Morgunblaðið - 06.08.2014, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 06.08.2014, Qupperneq 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 2014 ✝ Símon Hallssonfæddist í Reykjavík 2. júlí 1946. Hann lést á heimili sínu í Foss- vogi þann 28. júlí 2014. Foreldrar hans voru hjónin Stef- anía Runólfsdóttir, f. á Öndverðarnesi, Neshreppi, í Snæ- fellssýslu 6. júní 1923, d. 8. maí 2013, og Hallur Símonarson, blaðamaður, f. í Reykjavík, 16. ágúst 1927, d. 21. mars 2001. Systkini Símonar voru Valgarður Ómar, f. 17. mars 1948, Hallur, f. 8. maí 1951, Ásta Ingibjörg, f. 13. janúar 1953, Heba, f. 22. janúar 1958, og Hulda Guðrún, f. 12. mars 1961. Þá átti Símon tvö hálfsystkin samfeðra, Steinþór, f. 15. janúar 1952, og Birnu Sigrúnu, f. 24. desember 1966. Símon kvæntist þann 20. maí 1967, Önnu Eyjólfsdóttur, mynd- listarmanni, f. 2. apríl 1948 í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Eyjólfur Arthúrsson, mál- arameistari, f. 7. febrúar 1926, d. 10. janúar 2010, og Guðrún Ingi- mundardóttir, f. 11. apríl 1929, d. 6. febrúar 1963. Börn þeirra eru: Háskóla Íslands og varð löggiltur endurskoðandi árið 1975. Hann starfaði á endurskoðunarskrif- stofu Þorgeirs Sigurðssonar í Reykjavík árin 1966-1975 og rak eigin endurskoðunarskrifstofu frá 1975 til 1983. Símon var stofnandi og meðeigandi að Ís- lenskri endurskoðun hf. 1983- 1992 og hafði samstarf við Lög- gilta endurskoðun hf. 1992-1993. Símon var kjörinn borgarend- urskoðandi árið 1994 og gegndi því embætti til starfsloka árið 2009. Símon sat í stjórn Félags lög- giltra endurskoðenda (FLE) árin 1977-1979 og var gjaldkeri 1978- 1979. Hann var í ritnefnd FLE 1981-1983. Símon var í stjórn samtaka endurskoðenda sveitar- félaga á Norðurlöndunum og sinnti auk þess ýmsum trún- aðarstörfum fyrir samtök endur- skoðenda sveitarfélaga (Org- anization of Local Government Auditing) á árunum 1994-2003. Símon gerðist söngmaður með Karlakór Reykjavíkur árið 1968 og gegndi ýmsum trún- aðarstörfum fyrir kórinn auk þess að vera endurskoðandi reikninga hans um árabil. Hann var sæmdur Silfurmerki og síðar Gullmerki Karlakórs Reykjavík- ur árið 2001. Útför Símonar verður gerð frá Bústaðakirkju í dag, 6. ágúst, og hefst athöfnin klukkan 13. 1) Eyjólfur, arki- tekt, f. 2. október 1965. Maki Adri- anna Simonarson (f. Bandosz), arkitekt, f. 20. desember 1969. Börn þeirra eru Daniel Thor, f. 31. maí 1996 og Na- talia Anna, f. 23. desember 1998; 2) Hallur, innri endur- skoðandi Reykja- víkurborgar, f. 29. september 1967. Sambýliskona Anna Sig- urbjörg Þórisdóttir, hár- greiðslumeistari, f. 19. mars 1968, slitu samvistum. Dætur þeirra eru Tinna Lind, f. 26. október 1990 og Embla Sigurást, f. 30. janúar 1993. Maki Magnea Lena Björnsdóttir, hönnuður, f. 3. janúar 1967. Dóttir þeirra er Írena Huld, f. 31. janúar 2000 og stjúpsynir Halls og synir Magneu Lenu eru Hinrik Pétursson, f. 19. júní 1992, og Jóel Pétursson, f. 6. júlí 1994; 3) Guðrún, mannauðs- stjóri, f. 8. apríl 1971. Maki Ólaf- ur Örn Jónsson, deildarstjóri, f. 14. júlí 1971. Börn þeirra eru Anna Margrét, f. 2. desember 1994, Bjarki Már, f. 27. júní 1996, og Hildur Ósk, f. 6. maí 1998. Símon nam endurskoðun við Elsku pabbi, Flogin er fregnin harma, flóa því tár um hvarma. Horfinn er hjartkær faðir og hugljúfur eiginmaður. Horfinn er besti bróðir, blikna því frændur