Morgunblaðið - 06.08.2014, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 2014
Tweeter ein nýjung frá
Ármúla 24 • S: 585 2800
Helgi Vífill Júlíusson
helgivifill@mbl.is
Páll Hermannsson flutningahag-
fræðingur telur að minnka megi
kostnað við flutning á vörum með
aukinni samvinnu skipafélaga í sigl-
ingum. Það gæti lækkað verð til við-
skiptavina. Alþjóðlega eigi skipa-
félög í samstarfi
og samnýti skip.
„Ég tel að sam-
keppnislög standi
í vegi fyrir sam-
siglingum,“ segir
hann í samtali við
Morgunblaðið.
Með samsigl-
ingum á leiðum
sem þegar er
samkeppni á, get-
ur skipakostnaður við gámaflutninga
minnkað um 20% með svipaðri eða
betri þjónustu. Skipakostnaður sam-
anstendur af því sem þarf til að reka
skip; olíu, áhöfn, tryggingum og
hafnargjöldum en hefur ekkert að
gera með skrifstofu- eða gámakostn-
að, að sögn Páls.
Sennilega myndi sú hagræðing
leiða til þess að heildarflutnings-
kostnaður minnkaði um 10%. „Það
gæti svo aftur haft áhrif á vísitölu
neysluverðs,“ segir hann. Með því að
samsigla mætti fækka skipum úr
átta í fjögur eða sex sem að jafnaði
gætu siglt hægar, að sögn Páls.
Hár inngangsþröskuldur
Hann áréttar að Ísland sé örmark-
aður. „Það er erfitt að halda úti sam-
keppni þar sem mikilla fjárfestinga
er krafist. Þess vegna verða sam-
keppnisyfirvöld að horfa á málið með
öðrum augum en þau hafa gert hing-
að til,“ segir hann og bendir á að í
Reykjavík sé ekki almenn hafnaraf-
greiðsla. Aðstaðan tilheyri annað
hvort Eimskip eða Samskip. Það sé
því hár inngangsþröskuldur inn á
markaðinn. „Þetta hefur ekki farið
fyrir brjóstið á samkeppnisyfirvöld-
um,“ segir Páll.
Hann sagði í aðsendri grein í Við-
skiptablaðinu á fimmtudaginn að
líkja mætti þessu samstarfi við sam-
nýtingu Vodafone og Nova á far-
símakerfum og áralöngu samstarfi
N1 og Olís um olíudreifingu.
Athyglisvert er, að mati Páls, að
skipafélögin sigla sömu vikuna t.d. til
Ísafjarðar og að það líða tvær vikur
þar til skip þeirra sigla þangað aftur.
„Ef menn bæru gæfu til samvinnu án
þess að slaka á samkeppni mundi
landsbyggðin njóta vikulegra afskip-
ana í stað á hálfsmánaðar fresti,“ rit-
aði Páll.
Hann segir að almennt verði neyt-
endur ekki varir við þjónustu flutn-
ingsfyrirtækja nema við kaup og ef
eitthvað fari úrskeiðis svo sem að
reikningar séu rangir. Neytendur
verði lítið varir við það á meðan var-
an sé um borð í skipinu.
Skipafélög samsigli
Páll Hermansson hagfræðingur telur að spara megi háar
fjárhæðir og bæta þjónustu skipafélaga með samvinnu
Ljósmynd/Lárus Karl Ingason
Sjóflutningar Páll telur samkeppnislög standa í vegi fyrir samsiglingum.
Umræða um flutninga
» Haustið 2013 gaf flutninga-
og hafnahópur Sjávarklasans
út Stefnu til 2030. Þar er kall-
að eftir meiri umræðu um
flutninga.
» Sjónarmið Páls Hermans-
sonar flutningahagfræðings er
innlegg í þá umræðu.
» Páll segir að með samsigl-
inum megi spara umtalsverða
fjármuni.
» Hann líkir þeim við samnýt-
ingu Vodafone og Nova á far-
símakerfum.
» Alþjóðlega hagræða skipa-
félög með því að samsigla á
leiðum þar sem þau eiga í sam-
keppni.
Páll
Hermannsson
Tæpur helmingur almennings hér
á landi telur að fyrirtæki hafi já-
kvæð áhrif á samfélagið. Það er
ívið lægra hlutfall en í Evrópu.
Þetta kemur fram í könnun sem
gerð var fyrir Festu, miðstöð um
samfélagsábyrgð, af Capacent
Gallup. Fram kemur í tilkynningu
að mun hærra hlutfall Íslendinga
veit ekki um eða tekur ekki af-
stöðu til áhrifa fyrirtækja á sam-
félagið en í öðrum löndum.
