Morgunblaðið - 12.08.2014, Page 37
MENNING 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 2014
Lag norska dúettsins Nico & Vinz,
„Am I Wrong“, situr nú á toppi
breska lagalistans en norsk hljóm-
sveit náði síðast þeim árangri árið
1986, A-ha með lagi sínu „The Sun
Always Shines on TV“. Það lag var
í tvær vikur á toppi listans. Vefur
breska ríkisútvarpsins, BBC, grein-
ir frá þessu og hefur eftir félögun-
um Nicolas Sereba og Vincent
Dery, þ.e. Nico og Vinz, að þessi ár-
angur sé hreint út sagt ótrúlegur.
Nico og Vinz ólust upp í Osló og
hófu að vinna saman að tónlist árið
2009. Þá hefur lengi dreymt um að
ná efsta sæti breska lagalistans,
skv. BBC og þakka breskum aðdá-
endum sínum fyrir að láta þann
draum rætast.
Á breska plötulistanum vermir
efsta sætið platan X með Ed Sheer-
an, sjöundu vikuna í röð. Nái hún
áttundu vikunni jafnar það árangur
James Blunt frá árinu 2005 en plata
hans, Back to Bedlam, sat í átta vik-
ur í efsta sæti listans.
Ljósmynd/Sara McColgan
Vinsælir Norska tvíeykið Nico & Vinz, þeir Nicolas Sereba og Vincent Dery.
Norðmenn á toppi breska lagalistans
Fimm vinnukonur sem störfuðu
fyrir Michael Jackson heitinn á bú-
garði hans Neverland hafa nú leyst
frá skjóðunni og sagt svæsnar sög-
ur af heimilislífinu þar á bæ.
Dagblaðið New York Post birti
grein í fyrradag með lýsingum á
hegðun Jacksons og vitnar í kon-
urnar. Ein þeirra segir Jackson
hafa bannað þjónustufólki að þrífa
upp skítinn eftir hin fjölmörgu dýr
sem gengu laus á heimili hans og
hótað að fleygja í það skítnum. Þá
hafi hann migið á gólfið í anddyri
hússins degi eftir að sjónvarps-
konan Oprah Winfrey var þar í
heimsókn en húsið var þrifið ræki-
lega, utan sem innan, fyrir þá heim-
sókn. Jackson var með endemum
sóðalegur, ef marka má frásagnir
kvennanna, svaf í
grútskítugu rúmi
með óhrein nær-
föt, matarleifar
og tómar vín-
flöskur allt í
kringum sig og
meig auk þess
undir. Segir ein
vinnukonan frá
því að honum
hafi verið mein-
illa við að skipt væri á rúminu. Þá
mun Jackson hafa verið haldinn
söfnunaráráttu og meðal þess sem
hann geymdi var notuð bleia af
ungbarni og notaðar nærbuxur af
gerðinni Fruit of the Loom.
Greinina má finna á vef New
York Post, nypost.com.
Svæsnar sögur af Michael Jackson
Michael
Jackson
Franski kvikmyndaleikstjór-inn Luc Besson sló í gegnmeð hasarmyndinni LaFemme Nikita árið 1991
og á eftir fylgdu fleiri vinsælar á
borð við Léon og The Fifth Element.
Besson hefur margoft sannað að
hann er enginn aukvisi þegar kemur
að góðum hasar, hvort sem hann er í
sæti leikstjóra eða framleiðanda.
Nýjasta myndin hans, Lucy, er ekki
hreinræktuð hasarmynd þó að vissu-
lega sé hasar í henni stöku sinnum,
bílaeltingaleikir, slagsmál og skot-
bardagar.
