Morgunblaðið - 06.08.2014, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.08.2014, Blaðsíða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 2014 AF TÓNLIST Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is Þeir sem ekki fóru út úr borg-inni um verslunarmanna-helgina þurftu ekki að líða landsbyggðarskort en grænum gra- storfum, bekkjum og öðru þvíum- líku hafði verið komið fyrir í Naustinni þar sem tónlistarhátíðin Innipúkinn fór fram í þrettánda skiptið. Það var því ákveðin útileg- ustemning í miðbæ Reykjavíkur en veislan fór fram á skemmtistöð- unum Húrra og Gauknum sem standa hlið við hlið. Um var að ræða þriggja daga hátíð þar sem hátt í fjörutíu sveitir komu fram og voru þær ekki af verri endanum. Kælan Mikla stóð sig vel Dagskráin hófst á Húrra á föstudaginn en þar stigu sveitir á borð við Orphic Oxtra, Justman auk dj. flugvélar og geimskips á stokk og stemningin mjög góð. Futuregrapher + Borko stigu einn- ig á svið en tvíeykið spilaði hresst elektró þar sem mátti jafnvel greina ákveðinn diskóblæ. Raf- mögnuð stemning var hjá þeim fé- lögum og ánægja sú er þeir virtust njóta við að spila skilaði sér út í salinn og endurspeglaðist í góðum undirtektum. Dj. flugvél og geim- skip var hress að vanda en til- raunakennd og oft á tíðum kímin framkoma hennar vekur ætíð lukku. Húrra var nýlega tekinn í gegn og sviðið þar var vel til tón- leikahalds fallið. Hægt er að berj- ast um í troðningi við sviðið auk þess sem góð aðstaða er til að taka sér góðar pásur í vel til föllnu reykingarporti, kjallara eða fremri sal þar sem auðveldara er að sitja og spjalla. Ekki var að sjá að stað- urinn hefði lent í vandræðum helgina áður og lokað tímabundið en öll umgjörð var til fyrirmyndar. Það sama var að segja um Gaukinn, umgjörðin var til fyrir- myndar. Vissulega varð það þreytt Rafmagnaðar Reykjavíkurnætur að geta ekki rölt með bjór á milli staðanna en það er ekki við stað- arhaldara að sakast. Þá komu gras- balinn og bekkirnir sér líka vel og hægt að slaka á í góðra vina hópi og velta vöngum yfir frammistöðu þeirra hljómsveita er höfðu lokið sér af. Þegar búið var að þamba bjórinn var því tilvalið að kíkja á Gaukinn en þetta kvöld var pönkið og rokkið allsráðandi. Börn, Pink Street Boys, Logn og Muck stigu meðal annars á svið og stóðu sig vel. Sú sveit sem fangaði þó hvað mesta athygli var stúlknasveitin Kælan Mikla skipuð þeim Sólveigu Matthildi Kristjánsdóttur, Margréti Rósu Dóru-Harrysdóttur og Lauf- eyju Soffíu Þórsdóttur. Einkar fersk framkoma, ljóðrænir textarn- ir, sem voru lausir við alla tilgerð og væmni, þykkar bassalínur og taktfastur trommuleikur skapaði mjög áhugaverða heild. Athygli vakti hversu þétt hljóðið var þrátt fyrir að aðeins hafi verið um trommu- og bassaleik að ræða. Einfaldur bassaleikurinn minnti um margt á síðpönk áttunda áratug- arins og andi Joy Division virtist svífa yfir vötnum. Sveitin hafði ný- lega lokið tónleikaferðalagi sínu um landið undir yfirheitinu Kælan Mikla á túr og skartaði bassaleikari sveitarinnar túrtappa á hljóðfæri sínu af því tilefni. Þar sem undirrit- aður er einstaklega veikur fyrir orðagríni þá hitti það beint í mark. Elektróník í hávegum höfð Á laugardeginum var slegið upp í elektróveislu á Gauknum þar sem tvíeykið Tanya & Marlon stóð upp úr. Sem forsprakkar Weir- dcore-hreyfingarinnar, þá helst Ta- nya, heilluðu þau áhorfendur með fremur hörðum töktum og þægi- legri nærveru. Skemmtileg blanda. Það hefði þó verið gaman ef þau hefðu spilað síðar um nóttina, og jafnvel lengur, en tónlist þeirra er tilvalin til að gleyma sér í alsælu og dansi. Sveitin Sísí Ey stóð sig einn- ig með prýði en lag þeirra „Ain’t Got Nobody“ féll vel í kramið hjá dansþyrstum gestum enda um mjög fínt lag að ræða. Á Húrra opnaði Logi Hösk- uldsson, betur þekktur sem hinn hugljúfi Loji, dagskrána en kapp- inn breytti nýlega til og semur nú vel heppnaða tölvutónlist í stað indírokksins sem hann hefur sinnt af miklum móð síðustu ár. Með honum í liði í þessu nýja verkefni er meðal annars Júlía Her- mannsdóttir, söngkona Oyama, og ná þau vel saman. Einnig komu Mr. Silla og Benni Hemm Hemm fram þetta kvöld en reggísveitin AmabAdamA lauk kvöldinu við mikinn fögnuð. Svita- og hitabað Kvöldin á Gauknum voru þemaskipt og kom það mjög vel út. Þegar hér var komið við sögu var rokkið og elektróníkín afstaðin. Því var komið að rappinu en rímna- flæðið fyllti myrkan staðinn sem var einmitt líka endurnýjaður fyrir skemmstu og lítur mjög vel út. Rapparinn 7Berg, sem gerði garð- inn frægan á sínum tíma með lag- inu „Má ég sparka?