Samkvæmt könnuninni þykir
48% almennings áhrif fyrirtækja á
íslenskt samfélag vera jákvæð þeg-
ar á heildina er litið, 28% telja
áhrif þeirra neikvæð og 25% vita
ekki eða taka ekki afstöðu. Íslensk-
ir stjórnendur hafa meiri trú á já-
kvæðum áhrifum fyrirtækja, en
69% þeirra telja áhrif fyrirtækja
jákvæð á íslenskt samfélag, 13%
þeirra telja áhrifin neikvæð og
18% vita ekki eða taka ekki af-
stöðu.
Þegar niðurstöðurnar eru born-
ar saman við könnun Evrópusam-
bandsins meðal Evrópuþjóða kem-
ur í ljós að 41% Evrópubúa telur
fyrirtæki hafa neikvæð áhrif á
samfélag sitt en 52% Evrópubúa
telja fyrirtæki hafa jákvæð áhrif.
Þar eru 7% sem vita ekki eða taka
ekki afstöðu. Í Danmörku telja 85%
almennings fyrirtæki hafa jákvæð
áhrif, 54% Breta, 67% Íra og 60%
Bandaríkjamanna. Í öllum þessum
löndum er hlutfall þeirra sem vita
ekki eða taka ekki afstöðu mun
lægra en á Íslandi eða 5-9% á móti
25% almennings á Íslandi.
Evrópa
jákvæðari
í garð
fyrirtækja
48% Íslendinga
telja fyrirtæki hafa
jákvæð áhrif
Afkoma Actavis plc., móðurfélags
Actavis á Íslandi, á öðrum ársfjórð-
ungi var framar vonum greinenda.
Viðsnúningur varð í rekstri félags-
ins, en hagnaður þess nam 48,7 millj-
ónum Bandaríkjadala á tímabilinu. Á
sama tíma í fyrra skilaði félagið tapi
upp á rúmar 560 milljónir dala.
Þá jukust tekjur félagsins um 34%
og námu 2,67 milljörðum Banda-
ríkjadala. Greinendur höfðu reiknað
með að tekjurnar yrðu um 2,55 millj-
arðar dala á tímabilinu.
Félagið hækkaði enn fremur
afkomuspá sína fyrir árið í heild. Nú
reikna stjórnendurnir með að hagn-
aður þess á hlut verði á bilinu 13,02
til 13,32 dalir í ár en ekki 12,60 til
13,10 dalir eins og áður.
Eins og kunnugt er festi Actavis
kaup á bandaríska lyfjafélaginu For-
est Laboratories í febrúar á þessu
ári. Kaupverðið nam um 25 milljörð-
um Bandaríkjdala. Paul Bisari, sem
tók við sem stjórnarformaður Actav-
is eftir yfirtökuna, sagði við Wall
Street Journal að gott gengi félags-
ins á síðustu tveimur ársfjórðungum
helgaðist af röð vel heppnaðra yfir-
taka félagsins.
Tekjur Actavis
jukust um 34%
Afkoman framar vonum greinenda
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Actavis Umskipti urðu í rekstri Actavis plc., móðurfélags Actavis á Íslandi.
● Apple hyggst
kynna nýja kynslóð
iPhone-snjallsíma
hinn 9. september
næstkomandi, sam-
kvæmt heimildum
netmiðilsins Re/
code. Samkvæmt
sömu heimildum
mun næsta kynslóð
iPhone verða með 4,7 og 5,5 tommu
skjáum og öflugri örgjörva. Markaðs-
hlutdeild Apple hefur dregist saman á
snjallsímamarkaði en um 85% seldra
síma á öðrum ársfjórðungi keyra á
Android-stýrikerfinu. Hlutdeild Apple
fór úr 13,4% í 11,9% á milli ára, sam-
kvæmt upplýsingum frá rannsóknar-
fyrirtækinu Strategy Analytics.
Nýr iPhone í september
iPhone Ný kyn-
slóð kynnt 9.
september.
● Sala á bílum jókst um rúmlega 30% á
fyrstu sjö mánuðum þessa árs, miðað
við sama tímabil í fyrra. Alls voru 7.120
fólksbílar skráðir frá janúar til júlí og má
gera ráð fyrir því að í ágústmánuði verði
búið að skrá jafn margar nýjar bifreiðar
og allt árið 2013, þegar tæplega 7.300
bifreiðar voru skráðar. Bílaleigur eiga
mestan þátt í aukningunni, en rúmlega
4.000 bílaleigubílar hafa verið skráðir á
árinu. Sala til eintaklinga og fyrirtækja
hefur vaxið um 15% á milli ára.
Bílasala eykst um 30%
Stuttar fréttir…
!
"!#
"$
%!
#$
$%$
$
$#$
!%
&'()* (+(
,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5
!$%
#
"!%!
"#"
%
##
#$
$
$#%
#
"
!
"
"##
%#
#$!
#
"!
$#
!"
"##
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á