónir kílómetra frá jörðinni. Leiðangurinn er metnaðarfyllsta verkefni sem Geimvísindastofnun Evrópu (ESA) hefur ráðist í. Rosetta flaug þrisvar sinnum framhjá jörð- inni og einu sinni framhjá Mars til að fá þá þyngdarhjálp sem þurfti til að auka hraða geimfarsins svo það kæmist á braut um hala- stjörnuna. Geimfarið var í dvala í 31 mánuð þegar það var svo langt frá sólinni að geislar hennar voru of veikir fyrir sólarrafhlöður fars- ins. Í geimfarinu er 100 kg þungt könnunarfar sem á að lenda á kjarna halastjörnunnar í nóv- ember. Lendingarfarið nefnist Fílæ, eftir eyju í Níl sem var til forna helguð gyðjunni Ísis, og á að rannsaka efnasamsetningu stjörnunnar. Þetta er í fyrsta skipti sem geimfar er sent á braut um halastjörnu og jafnframt fyrsta til- raunin til lendingar á halastjörnu. Halastjörnur eru leifar frá myndun sólkerfisins fyrir um það bil 4,6 milljörðum ára og síðan þá hefur efnasamsetning þeirra lítið sem ekkert breyst. Talið er því að rannsóknin varpi ljósi á myndun sólkerfisins og hjálpi vís- indamönnum m.a. að svara spurningunni um þátt halastjarna í uppruna vatns og lífs á jörð- inni, að því er fram kemur á stjörnufræði- vefnum. bogi@mbl.is Heimildir: ESA, CNES Rosetta nálgast halastjörnuna 67P Sólin 2004 2007 2010 20. jan. 2014 Braut um jörðu Braut hala- stjörnunnar Sólar- rafhlaða Mæli- og rannsóknar- tæki Knúnings- kerfi Fjarskipta- loftnet Braut geimfarsins Geimfarinu skotið á loft Fór framhjá Mars Fór framhjá smástirninu Lútesíu Geimfarið vakið af dvala Þvermál: 4 km Massi óþekktur Hiti: 15. maí28. mars Fílæ vakin af dvala Leiðangur Fyrstu myndirnar af halastjörnunni 6. ágúst Ágústlok Október Í minna en 100 km fjarlægð frá halastjörnunni Kannar 4 eða 5 hugsanlega lendingarstaði Rosetta verður um 30 km frá halastjörnunni Ágúst 2015 Rosetta kemst næst sólinni Nóvember Lendingarfarið Fílæ losnar frá brautarfarinu og hlekkjar sig við kjarna halastjörnunnar Geimfarið ferðast rúma 6 milljarða km. Halastjarnan Churyumov- Gerasimenko Tvöfaldur kjarni Kostnaður: 1,3 milljarðar evra, jafnvirði rúmra 200 milljarða króna Markmiðið með leiðangri geimfarsins er að varpa ljósi á hvernig sólkerfi okkar myndaðist. Fílæ -70° á yfirborðinu Á braut um halastjörnu  Geimfar sent í fyrsta skipti að halastjörnu  Sex milljarða km flug Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Stjórnvöld í Ísrael sögðust hafa kallað herlið sitt á Gaza-svæðinu heim í gær þegar þriggja daga vopnahlé tók gildi eftir 29 daga blóðsúthellingar. Ísraelsstjórn sagðist hafa stöðvað landhernaðinn á Gaza eftir að herinn hefði náð því markmiði sínu að eyði- leggja göng sem liðsmenn Hamas- samtakanna hafa notað til árása á Ísr- ael. Herliðið er nú í „varnarstöðu“ í grennd við Gaza, að sögn talsmanns Ísraelshers. Vopnahléið tók gildi klukkan átta í gærmorgun að staðartíma, klukkan fimm að íslenskum. Margir íbúar Gaza-svæðisins og nálægra byggða í Ísrael voru efins um að vopnahléið héldist í þrjá sólarhringa. Þetta var í annað skipti á fjórum dögum sem samkomulag náðist um hlé á árásun- um og fyrra vopnahléið hafði aðeins staðið í tæpar tvær klukkustundir þegar það var rofið. Yfir 1.900 biðu bana Vopnahléið tók gildi eftir viðræður egypskra embættismanna við útlæga fulltrúa Hamas í Kaíró. Leiðtogar samtakanna á Gaza-svæðinu sendu samningamenn til Kaíró í gær og Ísr- aelar sögðust einnig ætla að taka þátt í viðræðunum. Alls hafa 1.867 Palestínumenn látið lífið í árásum Ísraelshers á Gaza, þar af voru um 68% óbreyttir borgarar. 