Morgunblaðið - 06.08.2014, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 2014
✝
Elsku maðurinn minn, pabbi okkar, tengda-
pabbi og afi,
SNORRI STEFÁNSSON,
verður kvaddur frá Digraneskirkju
miðvikudaginn 6. ágúst kl. 11.00
Valgerður Gestsdóttir,
Halla Sif Snorradóttir,
Tinna Ösp Snorradóttir, Ragnar Jón Ólafsson,
Telma Ýr Snorradóttir,
Jóhann Hafþór Gaardlykke,
Vigdís Soffía Gaardlykke
og Óttarr Logi Ragnarsson.
✝
Ástkæri eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
JÓHANN ÆVAR JAKOBSSON,
Skúlagötu 40 a,
Reykjavík,
lést mánudaginn 28. júlí á Hrafnistu í
Reykjavík.
Útförin verður gerð frá Digraneskirkju
föstudaginn 8. ágúst klukkan 13.00.
Sólveig Pálsdóttir,
Páll Jóhannsson, Marta María Stefánsdóttir,
Jakob Jóhannsson, Eva Kristín Hreinsdóttir,
Þórir Jóhannsson, Jóna Ingibjörg Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
✝
Elskulegi eiginmaður minn og vinur, faðir,
tengdafaðir, tengdasonur og afi,
GUÐJÓN BREIÐFJÖRÐ ÓLAFSSON,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans
föstudaginn 1. ágúst.
Útförin fer fram frá Vídalínskirkju
miðvikudaginn 13. ágúst kl. 13.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á að styrkja
Ljósberasjóð Vídalínskirkju.
Finnbjörg Skaftadóttir,
Erna Rós Ingvarsdóttir, Hörður Óskarsson,
Guðrún Karólína Guðjónsdóttir, Birgir M. Guðmundsson,
Tinna Breiðfjörð Guðjónsdóttir, Gunnar Þór Bergsson,
Erna Hannesdóttir, Helgi Arnlaugsson
og barnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
HELGI FRIÐÞJÓFSSON,
Seljalandsseli, Vestur-Eyjafjöllum,
sem lést miðvikudaginn 30. júlí
verður jarðsunginn frá Stóradalskirkju
laugardaginn 9. ágúst klukkan 11.00.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hans er bent á að styrkja Björgunarsveitina
Bróðurhöndin, kt. 590983-0129, 0182-15-370495.
Sigrún Adolfsdóttir,
Ólafur Guðni Stefánsson, Ragnheiður Guðmundsdóttir,
Sigurbjörg Stefánsdóttir,
Guðlaug Jóna Helgadóttir,
Hugrún Helgadóttir, Alexander Þór Harðarson,
barnabörn og barnabarnabarn.
✝
Elskuleg móðir mín,
AÐALHEIÐUR BJÖRGVINSDÓTTIR,
Skarðshlíð 17,
Akureyri,
lést á Öldrunarheimilinu við Vestursíðu,
Akureyri, þriðjudaginn 29. júlí.
Útförin fer fram frá Hvítasunnukirkjunni,
Skarðshlíð 20, Akureyri, föstudaginn
8. ágúst kl. 13.30.
Jarþrúður Björg Sveinsdóttir.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma, dóttir, tengdadóttir og systir,
STEINUNN BJÖRG STEINÞÓRSDÓTTIR,
Skuggahlíð,
Norðfirði,
lést á heimili sínu föstudaginn 1. ágúst.
Útför hennar fer fram frá Norðfjarðarkirkju
þriðjudaginn 12. ágúst kl. 14.00.
Önundur Erlingsson,
Dagmar Vigdís Viðarsdóttir, Kristinn Pálsson,
Hulda Valdís Önundardóttir, Eiríkur R. Elíasson
og börn,
Herdís V. Guðjónsdóttir,
Guðný Jónsdóttir,
systkini hinnar látnu.
✝
Elskuleg eiginkona, móðir, tengdamóðir og
amma,
ANNÝ HELGADÓTTIR,
Berjarima 32,
Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
miðvikudaginn 30. júlí.
Útförin fer fram frá kirkju Óháða safnaðarins
þriðjudaginn 19. ágúst kl. 15.00.
Þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á endurhæfingar-
og stuðningsmiðstöðina Ljósið.
Helgi Guðmundsson,
Ingimundur Helgason, Elín Karítas Bjarnadóttir,
Þröstur Helgason, Lára Birna Þorsteinsdóttir
og barnabörn.
