Morgunblaðið - 06.08.2014, Blaðsíða 18
FRÉTTASKÝRING
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Unnið hefur verið viðfornleifauppgröft ánokkrum stöðum á land-inu í sumar, einkum á
vegum Fornleifastofnunar Íslands á
Hofsstöðum í Mývatnssveit og Ingi-
ríðarstöðum í Þegjandadal í Þingeyj-
arsýslu. Steinunn Kristjánsdóttir hef-
ur einnig rannsakað klaustur og tekið
sýni. Oftast er reynt að ljúka rann-
sóknum og greftri á staðnum í ágúst.
Veitt hafa verið um fjörutíu
rannsóknarleyfi, flest verkin hafa
verið fremur smá í sniðum en um-
ræddar rannsóknir fyrir norðan hafa
fengið yfir tvær milljónir króna hvor
úr Fornleifasjóði. Rannsóknaraðilar
fá einnig fé frá öðrum aðilum, Rannís
og Háskóla Íslands. En einnig hefur
verið lögð áhersla á að leggja grunn
að betri upplýsingum um fornleifar,
ekki síst til að reyna að draga úr
hættunni á tjóni vegna ýmissa fram-
kvæmda. Oft hefur fornleifum verið
spillt af gáleysi.
„Við viljum sinna betur forn-
leifaskráningu fremur en forn-
leifauppreftri og veittum fé í skrán-
ingu fjölda staða,“ segir Kristín Huld
Sigurðardóttur, forstöðumaður
Minjastofnunar. „Alls veitti Forn-
leifasjóður rúmum 27 milljónum í
styrki í ár. Það er feikilega mikið af
fornleifum á Íslandi sem er óskráð
þannig að fólk veit ekki nákvæmlega
um staðsetninguna. Þá er hætta á að
þær eyðileggist af því að í sumum til-
vikum hefur fólk ekki hugmynd um
að það sé að skemma slíkar leifar.“
Mikilvægast af öllu sé að vita
hvar mikilvægar minjar séu eða geti
verið áður en byrjað sé að nota vél-
skóflur og ýtur. Kristín segir ætlunin
sé að skrá GPS-tölur umræddra
staða og færa staðsetninguna inn á
landfræðilegan gagnagrunn. Hann
verði síðan aðgengilegur fyrir alla
sem standa í framkvæmdum á svæð-
inu. Þeir geti þá tekið tillit til þessara
upplýsinga áður en þeir raska svæð-
inu. Vinna við þennan gagnagrunn
fer að fullu af stað í vetur, segir Krist-
ín.
Kuml manna og hesta
Fornleifastofnun Íslands er
sjálfseignarstofnun. Ólöf Þorsteins-
dóttir skrifstofustjóri segir að bæði
sé sinnt þar uppgreftri og skráningu
fornleifa, m.a. fyrir byggingaraðila,
einnig hafa verið gerðir samningar
við sveitarfélög.
Þegjandadalur hefur verið í eyði
í amk. 500 ár og minjarnar sem fund-
ist hafa á staðnum liggja undir ösku-
lagi frá því um 1300.
„Við erum einmitt að byrja að af-
tyrfa núna og þetta lítur vel út, ég er
mjög bjartsýnn,“ sagði Bretinn Ho-
well Roberts hjá Fornleifastofnun en
hann var í gær staddur á Ingiríð-
arstöðum ásamt þrem félögum sín-
um.
„Við höfum áður grafið upp kuml
sjö manna og fimm hesta á svæðinu
frá 2008 en vonumst til að finna fleiri
á nýja svæðinu. Við höfum fundið
beinaleifar en einnig glerperlur
af erlendum uppruna, belt-
issprota úr bronsi, silfurpen-
ing og gangsilfur (silf-
urstöng sem klippt var af
eftir þörfum), líka málm-
hluta úr reiðtygjum. Ekki
hefur fundist heil beinagrind
á staðnum en nokkur stór
bein.“
Félagarnir fjórir verða á
staðnum í tvær vikur. Roberts
sagði að veðrið væri þokkalegt, að
vísu nokkuð kalt og einhver rigning.
Rannsóknin er unnin að beiðni Þing-
eyska fornleifafélagsins.
Fornleifaskrá til að
hindra skemmdir
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Í tæka tíð Gufuskálavör á Snæfellsnesi, sjór og vindur eyðileggja þar forn-
minjar á hverju ári og annars staðar valda framkvæmdir oft spjöllum.
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 2014
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Það vekurnokkra at-hygli hve
ábyrg yfirvöld í
landinu hlaupa vilj-
ug og um langan
veg eftir vafasamri
herferð vafasamasta fjölmið-
ils landsins, og er þó frétta-
stofa RÚV ekki talin frá.
Lögreglumenn eru settir til
verka til að rannsaka „leka“
úr ráðuneyti vegna meintrar
„almennrar“ umræðu um
málið.
