Morgunblaðið - 06.08.2014, Síða 31

Morgunblaðið - 06.08.2014, Síða 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 2014 Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is Opið virka daga frá 9 -18 lau f rá 10 -16 Orf úr áli 22.840 Orf úr tré 17.200 Ljár 7,950 Heyhrífa 4.500 Seinni sláttur Morgunblaðið/Styrmir Kári Morgunblaðið/Styrmir Kári Grasbali Hátíðarblær var yfir svæðinu fyrir utan skemmtistaðina. Hátíð Stemningin var virkilega góð á Innipúkanum 2014 en hátíðin fór fram á skemmtistöðunum Húrra og Gauknum. Meðal sveita sem komu fram var Low Roar. Félagið Ísland-Palestína stendur fyrir samstöðu- og styrktartón- leikum fyrir íbúa Gaza á Kex í kvöld. Tónleikarnir hefjast klukk- an 18.30 en þá stígur á stokk Heiða Hellvar og Hamlette HOK Vík- artindur. Dagskráin stendur síðan allt kvöldið en meðal þeirra sem koma fram eru Soffía Björg, For a Minor Reflection, Sóley, Mammút en sveitin Boogie Trouble verður síðust til að stíga á svið klukkan 22.15. Að sögn mun allur aðgangs- eyrir renna hreinn og óskiptur til neyðarsöfnunar til handa íbúum Gaza. Tónleikar til styrktar íbúum Gaza Tónleikar Mammút er meðal þeirra hljómsveita sem koma fram á Kex. Á föstudaginn verður efnt til veislu á skemmtistaðnum Húrra en þá munu sveitirnar Muck, Seve- red, Lord Pusswhip og russian.g- irls koma fram. Muck spiluðu á Innipúkanum um síðustu helgi á Gauknum og þóttu standa sig með eindæmum vel. Um er að ræða nokkuð hrátt pönkrokk þar sem hröð gítarriff fá að njóta sín vel auk þess sem vel er öskrað í hljóð- nemann. Severed er dauðarokks- sveit, Lord Pusswhip skapar tölvu- tónlist og russian.girls spilar sýrukennda hljóma. Það kennir því ýmissa grasa þetta kvöldið á Húrra en viðburðurinn hefst klukkan 22. Sýra, rokk og elektró á Húrra Morgunblaðið/Ómar Rokk Hljómsveitin Muck er meðal þeirra sem koma fram á Húrra á föstudaginn. Kynlífsmyndbönd geta ef-laust þjónað ýmsum hlut-verkum, meðal annars aðkrydda upp á kulnað ást- arsamband hjónakorna, en það er einmitt hugðarefni kvikmyndarinnar Sex Tape sem sýnd er í bíóhúsum landsins um þessar mundir. Það ger- ist þó reglulega að slík myndbönd, sem gerð eru til einkanota, rati inn á hafsjó veraldarvefsins þaðan sem ómögulegt er að ná þeim til baka. Slíkt hefur oft á tíðum valdið mikilli vanlíðan viðkomandi aðila, mannorðs- morðum og í verstu tilfellum sjálfs- vígum. Því er um að gera að búa til grínmynd um efnið þar sem lítið er gert úr aðstæðunum. Langdregin og illa skrifuð Sagan segir frá þeim Annie (Came- ron Diaz) og Jay (Jason Segel), hjón- um á fertugsaldri sem virðast eiga í nokkuð platónsku ástarsambandi, börnin og vinnan taka allan þeirra tíma. Til að endurvekja neistann ákveða þau, eins og áður segir, að búa til kynlífsmyndband til einkanota. Myndbandinu er síðan lekið fyrir mistök inn á tölvur vina og vanda- manna. Úr því hefst einskonar elting- arleikur þar sem Annie og Jay heim- sækja alla þá er gætu haft myndbandið undir höndum til að reyna að eyða því. Framvinda sögunnar byrjar ágæt- lega, hlutirnir eru fljótir að gerast og sögufléttan auðskiljanleg. Áhorf- endur eru því mjög fljótt farnir að fylgjast