Morgunblaðið - 06.08.2014, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 06.08.2014, Qupperneq 36
 Kristján Jóhannsson, Garðar Thór Cortes og Gissur Páll Gissurarson slá upp tónlistar- og matarveislu í Björtuloftum, veislusölum Hörpu, á föstudaginn klukkan 19. Á dag- skránni eru klassískar söngperlur frá ýmsum tímum og óperuaríur við allra hæfi. Kristján, sem kominn er heim eftir áralanga dvöl á Ítalíu, hefur að sögn sungið í öllum bestu húsum heims, til að mynda La Scala á Ítalíu. Garðar hefur átt farsælan feril og dugir þar að nefna tilnefningu hans til Bresku tónlist- arverðlaunanna. Gissur Páll hefur unnið Íslensku tónlistar- verðlaunin og sungið í flestum óperu- húsum Evrópu. Tónleikar og veislu- hald í Björtuloftum MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 218. DAGUR ÁRSINS 2014 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Faðirinn talinn vera barnaníðingur 2. Er ZMapp svarið við ebólu? 3. Fann nærbuxur á golfvellinum … 4. 120 milljóna hús í Fossvogi »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Um árabil hefur Snorri Ásmunds- son tekið einnar mínútu löng mynd- bands-portrett af fólki í sínu nánasta umhverfi. Valin hafa verið fimmtíu þeirra verka og verða þau nú sýnd í fyrsta sinn á Íslandi í tengslum við vídeósýningar á kaffistofu Listasafns Íslands. Meðal þeirra sem sitja fyrir eru margir þjóðþekktir einstaklingar, má nefna Gunnar Nelson, Einar Örn Benediktsson, Guðrúnu Evu Mínervu- dóttur, Ragnar Kjartansson, Stein- grím Eyfjörð, Erlu Þórarinsdóttur og Sjón ásamt fleirum. Sýningin verður opnuð 7. ágúst og mun hún standa til 31. ágúst. Myndbandssýning í Listasafninu Á fimmtudag Norðaustanátt, yfirleitt 5-10 m/s og rigning með köflum, einkum suðaustan- og síðan austanlands. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast suðvestantil. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan 5-13 m/s síðdegis með rigningu sunnan- og austantil, annars skýjað. Hiti 7 til 17 stig að deginum, hlýjast á Vesturlandi. VEÐUR Landsliðsmaðurinn Þórir Ólafsson er kominn heim eftir níu ár í atvinnu- mennsku og verður spilandi aðstoðarþjálfari Stjörn- unnar í handknattleik næstu þrjú árin. „Maður tekur góðu minning- arnar með sér heim,“ sagði Þórir í samtali við Morgunblaðið í dag. »1 Spennandi að feta sig í átt að þjálfun Hafdís Sigurð- ardóttir setti í gær Íslandsmet í 60 metra hlaupi, en fyrr um dag- inn hafði hún ver- ið útnefnd af Frjáls- íþróttasambandinu til að keppa á EM í Zürich í næstu viku. Fimm íslenskir kepp- endur verða þar í eld- línunni. „Spennt en stressuð,“ sagði Haf- dís. »1 Ólafur Kristjánsson hefur farið vel af stað sem þjálfari danska úrvalsdeild- arfélagsins Nordsjælland en liðið hef- ur unnið tvo af fyrstu þremur leikjum sínum á tímabilinu. Ólafur kveðst vel meðvitaður um það að með góðum árangri geti hann rutt brautina fyrir fleiri íslenska þjálfara og hann vill ólmur auka hróður íslenskrar knatt- spyrnu. »4 Ólafur vill auka hróður íslenskrar knattspyrnu ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Páll Fannar Einarsson pfe@mbl.is Dagur Steinn Elfu Ómarsson