Morgunblaðið - 06.08.2014, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.08.2014, Blaðsíða 19
Undrandi horfum við á aðgerðir Bandaríkja- manna í deilum Ísraels og Palestínumanna. Nú hafa Bandaríkjamenn end- urnýjað vopnabirgðir Ísr- aela til þess að gera þeim kleift að halda hernaðar- aðgerðum áfram, end- urnýjað yfirlýsingar um nauðsyn Ísraels til sjálfs- varnar og aukið fjár- framlög til Ísraels til þess að standa straum af kostn- aði við hernaðaraðgerð- irnar í Gaza. Eini aðilinn sem getur stöðvað blóðbaðið í Gaza er Bandaríkin. Ábyrgir að- ilar segja á erlendu frétta- stöðvunum að áhrifahópar gyðinga í Bandaríkjunum séu svo öflugir að enginn þingmaður þar þori á móti þeim. Hér kemur ljóslega í ljós galli kapítalíska kerf- isins, þegar auðugir aðilar fjármagna kosningabar- áttu valinna aðila. Gamla máltækið: Hvers greiða þú nýtur, þess þræll ertu. Ábyrgð Bandaríkjanna er mikil í þessum átökum. Vissulega er ástandið í Austurlöndum nær flókið. Mörg ríki og fjöldi fólks á þessu svæði hatar Banda- ríkin. Upp eru að alast kynslóðir sem hafa misst foreldra og systkini vegna aðgerða Ísraels. Hatur sem illkleift er að laga. Takast verður á við or- sakir átakanna. Vonandi er almenningur í Banda- ríkjunum í vaxandi mæli að átta sig á stöðunni, þakkað veri netinu og vax- andi aðgangi að fjöl- miðlum umheimsins. Eftir Guðmund G. Þórarinsson » Gamla mál- tækið: Hvers greiða þú nýtur, þess þræll ertu. Ábyrgð Banda- ríkjanna er mikil í þessum átökum. Guðmundur G. Þórarinsson Höfundur er verkfræð- ingur. Bandaríkin gera bara það sem Ísrael leyfir þeim 19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 2014 Náttúruperla Seljalandsfoss er ákveðið aðdráttarafl og þar, eins og víða annars staðar, er mikilvægt að vera í góðum klæðnaði og fara varlega, því hætturnar leynast víða. Eggert Allan seinni helm- ing síðustu aldar var meðal lykilverkefna samgöngu- ráðuneytis, Flug- ráðs og Flugmála- stjórnar Íslands að stuðla eftir mætti að þróun flug- samgangna á Ís- landi, og í því skyni byggja hér upp og reka flugvelli og tilheyrandi ör- yggisþjónustu. Í núverandi breyttri stjórnsýslu ríkisins eru arftakar þeirra innanríkisráðu- neytið, Samgöngustofa og Isavia ohf. Á vefsíðu innanríkisráðu- neytis sést að „flugmál“ eru nú aðeins eitt af 44 verkefnum þess ráðuneytis. Samgöngustofu er ætlað að „annast stjórnsýslu og eftirlit með flugi, siglingum og umferð og öryggiseftirlit með samgöngumannvirkjum og leið- sögu“. Isavia er opinbert hluta- félag sem á að reka flug- leiðsöguþjónustu, flugvelli og tengda starfsemi og fer fjár- mála- og efnahagsráðherra með hlut ríkisins í félaginu. Tvö lang- stærstu verkefni Isavia felast nú í rekstri Keflavíkurflugvallar, flugstöðvar hans og fríhafnar og rekstri alþjóðlegu flugstjórn- armiðstöðvarinnar í Reykjavík samkvæmt samningi við ICAO. Þá er hætt við að ýmis önnur hefðbundin verkefni, eins og rekstur annarra flugvalla, hljóti eitthvað slakari athygli. Á áratugnum 2002-2011 fengu íbúar Reykjavíkur að kynnast forystu samtals átta borg- arstjóra. Þá kom fram að einn þeirra væri eindreg- inn stuðningsmaður Reykjavík- urflugvallar í Vatns- mýri og annar studdi flugvöllinn oftast, en þó ekki alltaf. Hinir sex höfðu að yfirlýstu markmiði að flug- vellinum ætti að loka sem fyrst til þess að borgarstjórnin gæti þá úthlutað bygging- arlóðum á svæði hans og þar með bætt stöðu sína í samkeppni um íbúa við hin sveitarfélögin á höfuðborg- arsvæðinu. Ekki svo að segja að þessir sex væru andvígir flug- samgöngum sem slíkum. Nei, – en flugvöllurinn ætti bara að vera „á einhverjum öðrum stað“. Af þessum sex borgarstjórum eru tveir hættir afskiptum af