hljóðir. Horfinn ættar hlynur, hlýr og ástríkur vinur. Horfinn er höfðings maður, hjálpar og líknastaður, heimili hans var löngum, hlaðið gestristni og föngum. Horfinn er söngvasvanur, sorg og gleði vanur, sálir með söng að kæta sálum í neyð að mæta. Syng þú svanur í friði. Syng með englanna liði. Syng þú eilífðaróðinn árdags himnesku ljóðin. Söngur þinn enn í anda okkur svalar að vanda. Hljómar þó hálfu fegri í himinsveit dásamlegri. (Ingibjörg Sumarliðadóttir) Þegar við kveðjumst hinsta sinni eru mér efst í huga allar góðu samverustundirnar sem við áttum. Flestar í Litlaseli þar sem sumrum var varið í gönguferðir hringinn í kringum Selvatn. Gróð- ursetningu í brekkunum og að raka brattan vegarspottann niður á bílastæði eftir að hafa „fylgt“ góðum gestum úr garði. Draga fyrir fisk. Taka upp kartöflur og tína bláber á Blueberry hills eins og mamma kallaði berjalöndin. Á veturna, skautaferðir á ísilögðu vatninu. Að brjótast í gegnum skafla til að huga að húsinu. Við veðurtepptir ásamt Arnbergi og þurftum að leita gistingar hjá Þór- dísi og Gunnari í Dal. Við smíðar og við leik, aldrei féll verk úr hendi. Þetta voru góðir tímar. Seinna fórum við í gönguferðir um Elliðaárdalinn og heilsuðum til ör- yggis öllum sem við mættum. Við nutum þess líka að ganga saman á Esjuna. Ég er þakklátur fyrir ferðina sem við fórum til Ítalíu ásamt mömmu og Lenu þar sem við not- uðum tækifærin sem gáfust til að fylgjast með HM í fótbolta meðan þær kíktu í búðir. Við nutum góðs matar og guðaveiga og dásömuð- um fjölbreytt landslagið sem rann framhjá lestarglugganum á leið- inni frá Mílanó til Rómar. Þá var ekki síðri bílferðin um ítölsku sveitirnar með viðkomu í Flórens og fallegum fjallaþorpum á leið- inni til Pisa þaðan sem við þrædd- um ítölsku riveríuna alla leið til Mónakó og Frakklands þar sem við nutum lífsins eins og Hem- ingway forðum. Ég kveð þig minn kæri faðir og félagi með trega í hjarta, en vissu fyrir því að þú hef- ur fundið frið og betri stað þar sem þú hittir aftur ömmu og afa á Bústaðavegi. Lena og krakkarnir færa þér líka kveðju sína með þakklæti fyrir allt. Þinn sonur. Hallur Símonarson. Margar minningar sækja að mér á þessari stundu þegar ég kveð elsku pabba minn í hinsta sinn. Í sveitinni á sumrin var fátt skemmtilegra en að fá pakka, hjartað hoppaði og með gleði tók ég við pakkanum en alltaf felldi ég tár þegar ég las bréfin sem fylgdu með. Ég man sérstaklega eftir einu bréfi frá pabba en þar hafði hann vélritað skáhallt í öll hornin á bréfinu fréttir af því sem var um að vera í Reykjavík og skrifað undir „þinn pápi“. Já hann var pápi minn og ég stelpan hans. Eitt sinn þegar pabbi kom frá útlönd- um gaf hann mér dúkku sem dansaði á spiladós. Dúkkuna hélt ég mikið upp á og enn í dag hugsa ég til pabba þegar ég heyri lagið úr spiladósinni. Pabbi var mjög stoltur af stelpunni sinni og komst hún upp með að brosa í gegn um brotnar reglur á heimilinu enda eina stelpan og yngst. Í MR var eitt af mínum helstu afrekum að koma kór MR aftur til starfa en hann hafði legið í dvala. Þetta þótti pápa mínum merkilegt enda mikill söngmaður sjálfur og byrj- aði mjög ungur að syngja með Karlakór Reykjavíkur. Ég á ófáar minningarnar frá tónleikum með kórnum og fullyrði það enn að þegar pabbi söng með heyrðist mest og best í honum. Pabbi hafði gaman af því að skemmta sér