63 hermenn og fjórir óbreyttir borgarar í Ísrael létu lífið í árásum Hamas. Að sögn Ísraela skutu Hamas- menn meira en 3.300 flugskeytum á Ísrael og talið er að Hamas eigi um 3.000 flugskeyti sem samtökin geti beitt síðar. Talið er að eignatjónið vegna árása Ísraelshers nemi allt að 700 milljörð- um króna, að sögn Palestínumanna. AFP Landhernaði lokið Ísraelskir hermenn í skýli í grennd við Gaza-svæðið. Herlið Ísraela á Gaza kallað heim  Þriggja daga vopnahlé tók gildi 22 ára gömul indversk kona þykir hafa unnið mikið þrekvirki með því að synda tæpan kílómetra í breiðu og straumþungu fljóti á níunda mánuði meðgöngu til að fæða barn sitt á sjúkrahúsi. Konan, sem heitir Yellavva, notaði þurrkuð grasker til að halda sér á floti þegar hún synti frá heimili sínu í litlu þorpi á eyju í Krishna-fljóti í Karnataka-ríki á Suður-Indlandi, að sögn breska ríkisútvarpsins, BBC. Þorpsbúarnir nota yfirleitt fleka til að komast á meginandið en það var ekki hægt vegna mikilla vatna- vaxta eftir látlausar monsúnrigningar á þessum slóð- um. Yellavva segist hafa verið hrædd þegar hún lagðist til sunds en hafa viljað fæða barnið við öruggar að- stæður. Engin heilsugæsla væri í heimaþorpi hennar og hún hefði ekki viljað fæða barnið heima hjá sér. Faðir hennar, bróðir og frændur hennar syntu með henni, að því er fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins. Íbúar þorpsins og læknar lýstu sundinu sem miklu þrekvirki. Synti í foraðsfljóti á steypinum Leiðtogar þriggja stærstu stjórn- málaflokkanna í Bretlandi undir- rituðu í gær yfir- lýsingu þar sem þeir hétu því að auka völd Skot- lands í skatta- og velferðarmálum ef Skotar hafna tillögu um sjálf- stæði frá Bretlandi í þjóðaratkvæða- greiðslu 18. september. Að sögn breska dagblaðsins The Daily Telegraph var markmiðið með yfirlýsingunni að slá vopnin úr hönd- um Alex Salmond, forsætisráðherra skosku heimastjórnarinnar, fyrir sjónvarpskappræður sem fram fóru í gærkvöldi. Salmond mælti þá fyrir sjálfstæði Skotlands og atti kappi við Alistair Darling, fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands, sem fer fyrir andstæðingum aðskilnaðar frá Bretlandi. Skoðanakannanir benda til þess að þegar Skotar verði beðnir að velja á milli sjálfstæðis, óbreyttrar stöðu innan Bretlands eða aukinna valda skoska þingsins velji flestir þeirra síðastnefnda kostinn. George Osborne, fjármálaráð- herra Bretlands, sagði að yfirlýsing bresku flokkanna þriggja sannaði að völd skoska þingsins yrðu aukin ef Skotar höfnuðu sjálfstæði og einu máli gilti hvers konar ríkisstjórn yrði mynduð eftir næstu þingkosn- ingar í Bretlandi. Lofa að auka völd Skota Alex Salmond

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.