Morgunblaðið - 12.08.2014, Page 8

Morgunblaðið - 12.08.2014, Page 8
Morgunblaðið/Eggert Hjá Heklu Nýr Golf skoðaður. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Bílasala á fyrstu sjö mánuðum árs- ins jókst um næstum þriðjung frá sama tímabili í fyrra. Þannig var heildarfjöldi nýskráninga í fólks- bifreiðum frá 1. janúar til 31. júlí 7.674 en á sama tíma í fyrra var fjöldinn 5.823 og er vöxturinn 32%. Þetta kemur fram í greiningu Brimborgar sem gerð var að beiðni Morgunblaðsins. Kemur þar jafn- framt fram að hlutfall bílaleigubíla af nýskráningum, það er sölu, er 56% í ár, eða 4.295 bílar borið saman við 2.917 bíla í fyrra, sem var 50% af heildarsölunni. Bílaleigur keyptu því 47,2% fleiri bíla þessa mánuði í ár en í fyrra. Þá má nefna að bílaleigurnar keyptu 627 bíla árið 2009. Salan til bílaleiga hefur nær sjöfaldast síðan. Séu bílaleigur undanskildar seld- ust 3.379 bílar til einstaklinga og annarra fyrirtækja, en 2.917 í fyrra. Það er vöxtur upp á 16,3%. Vöxtur í sölu til einstaklinga er 11,7%. Þeir keyptu 2.207 bíla í ár, 1.975 í fyrra. Sala á sendibílum eykst mikið milli ára. Alls 514 sendibílar seldust fyrstu sjö mánuði ársins en 348 í fyrra. Það jafngildir 48% aukningu. Egill Jóhannsson, forstjóri Brim- borgar, telur þetta batamerki í hag- kerfinu. Bjartsýni meðal stjórnenda fyrirtækja sé að aukast. 47% aukning í bílasölu til bílaleiga  Bílaleigur keyptu 4.295 bíla fyrstu sjö mánuði ársins en 2.917 bíla í fyrra 8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 2014 Íslendingar væru í vandræðumgætu þeir ekki treyst á sann- leiksnefndina og stjúpmóður henn- ar. Seinast brást hún hart við þegar hún sá orðið „múlatti“ innan sviga. Hún bjarg- aði því sem mátti með stóryrðum og svig- urmælum að sínum hætti. Fréttastofa „RÚV“ er á sjálfstýr- ingunni og tekur dómgreindina úr sambandi þegar nefndin öskrar.    Hlaupið var til og mannfræð-ingur við háskólann gabbaður til að ana ofan í fenið. Fræðimað- urinn hljóp apríl og sagði að hug- takið innan svigans væri reist á vafasamri hugmynd að „flokka mætti margbreytileikann niður í kynþætti – svartan og hvítan“.    Þrátt fyrir þetta átak „RÚV“flutti það sjálft í vikunni lang- an pistil um réttarhöld í Suður- Afríku einvörðungu út frá litarhafti fólks. Hinum hvíta lit hins ákærða og fórnarlambs hans og svarta lit dómarans. Í lok hins langa pistils um kynþættina þótti fréttamann- inum stórkostlegast að það kæmi í hlut „svartrar blökkukonu“ að kveða upp dóm. Þetta hugtak hefur ekki heyrst áður og verður fróðlegt að vita hvernig vanstilltu blogghró- in með ríku réttlætiskenndina bregðast við tíðindunum.    Ekki þýðir að bera málið undirMörð Árnason því hann segir athugasemdarlaust í síðustu rit- stýrðu orðabók sinni að múlatti sé- „kynblendingur hvíts manns og svertingja“. Egill gæti auðvitað kallað Mörð ógeðslega rasistakerl- ingu, ef hann verður ekki staðinn að því og fréttamaðurinn spurt hvort „Mörður“ ætti við „svartan svertingja“ eða einhvern annan. Svört blökkukona dæmir STAKSTEINAR Veður víða um heim 11.8., kl. 18.00 Reykjavík 19 skýjað Bolungarvík 12 léttskýjað Akureyri 10 skýjað Nuuk 10 skýjað Þórshöfn 14 skýjað Ósló 16 skýjað Kaupmannahöfn 20 léttskýjað Stokkhólmur 22 léttskýjað Helsinki 25 heiðskírt Lúxemborg 20 léttskýjað Brussel 17 léttskýjað Dublin 17 léttskýjað Glasgow 16 skýjað London 18 léttskýjað París 17 léttskýjað Amsterdam 21 léttskýjað Hamborg 21 léttskýjað Berlín 22 heiðskírt Vín 22 skúrir Moskva 27 heiðskírt Algarve 23 heiðskírt Madríd 32 heiðskírt Barcelona 27 léttskýjað Mallorca 30 léttskýjað Róm 31 heiðskírt Aþena 32 heiðskírt Winnipeg 18 léttskýjað Montreal 26 léttskýjað New York 26 skýjað Chicago 24 alskýjað Orlando 30 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 12. ágúst Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5:11 21:56 ÍSAFJÖRÐUR 4:59 22:17 SIGLUFJÖRÐUR 4:42 22:00 DJÚPIVOGUR 4:36 21:30 Mál á hendur lögreglumanninum í LÖKE-málinu svokallaða hefur ver- ið þingfest í Héraðsdómi Reykjavík- ur þriðjudaginn 19. ágúst, en rík- issaksóknari hefur ekki birt honum ákæru samkvæmt upplýsingum frá verjanda hans. Vill fá útskýringar Lögmaður lögreglumannsins, Garðar Steinn Ólafsson, segist hafa óskað eftir fundi með saksóknara í málinu og skýringum á því hvaða háttsemi lögreglumannsins sé talin grundvöllur ákæru en fullnægjandi svör hafa ekki borist. Kolbrún Benediktsdóttir saksókn- ari staðfestir í samtali við mbl.is að ákæra hafi verið gefin út á hendur ákærða, en ekki verið birt honum enn. Málið hófst þegar þrír menn, þar á meðal lögreglumaður á höfuðborg- arsvæðinu, voru handteknir í apríl í tengslum við óeðlilegar flettingar í málakerfi ríkislögreglustjóra, LÖKE. Talið var að lögreglumað- urinn ákærði hefði notfært sér að- gang sinn að kerfinu meðal annars til að grafast fyrir um fórnarlömb kynferðisofbeldis. Hinir þrír hand- teknu hafi síðan deilt upplýsingum milli sín á lokuðum hóp á Facebook. Ákærða ekki birt ákæran Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 TAX FREE af öllum s nyrtivörum í ágúst Seljum einnig: Velúrgalla, peysur, toppa, buxur, pils, leggings o.m.fl. Allar töskur á 40% afslætti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.