Í Víðivallagarði
þótti einhver feg-
ursti staður. Þar
uxu blómjurtir af
ýmsum gerðum, fjöldi trjáteg-
unda og runna, rósir og liljur.
Fyrir garði þessum stóð Lilja
frá Víðivöllum, betur þekkt
sem Lilja í Ásgarði, auk þess
sem garðurinn bar heimafólk-
inu öllu fagurt vitni um rækt-
arsemi í víðasta skilningi þess
orðs. Heimilið varð einnig
þekkt fyrir risnu og höfðings-
skap og nutu öll systkinin sér-
staks ástríkis og móðurlegrar
umhyggju þar í föðurgarði. Slík
var þeirra heimanfylgja en þau
voru auk Lilju, Gísli á Víðivöll-
um, Guðrún á Sleitustöðum,
Amalía á Víðimel og Sigurlaug
sem lést langt um aldur fram.
Af þessum meiði er sprottin
Sigurlaug Guðrún, sem við
kveðjum hér í dag. Var hún
dóttir Amalíu og Gunnars
Valdimarssonar en hann var
seinni maður Amalíu. Silla
Gunna eins og við kölluðum
hana oftast var einstök kona.
Hún hafði virðulega framkomu
og viðmótlegt fas, bar höfuðið
hátt eins og af reisn og bauð af
sér góðan þokka. Hún var gest-
risin og hjálpleg, hvenær sem
að var sótt. Sérstakan hug bar
hún til Víðivalla. Eitt síðasta
ætlunarverk sitt hafði hún
ákveðið, að komast þangað
Sigurlaug Guðrún
Gunnarsdóttir
✝ Sigurlaug Guð-rún Gunn-
arsdóttir, Silla
Gunna, fæddist
9.10. 1933. Hún lést
8.7. 2014. Útför
Sillu Gunnu fór
fram 22. júlí 2014.
heim á þessu sumri
og hlúa að leiðum
ættmenna sem þar
hvíla í heimagraf-
reit. Ekki gat af
því orðið. Sumarið
2010, komum við
saman á Hólum í
Hjaltadal, nokkur
ættmenni til að
minnast 100 ára
brúðkaupsafmælis
Víðivallasystra,
þeirra Guðrúnar og Amalíu.
Silla Gunna var þar stödd og
fylgdi hópnum fram í Víðivelli
og lýsti ýmsu sem fyrir augu
bar. Þar hafði hún oft dvalið og
þekkti vel til en einnig var farið
heim í Ásgarð sem þar stendur
ofar í túninu. Aðdáun hennar á
verkum Lilju móðursystur
sinnar leyndi sér hvergi í orð-
um hennar.
Að leiðarlokum vil ég grípa
til orða Lilju í Ásgarði í ævi-
minningum sínum þegar hún
kvaddi systur sína Sigurlaugu,
sem lést úr berklum, árið 1926.
En þar fór mikil efnismann-
eskja og gáfum gædd, menntuð
vel og vinsæl. „Svo lagði hún út
á djúpið, en við hin stóðum eft-
ir á ströndinni í hljóðri bæn
með rök augu en hugann fullan
af þakklæti og horfðum á eftir
ættarlauknum.“ Verður sú sam-
líking við besta hæfi þegar hér
er komið en um margt hafa
þær frænkur og nöfnur verið
líkar. Blessuð sé minning Sig-
urlaugar Guðrúnar frænku
minnar.
Garðari og fjölskyldunni allri
sendum við innilegustu kveðju,
Jóns Sigurðssonar og fjöl-
skyldu á Sleitustöðum,
Reynir Jónsson.
✝ Kristófer ÖrnÁrnason fædd-
ist á Landspít-
alanum 19. júlí
1996. Hann lést 19.
júlí 2014. Kristófer
var sonur Árna
Jakobs Hjörleifs-
sonar, f. 11. októ-
ber 1974, d. 28.
febrúar 2009, og
Geirþrúðar Óskar
Geirsdóttur, f. 10.
febrúar 1977. Sambýlismaður
Geirþrúðar er Hörður Jónsson,
f. 4. apríl 1980.
Móðurforeldrar Kristófers
eru Ósk Sigmundsdóttir, f. 9.
maí 1952, og Geir Þorsteinsson,
f. 22. júní 1951. Þau skildu.
Sambýlismaður Óskar var John
Joseph Cramer, f. 7. mars 1959,
d. 7. maí 2006. Eiginkona Geirs
er Linda Kristmannsdóttir, f. 2.
mars 1965.
Föðurforeldrar Kristófers
eru Sigríður Árnadóttir, f. 28.
júní 1943, og Hjörleifur Ing-
ólfsson, f. 4. september 1940, d.
28. október 2006.
Þau skildu. Eft-
irlifandi eiginkona
Hjörleifs er Sigrún
Bryndís Gunn-
arsdóttir, f. 7. sept-
ember 1954.
Kristófer var
nemi í Holtaskóla í
Reykjanesbæ en
lauk námi frá
Grunnskóla Blá-
skógabyggðar í
Reykholti eftir stutta viðdvöl
að Seli II í Grímsnesi. Kristófer
hóf síðan nám við Fjölbrauta-
skólann við Ármúla árið 2012
og var þar tvö misseri. Krist-
ófer var starfsmaður Fjölsmiðj-
unnar í Kópavogi um tíma og
vann einnig stuttlega í Bónus í
Árbæ en hóf svo störf hjá Fjöl-
smiðju Suðurnesja er hann
flutti ásamt móður sinni aftur
til Reykjanesbæjar í upphafi
þessa árs.
Útför Kristófers fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 6. ágúst
2014, kl. 15.
Kristófer Örn, eða Kútur Ik-
arus, er farinn. Stormsveipurinn
minn sem kom með látum í heim-
inn þremur vikum fyrir tímann,
sem átti eflaust sinn þátt í því að
hann var sjaldan á réttum tíma.
Ég á margar góðar og skemmti-
legar minningar um elsku strák-
inn minn sem hafði stóran kjaft
en lítið hjarta og þær streyma
fram og hlýja mér á þessum erf-
iðu tímum.
Ég er þakklát fyrir þessar
minningar, um kátan og ljúfan
dreng, hoppandi á trampolíninu í
garðinum okkar frá morgni til
kvölds, sem elskaði „skjaldböku-
rétt“ og að fá knúsið sitt.
Kristófer Örn elskaði fjöl-
skyldu sína og vildi henni vel en
stundum eru byrðarnar of þung-
ar og sálin orðin þreytt. Kristófer
Örn tók þá ákvörðun að kveðja
okkur en eftir standa minningar
um góðan dreng.
Sofðu unga ástin mín,
– úti regnið grætur.
Mamma geymir gullin þín,
gamla leggi og völuskrín.
Við skulum ekki vaka um dimmar
nætur.
Það er margt, sem myrkrið veit,
– minn er hugur þungur.
Oft ég svartan sandinn leit
svíða grænan engireit.
Í jöklinum búa dauða djúpar sprungur.
Sofðu lengi, sofðu rótt,
– seint um best að vakna.
Mæðan kenna mun þér fljótt,
meðan hallar degi skjótt.
Að mennirnir elska, missa, gráta og
sakna.
(Jóhann Sigurjónsson)
Með eilífri ást og söknuði.
Mamma.
Elsku Kristófer minn, þú ert
kannski farinn af þessari jörð en
þú ferð aldrei úr huga mínum. Þú
verður alltaf fallegi drengurinn
minn, barnabarnið mitt. Strák-
urinn sem var svo mikill yndis-
auki í lífi allra sem kynntust þér.
Þú elskaðir fjölskyldu þína og
vini, börn sem og dýr. Þú mátt
vita eitt, að ég hugsaði um þig á
hverjum degi. Hvað þú værir að
gera og vonaði að þér liði vel og
þér gengi vel í lífinu, já elskan ég
hafði áhyggjur af þér og vonaðist
til alls hins besta í þínu lífi.
Ég elska þig Kristófer og mun
gera það um ókomna framtíð.
Það verður tómarúm í hjarta
mínu að sjá þig ekki koma æðandi
inn um dyrnar hjá mér og faðma
mig svo innilega og segja „hæ
amma ég elska þig“. Það var
gaman að gefa þér að borða því
þú borðaðir mikið og vel enda
strákur sem var að stækka og
fullur af lífi og fjöri.
Ég veit að lífið lék ekki alltaf
við þig. Þú áttir daprar stundir
og erfiðar en þrátt fyrir það barð-
ist þú áfram af miklum krafti.
Þær stundir og gistinætur sem
við áttum saman spiluðum við á
spil og þú spilaðir fyrir mig tón-
list úr tölvunni þinni svo ég fengi
að heyra hvaða tónlistarsmekk
þú hafðir, sem var öðruvísi en það
sem ég hlustaði á en áhugaverð-
ur.
