Morgunblaðið - 06.08.2014, Side 22

Morgunblaðið - 06.08.2014, Side 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 2014 ✝ Fríða BirnaAndrésdóttir fæddist á Ísafirði 17. mars 1974. Hún lést 23. júlí síðast- liðinn. Fríða Birna var dóttir hjónanna Andrésar Jóhanns- sonar, f. 17. febr- úar 1944, og Guð- ríðar Sigrúnar Önnu Benedikts- dóttir, f. 22. júlí 1937, d. 9. júní 2003. Systkini Fríðu Birnu eru 1) Benedikt, f. 1958, 2) Sigmund- ur, f. 1962, 3) Vilborg, f. 1964, 4) Jóhanna, f. 1965, 5) Örn Óli, f. 1967, 6) Jórunn, f. 1969, 7) Jó- hann Sólmundur, f. 1972. Sam- býliskona Andrésar er Sigríður 15. maí 1995, og 2) Anna Karen, f. 2. desember 1998. Fríða Birna var fædd og upp- alin á Ísafirði og bjó þar fram til 17 ára aldurs, kynntist þá eig- inmanni sínum og fluttist til Bol- ungarvíkur. Fríða Birna vann aðallega við verslunar- og verkamannastörf, árin 1992– 1994 bjuggu Fríða Birna og Guðmundur á Dalvík þar sem Guðmundur var við nám í Stýri- mannaskólanum og Fríða Birna vann við fiskvinnslu. Að námi loknu fluttust þau aftur til Bol- ungarvíkur og stofnuðu þá heimili og eignuðust börnin sín. Árið 2006 flutti fjölskyldan til Sandgerðis, Fríða Birna vann þá um tíma hjá IGS á Keflavíkur- flugvelli en hafði síðustu ár unn- ið sem stuðningsfulltrúi í Grunnskólanum í Sandgerði. Fríða Birna verður jarð- sungin frá Keflavíkurkirkju í dag, 6. ágúst 2014, kl. 13. Jarð- sett verður í kyrrþey á Kirkju- bóli í Valþjófsdal. Þráinsdóttir, f. 1968. Dóttir hennar er Anna Margrét Vilhjálmsdóttir, f. 1992 Fríða Birna gift- ist hinn 30. júní 2001 Guðmundi Jóni Markússyni, f. 25. september 1971. Foreldrar hans eru Anna Kristín Björg- mundsdóttir, f. 27. september 1949, og Markús Guðmundsson, f. 27. september 1947. Systkini Guðmundar eru 1) Ágúst Helgi, f. 1972, d. 1991, og 2) Katrín Dröfn, f. 1976. Börn Fríðu Birnu og Guð- mundar Jóns eru 1) Markús, f. Elsku ástin mín, ég trúi því ekki að ég sitji hér og skrifi minningargrein um þig. Nú ætt- um við að vera að skipuleggja næsta frí eða eitthvað annað skemmtilegt. Að þú sért tekin frá okkur, ástvinum þínum, að- eins fertug er svo óréttlátt. Hjartað mitt er í þúsund molum þegar ég skrifa þessar línur, þú varst mín fyrsta og eina ást, ég get ekki trúað því að þú sért far- in á braut frá okkur. Ég hef elsk- að þig síðan ég sá þig fyrst, á gangi fyrir utan Kaupfélagið á Ísafirði, minning þessi er föst í huga mér. Einnig þegar ég kom inn í Hamraborg á annatíma og færði þér eina bleika rós, nokkr- um dögum síðar urðum við par. Þú ert mín mesta gæfa í lífinu og þú gafst mér það sem við bæði elskuðum og dáðum, fallegu börnin okkar tvö. Þau voru gim- steinarnir þínir og þú lagðir alla þína ást og umhyggju í þau. Þú varst mín æskuást, þú 16 og ég 19, þú fluttir fljótlega til Bolungarvíkur. Segja má að þar höfum við fljótt tekið út mikinn þroska þegar minn elskulegi bróðir var hrifsaður frá okkur á sviplegan hátt. Þú ástin mín stóðst eins og klettur við hlið mér og þegar ég sá bara svart- nætti varst það þú sem varst mitt ljós í lífinu. Þú sem gafst svo mikið af þér en ætlaðist