Lucy er furðuverk, stórskrítin
mynd og þá bæði í jákvæðum og nei-
kvæðum skilningi. Í henni segir af
samnefndri, ungri konu sem býr í
Taipei í Taívan og á í sambandi við
heldur vafasaman náunga. Hann
biður hana um að fara með læsta
skjalatösku inn á hótel og afhenda
manni að nafni Jang. Lucy neitar,
þar sem hún veit ekki hvað er í tösk-
unni eða hver þessi Jang er, og er þá
handjárnuð við töskuna. Unnustinn
segir Jang einan hafa lykil að járn-
unum og því neyðist Lucy til að taka
verkið að sér. Í móttöku hótelsins
taka á móti henni miklir fautar, unn-
ustinn er drepinn og Lucy færð á
fund Jang, sem reynist harðsvíraður
glæpaforingi og slátrari. Hann lætur
Lucy opna töskuna og í ljós koma
þrír pokar með skærbláum krist-
öllum, nýrri tegund af eiturlyfi, að
því er virðist. Lucy er svæfð, vaknar
með skurð á maganum og aðstoð-
armaður Jang tilkynnir henni og
þremur öðrum fórnarlömbum að
pokum með eiturlyfinu hafi verið
komið fyrir í kviðarholum þeirra og
að þau eigi að flytja þá til fjögurra
borga. Lucy er færð í fangaklefa þar
sem óþokki einn sparkar í magann á
henni og pokinn rifnar með þeim af-
leiðingum að efnið fer út í blóðrás-
ina. Við það öðlast Lucy ofurgreind
þar sem efnið, kallað CPH4, er víst
það sama og stuðalar að vexti beina
og vefja í fóstrum, eða eitthvað í þá
veru. Inn í þessa krassandi sögu-
byrjun fléttast fyrirlestur prófess-
ors nokkurs sem Morgan Freeman
leikur, fyrirlestur sem snýst um það
hvað gæti mögulega gerst næði
manneskja að nýta meira en 10% af
heilanum (sem er tóm della því við
mannfólkið notum meira eða minna
allan heilann) og er fyrirlesturinn
myndskreyttur með litfögrum
myndskeiðum af dýralífi, þróun lífs á
jörðinni og þá m.a. mannsins. Pró-
fessorinn heldur því fram að slíkri
manneskju yrðu fá takmörk sett,
eins og kemur í ljós þegar Lucy fer
að nota sífellt stærri hluta heilans í
leit sinni að hefnd. Lucy verður hálf-
gert ofurmenni, getur fært fólk og
hluti til með hugarorkunni, numið
gnótt upplýsinga á örfáum sek-
úndum, séð farsímabylgjur, lært
heilu tungumálin án þess að opna
eina einustu bók og leyst allar lífsins
gátur. Lucy leitar uppi prófessorinn
til að fræða hann um tilgang lífsins
og nær vitleysan hápunkti í æði
skrautlegum endi myndarinnar sem
ekki verður farið frekar út í hér.
Sagan öll er hin argasta þvæla og
líkt og með margar sumarmyndir er
best að hugsa sem allra minnst
þegar horft er á þessa. Nái bíógestir
að njóta bullsins og tilkomumikils
sjónarspils Besson er myndin ágæt
afþreying. Þegar bílarnir fljúga um
götur Parísar og austurlensk glæpa-
gengi skiptast á skotum við franska
lögreglumenn er vissulega gaman og
ekki eru nú ofurhetjumyndir mikið
gáfulegri en þessi, ef út í það er
farið. Bullið er hins vegar það mikið
að hætt er við að áhorfendur missi
þolinmæðina og átti sig engan veg-
inn á því hvað Besson er að fara, t.d.
þegar hann tengir söguhetjuna við
frummanninn Lucy sem var uppi
fyrir um 3,6 milljónum ára.
Hvað sem þessum vangaveltum
líður stendur Johansson sig vel í
hlutverki ofurkonunnar, Choi er
ógnvekjandi í hlutverki Jang og
gamli, góði Freeman er flottur að
vanda í kunnuglegu hlutverki vitr-
ingsins í sögunni. Þegar Freeman
talar hefur maður tilhneigingu til að
trúa hverju orði, meira að segja
þegar það er argasta þvæla.
Bullukollurinn Besson
Furðuleg Scarlett Johansson í hlutverki ofurkonunnar Lucy sem er ýmislegt til lista lagt, eins og sjá má.
Sambíóin, Smárabíó, Laugarás-
bíó, Borgarbíó og Háskólabíó
Lucy bbmnn
Leikstjóri og handritshöfundur: Luc
Besson. Aðalleikarar: Scarlett Johans-
son, Morgan Freeman, Min-sik Choi og
Amr Waked. Bandaríkin, Frakkland
2014. 89 mín.
HELGI SNÆR
SIGURÐSSON
KVIKMYNDIR
TILBOÐSDAGUR
TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á
ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR
TILBOÐ Á ALLAR MYNDIR
ATH GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR MYNDIR
–BARA LÚXUS
www.laugarasbio.is
EIN ÓVÆNTASTA
SPENNUMYND ÁRSINS
FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA
DWAYNE JOHNSON
A BRETT RATNER FILM
DISCOVER THE TRUTH
BEHIND THE LEGEND
Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is
Miðasala og nánari upplýsingar
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
16
16
Þriðjudagstilboð
Þriðjudagstilboð
Þriðjudagstilboð
Þriðjudagstilboð
Þriðjudagstilboð
Þriðjudagstilboð
"Ég hló svo mikið að ég skammaðist mín”!"
-Guardian
ÍSL.
TAL
"Þú sérð ekki fyndnari mynd í sumar!"
-T.V., Biovefurinn.is
L
L
12
12
LUCY Sýnd kl. 6 - 8 - 10 (P)
NIKULÁS LITLI Sýnd kl. 3:50
HERCULES Sýnd kl. 8 - 10:10
PURGE Sýnd kl. 10:10
22 JUMP STREET Sýnd kl. 5
AÐ TEMJA DREKANN 2D Sýnd kl. 5
POW
ERSÝ
NING
KL. 1
0
ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR