Morgunblaðið - 06.08.2014, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.08.2014, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 2014 Kvarnir/Brimrás/Pallar ehf | Akralind 8 | 201 Kópavogur | sími 564 6070 Fax 564 6071 | kvarnir@kvarnir.is | www.kvarnir.is | www.pallar.is Þarftu að framkvæma? Við eigum pallana fyrir þig Sólheimajökull Við endann á jökulsporðinum er að myndast stórt lón. Á vaktinni Lögreglumaður frá Vík kom á svæðið til að athuga með lokanir. Við jökulinn Björk Arnardóttir frá Björgunarsveitinni Dagrenningu á Hvolsvelli leiðbeinir ferðamönnum. Sólheimajökull Vík Sólheimajökull Mýrdalsjökull Skógar Á göngustíg Fjöldi af ferðamönnum leggur leið sína að jöklinum á degi hverjum, gærdagurinn var engin undantekning þrátt fyrir óvissustigið. Magnús Tumi Guðmundsson, pró- fessor í jarðeðlisfræði, segir að Sólheimajökull hafi verið að hopa í um 20 ár, um 50 til 100 metra á ári og vegna þess hafi á síðustu tveimur til þremur árum myndast lón við jökulsporðinn. Reikna má að hann hopi hraðar eftir að lónið hefur orðið til að sögn Magnúsar Tuma. Hvað er að gerast þarna núna? „Blásporður jökulsins og flati sem er fyrir neðan hann er ís sem er á floti. Sá ís er að spennast upp, vatnið lyftir honum og spennir hann upp, og þá mun það enda með því að hann brotnar frá. Þetta eru þannig stykki að líklega fljóta þau bara en það breytir ekki því að það er spenna á þessu og þá geta flekar sporreist með til- heyrandi öldugangi í lóninu,“ segir Magnús Tumi. „Aðalhættan fyrir fólk er að ef það er að fara út á jökulinn og fer þarna fram á þá getur það verið í hættu ef jökull- inn brotnar. Þess vegna ætti eng- inn að fara inn á jökulinn nema í fylgd með mjög kunnugum fjalla- leiðsögumönnum og alls ekki fara fram á þennan fremsta part. Þá er mjög flatt að lóninu víðast hvar sem þýðir að ef það myndast öld- ur, jafnvel þótt þær séu ekkert voðalega stórar, geta þær gengið svolítið inn á landið. Ég á ekki von á að það verði gríðarlegar öldur en eigi að síður getur fólki stafað hætta af því að vera niðri við lónið. En brekk- urnar fyrir ofan munu ekki fljóta upp, það er ekki hættu- legt að fara göngustíginn.“ Ekki er ósennilegt að eitthvað gerist við jökulinn á næstu dögum að sögn Magnúsar Tuma. „Þetta eru ekki stóratburðir en ástæðan fyrir því að það er verið að tala um þetta er að það er margt fólk sem fer inn á jökulinn.“ Spurður hvort honum þyki rétt að fólk fái að fara upp á jökulinn á meðan óvissustig ríkir svarar Magnús Tumi að ef menn komi ekki nálægt þessum fremsta hluta eigi það að vera í lagi. „Mér finnst það í lagi fyrir þá sem vita hvað þeir eru að gera og fara varlega, en þeir sem eru ekki vanir að fara inn á jökla og eru einir á ferð eiga alls ekki að fara þarna inn eftir.“ Magnús Tumi er á þeirri skoðun að almannavarnir hafi brugðist rétt við. „Plönin sem er nú búið að gera eru nægileg, það liggur ljóst fyrir að það stefnir í þetta og það gerist þegar það gerist og þá er aðalatriðið að enginn sé úti á þessum stað þar sem ísinn brotn- ar.“ Jökullinn er að hopa mikið EKKI ÓSENNILEGT AÐ EITTHVAÐ GERIST Á NÆSTU DÖGUM Magnús Tumi Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.