aldrei til að fá það endurgoldið. Við fluttum síðar á Dalvík og byrjuðum að búa í litla gula hús- inu sem við leigðum og áttum þar tvö dásamleg ár. Fluttum aftur heim í Bolungarvík, keyptum hús þar og eignuðumst dýrmætu börnin okkar. Við vorum búin að hlakka svo til að árin okkar væru að koma, börnin að verða full- orðin og við byrjuð að skipu- leggja hvað við ætluðum að gera bara við tvö saman því þótt við yrðum ástfangin mjög ung varð ást okkar aðeins sterkari og sterkari með árunum. Ég veit ekki hvernig ég á að horfa fram á við án þín, elskan mín, ég er ekki hálfur án þín en við eigum tvo gullmola og þeim gef ég alla þá ást og umhyggju sem ég á. Börn voru það sem gáfu þér mest í líf- inu, því var það ekki skrítið að þú gafst þig alla í starf þitt sem stuðningsfulltrúi. Þú varst oft búin að segja mér hvað þú hlakk- aðir til að verða með tíð og tíma amma, þú varst meira að segja orðin „amma“ barnanna hjá vinafólki okkar. Þú gafst mér lífið, ástina og börnin, við elskuðum hvort ann- að mikið, höfum aldrei rifist og ákváðum snemma í okkar sam- bandi að fara aldrei ósátt að sofa. Þú tókst því með miklu æðru- leysi að vera sjómannskona, þér fannst ekkert mál að gera allt sem gera þurfti þótt ég væri lengi í burtu. Þú gafst mér gott líf, margar minningar sem eru mér mjög dýrmætar. Þú munt alltaf vera í huga mér og eiga hjarta mitt. Það er mér mjög dýrmæt minning að það síðasta sem ég sagði við þig og þú við mig rétt áður en þú varst tekin frá okkur: „elska þig“ en þannig enduðum við vanalega öll okkar símtöl. Þú hefur kennt mér að þakka fyrir það sem maður á og hefur, í dag er ég þakklátur fyrir þann tíma sem við fengum saman þótt hann hefði átt að vera miklu lengri. Ég er sáttur við að við vorum búin að ræða um hverjar óskirnar væru ef svona atburður kæmi upp, ég veit þínar óskir og mun uppfylla þær, þú munt hvíla á okkar uppáhaldsstað í sveitinni hjá fjölskyldubústaðnum okkar. Elskan mín, ég kveð þig núna. Þinn að eilífu, Guðmundur Jón Markússon (Gummi). Þó sólin nú skíni á grænni grundu er hjarta mitt þungt sem blý því burt varst þú kölluð á örskammri stundu í huganum hrannast upp sorgarský. Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga og góða svo falleg, einlæg og hlý en örlögin þín ráðin – mig setur hljóða við hittumst samt aftur á ný. Megi algóður guð þínu sálu nú geyma. gæta að sorgmæddum, græða djúp sár þó komin sé yfir í aðra heima mun minning þín lifa um ókomin ár. (Sigríður H. Lárusdóttir) Elsku hjartans Fríða Birna mín. Takk fyrir að hafa verið mér sem dóttir frá því þú komst fyrst 17 ára inn í fjölskylduna á erfiðum tíma í okkar lífi — alltaf kletturinn sem allir gátu treyst og leystir úr málunum. Ég lofa að gera mitt besta til að styðja við Gumma, Markús og Önnu Karen á þessum erfiðu tímum sem framundan eru. Takk fyrir allt. Þín tengda- mamma, Anna Kristín Björgmundsdóttir. Það er þyngra en tárum tekur að sitja og skrifa minningargrein um elsku mágkonu mína, Fríðu Birnu, aftur hefur ástvinur verið hrifsaður frá okkur á sviplegan hátt og eftir stöndum við van- máttug og buguð af