Morgunblaðið - 12.08.2014, Blaðsíða 1
Gaman að busla í blíðunni
Fólk naut veðurblíðunnar víða á Suður- og Suð-
vesturlandi í gær. Þessi drengur buslaði með fé-
lögum sínum í Elliðaánum og fararskjótinn var
ekki langt undan.
Víða á Suðurlandi fór hitinn yfir 20 stig og
mældist hæstur 22,8 gráður á Sámsstöðum og
22,2°C við Markarfljót. Hitinn í Reykjavík var sá
mesti sem hefur mælst á árinu, en hann náði
19,7°C á hitamæli við Veðurstofuna. Mælar sýndu
hins vegar 21,9°C við Korpu og 21,2 gráður á
Geldinganesi og var mjög hlýtt fram á kvöld.
Þennan dag, 11. ágúst, árið 2004 mældist mesti
hiti sem mælst hefur á landinu í ágúst, samkvæmt
því sem fram kemur á bloggsíðu Sigurðar Guð-
jónssonar veðuráhugamanns. Á sjálfvirku stöðinni
við Egilsstaði fór hitinn þá í 29,2 stig. »4
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Heitasti dagur ársins í borginni og hitinn fór í 21,9 stig við Korpu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Heimaey Sjávarútvegur og ferða-
þjónusta ganga vel í Eyjum.
Fasteignagjöld hafa víða hækkað
töluvert á undanförnum árum, sam-
kvæmt því sem fram kemur í nýrri
skýrslu Byggðastofnunar.
Þá hefur fasteignamat hækkað
sömuleiðis en fram kemur í skýrsl-
unni að langmest hefur hækkunin
verið í Vestmannaeyjum, eða um
70,6%. Heildarfasteignagjöld
hækka almennt meira en sem nem-
ur hækkun fasteignamats. Á þrem-
ur stöðum hækka gjöldin hlutfalls-
lega minna en fasteignamatið, á
Höfn í Hornafirði, í Stykkishólmi
og á Dalvík. Mest hækka fast-
eignagjöldin á Siglufirði en þar
nemur hækkunin 82,3 prósentum. Í
Vestmannaeyjum hækkuðu gjöldin
um 72,6 prósent. Elliði Vignisson,
bæjarstjóri í Vestmannaeyjum,
segir hækkunina í takt við hækkun
matsins. „Prósentutalan er sú sama
en með þessari miklu hækkun á
fasteignamatinu hækkar krónutala
gjaldanna vitaskuld.“
Snorri Björn Sigurðsson, for-
stöðumaður þróunarsviðs Byggða-
stofnunar, segir að misjafnt sé eftir
sveitarfélögum hvort hækkun
gjalda sé í réttu hlutfalli við hækk-
un fasteignamats. „Sums staðar
fylgist þróunin að, en annars staðar
ber mikið í milli og þá liggja aðrar
ástæður að baki.“ Af þeim átta
sveitarfélögum sem minnst hækka
fasteignagjöldin eru sjö á höfuð-
borgarsvæðinu. »18
Fasteignamat hefur mest
hækkað í Vestmannaeyjum
Mikill munur er
á byggðarlögum
Þ R I Ð J U D A G U R 1 2. Á G Ú S T 2 0 1 4
Stofnað 1913 186. tölublað 102. árgangur
REKAVIÐUR OG
SKARTGRIPIR
ÚR KLÓÞANGI
MÓTORHJÓL Í
ENDURNÝJUN
LÍFDAGA
VINSÆLT HJÁ
BYRJENDUM AÐ
VEIÐA Í YSTU-VÍK
BÍLAR HEIM MEÐ SLÆGÐAN FISK 13HANDVERKSMAÐUR 9
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Dreifing makríls í íslenskri lögsögu er svipuð og
undanfarin ár, með þeirri undantekningu að fyr-
ir austanverðu Norðurlandi er dreifingin norð-
lægari en áður. Er það í samræmi við rannsókn-
ir Norðmanna í sumar. Þá er makríl að víða að
finna í grænlenskri lögsögu, en stórt svæði við
A-Grænland var kannað í leiðangri vísinda-
manna sem lýkur í dag. Farið var sunnar en
Hvarf, sem er syðsti oddi Grænlands, en talsvert
austar, og var ekki komið út úr makrílgöngum
þar.
Skip Hafrannsóknastofnunar, Árni Friðriks-
son, er í dag væntanlegt úr 33 daga togleiðangri.
Um samvinnuverkefni Íslendinga, Færeyinga
og Norðmanna er að ræða, auk þess sem skipið
var í tólf daga við rannsóknir á vegum Græn-
lendinga. Útbreiðsla makríls var könnuð vestar
og sunnar en áður hefur verið gert.
Sveinn Sveinbjörnsson er leiðangursstjóri og
segir hann að makríl hafi verið að finna á nánast
öllu könnunarsvæðinu. Hann er hins vegar ekki
tilbúinn að áætla hversu mikið magn er á ferð-
inni í ár og segir að rannsóknaþjóðirnar eigi eftir
að bera saman bækur sínar og vinna úr gögnum.
Síðustu sumur er áætlað að um 1,5 milljónir
tonna af makríl hafi verið í íslenskri lögsögu.
Makríll
á stóru
hafsvæði
Mikil dreifing í
grænlenskri lögsögu
Árni Friðriksson á makrílslóð
Grænland
Ísland
Færeyjar
Verkefni Hafrannsóknastofnunar í samvinnu
við Norðmenn, Færeyinga og Grænlendinga
Þótt flestir
bændur séu
komnir með næg-
an heyfeng fyrir
veturinn og sjálf-
sagt talsvert um-
fram það, þurfa
menn að slá túnin
til að þau verði
ekki loðin í vetur
og skapi vanda-
mál vegna sinu
næsta vor.
Dýrt er að kaupa plast til að
pakka inn heyi sem ekki er þörf á og
eru dæmi um að bændur sleppi því
og hugsi sér að farga rúllunum. »6
Farga heyjum úr
seinni slætti
Heyrúllurnar safn-
ast upp á bæjunum.
Snjór í vestur-
hlíðum Eyja-
fjallajökuls er úr
Fljótshlíð að sjá
verulega minni
en var um þetta
leyti í fyrra.
Stórir skaflar
eru horfnir og
komnir eru fram
auðir skallar þar
sem áður var
snjór. Vísindamenn telja þetta ekki
endilega helgast af hlýnun and-
rúmsloftsins. Stór áhrifaþáttur sé
hins vegar að síðasta sumar var
kalt, veturinn léttur og í sumar
hlýtt en votviðrasamt. »2
Eyjafjallajökull
lætur undan síga
Eyjafjallajökull
í kvöldsól.
Seðlabanki Ís-
lands hefur verið
umsvifamikill á
gjaldeyrismark-
aði að undan-
förnu en hrein
gjaldeyriskaup
hans hafa numið
tæpum sextíu
milljörðum
króna á seinustu
níu mánuðum.
Magnús Stefánsson, hagfræðingur
hjá hagfræðideild Landsbankans,
segir skynsamlegt að safna í gjald-
eyrisforðann í stað þess að leyfa
raungenginu að hækka meir. »16
Keypti gjaldeyri fyr-
ir sextíu milljarða
Seðlabankinn hefur
safnað í sarpinn.
Audun Maråk,
yfirmaður Fiske-
båt, samtaka
norskra útgerð-
armanna, segir
aðspurður í sam-
tali við Morgun-
blaðið eðlilegt að
Íslendingar reyni
að nýta sér bann-
ið gegn norskum
innflutningi til Rússlands.
„Það má gera ráð fyrir að Ísland
og Færeyjar reyni að hlaupa í
skarðið. Ég sé ekkert siðferðislega
rangt við að nota tækifærið,“ segir
Audun Maråk. »15
Gagnrýnir
ekki Íslendinga
Audun Maråk
FORTE
blanda meltingargerla
MÚLTIDOPHILUS
þarmaflóran
hitaþolin
www.gulimidinn.is