Morgunblaðið - 06.08.2014, Síða 2

Morgunblaðið - 06.08.2014, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 2014 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Kona slasaðist alvarlega í klifri við Stjórnarfoss í gær, skammt frá Kirkjubæjarklaustri. Björgunar- sveitarmenn frá Kyndli á Klaustri voru kallaðir á vettvang og komu konunni, erlendum ferðamanni, til hjálpar. Sjúkrabíll var einnig send- ur á staðinn og kallað eftir sjúkra- þyrlu frá Landhelgisgæslunni. Búið var um konuna og henni komið fyrir í sjúkrabílnum á meðan beðið var eftir þyrlunni, sem kom á slysstaðinn um klukkan 15. Þyrlan lenti við mjög erfiðar aðstæður í þröngu gilinu og flaug svo innar í það til að ekki þyrfti að aka með konuna í sjúkrabílnum eftir ósléttu gilinu að þyrlunni. Konan lá á gjör- gæslu í gærkvöldi og líðan hennar var sögð stöðug. Slasaðist alvarlega við Stjórnarfoss Ljósmynd/Guðmundur V. Steinsson Útkall Erfiðar aðstæður við Stjórnarfoss. Elín Oddsdóttir skurðhjúkrun- arfræðingur er komin til starfa á Gaza-ströndinni, þar sem hún mun hjúkra stríðs- særðum á veg- um Rauða kross- ins næstu vikur. Elín starfar með læknateymi Al- þjóða Rauða krossins, en mikið álag er nú á heilbrigðisstarfsfólki Rauða krossins á Gaza. Elín starfaði á vegum Rauða krossins í Suður-Súdan fyrr á þessu ári og hefur því reynslu af meðferð stríðssærðra. Aðstæður hjálpar- starfsfólks Rauða krossins á Gaza eru sagðar ákaflega erfiðar. Starfar við hjúkrun á Gaza-ströndinni Elín Oddsdóttir „Þetta er það sem við erum til- neyddir til að gera í þessari óvissu,“ sagði Gestur Breiðfjörð Gestsson, framkvæmdastjóri Sparnaðar, í samtali við mbl.is í gærkvöldi. Fyr- irtækið hefur sagt upp öllum fimm- tíu starfsmönnum sínum. Uppsagnirnar verða allar dregn- ar til baka náist samningar á milli þýska tryggingafyrirtækisins Bay- ern, sem Sparnaður er umboðsaðili fyrir, og Seðlabanka Íslands. Sparnaður segir upp öllu starfsfólki sínu Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Innheimtustofnun sveitarfélaganna hefur ekki greitt fjármagnstekju- skatt af dráttarvöxtum sem stofnun- in innheimtir. Samkvæmt ársreikn- ingi stofnunarinnar árið 2012 greiddi stofnunin 1,4 milljónir króna í fjár- magnsskatt en hefði átt að greiða 69 milljónir króna miðað við tekjur af dráttarvöxtum á árinu. Samkvæmt lögfræðiáliti sem Samtök meðlags- greiðenda létu gera ber Innheimtu- stofnuninni að greiða skattinn. Jón Ingvar Pálsson, forstjóri Inn- heimtustofnunar, segir að áhöld séu um það hvort stofnunin eigi að greiða skattinn. „Við skilum öllum dráttarvöxtum og meðlögum til rík- isins mánaðarlega. Ef við eigum að skila fjármagnstekjuskatti af inn- heimtum vöxtum, þá er það í raun hringrás með peninga því þá þyrft- um við að sækja þá aftur til ríkisins til að standa straum af greiðslum til Tryggingastofnunar,“ segir Jón Ingvar. Hann segir að fjármagns- tekjuskattur sé greiddur af hagnaði. Hins vegar myndist enginn hagnað- ur þar sem dráttarvöxtum sé skilað til ríkisins mánaðarlega. Hann segir að endurskoðendur stofnunarinnar hafi því metið það sem svo að henni beri ekki að greiða skattinn. „Spurn- ingin sem svara þarf snýr að því hvort við eigum að greiða þennan skatt eða hvort Tryggingastofnun eigi að taka skatt af þessu sem við sækjum svo aftur til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, sé skyldan til staðar yfirhöfuð. En ef einhver áhöld eru um þetta og