og Þorgrímur Smári Ólafsson stefna á að hlaupa 21 kílómetra í Reykjavík- urmaraþoninu sem fram fer þann 23. ágúst næstkomandi. Þeir ætla að safna fyrir sumarbúðirnar Reykjadal, en þar njóta fatlaðir krakkar sumardvalar. „Í fyrra söfn- uðu þeir félagar rúmlega 800 þús- und krónum í Reykjavíkurmaraþon- inu. Þá hlupu þeir 10 kílómetra en nú ætla þeir að bæta um betur í ár og bæta töluverðri lengd við sig,“ segir Ómar Örn Jónsson, faðir Dags. Rekstur sumarbúða Reykjadals hefur undanfarin ár gengið erf- iðlega en sumarbúðirnar eru opnar öllum þeim sem ekki geta notið þess að sækja aðrar sumarbúðir vegna fötlunar sinnar. „Við þurfum öll að hjálpast að við að halda Reykjadal opnum og hver króna skiptir máli. Dagur hefur margsinnis dvalið þar og þetta er eitt það skemmtilegasta sem hann gerir. Þetta er frábær staður og það er mikilvægt að starf- inu þar verði haldið áfram,“ segir Ómar. Óvæntur glaðningur í boði Þeir sem heita á þá félaga geta átt von á óvæntum glaðningi, því ef þeim tekst að safna meira en 500 þúsund krónum þá ætlar Dagur að gefa einhverjum heppnum styrktaraðila áritaða lands- liðstreyju, sem íslenska landsliðið í handbolta gaf Degi á Evrópumeist- aramótinu í handbolta sem haldið var í Danmörku í janúar á þessu ári. „Dag- ur hefur mikinn áhuga á íþróttum og í raun snýst allt um íþróttir hjá honum. Honum þykir því mjög vænt um þessa treyju en þetta fer fram með þeim hætti að við munum draga ein- hvern af handahófi ef við náum markmiðinu. Það eina sem fólk þarf að gera er að setja netfangið með í texta þegar það heitir á þá og þá er það komið í pottinn,“ segir Ómar. Afrek þeirra Dags og Þorgríms í Reykjarvíkurmaraþoninu í fyrra varð til þess að Reykjavíkurborg heiðraði þá kappa með sæmdarorð- inu „hvunndagshetjur“og fóru þeir á dögunum í boði borgarinnar að veiða í Elliðaánum. „Það var rosa gaman hjá þeim og þeir eyddu heil- um degi við veiðar saman. Menn tóku þetta bara á hörkunni og Degi var rúllað á hjólastólnum beint út í ána. Þeir náðu að veiða eitthvað af fiski en fengu þó engan stórlax. Hann verður bara tekinn á næsta ári,“ segir Ómar. Hlaupa til styrktar Reykjadal Ljósmynd/Ómar Örn Jónsson Hlaupakappar Hér sjást þeir Dagur og Þorgrímur (fyrir miðju) í Reykjavíkurmaraþoninu sem fram fór í fyrra.  Taka þátt í hálf- maraþoni síðar í mánuðinum Dagur ætlar ekki aðeins að fórna íslensku lands- liðstreyjunni fyrir góðan málstað, því árituð lands- liðstreyja af Aroni Jóhannssyni, landsliðsmanni Bandaríkjanna í knattspyrnu og leikmanni AZ Alkmaar í hollensku úrvalsdeildinni, verður seld hæstbjóðanda og upphæðin látin renna í söfnunina til styrktar Reykjadal. „Þor- grímur og Aron eru vinir en Dagur gaf Aroni málverk af bandaríska fánanum sem hann hafði búið til sjálfur. Aron var svo ánægður með það að hann ákvað að gefa honum áritaða treyju. Þeir hittust svo á Roadhouse fyrir stuttu síðan þar sem treyjan var græjuð,“ segir Ómar. Selur treyjuna hæstbjóðanda FÓRNAR EKKI AÐEINS ÍSLENSKU TREYJUNNI Aron, Dagur og Þorgrímur. Hafdís hélt upp á EM sæti með Íslandsmeti

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.