sorg. Minn- ingarnar eru margar um yndis- lega konu sem var okkur öllum svo góð, sem alltaf var til staðar, bæði í gleði og sorg. Hún var börnum mínum yndisleg frænka sem umvafði þau ást og um- hyggju, með óbilandi þolinmæði, skilningi og hlýju náði hún nánu og góðu sambandi við þau. Fríða Birna hefur alltaf verið okkur fjölskyldunni ómældur styrkur, kom inn í fjölskylduna á erfiðum tíma í okkar lífi og hún varð kletturinn okkar og leiddi okkur áfram í okkar miklu sorg. Hún var boðin og búin að gera allt fyrir sína samferðamenn og ég held að það sé fátt sem hún Fríða ekki gat. Sem merki um það er þegar hún í júní fjarlægði geit- ungabú af Holtabrúninni, hún bara gerði það sem gera þurfti og ætlaðist aldrei til að fá neitt tilbaka. Það hafa verið forrétt- indi að fá að hafa þessa sterku, fallegu og ljúfu konu í okkar lífi, þeir eru heppnir sem fengu að kynnast hennar hjartahlýju. Í ólgusjó lífsins eru það oft minn- ingarnar sem halda okkur á floti og af þeim eigum við nóg, ég mun gera mitt besta til að styðja litlu fallegu fjölskylduna þína í þessari miklu sorg og vil með þessum fátæklegu orðum þakka þér samfylgdina, elskan mín. Sofðu rótt. Þín mágkona, Katrín Dröfn. Mikið er það óraunverulegt að sitja hér og skrifa minningar- grein um þig, elsku Fríða. Það var okkur mikið reiðarslag að þú varst bráðkvödd á heimilinu þínu. Okkur finnst lífið sannar- lega ósanngjarnt núna, af hverju er verið að taka konu í blóma lífs- ins í burtu frá okkur, burtu frá eiginmanninum sínum þar sem þau voru svo ástfangin að það tóku allir eftir því, burtu frá börnunum hennar sem eru svo háð henni. Hún er kletturinn þeirra og okkar. Af hverju er verið að taka klettinn okkar burt? Frá því að við fluttum hingað, hafið þið verið fjölskyldan okkar í Sandgerði. Við gátum alltaf leit- að til þín með alla hluti. Nú tek ég eftir því hversu háð ég var þér. Þú varst fyrirmyndin okkar sem móðir, enda leituðum við til þín með uppeldi barnanna okkar. Þú varst góður hlustandi og mik- ill vinur. Þú gerðir allt fyrir alla, og gerðir hluti óumbeðin. Þú hjálpaðir okkur mikið og tókst þátt í mörgu í lífi okkar, t.d. sást þú um skírnarveisluna hans Ara Hjörvars frá A til Ö. Þú varst mesta hjálpin í brúðkaupinu okk- ar, og gerðir þú og Gummi margt óumbeðið. Þú varst svo spennt þegar Ari Hjörvar fæddist, enda voruð þú og Anna Karen þau fyrstu sem mættu á fæðingar- deildina. Þið mæðgur voru líka svo duglegar að hlaupa yfir til að knúsa og kyssa krílin okkar áður en þau fóru að sofa, það var nán- ast hvert kvöld. Takk fyrir það. Þú spilaðir stórt hlutverk meðal barnanna okkar og Sara María var svo háð þér. Hún leit svo mikið upp til þín þó hún sé bara 5 ára. Síðustu jól sannaði huga hennar til ykkar þar sem hún vildi skrifa í merkimiðann ykkar til Ömmu Fríðu og Afa Gumma frá Söru og svo hló hún svo mikið og gat ekki beðið að fá að fara með pakkann yfir til að sýna Fríðu. Síðasta mæðradag fórum við að kaupa tvö blóm handa ömmum hennar, þá spurði Sara hvað með Fríðu, og fórum við ekki út úr blómabúðinni fyrr en búið var að kaupa blómvönd handa „Ömmu“ Fríðu. Við erum svo þakklát fyrir ferðina okkar til Bolungarvíkur. Það var þér hjartans mál að Ari Hjörvar færi nú að sýna mér Bolungarvík, þar sem þið væruð allir Bolvíkingar nema ég. Þú sagðir við okkur: „Ef ekki núna hvenær þá.