með eltingarleik þeirra hjóna sem endist út myndina. Sá leikur er þó því miður fremur rislítill og nokk- uð langdreginn. Að sama skapi er persónusköpun mjög ódýr og leið- inlegt að sjá úr hversu litlu Jason Se- gel fær að moða, en hann á það til að vera mjög fyndinn. Innkoma Rob Lowe, sem fer með hlutverk yf- irmannsins Hanks Rosenbaum, er að sama skapi þurr en þess má geta að leikarinn lenti einmitt sjálfur í kynlífs- myndbandsveseni seint á níunda ára- tuginum. Atriðið þegar Annie og Jay fara heim til hans til að eyða kynlífs- myndbandinu af tölvu hans er einmitt einstaklega langdregið; Annie og Hank í yfirdrifinni kókaínvímu í stof- unni á meðan Jay slæst við þýskan fjárhund – í korter. Eins og ein stór iPad auglýsing Vöruinnsetningar eru auk þess vand- ræðalega augljósar og kvikmyndin í heild í raun eins og ein stór iPad aug- lýsing. Jay tönnlast í sífellu á því hversu vel tækið sé gert og Apple merkið oft í mynd. Að sama skapi hef- ur klámvefsíðan Youporn greinilega borgað fúlgu fjár til að fá auglýsingu í kvikmyndinni. Cameron Diaz er einn- ig mjög ósannfærandi í leik sínum en hún hefur greinilega eytt talsvert meira púðri í að líta vel út líkamlega en í leikhæfileika sína, sem er frekar sorglegt. Svoleiðis er tíðarandinn í Hollywood og hefur alltaf verið. Slíkt skal þó gagnrýna. Nokkrum sinnum voru auk þess mjög óþjálar setningar bornar fram á skrítnum tímapunkt- um sem fékk mann til að hleypa í brýrnar. Þetta virðist auk þess alltaf vera sama gamla klisjan, söguþráð- urinn gengur út á að halda kjarnafjöl- skyldunni saman. Slíkt kórónaðist einmitt í lokin þegar fjölskyldan dríf- ur sig saman í mjög svo væmnu at- riði, með einkar væmna tónlist í bak- grunninum, í útskrift barnanna. Allt virðist gott í heiminum þegar gifti karlinn og gifta konan geta sameinast á ný með börnum sínum tveimur. Umfjöllunarefnið áhugavert Umfjöllunarefnið er óneitanlega áhugavert enda einkar átakanlegt. Með framförum veraldarvefjarins er nær enginn óhultur fyrir þeim há- körlum sem þar synda og eins og áð- ur segir hafa margir verið bitnir ansi illa. Það hefði því vel verið hægt að búa til ansi gott handrit úr efninu sem hefði getað verið miklu áhrifaríkara en raun ber vitni. Þá er ég ekki endi- lega að segja að ekki sé við hæfi að kómíkin fái að njóta sín, hún getur vel farið saman við átakanlegt efni. Sem dæmi má nefna kvikmyndina Happ- iness eftir Todd Solondz sem tekur á ansi erfiðum hlutum en er þó nokkuð fyndin. Sex Tape er ekki átakanleg, ekki spennandi, sérlega ófyndin, illa leikin og illa skrifuð. Ef ekki hefði verið fyrir ánægjulegan sessunaut hefði ég eflaust gengið út í hléinu. Ósannfærandi Jason Segel og Cameron Diaz fara ekki vel með hlutverk sín. Kynlífsmyndbönd og kjarnafjölskyldur Sambíóin Álfabakka og Kefla- vík, Laugarásbíó, Smárabíó, Háskólabíó og Borgarbíó Akureyri. Sex Tape bnnnn Leikstjórn: Jake Kasdan. Handrit: Kate Angelo, Jason Segel og Nicholas Stoll- er. Aðalhlutverk: Cameron Diaz, Jason Segel, Rob Corddry, Ellie Kemper og Rob Lowe. 94 mín. Bandaríkin, 2014. DAVÍÐ MÁR STEFÁNSSON KVIKMYNDIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.