“ ásamt Bent, kom ágætlega fyrir á sviðinu með banana um hálsinn og hljóðnema í hendinni. Innkoma Didda Fel og Bents virtist líka falla vel í kramið hjá viðstöddum. Reykjavíkurdætur tróðu auk þess upp þetta kvöldið en hópurinn telur hátt á annan tug einstaklinga. Þær tóku sín þekkt- ustu lög við mikinn fögnuð og má þar nefna lagið „D.R.U.S.L.A.“ sem kom nýverið út í tilefni Druslu- göngunnar. Þess skal getið að flæði Reykjavíkurdætra nýtur sín í raun betur því færri sem þær eru á svið- inu hverju sinni og voru þær dug- legar við að stíga niður ein af ann- arri og leyfa einstaka meðlimum að njóta sín í sviðsljósinu hverju sinni. Megas lauk síðan góðri hátíð ásamt vinum sínum í Grísalappalísu en samstarf þessa tveggja er einkar áhugavert og því var mikill spenningur, troðningur og barn- ingur í innri sal Húrra þegar fór að líða að tónleikunum. Biðröð mynd- að skipuleggja hátíðina og eiga þær hrós skilið fyrir frammistöðuna. Hátíðin var vel skipulögð, hljóm- sveitirnar góðar, skemmtistaðirnir vel valdir, bjórinn ódýr og stemn- ingin einkar friðsæl þrátt fyrir mikið fjör. Því er nefnilega svo far- ið að innipúkar virðast bera með sér fremur yfirvegað fas auk þess að búa yfir miklu jafnaðargeði og kristallaðist það í litlum sem eng- um óspektum. Þessi litli blettur sem myndaðist í Naustinni þessa verslunarmannahelgi var því sem vin í eyðimörk Reykjavíkurborgar þar sem grasrót tónlistar fékk að leika lausum hala, menningu lands og þjóðar til mikils sóma. aðist fyrir utan staðinn en flestir, ef ekki allir, komust inn áður en fyrsta lagið fór í loftið. Megas var sem áttundi meðlimur Grísalappal- ísu, slík var samvinnan. Hitinn var mikill í áhorfendaskaranum og af og til þurfti að stíga út í svalandi nóttina til að sjúga nokkur íþrótta- blys og kæla sig niður. Það var sem labbað væri á vegg í hvert sinn sem stigið var inn í salinn á nýjan leik, slíkur var hitinn, enda kynþokkinn mikill á sviðinu. Hátíðin vel skipulögð Þetta var í fyrsta skiptið sem stöllurnar Berglind Sunna Stef- ánsdóttir og Megan Horan sáu um » Sveitin hafði nýlega lokið tónleikaferðalagisínu um landið undir yfirheitinu Kælan Mikla á túr og skartaði bassaleikari sveitarinnar túrtappa á hljóðfæri sínu af því tilefni. Einleikjahátíðin Act alone hefst á Suðureyri í dag og stendur til sunnudags. Í ár verður boðið upp á tuttugu einleikna viðburði og er aðgangur að öllum viðburðum ókeypis. Meðal einleikja sem verða sýnd- ir á Act alone í ár má nefna Eld- klerkinn með Pétri Eggerz, Grande með Hirti Jóhanni Jóns- syni, Sveinsstykki Þorvaldar Þor- steinssonar í flutningi Arnars Jónssonar og barnaleikritið Pétur og úlfinn úr smiðju Bernd Ogrod- nik. Saga Sigurðardóttir frum- flytur nýtt dansverk og Anna Richardsdóttir ætlar að taka Suð- ureyri í gegn með einstökum þrifagjörningi. Stuðmaðurinn Egill Ólafsson gerir upp ferilinn í tali og tónum og gítarleikarinn Björn Thoroddsen verður í essinu sínu með hljóðfærið. Einnig má nefna að Villi vísindamaður verður með vísindanámskeið fyrir krakka á öllum aldri. „Tvær nýjungar eru á Act alone í ár. Í fyrsta sinn verður boðið uppá einstaka myndlist og ritlist. Opnuð verður sýning á verkum Eddu Heiðrúnar Backman, leik- konu, sem sannarlega hefur farið sínar eigin leiðir í listinni. Fulltrú- ar ritlistarinnar eru Eiríkur Örn Norðdahl og Ólína Þorvarð- ardóttir sem munu lesa uppúr verkum sínum og annarra,“ segir m.a. í tilkynningu. Allar nánari upplýsingar um dagskrána er á sudureyri.is/ sudureyri-is/actalone. Morgunblaðið/Kristinn Stuðmaður Egill Ólafsson gerir upp ferilinn í tali og tónum á hátíðinni. Boðið upp á tuttugu viðburði á Act alone

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.