Morgunblaðið - 06.08.2014, Side 26

Morgunblaðið - 06.08.2014, Side 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 2014 Sigurður Páll Árnason er lærður klassískur söngvari og raf-tónlistarmaður frá bandaríska tónlistarskólanum Berklee.Sigurður er dags daglega kallaður Siggi Palli en hann geng- ur undir listamannsnafninu Amazing Creature. Ásamt því að vera listamaður vinnur hann hjá Reykjavík Excursion og á þrjár dætur. „Ég hef lítið verið að búa til tónlist í sumar, þess í stað hef ég ver- ið að vinna hjá Reykjavík Excursion í gósentíð ferðamennskunnar. Ég spila yfirleitt meira á veturna en ég hef verið að semja lög af full- um krafti síðan 2010,“ segir Sigurður. Sigurður ætlar þó að nota restina af sumrinu til að semja lög. „Planið er að nota restina af sumrinu til að sitja og semja. Ég leita mér oft innblásturs með því að fara í göngutúra innanbæjar. Um leið og maður hreyfir sig og blóðið fer af stað þá byrjar tónlistin að hrynja inn,“ Þá hélt Sigurður upp á afmælið snemma. „Ég hélt upp á afmælið í gær vegna þess að ég er að vinna á afmælisdeginum. Ég fékk mér ljúffeng rif ásamt frönskum og síðan fór ég í Bogfimisetrið, en að því loknu tók ég því rólega með fjölskyldunni.“ Sigurður á þrjár dætur, þær Ísold, Hólmfríði og Söru, og hann er giftur Halldóru Jónsdóttur, sem er sjókokkur og rekur síðuna sjó- kokkur.is isb@mbl.is Sigurður Páll Árnason er 39 ára í dag Listamaður Sigurður Páll er raftónlistarmaður og klassískur söngvari en hann leitar sér innblásturs í göngutúrum innanbæjar. Amazing Creature og fjölskyldumaður Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Margrét Gísladóttir, húsfreyja á Akureyri, er ní- ræð í dag. Hún fæddist á Norðfirði, dóttir hjónanna Fannyjar Ingvarsdóttur og Gísla Krist- jánssonar. Margrét giftist Jóni Egilssyni fram- kvæmdastjóra á Akureyri 1944 og bjuggu þau alla tíð á Akureyri og eignuðust fjögur börn. 90 ára Árnað heilla A dda Jóhanna fæddist í Vestmannaeyjum 6.8. 1964 og ólst þar upp í Austurbænum, fyrst á Bakkastíg og síðan í húsi sem foreldrar hennar byggðu að Austurhlíð 1. „Í eldgosinu á Heimaey 1973 fluttum við til Reykjavíkur og bjuggum í Árbænum. Þar áttum við heima til 1974 og ég stundaði nám í Árbæjarskóla. Við fluttum svo aftur til Eyja 1974. Húsið okk- ar hafði farið undir hraun og pabbi byggði nýtt að Höfðavegi 9 en eftir sömu teikningu og notuð var í Austurhlíðinni.“ Fór í Fósturskólann og KHÍ Adda Jóhanna lauk grunnskóla- prófi frá Barnaskóla Vestmanna- eyja og stundaði nám við Fram- haldsskóla Vestmannaeyja í tvö ár. Þaðan lá leiðin í Fósturskóla Ís- lands og þaðan útskrifaðist hún sem fóstra árið 1985. Hún fór síðar í Kennaraháskóla Íslands, árið 2002, og útskrifaðist þaðan með BS-gráðu árið 2005. Adda Jóhanna stundaði íþróttir af kappi á æsku- og unglingsárun- um. Hún æfði þá sund, handbolta og badminton. Þá starfaði hún með skátafélaginu Faxa frá unga aldri og var skátaforingi í nokkur ár. Á unglingsárum vann Adda Jó- hanna í unglingavinnu, fiskvinnslu og hjá Ísfélagi Vestmannaeyja og sinnti síðan afgreiðslustörfum í söluturnum og verslunum. Hún vann á leikskólanum Kirkjugerði og Meðferðarheimilinu Búhamri til Adda Jóhanna Sigurðardóttir, hótelstj. í Vestmannaeyjum – 50 ára Færa út kvíarnar Fjölskyldan virðir fyrir sér hluta af stækkun á Hótel Vestmannaeyjum í maímánuði sl. Úr kennslu í hótelrekstur Hressar vinkonur Saumaklúbburinn Áttavilltar í banastuði. Sérsmíðaðar baðlausnir Gler, gluggar, glerslípun & speglagerð frá 1922 Mörkinni 4 | 108 Reykjavík | Sími: 565 0000 | Fax: 555 3332 | glerborg@glerborg.is | www.glerborg.is • Einangrunargler • Gluggar (Ál og PVC-plast) • Hurðir (Ál og PVC-plast) • Speglar • Gler • Hert gler • Lagskipt öryggisgler • Litað gler • Sandblástur • Álprófílar • Máltöku- og uppsetningaþjónusta Við leggjum metnað okkar í að bjóða sérhæfðar og vandaðar lausnir á baðherbergi. Við bjóðum upp á sérsmíðaða spegla, sturtuklefa og sturtu- skilrúm. Þá erum við komnir með nýja útgáfu af ljósaspeglunum okkar vinsælu. Á heimasíðu okkar glerborg.is er gott yfirlit yfir það sem er í boði. Auk þess bjóðum við alla velkomna í Mörkina þar sem fagfólk veitir góða þjónustu og allar þær upplýsingar sem þarf. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.