Morgunblaðið - 12.08.2014, Side 11

Morgunblaðið - 12.08.2014, Side 11
Raku-brennsla Þegar munirnir hafa verið brenndir við 800 gráður í gasofninum er þeim hent í tunnu með sagi. Njóta góðs af túrismanum Helga útskrifaðist frá Mynd- listar- og handíðaskólanum árið 1999 og opnaði í kjölfarið verkstæði í Seljahverfi í Reykjavík. Hún segist eins og villuráfandi sauður, hefur aldrei bundið trúss sitt við ákveðna aðferð eða viðfangsefni, og brennir t.d. ýmist í rafmagnsofni, opnum eldi, ofan í jörðu og með áðurnefndri raku-aðferð. „Ég geri bara það sem mig langar til og veitir mér gleði það og það skiptið,“ segir Helga en viður- kennir að það sé hark að reyna að lifa af leirkerasmíðinni einni saman. Verk hennar eru m.a. til sölu í Leifs- stöð og Hellisheiðarvirkjun og hún segir ferðamannastrauminn tví- mælalaust leirkerasmiðum til góða, þ.e.a.s. ef þeir eru þannig staðsettir, t.d. í miðbænum. Helga segir þá erlendu ferða- menn sem hafa lagt leið sína til Eski- fjarðar hins vegar hafa sýnt raku- brennslunni lítinn áhuga en auglýs- ingar í austfirsku blöðunum hafi augljóslega skilað árangri hvað heimamennina varðar. Alltaf að brenna í síðsta sinn Þegar Helga ræðir við blaða- mann er engu líkara en hún þjáist af svæsinni hálsbólgu en þar er raku- brennslunni um að kenna. „Ég segi alltaf þegar ég er búin að raku- brenna: Þetta er svo erfitt, ég geri þetta ekki aftur! Svo byrjar maður að plokka og hreinsa og skoða munina og hugsar: Jú, ég ætla að reyna einu sinni enn, og svo er mað- ur alltaf kominn í þetta aftur.“ En hvað er það sem heillar við raku-brennsluna? „Þú ert úti og ert með opinn eld og það er reykur og sót og efnið er svo lifandi; leirinn er svo lifandi efni. Og þú veist í raun aldrei hvað kemur út en þú ert að takast á við þessi ele- ment. Þetta er rosalega skemmti- legt,“ segir hún. Helga verður með sýningu á raku-brennslu við Dahlshús á morg- un, rétt eftir kl. 12 á hádegi. Listakona Helga Kristín Unnars- dóttir segist pjúra Eskfirðingur. „Það er svo gaman við þetta líka að þegar fólk sér mig brenna; sér hlut- ina verða til, þá fær það svo mikinn áhuga á þessu.“ DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 2014 Unnið er þessa dagana að því að koma upp útitafli á Selfossi. Það er Sigfús Kristinsson byggingameistari sem að því stendur en þau Aldís dóttir hans eru potturinn og pannan á bak við Fischer-setið svonefnda, safn um skáksnillinginn Bobby Fischer. Það er í gamla Landsbanka- húsinu að Austurvegi 21 á Selfossi, sem er í eigu Sigfúsar. Skákborðið er sunnan við húsið, milli húss og gagnstéttar. Margir staldra við í Fischersetrinu, enda var Fischer ein- stakur í sinni röð. Hann hvílir í Laugardælakirkjugarði, skammt frá Selfossi. „Vonandi verður hægt að tefla hér síðar í sumar og við ætlum að byrja þannig að krakkarnir standi hér fyrir framan í hvítum eða svört- um flíkum. En svo vonast ég til þess að við fáum alvöru taflmenn og að sveitarfélagið leggi okkur þar lið,“ segir Sigfús. Taflborðið góða er gagnstéttar- hellur; snjóhvítar og biksvartar sitt á hvað, og 64 alls, eins og lög gera ráð fyrir. Með Sigfúsi í þessum framkvæmdum standa vaktina þeir Pétur Kúld og sonarsonurinn Bene- dikt Fadel Farag. sbs@mbl.is Skák undir berum himni á Selfossi Snjóhvítar og biksvartar hellur í útitaflinu við Fischer-setrið Morgunblaðið/Sigurður Bogi Skákmenn Sigfús Kristinsson, til vinstri, Pétur Kúld og Benedikt Fadel Farag við hellulagnir í sl. viku. Allir eru þeir hagleiksmenn sem kunna mannganginn. Risi Starfsmenn lyfta eintaki af stærstu orkídeutegund heims. Undirbúningur Jun-ichi Inada er verðlaunaður landslagshönnuður. NýlegirAudiA4 á rekstrarleigu til fyrirtækja Laugavegi 174 | Sími 590 5040 - Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga kl. 12-16 HEKLA býður nú fyrirtækjum nýlegar Audi A4 bifreiðar í rekstrarleigu. Fyrirtæki fá nýlegar bifreiðar til umráða í 1 ár gegn föstumánaðargjaldi og losnar leigutaki við alla fjárbindingu og endursöluáhættu. Bifreiðinni er svo einfaldlega skilað í lok leigutímans. Dæmi: Audi A4 Limo Árgerð 2012, dísil Ekinn 38.000 km, sjálfskiptur Meðal búnaðar bifreiðanna eru 16“ álfelgur, bluetooth símbúnaður, leðurklætt aðgerðarstýri, hraðastillir, loftkæling og ný heilsársdekk. Mánaðarlegt leigugjald frá: 99.800 kr.m/vsk

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.