Morgunblaðið - 06.08.2014, Side 10

Morgunblaðið - 06.08.2014, Side 10
Skúli Halldórsson sh@mbl.is Geitur eru sjaldséðar á Ís-landi en þó má líta þæraugum á Geitfjársetri Ís-lands að Háafelli í Hvítár- síðu. Jóhanna Bergmann Þorvalds- dóttir, hjúkrunarfræðingur og geitabóndi, býr þar ásamt Þorbirni Oddssyni bónda sínum. Lengi voru þau með hið hefðbundna blandaða bú, kýr og kindur, en um aldamótin sneru þau sér alfarið að geitarækt. Almenningi er boðið að skoða geiturnar á Háafelli og sækir fjöldi manns býlið heim á hverjum degi að sögn Jóhönnu. „Að meðaltali koma hingað í kringum áttatíu manns á dag. Heimsóknum hefur fjölgað síð- an í fyrra og ég hef einnig fundið fyrir því að fleiri útlendingar komi hingað til að skoða geiturnar.“ Vinnur fjölmargar afurðir Jóhanna hefur lengi unnið að því að þróa vörur úr afurðum geit- anna til að styrkja fjárhagslegan grundvöll fyrir búskapinn. Afurðir geitanna eru af ýmsum toga og seg- ir Jóhanna að geiturnar gefi af sér holla og auðmeltanlega mjólk. „Geitamjólkin inniheldur þre- falt meira af laktóferríni, sem er bakteríuhemjandi efni, heldur en kúamjólkin. Því er miklu minni hætta á að í henni myndist skæðar bakteríur og er hún góð fyrir fólk með magasár eða magabólgur þar sem hún vinnur gegn slíkum mein- um. Þá hefur hún reynst góður kost- ur fyrir kornabörn sem annars eiga ekki kost á brjóstamjólk.“ Sem dæmi um fleiri afurðir má nefna tólgina sem þykir afar græðandi og mýkjandi, en hún er notuð við fram- leiðslu á sápu og kremi á býlinu. Hægt að taka geitur í fóstur Rekstur býlisins hefur reynst erfiður og segir Jóhanna að stofninn njóti ekki sömu stöðu og sauðfjár- stofninn innan ramma kerfisins. „Geitur hafa um árabil verið flokk- aðar sem gæludýr af bænda- samfélaginu og stofninn nýtur ekki sömu niðurgreiðslna og sauðféð ger- ir. Hvergi í framleiðsludýrakerfinu er gert ráð fyrir geitum og aðeins er borgað með tuttugu geitum á býli. Þær greiðslur nema í kringum 90 þúsund krónum á ári fyrir heildina.“ Til að létta álagið hefur Geiturnar eru vin- sælar heim að sækja Jóhanna B. Þorvaldsdóttir heldur úti Geitfjársetri Íslands að Háafelli í Hvítár- síðu. Hundruð fólks sækja býlið heim í viku hverri og hægt er að taka geitur í fóst- ur. Geiturnar gefa af sér góða kasmírull sem vakið hefur öfund norskra bænda. 190 fullorðin dýr eru á bænum en í stofninum voru eitt sinn færri en hundrað dýr á landsvísu. Rekstur býlisins hefur reynst Jóhönnu fjárhagslega erfiður. Morgunblaðið/Malín Brand Virðulegur Geithafrarnir þykja ekki feimnir þegar gesti ber að garði. Bú- ast má við allt að tvö hundruð kiðlingum næsta vor, ef allt fer að óskum. Morgunblaðið/Malín Brand Afslöppuð Geitin Branddís tyggur strá og slakar á í blíðunni á Háafelli. 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 2014 Vefsíðan Flóra Íslands hefur að geyma ýmsan fróðleik um þær plöntur sem íslenska flóran hefur að geyma. Á síðunni segir að enginn viti í raun með vissu hversu margar teg- undir af plöntum séu á landinu en eftir því sem best er vitað munu rúm- lega 5.500 tegundir plantna vaxa á Íslandi. Eftir síðustu uppfærslu sem gerð var nú í ágúst, eru 980 tegundir plantna á lista síðunnar, þar sem sjá má myndir af þeim og fræðast um þær. Blómplöntur, byrkningar, mosar, fléttur og sveppir fá þannig öll sinn sess á síðunni, auk þess sem sérstök athygli er gefin flóru Eyjafjarðar, Hríseyjar, Húnavatnssýslu og Þing- eyjarsýslu. Vefsíðan www.floraislands.is Þjóðarblómið Holtasóley er ein þúsunda tegunda sem prýða náttúru landsins. Fróðleikur um flóru Íslands Hjólreiðakeppnin Tour de Ormurinn verður haldin í þriðja sinn á laug- ardaginn, en í keppninni er hjólað umhverfis Lagarfljótið. Keppnis- vegalengdirnar eru tvær, annars veg- ar 68 km hringur og hins vegar 103 km hringur. Keppt verður í flokkum karla og kvenna í báðum vegalengdum en í þeirri styttri verður einnig boðið upp á liðakeppni þar sem þrír ein- staklingar geta sameinað krafta sína. Ræst verður klukkan níu á laugar- dagsmorgun við þjóðveg 1 fyrir neðan N1 á Egilsstöðum. Þaðan verður hjól- að út í Fell og í kringum Lagarfljótið. Skráning fer fram á vefsíðunni www.traveleast.is. Tour de Ormurinn haldin í þriðja sinn Hjólað í kring- um Lagarfljót Útsýni Tvær vegalengdir eru í boði fyrir keppendur í Orminum í ár. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Höfnin og hafið eru í aðalhlutverki í hafnargöngu Borgarbókasafns Reykjavíkur, sem nefnist Marar- þaraborg. Gengið er meðfram Reykjavíkurhöfn, frá Miðbakka í átt að Granda. Gefst gestum færi á að smakka á afurðum sjávarins í með- förum rithöfunda frá ýmsum tímum og úr ólíkum áttum. Við sögu koma meðal annars draugur við Duus- bryggju, þulur um hafið og frásögn af óvæntum ráðningum á togara. Gang- an verður farin fimmtudagskvöldið 7. ágúst, kl. 20 og er lagt upp frá Gróf- arhúsi, Tryggvagötu 15. Gert er ráð fyrir að hún taki um 90 mínútur. Hafnarganga Borgarbókasafns Reykjavíkur Mararþaraborg við höfnina Morgunblaðið/Ómar Höfnin Sjósögur verða sagðar. Græðikremið og tinktúran Rauðsmári og gulmaðra hafa gefist afar vel við sóríasis, exemi og þurrki í húð. Fæst í apótekum, heilsubúðum, Hagkaupsverslunum (Smáralind og Spönginni) og Fjarðarkaupum. Er á Facebook Sóríasis og exem Græðikremið frá Önnu Rósu hefurvirkað mjög vel á sóríasis hjá mér. Ég hef líka tekið inn tinktúruna rauðsmára og gulmöðru í fjóra mánuði og er orðinn mjög góður í húðinni þrátt fyrir töluverða streitu og vinnuálag. – Kristleifur Daðason www.annarosa.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.