skattayfirvöld telja að ekki hafi verið staðið rétt að þessu, þá gera þau sínar athugasemdir og málið leysist. Það er enginn að halda eftir neinum peningum, þessu er öllu skilað,“ segir Jón Ingvar. Samtök meðlagsgreiðenda vöktu máls á vangoldnu sköttunum. Gunn- ar Kristinn Þórðarson, stjórnarfor- maður þeirra, telur bagalegt að ekki sé rétt staðið að skattskilunum. „Ástæðan fyrir því að við fórum að skoða fjármagnstekjuskattinn er sú að við vildum fá að vita hvað Inn- heimtustofnun átti mikið af uppsöfn- uðu fé inni á sínum reikningum. En engar tölur halda vatni og það er ekki til þess fallið að auka traust á kerfi sem gengur eins hrikalega fram gegn borgurunum og Inn- heimtustofnun gerir,“ segir Gunnar Kristinn Þórðarson. Greiðir ekki fjármagnstekjuskatt  Innheimtustofnun sveitarfélaganna greiðir ekki fjármagnstekjuskatt Hringrás með peninga segir forstjóri stofnunarinnar  Ekki traustvekjandi að mati stjórnarformanns Samtaka meðlagsgreiðenda Morgunblaðið/Ómar RSK Innheimtustofnunin greiðir ekki fjármagnstekjuskatt. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Heldur óvenjuleg sending kom í gær með þyrlu Norðurflugs, sem fer með vistir til starfsfólks sem starfar við að fylgja ferðamönnum ofan í Þríhnúkagíg. Var þar í för pitsusendill með flat- bökur fyrir starfsmenn fyrirtækisins 3H Travel. „Ferðamenn og vistir koma reglulega til okk- ar með þyrlu. Allir viðskiptavinir fá kjötsúpu þegar þeir koma og starfsfólkið okkar hefur borðað hana líka í allt sumar. Því var komin ei- lítil þreyta í hópinn að borða þessa kjötsúpu í sífellu. Við ákváðum af þeim sökum að senda pitsur með þyrlunni sem var að fara með við- skiptavini að gígnum,“ segir Ólafur Júlíusson, einn forsvarsmanna ferðaþjónustufyrirtækisins 3H Travel sem heldur utan um ferðir ferða- manna ofan í Þríhnúkagíg. Ólafur segir hug- myndina um að senda sendilinn á staðinn hafa komið frá Dominos. „Það kom mér í opna skjöldu en þeim hjá Dominos fannst víst fyndið að senda hann með þyrlunni,“ segir Ólafur. 3H Travel fer daglega með fjóra til fimm hópa ofan í Þríhnúkagíg. Gígurinn er gömul eld- stöð sem gaus fyrir þrjú til fjögur þúsund árum og liggur í Þríhnúkum, um þrjá kílómetra vest- ur af skíðasvæðinu í Bláfjöllum. Inni í Þrí- hnúkagíg á um 120 metra dýpi er að finna mikla gíghvelfingu, Þríhnúkahelli, en hann er eitt stærsta og merkasta náttúrufyrirbæri sinnar tegundar í heimi og hefur laðað að fjölda er- lendra ferðamanna frá því að fyrsta skipulagða skoðunarferðin var farin á vegum fyrirtækisins árið 2012. Fengu pitsur sendar með þyrlu  Starfsfólk var orðið þreytt á kjötsúpunni Ljósmynd/Ólafur Júlíusson Óvenjuleg sending Pitsusendill Dominos kom með flatbökur til starfsmanna með þyrlu. Borgarfulltrúar Reykvíkinga voru í essinu sínu í Nauthólsvík í gær þegar dagskrá Hinsegin daga í borginni hófst þar með strandblaki í stíl Strandvarðanna, eða Baywatch. Dagskráin stendur út alla vikuna og er mjög fjölbreytt. Há- tindurinn er gleðigangan í miðborginni á laugar- daginn. Á myndinni eru f.v. Halldór Auðar Svansson, Þórgnýr Thoroddsen, Sóley Tómasdóttir, S. Björn Blöndal, Eva Baldursdóttir, Eva Einars- dóttir, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir. »32 Morgunblaðið/Ómar Gleði og gamanlæti við upphaf Hinsegin daga Dagskrá í þágu mannréttinda, menningar og margbreytileika í Reykjavík alla vikuna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.