og öðrum og sérstaklega hafði hann gaman af því að dansa. Þegar við pabbi og mamma vorum á ferða- lagi bauð hann mér upp í dans eft- ir matinn á hótelinu. Ég var 15 ára og eflaust með unglingafeimnina á háu stigi því ég fór verulega hjá mér, lét mig hafa það að dansa við kallinn, eldrauð í framan og viss um að allir myndu hlæja. Það var nú ekki enda pabbi einstaklega góður stjórnandi í dansi. Nokkr- um árum seinna dansaði ég við hann með aðdáun í augum, þegar hann leiddi mig um dansgólfið í brúðkaupi mínu. Sama kvöld söng hann til mín „Þú ert yndið mitt yngsta og besta“. Pabbi var hand- laginn maður og var sama hvort um var að ræða hönnun eða smíð- ar. Hann gat þetta allt og gerði þegar Litlasel var byggt og þegar Vogalandinu var breytt. Sem lítil stelpa var ég þó ánægðust með skrifborðið sem hann var búinn að laumast til að smíða í kjallaranum og ég fékk í jólagjöf, enda meist- arasmíð. Hann pápi minn var dásamlegur í afahlutverkinu. Hann gat endalaust dáðst að barnabörnunum og hafði einstak- lega gaman af því að snúast með þeim. Börnin fengu öll að vera frjáls þegar þau voru hjá afa og ömmu sem gat stundum verið erf- itt fyrir foreldrana þegar þau komu aftur heim. Ég reyndi eitt sinn að ræða þetta við pabba, hversu erfitt það væri að reglurn- ar væru engar hjá afa og ömmu, en hefði allt eins getað sleppt þar sem svarið hjá pabba var bros og glettni í augum og ég vissi að það yrði ekki hlustað á mín rök, afa- og ömmureglur skyldu vera við lýði sem þýddi nánast engar reglur. En engar reglur þýddi ekki kæru- leysi því pabbi passaði upp á börn- in mín eins og sjáaldur augna sinna rétt eins og mig. Það er ekki vafi í mínum huga að þrátt fyrir að ég geti ekki knúsað hann lengur þá mun hans yndislegi faðmur halda utan um og passa mig og mína um ókomna tíð. Ég elska þig, hjartans pabbi minn. Þitt yngsta yndi, Guðrún. Símon var elstur okkar systk- ina, heilum fimm árum eldri en ég. Hann var að sönnu stóri bróðir, fæddur á Landspítalanum en við hin fimm heima; ég í litla húsinu hennar ömmu á Vesturgötunni. Móður okkar, Stefaníu Runólfs- dóttur, sem sjálf var fædd út við ysta haf á Öndverðanesi, fannst nóg um krakkafjöldann á spítalan- um og var ekkert á því að fæða þar fleiri og eiga á hættu að týna þar unganum sínum svo hún fór ekki fleiri ferðir á fæðingadeildina til að fæða. Við fluttum í Sörlaskjól og Sím- on hóf göngu í Melaskóla. Það var líf og fjör í Skjólunum á sjötta ára- tug síðustu aldar. Símon var ös- kufljótur að hlaupa. Faðir okkar, Hallur Símonarson, stóð fyrir hlaupum meðal krakkanna og gaf verðlaunapeninga sína, sjálfur Ís- landsmethafi í millivegalengdum. Símon var ekki bara fljótur, hann var gullbarki. Guðrún Pálsdóttir, ekkja Héðins Valdimarssonar, kenndi söng í Melaskóla. Símon var í miklu uppáhaldi hjá henni, fylgdi henni á söngskemmtanir og söng Ó sóle míó alveg eins og eng- ill. Símon söng í Útvarpið og öll fjölskyldan fylgdist með andaktug í Sörlaskjólinu. En mígreniköst áttu til að hrjá stóra bróður, svo faðir okkar fór með hann til Kaupmannahafnar til rannsókna og læknismeðferðar. Þegar við fluttum inn í Bústaða- hverfi var Símon að hefja nám í Verslunarskóla Íslands. Hann var dugnaðarforkur, stöðugt að leita tækifæra. Mér er minnisstæð ferð okkar austur að Vík á Volkswagen bíl, þennan með blöðkurnar eða eyrun til að gefa stefnumerki. Símon