Morgunblaðið - 06.08.2014, Síða 11
Morgunblaðið/Ómar
Gleði Jóhanna og geiturnar í Háafelli fá tíðar heimsóknir gesta, jafnt innlendra sem erlendra, ungra sem aldinna.
Jóhanna gefið fólki kost á að taka
geitur í fóstur. Þá fær maður að
velja sér geit og síðan leggur maður
til átta þúsund krónur á hverju ári
sem gengur upp í fóðurkostnað og
aðra umönnun geitarinnar. Fyrir
styrkveitandann eru í boði tvær ár-
legar fríar heimsóknir á Háafell auk
viðurkenningarskjals og reglulegra
frétta af geitinni. Hún segir þetta
framtak hafa gengið vonum framar.
„Að taka geit í fóstur hefur ver-
ið vinsælt og fólki finnst þetta góð
leið til að styrkja búið. Nærri tvö
hundruð manns eru nú með geit í
fóstri. Í kringum 190 fullorðnar geit-
ur eru á búinu en það geta tveir
verið með hverja geit.“
Árið 1999 voru aðeins fjórar
geitur eftir af Þerneyjarkyninu svo-
kallaða, en þær geitur eru kollóttar,
án horna, og bera sérstakan lit sem
kallaður er gul- eða brúngolsóttur.
Sigurður Sigurðsson, dýralæknir á
Keldum, hafði þá samband við Jó-
hönnu og bað hana að taka við þeim,
ella færu þær í slátrun.
Jóhanna segir að hún hafi ekki
getað neitað þeirri beiðni. „Enginn
annar var tilbúinn að taka þær og
síðan þá hefur verið æðislegt að sjá
fæðast alls konar nýja liti sem hafa
annars ekki sést í mörg ár. Öll slík
blöndun er mikilvæg fyrir stofninn.“
Hún segir stofninn á Háafelli
dafna vel. „Í kringum 170 kiðlingar
fæddust í vor og ef allt gengur vel
næsta ár þá má búast við hátt í tvö
hundruð kiðlingum.“
Kasmírullin horfin í Noregi
„Norskir bændur heimsóttu
býlið fyrir skömmu og sögðu þeir að
það væri dásamlegt að sjá kasmír-
ullina hér, því norsku geiturnar
hefðu tapað henni þegar þær blönd-
uðust öðrum geitum. Um miðja 19.
öld fóru Skandinavar að flytja inn
geitakyn sem mjólkuðu betur, en í
kjölfarið töpuðust einkenni norsku
geitanna. Okkar geitur hafa við-
haldið þessum eiginleika og við
kembum af þeim kasmírull.“
Hún segir Háafell vera eina
ræktunarbúið sem hafi markvisst
unnið að því að minnka skyldleika
geitanna. Mikill skyldleiki er hjá
landsstofninum því hann hefur
tvisvar í sögunni farið niður fyrir
100 dýr.
„Stofninn hefur verið einangr-
aður í 1.100 ár, þar sem aðeins eru
heimildir um innflutning geita á
landnámsöld. Erfitt er að koma í
veg fyrir skyldleikaræktun og í raun
færi betur á því að það væru þrjú
önnur bú eins og þetta, frekar en að
þetta eina bú tapaðist.“
Morgunblaðið/Rósa Braga
Menningarnótt Margar hugmyndir hafa borist borginni fyrir hátíðina í ár.
Menningarnótt í Reykjavík verður
haldin laugardaginn 23. ágúst næst-
komandi. Að sögn þeirra sem standa
að hátíðinni mun yfirskrift hennar
vera „Gakktu í bæinn!“, sem á að
vísa til þeirrar gömlu og góðu hefðar
að bjóða fólk velkomið og gera vel
við gesti.
Guðmundur Birgir Halldórsson,
verkefnastjóri viðburða hjá Höfuð-
borgarstofu, segir viðburðaskrán-
ingar fyrir hátíðina.hafa gengið vel.
Frestur til umsókna rann út í gær en
Guðmundur segir hann ekki vera
heilagan. „Oft er það þannig að eftir
verslunarmannahelgi fara margir að
huga að Menningarnótt og hafa þá
samband við okkur. Til að komast
örugglega inn í alla dagskrána þá er
best að senda inn umsókn á réttum
tíma. Hátíðin er hins vegar þess eðl-
is að fólk vill einfaldlega taka þátt og
því erum við ekki mjög ströng á um-
sóknarfrestinum.“
Þá mun umsóknum sjaldan vera
hafnað. „Ég man hreinlega ekki eftir
því að umsókn hafi verið hafnað, við
reynum að finna stað fyrir alla sem
vilja. Tónlistarmenn leita oft að stað
og þá virkar stofan sem milliliður
meðal tónlistarmanna og þeirra sem
vilja bjóða stað fyrir atriði.“
Lögð verður sérstök áhersla á
Hverfisgötuna en í fyrra var gamla
höfnin í sviðsljósinu. Tíðkast hefur
að bjóða annan bæ velkominn sem
gest borgarinnar en nú verður
brugðið út af venjunni og borgar-
listamaðurinn heiðraður, en í ár er
það Gunnar Þórðarson tónskáld.
