Morgunblaðið - 12.08.2014, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 12.08.2014, Qupperneq 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 2014 Allt að 80% minna gegnumflæði hita og óþægilegra ljósgeisla SÍ A 196 9 GLER OG SPEGLARSmiðjuvegi 7 Kópavogi • Sími 54 54 300 • ispan .is    SENDUM UM LAND ALLT COOL LITE SÓLVARNARGLER VAKANDI!VERTU blattafram.is VERNDARI BARNA Í 10 ÁR 55% þeirra sem beita stúlkur kynferðislegu ofbeldi eru karlar tengdir fjölskyldu þeirra. Ný sending Flottir bolir Verð kr. 8.900 Bæjarlind 6, sími 554 7030 www.rita.is Litir: blátt, rautt, svart Str. 36-52 Sparidress - Sumaryfirhafnir - Peysur - Blússur - Bolir www.laxdal.is VERÐHRUN ALLT AÐ 70% SÍÐASTA ÚTSÖLUVIKA 50-70% afsláttur Laugavegi 63 • S: 551 4422 Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Ég datt af hestbaki og rotaðist árið 1990 og eftir það fékk ég áhuga á listsköpun,“ sagði Kristín Þórunn Helgadóttir glettilega spurð út í listhneigð sína. Hún var valin handverksmaður ársins 2014 á Handverkshátíð Eyjafjarðar sem lauk um helgina. Skemmst er frá því að segja að hestamennskuna gaf hún upp á bátinn en listagyðj- unni hefur hún sinnt upp frá því. Kristín býr til skartgripi úr kló- þangi sem nefnast Fjöruperlur. Hún tínir þarann í fjörunni í Dýrafirði, en hún er frá Alviðru við sama fjörð en er búsett á Þingeyri. Hún er bankastarfs- maður og sinnir listsköpun í frí- tíma sínum. Þarinn er þurrkaður og púss- aður og er skartið svart eða grænt að lit. Ef þarinn er þurrkaður lif- andi er hann grænn en svartur ef hann er tíndur í fjörunni. Eina efnið sem er borið á þarann er kókosolía. Kristín kveður enga lykt af þaranum, enda hefur hann verið þurrkaður í að minnsta kosti ár áður en hún vinnur úr honum. Kristín segir mikla vinnu liggja á bak við hvern skartgrip og segist nokkuð lengi að vinna hann. Tileinkar Georg Hollander verðlaunin Kristín tileinkar leikfangasmiðn- um Georg Hollander verðlaunin. Leiðir þeirra tveggja lágu óvænt saman fyrir nokkrum árum. Þegar hann kom auga á hálsmen Krist- ínar úr klóþangi sem hún bar varð honum að orði að þetta væri verð- launahugmynd sem hún ætti að gera eitthvað meira með. Upp frá því hélt hún áfram að búa til skartið og sýndi afrakst- urinn sama ár á hátíðinni Hand- verk og hönnun í Ráðhúsi Reykja- víkur. Þetta var árið 2010. Kristín verður aftur með sýningu þar í haust. Skartgripagerðin hefur tekið mestallan tíma Kristínar en hún sker einnig út í rekavið. Í umsögn valnefndar hátíðar- innar segir: „Kristín nýtir efnivið úr náttúrunni á frumlegan og áhugaverðan hátt og hefur þróað aðferðir til að vinna úr honum svo afraksturinn verður falleg vara þar sem litir, munstur og form náttúr- unnar fá að njóta sín í einfaldleika sínum en í nýju samhengi.“ Hvatningarverðlaun Verðlaunin fyrir sölubás hátíð- arinnar komu í hlut Guðrúnar Bjarnadóttur. Að auki voru valin tvenn hvatningarverðlaun. Þau komu í hlut Hildar Harðardóttur og Erling Andersen, sem smíðar módelbáta. Einar Gíslason, mynd- listarmaður frá Brúnum í Eyja- firði, smíðaði verðlaunagripina. Sinnir listinni eftir höfuðhögg  Býr til skart- gripi úr klóþangi og sker út rekavið Ljósmynd/Sigurður Aðalsteinsson Handverksmaður ársins 2014 Kristín Þórunn Helgadóttir á Handverkshátíð Eyjafjarðar með Fjöruperlurnar. Sölubás hátíðarinnar Guðrún Bjarnadóttir hlaut verðlaun fyrir sölubásinn Hespu og heldur á verðlaunagripnum sem Einar Gíslason smíðaði. Handverkshátíð í Eyjafjarðarsveit er orðinn árlegur viðburður, en hún var haldin um helgina. Talið er að í ár hafi um 15 þúsund manns heimsótt hátíðina. Fram kemur í tilkynningu að stjórnendur hátíðarinnar séu ánægðir með að- sóknina og hversu vandaður handverksmarkaðurinn hafi verið. Reikna má með að hann verði ár- legur viðburður á hátíðinni fram- vegis. Handverksmarkaður var á föstu- deginum og sunnudeginum með 20 þátttakendum hvorn daginn. Laugardeginum lauk með kvöld- skemmtun og þá voru verðlaun hátíðarinnar veitt. Samstarf var við Saga Travel um sætaferðir á hátíðina frá Akureyri og verður því samstarfi haldið áfram á næsta ári. 15 þúsund heim- sóttu Handverks- hátíð í Eyjafirði

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.