tók mig, strákpjakkinn, með til þess að tína melgresi. Það gerðum við svikalaust og svo var brennt í bæinn, melgresið þurrkað í kjallaranum hjá ömmu á Vest- urgötunni, spreyað og selt í hús. Það kom því mér nokkuð á óvart þegar Símon fór í endur- skoðunarnám hjá Þorgeiri Sig- urðssyni, makker Símonar föður- bróður í bridge. Þá var ég auðvitað sjanghæaður til þess að flokka og raða nótum og reikning- um, leiðinlegasta vinna sem ég hef nokkurn tíma unnið. Símon vildi að ég færi í Versló en ekkert varð af því. Ég fór í Kennó, smitaður af vinstri villu. Af hverju ég elti villu- ljósið veit ég eiginlega ekki, kannski af því ég er örvhentur – eða bara yngstur okkar bræðra. Allt um það sagði Símon ekki orð en ekki laust við vonbrigðaglampa í augum. Honum þótti því ekki leiðinlegt þegar ég tók að sjá hlut- ina í réttu ljósi. Símon var drengur góður. Hann bar alltaf velferð bróður fyr- ir brjósti, þolinmóður og örlátur. Það var alltaf gott að leita til hans, heimsækja Önnu og Símon í Voga- landið og sumarhúsið við Selvatn sem þau reistu af stórhug. Síðustu ár hafa verið bróður erfið. Við átt- um bræðurnir því láni að fagna að heimsækja Ómar bróður í Amer- íku áður en veikindin tóku að ágerast. Það voru góðir dagar, fagnaðarfundir. Ég votta Önnu mágkonu samúð mína, svo og Eyjólfi, Halli og Guð- rúnu, mökum og barnabörnum. Guð blessi minningu Símonar Hallssonar. Hallur Hallsson. Elsku afi okkar. Við systkinin viljum þakka þér fyrir allar góðu minningarnar sem þú gafst okkur. Við munum aldrei gleyma öllum góðu stundunum sem við áttum saman bæði í Litla- seli og bara hvar sem er. Efst í huga eru allar bátsferðirnar sem þú fórst með okkur á litla árabátn- um þínum til þess að veiða, athuga með netin eða bara til að skemmta okkur. Við vorum öll útbúin björg- unarvestum, með allan útbúnað og það má með sanni segja að þú haf- ir alltaf passað vel upp á okkur og það gerir þú örugglega enn. En bátsferðirnar voru ekki einu æv- intýrin sem þú skapaðir fyrir okk- ur í Litlaseli. Okkur er líka mjög minnisstætt þegar þú bauðst allri fjölskyldunni á vélsleða á ísilögðu Selvatninu og þegar við gerðum risasnjóhús sem rúmaði okkur öll og meira að segja Pílu líka, það vantaði sko aldrei upp á fjörið í sveitinni. Þó svo að þessar minningar standi upp úr eigum við margar aðrar sem við geymum í hjörtum okkar, elsku afi. Það er svo mikið sem við erum innilega þakklát fyr- ir, þó aðallega hversu frábær afi þú varst, það mun aldrei neinn toppa þig. Takk fyrir allar góðu stundirnar og fyrir að vera svona yndislegur afi. Við elskum þig svo mikið og munum alltaf sakna þín. Þín barnabörn, Anna Margrét, Bjarki Már og Hildur Ósk. Elsku afi. Ég hugsa til þín með væntum- þykju og þakklæti. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér og fyrir allt sem þú hefur kennt mér. Þú vildir allt fyrir fjölskyld- una gera og þér þótti svo mikil- vægt að halda góðum tengslum. Það leyndi sér ekki hvað þú varst stoltur af stóru fjölskyldunni þinni. Ég fann fyrir væntumþykj- unni og stoltinu í hvert sinn sem þú kysstir mig á ennið en þannig kvaddir þú alltaf og þess vegna kyssti ég þig á ennið þegar ég kvaddi þig í síðasta sinn. Mér þótti líka svo vænt um þig og er stolt af því að hafa átt þig sem afa. Nú ert þú farinn á betri stað en minningarnar um þig lifa í hjört- um okkar sem fengum að