Morgunblaðið - 06.08.2014, Page 13

Morgunblaðið - 06.08.2014, Page 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 2014 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Rektor Landbúnaðarháskóla Ís- lands stefnir að því að kynna menntamálaráðherra síðar í mánuð- inum aðgerðaáætlun um að draga úr rekstri skólans til að hann rúmist innan fjárheim- ilda. Björn Þor- steinsson segir ljóst að fækka þurfi störfum en segir ekki tíma- bært að nefna ákveðna tölu í því sambandi. Rekstur Land- búnaðarháskól- ans hefur á undanförnum árum kostað meira fé en Alþingi hefur veitt á fjárlögum. Dregist hefur að taka á því vegna umræðu um sam- einingu við Háskóla Íslands sem menntamálaráðherra lagði til. Vegna andstöðu heimamanna í Borgarbyggð, Bændasamtakanna og fleiri var sú tillaga lögð á hilluna snemma í vor. Skipunartími Ágústs Sigurðsson- ar rektors rann út 1. ágúst og hann sóttist ekki eftir endurráðningu. Var Björn Þorsteinsson, aðstoðar- rektor kennslumála, settur tíma- bundið sem rektor til áramóta. Hann tók til starfa 1. ágúst og ætlar að reyna að tryggja á þeim tíma að koma fjármálunum í lag. Ljóst er að það tekur á þar sem stór hluti út- gjalda felst í launum starfsmanna og því þarf að fækka í starfsliðinu. Í áætlun sem fyrrverandi rektor gerði var talið að segja þyrfti upp 15 starfsmönnum. Síðan þá hefur nokkur fjöldi starfsmanna horfið til annarra starfa. Björn segir þó ljóst að ráða þurfi fólk í vissar stöður því störfin þurfi að vinna. Stoðsviðin orðin veik Björn styður hugmyndir mennta- málaráðherra um sameiningu há- skólanna. „Við erum búin að skera svo mikið niður að stoðsviðin eru orðin veik og knappt að við getum uppfyllt öll skilyrði sem gerð eru til háskóla. Við þurfum á því að halda að nýta samlegð á milli stofnana til að halda stoðþjónustunni úti. Það er einnig hægt að hugsa sér margskon- ar faglegan ávinning með nánari samvinnu háskóla. Þótt við séum að sinna sérstaklega búvísindum og líf- inu í landinu erum við einnig með viðfangsefni sem hafa heilmikla skörun við það sem kennt er við Há- skóla Íslands og því er ávinningur að því að sameina kraftana. Einnig væri ávinningur að því að tengja ólík fræðasvið nánar við okkar við- fangsefni,“ segir Björn. Morgunblaðið/Árni Sæberg Skólasetur Hluti af Hvanneyrarstað. Þar eru höfuðstöðvar Landbún- aðarháskóla Íslands og skólaþorp hefur myndast í kringum þær. Unnið að að- gerðaáætlun  Nýr rektor á Hvanneyri vill samruna Björn Þorsteinsson Ingvar Smári Birgisson isb@mbl.is „Við höfum verið að vinna að und- irbúningi tónleikanna svakalega lengi, þannig að staðan er mjög góð. Fyrsta símtalið vegna sviðsetning- armála var í desember í fyrra þannig að það hefur verið langur aðdragandi að þessu. Þetta er mjög reynt fólk sem vinnur að undirbúningnum. Núna styttist í tónleikana þannig að það er í mörg horn að líta,“ segir Ís- leifur Þórhallsson, framkvæmda- stjóri tónlistar- og viðburðarsviðs hjá Senu, sem sér um innflutning og skipulag tónleikanna með Justin Tim- berlake í Kórnum í Kópavogi 24. ágúst nk. Að sögn Ísleifs eru þetta umfangs- mestu tónleikar sem haldnir hafa ver- ið á Íslandi. „Ég held að það sé öruggt að þetta séu stærstu tónleikar hvað varðar umfang sem hafa verið haldnir hér á landi. Hátt í hundrað manns koma til landsins útaf tónleik- unum að utan, þ.m.t. listamenn, tæknimenn og margir aðrir. Síðan bætast við um 100 tæknimenn frá Ís- landi í viðbót. Með gæslu og öllum þeim sem vinna við umferðarstjórn og önnur verkefni bak við tjöldin þá eru þetta allavega 400 manns sem vinna að tónleikunum, jafnvel allt að 500 manns,“ segir Ísleifur. Miðahafar fá frítt í strætó Mikil skipulagning er í kringum samgöngur svo að allir komist á tón- leikana. „Ein stærsta áskorunin við að halda svona stóra tónleika eru bíla- stæðamál. Afar fá stæði eru við Kór- inn, en þrjú svæði eru í hverfinu sem geta tekið nokkur þúsund bíla. Frá þessum þremur svæðum verða stræt- isvagnar á okkar vegum sem keyra fram og til baka stanslaust og ferja fólk frá bílastæðunum og í Kórinn. Í samráði við Kópavogsbæ og lögreglu verður lokað á umferð inn í hverfið. Íbúar hverfisins fá þó sérstakan passa sem gerir þeim kleift að keyra um svæðið. Þá fá fatlaðir sérstæði við húsið ásamt leigubílum. Ókeypis verður í strætó á höfuðborgarsvæð- inu frá kl. 14 fyrir þá sem hafa miða á tónleikana,“ segir Ísleifur, en hann bætir við að lokum að erlendir um- boðsmenn og gestir muni koma til að sjá tónleikahaldið og hann vonar að þessir tónleikar geti opnað dyrnar að fleiri tónleikum hérlendis. Timberlake mætir snemma Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins mun Justin Timberlake koma nokkrum dögum fyrir tón- leikana til Íslands til að geta notið landsins fyrir tónleikana. Justin er í mánaðarfríi að loknum tónleikunum á Íslandi, en ekki liggur fyrir hvort hann muni eyða meiri tíma á Íslandi eftir tónleikana. Fólk ferjað á tónleikana  Justin Timberlake kemur nokkrum dögum fyrr til landsins  Umfangsmestu tónleikar sem haldnir hafa verið á Íslandi Reuters Frægur Timberlake spilar á Íslandi. Margar tillögur eru af veitingum á heimasíðu okkar. Einnig er hægt að panta einstaka rétti eða eftir óskum. Veislusalur okkar er bjartur og fallegur salur á jarðhæð, gott aðgengi. Öll þjónusta, kaffi og gos eru innifalin í verði þegar erfidrykkja er í sal. Fax: 565-2367 · Netfang: veislulist@veislulist.is ·www.veislulist.is Veitingar í erfidrykkjur af öllum stærðum, hvort sem er í veislusal okkar, í aðra sali eða í heimahús. Skútan Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar Aðeins 2.150 kr. á mann Næg bílastæði ERFIDRYKKJUR Perlan • Sími 562 0200 • Fax 562 0207 • perlan@perlan.is Pantanir í síma 562 0200

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.