“ Þú tókst mig á rúntinn á Ísafjörð, einnig um Hnífsdal þar sem þú ólst upp og sagðir margar æsku- sögur, meira segja fórum við Ós- hlíðina þó hún væri lokuð. Þetta lýsir þér einmitt vel, þú lést ekk- ert stoppa þig. Á allt of stuttri ævi gafst þú samt fólki í kringum þig svo mik- ið. Það tóku allir eftir þessari kröftugu, fallegu konu. Þar sem þú ert farin vitum við að börnin okkar hafa besta verndarengil sem til er. Elsku Fríða Birna, í dag eru svo margir sem eiga um sárt að binda því þú gerðir líf svo margra ríkara, en minningin lifir og munum við geyma hana í brjósti okkar. Við biðjum algóð- an Guð að opna faðm sinn og um- vefja þig sínum mjúku höndum um leið og við viljum þakka þér fyrir samfylgdina og ómetanlega vináttu. Hvíldu í friði, elsku vin- kona. Elsku Gummi, Markús og Anna Karen, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Megi góður Guð styrkja ykkur í sorginni. Við erum alltaf til staðar hinum meg- in við götuna. Ykkar vinir, Ari Hjörvar og María Jóna. Elsku Fríða Birna. Takk fyrir að horfa á Frozen með mér. Takk fyrir alla göngutúrana. Mig langar svo mikið að geta kysst og knúsað þig aftur. Ég elska þig mikið af hjarta mínu. Ég er búin að vera að teikna engla á blað og vera með kveikt á kerti. Viltu halda áfram að koma í göngutúr með mér meðan þú ert engill. Viltu koma í húsið mitt og herbergið mitt meðan þú ert engill. Ég fer með bænina mína „Faðir vor“ á kvöldin og þegar ég er búin að fara með bænina þá tala ég við þig og ég veit að þú heyrir í mér alveg eins og jóla- sveininn. Þín „ÖmmuStelpa,“ Sara María Aradóttir. Elsku Fríða Birna, það er erf- itt að trúa því að kallið þitt sé komið. Það er virkilega erfitt að sitja hér og hugsa um það hvað hægt sé að skrifa um þig, það eru svo margar minningar sem koma upp í hugann. Þú stóðst alltaf þétt við bakið á fjölskyldunni og varst með þeim fyrstu til ef eitthvað bjátaði á hjá vinum eða kunningjum. Þú átt dásamleg og vel gefin börn og yndislegan eiginmann. Það verð- ur erfitt fyrir þau að vinna úr sorginni en þau eiga góða fjöl- skyldu og vini til að hjálpa þeim í gegnum sorgina. Það var alltaf gott að koma til ykkar hvort sem það var í Sand- gerði eða í paradísina ykkar í Valþjófsdalnum, gestrisnin ykk- ar var dásamleg og reidduð þið fram kræsingarnar í sameiningu. Það sem einkenndi þig var hlý- leiki, traust, heiðarleiki og alltaf var stutt í gleðina og fallega brosið þitt. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Elsku Gummi, Markús og Anna Karen, Guð styrki ykkur á þessum erfiðu tímum. Jóhann, Sæunn og dætur. Það er erfitt til þess að hugsa að Fríða hafi verið kölluð frá þessari jarðvist, svo ung kona. Fríða var yndisleg manneskja. Hún var svo trú og trygg öllum sem hún umgengst. það er eins og maður átti sig ekki almenni- lega á því hvað almættið leggur á fólk, ekki einu sinni heldur tvisv- ar í sama mánuðinum. Kynni okkar af Fríðu voru yndisleg og gleymast aldrei. Fríða og Gummi áttu heimili í Bolungarvík beint á móti okkur Stínu í Heiðarbrúninni á meðan þau bjuggu þar. Samgangur var á milli heimilanna ekki síst vegna vinskapar Fríðu og Gumma við Ragnhildi, dóttur mína, og Hag- barð, tengdason minn, sem bjuggu í næstu götu. Tryggð hennar við dóttur mína, Ragnhildi, var einstök. Þegar ég þurfti, nú í júní sl., á Ragnhildi að halda vegna veik- inda Stínu minnar og hringdi seint um kvöld til hennar, þá stóð ekki á því að Fríða bauðst til að keyra hana að vestan og suður um nóttina. Þegar við fengum aftur að vita að ekkert væri hægt að gera til að lækna mein Stínu hringi ég til Ragnhildar og bið hana að koma aftur suður. Ég spyr hana að því hvort hún geti komist að heiman aftur svo fljótt, aðeins tveimur dögum eftir að hún fór vestur. Svarið var: „pabbi, hún Fríða er komin til mín og búin að taka við heimilinu mínu.“ Þannig var Fríða alltaf boðin og búin til að aðstoða og hjálpa. Í okkar tilfelli var það ómetanlegt að eiga Fríðu að, fyr- ir það verð ég ævinlega þakk- látur. Við fjölskyldan umgengumst Fríðu og Gumma mikið. Þau voru oft fyrir vestan eftir að þau fluttu til Sandgerðis, enda eiga þau sælureit þar. Við hittumst oft á heimili Ragnhildar, sem er við hliðina á heimili foreldra Gumma. Einnig var mikill sam- gangur á milli þeirra og okkar heimilis í Grænagarðinum í Keflavík, ekki síst þegar fólkið okkar kom í heimsókn að vestan. Ég hitti Fríðu síðast sunnu- daginn 20. júlí sl. Ég var að keyra Ragnhildi dóttur mína út á flugvöll. Við ákváðum að líta til Fríðu í Sandgerði áður en við færum. Þá var Fríða lasin, en sagði það nú ekkert vera alvar- legt. Tveimur dögum seinna er hún öll. Mann setur hljóðan og vanmátturinn gagnvart almætt- inu er algjör. Að missa Fríðu er annað áfallið í fjölskyldunni og vinahópnum á svo skömmum tíma. Ég vil af einlægni þakka Fríðu fyrir að hafa kynnst henni og átt hana að bæði á gleðistundum og ekki síst á þeim erfiðu stundum sem ég og mín fjölskylda höfum gengið í gegnum á síðustu vik- um. Ég sendi Gumma, börnunum Markúsi og Önnu Karen sem og Önnu og Markúsi tengdaforeldr- um Fríðu, Katrínu systur Gumma og hennar fjölskyldu, Andrési föður hennar og fjöl- skyldunni allri, vinahópnum sem var einstakur, mínar innilegustu samúðarkveðjur og bið Guð að styrkja þau öll í sorginni. Hafi Fríða Birna þökk fyrir allt sem hún var mér og mínum. Blessuð sé minning hennar. Benedikt Kristjánsson. Elsku elsku besta Fríðan mín, ég skil ekki að þú sért farin frá okkur fyrir fullt og allt. Fyrir mér varstu sem engill hér á jörð, fullkomin í alla staði. Ég leit svo upp til þín, áttir svo fallegt heim- ili, svo frábær mamma og eig- inkona, og yfirleitt enduðu setn- ingar þínar á elskan. Alltaf þegar talað er um tiltekt eða annað þá segi ég alltaf, ég vildi að ég gæti haft þetta eins og hjá Fríðu, þar sást aldrei á neinu. Við hlógum líka að því vinkonurnar heima hjá þér í matarboðum eða veislum hvernig þetta væri hægt, heimilið okkar væri í rúst eftir svona samkomur. Ekki hjá Fríðu, meira að segja sagði ég alltaf við hana að bílskúrinn hennar væri fínni er stofan mín. þú varst líka alltaf svo fín, alltaf með blásið hárið og vel máluð. Fjórum dögum áður en þú lést sátum við saman og drukkum kaffi og borðuðum súkkulaði eins og okkur einum var lagið (við vorum aldrei í aðhaldi þegar við hittumst), þá sagðir þú mér að þú værir komin á pensilín við lungnabólgu, en það væri bara smá. Ekki sást á þér að þú værir veik og vildir ekki gera mikið úr því. þú varst bara alltaf svo góð að það er bara eiginlega ekki hægt að lýsa því. Þú vissir alltaf hvað átti að segja eða gera. Í veikindum mömmu núna í júní þá varstu algjörlega kletturinn minn, passaðir börnin mín, þvoð- ir þvottinn og þreifst heimilið og ég var alltaf að segja þér hvað ég væri þakklát og hvernig ég gæti eiginlega þakkað þér nóg, en þú bannaðir mér að tala um það. Núna í júlí, viku eftir að mamma dó, þá komstu til mín og sagðist ætla að ræna mér í smástund á sunnudaginn, hún var búin að ákveða að bjóða mér og Kristínu minni með þeim mæðgum í Bláa lónið. Þar áttum við dásamlegan dag saman, og sólin skein akk- úrat á meðan við vorum þar. Þessum degi mun ég aldrei gleyma. Eða síðustu páskum í víkinni, við nenntum sko ekki á neitt djamm heldur sátum heima þrjú kvöld og misstum alveg töl- una á öllum páskaeggjunum sem við borðuðum. Við vorum búnar að fara í tvær stelpuferðir með stelpurnar okkar, núna síðast í mars þegar þú varðst fertug, vá hvað það var gaman og við vor- um búnar að plana næstu ferð sem átti að vera að ári, en við verðum víst að geyma hana um tíma. Nú hefur þér verið ætlað annað hlutverk og ég veit að þú ert komin með heilan hóp af börnum í kringum þig, því með þeim varstu einstök. Um þig er svo sannarlega hægt að segja, þú gerðir heiminn að betri stað bara með því að vera til. Elsku Gummi, Markús og Anna Karen, ykkar missir er mikill, megi góður Guð styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum og megi minningin um yndislega, hjartahlýja og gjöfula móður ylja ykkur um ókomna tíð. Ragnhildur, Hagbarður og börn. Vinkona okkar hún Fríða Birna er látin, langt fyrir aldur fram. Við kynntumst Fríðu þeg- ar hún og Gummi byrjuðu að rugla saman reytum. Fríða var góð vinkona, sú besta sem hægt er að hugsa sér. Hún var góð- hjörtuð, hjálpsöm, dugleg og skemmtileg. Það er þyngra en tárum taki að ung kona í blóma lífsins skuli vera hrifin svona snögglega burt frá okkur. Því verðum við að trúa því að þörf hafi verið fyrir dugn- að hennar og hjálpsemi annars staðar. Það verður erfitt að hugsa sér framtíðina án Fríðu en við munum minnast hennar alla tíð. Einstök var sú gæfa að eiga Fríðu að sem tryggan og góðan vin og fá að þekkja manneskju eins og hana. Fríða Birna var einstök kona. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem) Elsku Gummi, Markús og Anna Karen, söknuður ykkar er mikill, við sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Ragnar, Margrét og synir. Fríða Birna Andrésdóttir  Fleiri minningargreinar um Fríðu Birnu Andrésdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.