kynnast þér. Ég man hvað það var gaman að heimsækja ykkur ömmu í Litla Sel. Þar var alltaf nóg að gera og gaman var að fara í göngutúr í dularfullri náttúrunni, tína ber og veiða síli en skemmtilegast af öllu var þegar þú tókst okkur krakk- ana í siglingu á árabátnum. Þú hafðir einstakt lag á að benda okkur á náttúrufegurðina og gera vatnið að spennandi og leyndar- dómsfullum stað með því að fræða okkur um fiskana og hvetja okkur til að sjá fyrir okkur lífið í vatninu. Síðustu árin hafa verið erfið vegna þeirra veikinda sem þú þurftir að takast á við en samt sem áður var alltaf stutt í brosið og þú hélst áfram að lifa lífinu. Ein af mínum uppáhaldsminningum þessi ár er þegar við dönsuðum saman ein jólin, þú kunnir nú ald- eilis að taka sporin. Ef lífið er fjársjóðskista eru þær stundir sem við frændsystk- inin höfum átt með þér ómetan- legir demantar í kistunni okkar. Þú hefur skilið eftir þig ást sem deyr aldrei. Takk fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Megi Guð geyma þig, elsku afi. Þín sonardóttir, Tinna Lind Hallsdóttir. Elsku afi minn. Ég er svo þakklát fyrir þann tíma sem við áttum saman og að hafa fengið að kynnast þér. Ég mun aldrei gleyma hvað mér leið vel í nærveru þinni, þú hafðir ein- stakt lag á að þurrka burt allar áhyggjur með brosinu einu sam- an. Ég vissi að hjá þér var ég örugg og gat treyst öllu sem þú sagðir. Ég kom eins oft og ég gat til ykkar ömmu upp í Litlasel því þar leið mér alltaf svo vel. Ég fer stundum þangað í huganum þeg- ar mér finnst lífið verða of flókið. Þá loka ég augunum og ímynda mér að við sitjum í litla árabátn- um úti á miðju vatninu og veiðum, bara við tvö í kyrrðinni. Svo óra- langt frá öllu öðru. Þú hafðir svo marga góða eig- inleika, elsku afi. Sama hvernig viðraði fórstu með okkur krakk- ana út í skóg að sýna okkur öll hreiðrin sem þú varst búinn að koma auga á. Svo leyfðirðu okkur að fylgjast með ungunum eftir að þeir höfðu klakist út og fræddir okkur örlítið um hvern fugl fyrir sig. Ég man hvað ég dáðist að því hversu klár þú varst, mér fannst þú kunna allt milli himins og jarð- ar. Þú varst líka einstaklega at- hugull. Oftar en ekki gastu bent mér á eitthvað ótrúlega fallegt í náttúrunni sem ég hefði annars gengið framhjá. Stundum kallað- irðu á mig með það mikilli ákefð að ég snarhætti því sem ég var að gera og hljóp til þín, þá varstu bú- inn að finna eitthvað magnað með kíkinum þínum og leyfðir mér að sjá. Þú kenndir mér svolítið sem ég hef alltaf lifað með og er mögu- lega það mikilvægasta sem ég mun læra í lífinu. Án þess að hafa gert þér endilega grein fyrir því þá kenndirðu mér að njóta. Því að í hvert skipti sem ég kom og gisti hjá ykkur ömmu eyddum við löngum tíma við morgunverðar- borðið og nutum þess að vera saman. Yfir daginn fórum við í göngutúr, bátsferð, berjamó, gufubað eða hvað sem okkur datt í hug. Öll helgin snerist um að leggja til hliðar skyldurnar sem biðu í borginni og vera í núinu. Það er svo erfitt að þurfa að kveðja þig í síðasta sinn en ég veit þú ert kominn á betri stað og þín vellíðan er fyrir öllu. Minning þín lifir í hjarta mínu um ókomna tíð. Ég elska þig. Þín sonardóttir, Embla Sigurást Hallsdóttir. Manni bregður ónotalega við að frétta andlát nær jafnaldra vinar. Enginn getur þó gengið að lífinu sem vísum hlut, heldur er það okk- ur útmælt af forsjóninni sam- kvæmt óskiljanlegum rökum. Fregnin um andlát Símonar Hallssonar ýtti svo sannarlega við manni. Hún var þó ekki án fyr- irboða. Símon tók að tapa heilsu fyrir nokkrum árum og gerðist mjög úr heimi hallur. Leiðir okkar Símonar lágu saman er hann varð borgarendur- skoðandi 1994. Þá hafði ég starfað hjá borginni í tvö ár. Fljótlega fór vel á með okkur í starfi og tókust góð persónuleg kynni. Hann var góður og skemmtilegur félagi. Hann var mjög vinnusamur en gamansemin var þó ávallt skammt undan. Endurskoðendur eru af mörgum álitnir alvörugefnir staf- krókamenn. Eðli starfs þeirra hljóti að kalla á slíkt. Þetta er vissulega barnaleg einföldun. Hvað Símon varðaði var hann sannkallaður fagurkeri. Hann vildi og hafði einstakt lag á því að hafa fallegt í kringum sig. Hús- næði Borgarendurskoðunar fór ekki varhluta af því. Hann hafði komið sér upp miklum sælureit með Önnu konu sinni skammt fyr- ir utan höfuðborgina, Litlaseli við Selvatn. Þar bar allt smekkvísi og handbragði þeirra hjóna fagurt vitni. Símon hafði yndi af tónlist og var sjálfur frábær söngvari. Á góðum stundum fékk samstarfs- fólkið að njóta þessarar gáfu hans og minning um þennan hæfileika lifir enn meðal norrænna kollega eftir því sem ég best veit. Símon hafði strax mikinn metn- að fyrir öllu er laut að endurskoð- un hjá borginni og fékk hann endurskoðunardeildinni fljótt breytt í stofnunina Borgarendur- skoðun og stýrði henni meðan hún var við lýði. Símon tók strax virk- an þátt á gamalgrónum sam- starfsvettvangi norrænna sveitar- félagaendurskoðenda og einnig í breiðara samstarfi er náði til fleiri landa (OLGA). Mér auðnaðist að fá að taka nokkurn þátt í þessu erlenda sam- starfi með honum. Fór ég með honum nokkrar ógleymanlegar ferðir og betri ferðafélaga var ekki unnt að hugsa sér. Upp úr þessum erlendu samskiptum þró- aðist sú hugmynd hjá Símoni að ég færi til Danmerkur og næmi þar endurskoðun hjá opinbera geiranum. Ég var kominn hátt á fimmtugsaldur og það lá ekki beint við að ég drifi mig í tveggja ára meistaranám á erlendri grund. Símon hvatti mig með ráð- um og dáð til þessa og gerði mér þetta í rauninni kleift með því koma mér í vinnu með náminu hjá Kommunernes Revision í Dan- mörku. Sú vist varð mér jafnvel enn lærdómsríkari en háskóla- námið, þótt það væri prýðilegt. Fyrir frumkvæðið að þessu verð ég Símoni ævinlega þakklátur. Undir aldamótin voru vindar teknir að blása á þann veg, hér- lendis sem í nágrannalöndum, að ytri endurskoðun á vegum opin- bers aðila var litin hornauga. Sú trú að einkaaðilum væri betur treystandi en opinberum starfs- mönnum til að sinna óháðu eftirliti fyrir þriðja aðila varð ofan á. Ekk- ert hefur samt enn verið sannað í þeim efnum. Víst er að Borgar- endurskoðun mætti mótbyr í þessum gusti og að því kom að það fjaraði undan stofnuninni pólitískt séð. Þetta féll Símoni afar þungt. Við leiðarlok eru mér efst í huga góðar minningar um Símon og margra ára kynni okkar. Við Sólveig kona mín minnumst fjöl- margra ljúfra og gefandi sam- verustunda með Símoni og Önnu hér heima sem á erlendri grund. Við sendum Önnu og börnunum þremur og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Bjarni Frímann Karlsson Símon Hallsson  Fleiri minningargreinar um Símon Hallsson bíða birt- ingar og munu birtast í blað- inu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.