Morgunblaðið - 12.08.2014, Blaðsíða 30
30 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 2014
Ásdís Rán Gunnarsdóttir starfar sem dagskrárgerðarmaðurhjá 365 miðlum og stýrði þáttunum ,,Heimur Ísdrottningar-innar“ sem sýndir voru á Stöð 2 í sumar. ,,Maður gerir hitt
og þetta og í raun mætti segja að maður sé með hendurnar í öllu.
Það var mjög gaman að vinna í sjónvarpi og vonandi fæ ég að
spreyta mig meira á því sviði í framtíðinni,“ segir Ásdís.
Meira en nóg hefur verið að gera hjá Ásdísi í sumar, en þetta mun
vera í fyrsta skipti í langan tíma sem hún eyðir sumrinu á Íslandi.
,,Ég er búin að ferðast mikið um landið og það hefur verið gaman að
rifja það allt upp. Ég er vön því að liggja einhvers staðar við sund-
laugarbakka í útlöndum á sumrin svo að þetta er aðeins öðruvísi
stemmning,“ segir Ásdís.
Ásdís skellti sér á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um verslunar-
mannahelgina en það var í fyrsta sinn sem hún tók þátt í þeirri há-
tíð. ,,Helgin hófst á Akureyri en ég fór svo á sunnudeginum til Eyja
og gisti eina nótt. Það var mjög gaman að upplifa það, en við vorum
nokkur saman gestir hjá bæjarstjóranum. Ég fékk því að vera heim-
alningur þar,“ segir Ásdís í gamansömum tón.
Ásdís hefur í gamni sínu tilnefnt afmælisdag sinn sem ,,Hinn ár-
lega dag glamúrsins“, en þá hvetur hún allar konur til að finna gyðj-
una í sjálfum sér. ,,Það er um að gera að skvísa sig upp, skella sér í
hvítvín með vinkonunum eða bara gera eitthvað svakalega
,,glamourous“ og njóta þess,“ segir Ásdís. pfe@mbl.is
Ásdís Rán Gunnarsdóttir er 35 ára í dag
Ljósmynd/HiL!fe
Fyrirsætustörf Myndin var tekin fyrr í sumar í Búlgaríu, þar sem
Ásdís tók við verðlaunum sem besta forsíðufyrirsætan í landinu.
Var heimalningur
hjá bæjarstjóra
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Þær Signý Hekla Sigurðardóttir og Alma Bergrós Hugadóttir stóðu fyrir söfnun
til styrktar Rauða krossinum. Samtals söfnuðu þær 3.520 kr. með því að ganga í
hús og safna munum og selja svo fyrir utan Nettó í Salahverfi. Með þeim á mynd-
inni er vinkona þeirra (til hægri).
Hlutavelta
G
unnar Viðar fæddist í
Reykjavík 12.8. 1964 en
fjölskyldan flutti
skömmu síðar í Garða-
bæinn og bjó þar síðan:
„Garðabærinn, sem þá hét Garða-
hreppur, var þá í hraðri uppbygg-
ingu, leikfélagar á hverju strái og
spennandi leiksvæði. Æskan ein-
kenndist af mikilli útiveru auk þess
sem ég var í sveit hjá Óttari, föð-
urbróður mínum, og fjölskyldu, á
Geirbjarnarstöðum í Köldukinn.“
Gunnar var í Flataskóla og
Grunnskóla Garðabæjar, lauk stúd-
entsprófi frá MR og var síðan gjald-
keri við Verslunarbankann í rúmt
ár. Hann hóf lögfræðinám við HÍ
haustið 1985 og lauk embættisprófi
vorið 1990, var síðan fulltrúi hjá
Lögmönnum, Skeifunni 17, hélt síð-
an til framhaldsnáms við Fordham
University í New York og lauk það-
an meistaragráðu (LL.M) í al-
þjóðalögum árið 1993.
Að námi loknu starfaði Gunnar
við iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið
um tveggja ára skeið og við Endur-
reisnar- og þróunarbanka Evrópu í
London 1995 og 1996. Hann sinnti
síðan lögmennsku á eigin vegum
næstu tvö árin.
Gunnari var boðið starf við
Landsbanka Íslands hf. 1998 sem þá
var nýorðinn að hlutafélagi. Hann
var forstöðumaður lögfræðiráð-
gjafar bankans fram að hruni, 2008,
en tók þá við stöðu framkvæmda-
stjóra lögfræðisviðs hjá hinum ný-
Gunnar Viðar, lögmaður hjá Lex lögmönnum – 50 ára
Við Kyrrahaf Ásta með börnunum, Kristínu og Degi Inga, við Higway One milli Los Angeles og San Francisco.
Veiðir í matinn og eldar
Í óbyggðaferð Hjónin Gunnar og Ásta í gönguferð skammt frá Langasjó.
Hlý
r og
not
aleg
ur
Laugavegi 25, 101 Reykjavík. Sími 552-7499
Hafnarstræti 99-101, 600 Akureyri. Sími 461-3006 www.ullarkistan.is
Gæða ullarfatnaður
á alla fjölskylduna
frábært verð
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is