Nú vill svo til að margvís-
legur leki hefur orðið við
rannsókn á lekamálinu frá
þeim sem síst skyldi og fjöl-
miðillinn sem rekur trippin
slær upp fullyrðingum og seg-
ist byggja á þeim lekum og
skáldar svo stórt í eyðurnar,
án þess að hika. Ekki þykir
ástæða til að rannsaka það
allt saman.
Meira að segja umboðs-
maður Alþingis hleypur ótil-
kvaddur til, þótt ekki sé auð-
velt að sjá hvaða erindi hann
á inn í mál, sem enn þá er til
rannsóknar hjá ríkissaksókn-
ara og lögreglu að tilhlutan
þess fyrrnefnda.
Mjög er hrópað að innan-
ríkisráðherranum beri að
víkja úr sínu sæti fyrst að rík-
issaksóknari tók fluguna sem
Dagblaðið egndi fyrir hann.
Engin dæmi hafa þó verið
nefnd um það, að ráðherrann
og embættismenn hans hafi
með nokkrum hætti hamlað
eða tafið rannsókn þessa
ómerkilega máls, hvað þá að
þeir hafi sett fót fyrir rann-
sakendur.
Ákvörðun saksóknara um
víðtæka og harkalega rann-
sókn á ráðuneyti stjórnar-
ráðsins hefur auðvitað haft
margvíslegt óhagræði för
með sér fyrir það
og starfsmenn
þess, svo ekki sé
talað um ráð-
herrann. Það gef-
ur auga leið.
Lengi vel var
reynt að brjóta með valdi nið-
ur regluna um trúnaðarsam-
band fjölmiðils við heimildar-
mann sinn. Þar er um
grundvallarreglu að ræða,
sem einvörðungu sætir
undantekningum þegar stór-
kostlegir aðrir hagsmunir eru
í húfi. Héraðsdómur og síðar
Hæstiréttur Íslands, sópuðu
þessum málatilbúnaði út af
borðinu, ekki aðeins einu
sinni heldur tvívegis, því svo
hart var þetta óvenjulega er-
indi sótt.
Eftirtektarvert var að sjá,
hve margir þeir, sem taka
eiga svari frjálsra fjölmiðla,
sátu þegjandalegir hjá, þegar
þessi atlaga hins opinbera var
gerð að fjölmiðlunum.
Enn vakti það athygli að
hinum sérkennilega mála-
tilbúnaði skyldi ekki ljúka
þegar Hæstiréttur landsins
hafði sagt sitt síðasta orð um
þátt, sem rannsakendur
gerðu svo hátt undir höfði og
virtust byggja allt sitt á.
Það geta vissulega verið til-
efni til að rannsaka fram-
göngu stjórnarráðsins, (þau
voru mörg á síðasta kjör-
tímabili, þótt aldrei væri
brugðist við), en þó er nokkuð
einstakt að það skuli gert af
slíkri hörku og af jafn litlu til-
efni eins og í þessu tilviki.
En telji þar til bær yfirvöld
landsins sig knúin til slíkra
verka, af málefnalegum
ástæðum, hlýtur að vera ein-
boðið að slík aðgerð standi
ekki lengur en nauðsyn
krefur.
Rannsókn leka-
málsins er eiginlega
orðin sjálfstætt
rannsóknarefni}
Mál að linni
Guðlaugur ÞórÞórðarson al-
þingismaður vakti
athygli á brýnu
máli í aðsendri
grein hér í blaðinu
á laugardag. Í
greininni mátti lesa að sú
ánægjulega þróun að lands-
menn lifa lengur og við betri
heilsu hefði þær afleiðingar
að þörfin fyrir hjúkrunarrými
færi ört vaxandi.
Tölurnar í þessu efni eru
háar eins og lesa má í frétt á
blaðsíðu fjögur í dag. Á næstu
tíu árum þyrfti að sögn Guð-
laugs Þórs að bæta við að
minnsta kosti eitt þúsund
rýmum. Næsta aldarfjórð-
unginn þyrfti að
reisa hálft annað
hjúkrunarheimili
á ári.
Ástæða er til að
taka mark á
ábendingum Guð-
laugs Þórs um að nauðsynlegt
sé að draga ekki að hefjast
handa, en jafnframt að auka
fjölbreytni þeirrar þjónustu
sem öldruðum stendur til
boða. Í því efni getur aukin
heimaþjónusta til að mynda
skipt máli og hægt á þörfinni
fyrir byggingu nýrra rýma.
En jafnvel þótt takist að
hægja á þörfinni er ljóst að
viðfangsefnið fer vaxandi og
þarf að vera í forgangi.
Þjóðin eldist og við
því þarf að bregðast
með uppbyggingu
og auknu vali}
Tölur sem taka ber alvarlega U
m helgina komum við að dauðum
fugli á sumarbústaðarpalli og
við hlið hans, ekki nema nokkra
sentimetra frá, skreið uppgefin
býfluga. Hún fikraði sig áfram,
löturhægt eins og deyjandi maður í eyðimörk.
Við fylgdumst með þeim um stund fyrir innan
dyrnar, lokuðum augum í friðsælli ásjónu
þrastarins, dauðastríði flugunnar, svartgulri
áferð hennar á tréverkinu. Ég sá hann fyrir
mér þjóta um loftið í svölu ágústhúmi, dökkan
hnoðra á hvínandi flugi milli regnvotra greni-
trjáa og runna, í hljóðlátri náttúru, dúndrast í
glerið með lágværum dynk og hrapa hreyfing-
arlaus til jarðar. Ég velti fyrir mér hvað síð-
ustu hreyfingar flugunnar þýddu, hvort þær
væru stefnu- og hugsunarlaus barátta veru
sem skjögrar í átt að endalokum sínum eða
hvort þær væru kannski til marks um falda
löngun, þrá eftir einum andardrætti í viðbót fjarri
kraumandi heitum pottum, fjórhjóladrifnum bílum,
Bylgjunni. Var það tilviljun að hún var komin hingað til
að deyja? Höfðu þau raðast hér upp af handahófi, tvö dýr
saman á palli, hér til að skilja við líkama sína? Ég er
borgarbarn, hef ekki skilning á forgangsröðun dýra á
banastund. Ég sé dýr á hverjum einasta degi, þreytulega
ketti undir bílskottum, köngulær í skúmaskotum, ráð-
villtar en prúðar gæsir á umferðareyjum. En ég sé þau
aldrei deyja, ekki frekar en fólk. Næstum aldrei allavega.
Stundum sé ég fiskiflugur liggja á bakinu í gluggasyllum,
örmagna.
Við veltum þessu fyrir okkur á meðan við steiktum
unna kjötvöru á pönnu, ferfætling sem lifði og dó í verk-
smiðju, krydduðum og smökkuðum til.
Morguninn eftir lá býflugan enn við hlið
síns vængjaða félaga, hreyfingarlaus en þó
með lífsmarki ef vel var að gáð. Sólin skein á
þau og skuggar trjágreina flöktu á pallinum.
Við hituðum kaffi. Við töluðum um Gaza-
ströndina og útihátíðir. Eldflaugar og ljós-
myndir. Í glugganum hömuðust litlar flugur,
skullu reglulega á rúðunni, kolsvartar og
ákafar. Skammt frá grófum við litla holu með
fægiskóflu og fjarlægðum líkama fuglsins af
viðnum. Hann var léttari en ég bjóst við, fis-
léttur, og í gröfinni minnti hann okkur á sof-
andi barn, grunlaus um eigið sakleysi og feg-
urð. Þar kvaddi hann geisla sólar í síðasta
skipti og hvarf undir dökka mold. Býflugan
hóf að fikra sig áfram að nýju eftir erfiða
nótt, einsömul á pallinum. Hún bar ekki með
sér að óttast það sem beið hennar, langa hvíld
frá striti náttúrunnar, en við fundum skelfilega til með
henni. Bjargarlausri lífveru á manngerðu tréverki sem
uppfyllir reglugerðir, hefur hlotið opinbert samþykki.
Dauðinn blasti við henni eins og hvert annað verkefni í
heiminum og hún virtist reiðubúinn að mæta honum án
sérstakrar afstöðu. Við hjálpuðum henni upp á fægiskófl-
una, mjökuðum henni hægt upp á flötinn með litlum sóp
og þar lúrði hún um stund í kyrrð, skimaði í kringum sig
af brúninni og kannski leið henni einu sinni enn líkt og
hún svifi frjáls yfir heiminum. Kannski var hún eins og
milli svefns og vöku, bæði hér og ekki. Við lögðum hana
niður skammt frá ferskum grafreit þrastarins og þar hélt
hún af stað að nýju, gul og svört og lítil, fikraði sig áfram
í moldinni. Eitt skref í einu inn í annan heim. haa@mbl.is
Halldór
Armand
Ásgeirsson
Pistill
Býfluga og þröstur
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
Áður var hugtakið fornleifar á
Íslandi aðallega bundið við hluti
frá miðöldum, frá landnámi um
870 til u.þ.b. 1500. Nú er hug-
takið túlkað öðruvísi, haft í
huga að varðveita þarf líka ým-
islegt sem verður orðið að
merkum fornleifum eftir nokkr-
ar aldir.
Minjastofnun, sem tók til
starfa í janúar 2013, hefur um-
sjón með „verndun fornleifa- og
byggingararfs á landinu“.
Eitt af verkefnum hennar
er að halda heildarskrár
um friðaðar og frið-
lýstar fornleifar, frið-
lýsta legsteina og
minningarmörk, einn-
ig friðuð og friðlýst
hús og önnur mann-
virki. Hún hefur eftirlit
með öllum fornleifa-
rannsóknum hérlendis
og setur reglur um rann-
sóknir sem hafa jarðrask í
för með sér.
Fyrir og eftir
steinsteypu
MISGAMLAR LEIFAR