Spurður hvort einhverjar fram-
úrstefnulegar hugmyndir hafi borist
í ár, segir Guðmundur svo vera. „Á
Hverfisgötunni verður komið fyrir
innsetningu úr hurðum sem vísa á í
yfirskrift hátíðarinnar. Önnur hug-
mynd hefur komið fram um vatns-
rennibraut niður Skólavörðustíginn,
en það er von okkar að það gangi eft-
ir,“ segir Guðmundur og bætir við að
flugeldasýningin verði í lok hátíð-
arinnar eins og venja er fyrir. „Hún
þótti heppnast vel í fyrra og við
reynum að hafa hana ekki síðri í ár.
Sami danshöfundur, Sigríður Soffía
Níelsdóttir, mun koma að hönnun
sýningarinnar og eigum við því von á
frábærri sýningu.“
Vatnsrennibraut á
Skólavörðustíg
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 2014
Hinsegin dagar eru nú haldnir í
Reykjavík og í ár er hátíðin tileinkuð
hinsegin fólki á Íslandi, baráttu þess,
frumkvæði og gleði.
Hátíðin hefur verið haldin árlega
síðan árið 1999 en síðan þá hefur hún
vaxið úr því að vera eins dags sam-
koma 1.500 þátttakenda upp í að
verða sex daga mannréttinda- og
menningarhátíð sem allt að hundrað
þúsund gestir sækja
Hátíðin hófst í gær, þriðjudag, og
lýkur sunnudaginn 10. ágúst. Dag-
skráin er afar fjölbreytt en markmið
hennar mun vera að heiðra mannrétt-
indi, menningu og margbreytileika,
bæði hér heima og erlendis.
Hápunktur hátíðarinnar er þó sem
fyrr gleðigangan sem verður frá
Vatnsmýrarvegi að Lækjartorgi á
laugardag en að henni lokinni bjóða
Hinsegin dagar landsmönnum öllum
til útihátíðar við Arnarhól.
Meðal þeirra sem fram koma í ár
eru Páll Óskar, Sigga Beinteins, Felix
Bergsson, Lay Low og fleiri. Allar
helstu upplýsingar um Hinsegin daga
má finna á www.reykjavikpride.com.
Hinsegin dagar haldnir hátíðlegir í höfuðborginni
Sex daga mannréttinda- og
menningarhátíð í Reykjavík
Morgunblaðið/Ómar
Gleði Tugþúsundir manna ganga í gleðigöngu Hinsegin daga á hverju ári.
Að öllu óbreyttu fer Háafell á
uppboð í næsta mánuði. Rúm-
lega fjörtíu milljóna króna
skuld hvílir á jörðinni og takist
ekki að semja um hana missir
Jóhanna heimili sitt og at-
vinnu. Geitunum, jafnt full-
orðnum dýrum sem kiðlingum,
verður þá slátrað. Þrjár konur
hafa nú hafið söfnun á fjáröfl-
unarsíðunni indiegogo og er
markmiðið að safna um tíu
milljónum króna, svo hægt
verði að koma í veg fyrir upp-
boðið. Aðspurð segir Jóhanna
að skuldirnar komi til vegna
uppbyggingar á stofni sem gef-
ur ekki af sér fyrstu árin. Hún
hafi talið að fjölskyldan fengi
stuðning þar sem um er að
ræða tegund í útrýmingar-
hættu. Nokkrir styrkir hafi
fengist í gegnum árin en þeir
hafi ekki verið stórir.
Safna fé fyrir
geiturnar
HÁAFELL Á UPPBOÐ
Heildsöludreifing: ACT ehf, Dalvegi 16b, 201 Kópavogi, sími 577 2150
60 ára reynsla á Íslandi
George Foreman
HEILSUGRILLIN
Útsölustaðir:
Verslanir Húsasmiðjunnar, Verslanir ELKO ,
Byggt og Búið, Verslanir Ormsson, BYKOAkureyri,
Þristur, Hljómsýn, Geisli, Skipavík, Kaupfélag
Skagfirðinga og Johann Rönning,