Ég vil þakka þér fyrir þær
stundir sem við áttum saman og
þær gistinætur sem þú varst hjá
mér, þú unglingurinn og ég að
gæta þess að þú kæmir heim á
réttum tíma. Þú komst alltaf
heim á umsömdum tíma og ef þér
seinkaði hringdir þú til að láta
vita að þér seinkaði. Tókst fullt
tillit til mín, takk fyrir það elskan.
Svo átti ég kisu, Tinu Turner,
og þið voruð góðir vinir en hún
var ekki allra. Þegar Aþena
hundurinn hans Daníels var í
pössun var uppi fótur og fit. Hún
elskaði þig afar mikið og þið lék-
uð ykkur í boltaleik og kúrðuð
alltaf saman.
Ég man þegar við fórum út að
borða 17. júlí en mig langaði til að
bjóða þér og mömmu þinni í fyrir
fram afmælisveislu á Duus. Við
áttum yndislega kvöldstund sam-
an, allir glaðir og svo kvöddumst
við með faðmlagi og ég geymi þá
minningu og er þakklát fyrir að
eiga hana. Daginn eftir sá ég þig
ganga glaður með vini þínum nið-
ur Hringbraut í Keflavík.
Elska þig ævinlega og friður
verði með þér elskan.
Samúðarkveðjur elsku Geir-
þrúður mín, ættingjar og vinir.
Ósk (amma).
„Sæll Kristófer, hvað segirðu,
hvað er verið að bralla?“ „Allt
gott, bara að chilla með Arnþóri
frænda mínum.“ Þegar þeir voru
saman virtist hann afslappaður
og ánægður. En Kristófer var frá
unga aldri með erfitt skap og
ekki ánægður með hlutskipti sitt.
Hann fann sig aldrei innan
veggja grunnskólans. Mótlæti,
stríðni og erfiðleikum brást hann
við með reiði og neikvæðni. Hann
virtist vera svo rifinn og tættur
að innan alla tíð, eins og hann gat
verið blíður og ljúfur drengur.
Kristófer virtist vanta jarðteng-
ingu, það var eins og hann gengi
alltaf á marmarakúlum og öll
orkan fór í að reyna að standa á
fótunum. Eftir að pabbi hans
ákvað að yfirgefa þennan heim
sjálfur fengu tilfinningarnar
reiði, hatur og neikvæðni mikið
svigrúm. Skólagangan gekk öll
úr skorðum, en skólakerfið virð-
ist ekki hafa krafta né aðstöðu til
að sinna þeim krökkum sem falla
milli skips og bryggju. Samfélag-
ið okkar leggur ekki mikla
áherslu á að aðstoða krakka sem
eru í svipaðri stöðu og hann var í.
Í dag virðist neysla kannabisefna
vera lítið mál hjá ungu fólki, eng-
in lykt eins og af brennivíni (og
foreldrar fatta ekkert). En þau
sem eru viðkvæmari en ekki,
með sálina rifna og tætta, sökkva
mikið frekar í mótþróa og al-
mennt neikvæða afstöðu til sam-
félagsins við neyslu á kannabis-
efnum. Kristófer var yndislegur
drengur og eftir góða aðstoð á
Lækjarbakka komst hann á Sel
þar sem honum leið mjög vel,
hann hændist að dýrum og
kynntist því að bera ábyrgð á
sjálfum sér og þeim verkum sem
honum voru falin. Sagði hann við
ömmu sína að þangað langaði
hann að komast í sumar. Krist-
ófer var vinamargur, hann var
blátt áfram í samskiptum og
sagði hiklaust sína skoðun á öðr-
um, hvíta lygi notaði hann ekki.
Innan vinahópsins sé ég hann
sem hrók alls fagnaðar, uppá-
tækjasaman og til í allt. En hann
var langrækinn og fyrirgaf eng-
um sem gerðu á hans hlut eða
komu illa fram við hann, enda
fyrirgaf hann pabba sínum aldrei
að hafa yfirgefið hann. Þó að lífið
heimsæki okkur á misjafnan hátt
og aðstæður okkar séu ólíkar ber
hver og einn alfarið ábyrgð á
gjörðum sínum og orðum, við
þessi fullorðnu verðum að út-
skýra og leiðbeina þeim sem
yngri eru. Mér fannst Kristófer
vera frekar bjartsýnni og sáttari
við sig en áður en það er oft
hættulegasti tíminn hjá þeim
sem passa ekki inn í ferkantað
mót samfélagsins. Við sem sam-
félag verðum að gera betur við
ungt fólk í vanda en þó að sam-
félagið nái ekki að hlúa að öllum
ber sá einn ábyrgðina á því að
Kristófer Örn
Árnason