op- inberri stjórnsýslu. Eftir feril sem þingmaður og ráðherra réð Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sig til starfa erlendis og Jón Gnarr ákvað í vor að gefa ekki aftur kost á sér í framboð til borg- arstjórnar. En hvað varð um hina fjóra borgarstjórana sem allir voru á móti flugvellinum, Þórólf Árnason, Steinunni Val- dísi Óskarsdóttur, Dag B. Egg- ertsson og Hönnu Birnu Krist- jánsdóttur? Hanna Birna tók við embætti innanríkisráðherra í maí 2013 og varð þar með æðsti yfirmaður ís- lenskra flugmála. Steinunn Val- dís hefur nú verið ráðin sem sér- fræðingur til innanríkisráðuneytisins og er í fréttatilkynningum þess stund- um einnig sögð vera „sérstakur fulltrúi ráðherra“. Í sveit- arstjórnarkosningunum 2014 féll borgarstjórn þeirra tveggja framboða í Reykjavík, sem stýrt höfðu borginni undanfarið kjör- tímabil og m.a. lagt fram mein- gallaða tillögu að Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. Þau tvö framboð fengu hins vegar snögg- an stuðning tveggja annarra lít- illa framboða til framlengds um- boðs til að stjórna borginni næsta kjörtímabil og kusu sér síðan Dag B. sem sinn borgarstjóra. Þann 4. mars sl. var í Ráðhúsi Reykjavíkur efnt til kynningar- fundar þáverandi borgarstjórnar og fasteignafélaganna Valsmenn hf. og Hlíðarfótur ehf. til að viðra hugmyndir þeirra um uppbygg- ingu á Hlíðarendasvæðinu norð- austur af flugvellinum. Ein af grunnforsendum slíks er að flug- braut 06/24 á Reykjavík- urflugvelli verði lokað. Meðal þeirra sem þá stigu í pontu var Þórólfur Árnason, þáverandi stjórnarformaður Isavia ohf., sem m.a. rekur Reykjavík- urflugvöll. Þar lýsti hann því yfir að hann gerði enga athugasemd við tillögu um lokun flugbraut- arinnar. Væntanlega hefur honum þá ekki verið efst í huga að lokun flugbrautarinnar myndi lækka nothæfisstuðul Reykjavík- urflugvallar úr 98,2 í 93,8%, sam- svarandi 16 daga árlegri viðbót- arlokun flugvallarins, og þá með augljósum alvarlegum afleið- ingum fyrir áætlunarflugið og sjúkraflugið til Reykjavíkur. Þá væri nothæfisstuðull flugvall- arins, skilgreindur og reiknaður samkvæmt ákvæðum reglugerð- ar um flugvelli nr. 464/2007 og al- þjóðlegum flugtæknireglum ICAO Annex 14, einnig kominn niður fyrir það 95% lágmark sem þar er krafist. Réttum mánuði síðar, 3. apríl sl., á aðalfundi Isavia ohf., var Þórólfur ekki endurkosinn í stjórn félagsins eftir að hafa verið stjórnarformaður þess und- anfarin fjögur ár. Nú hefur Hanna Birna innanríkisráðherra hins vegar ákveðið að bæta bæri- lega úr þessum meinta skavanka fjármála- og efnahagsráðherra og skipað Þórólf sem forstjóra Sam- göngustofu til næstu fimm ára. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030 gerir ráð fyrir að N-S aðalflugbraut Reykjavík- urflugvallar verði lokað strax árið 2022, þ.e. eftir aðeins átta ár. Við það ógæfuskref verður flugvöll- urinn strax ónothæfur fyrir áætl- unarflugið. Í samgönguáætlun 2011-2022, sem Alþingi sam- þykkti 19. júní 2012, er gert ráð fyrir „að teknar verði upp við- ræður milli ríkis og Reykjavík- urborgar og tryggt að Reykjavík- urflugvöllur geti áfram þjónað innanlandsflugi á fullnægjandi hátt“. Þá verður nú heldur betur heppilegt, þegar andi samræðu- pólitíkur svífur yfir vötnum, að báðum megin borðs sitji einungis núverandi og fyrrverandi borgar- stjórar, – og allir á móti flugvelli í Vatnsmýri. Eftir Leif Magnússon » Í viðræðum ríkis og borgar um flugvöllinn verður heldur betur heppi- legt að báðum megin borðs sitji einungis núverandi og fyrrver- andi borgarstjórar. Leifur Magnússon Höfundur er verkfræðingur. Borgarstjórar um víðan völl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.