Morgunblaðið - 12.08.2014, Blaðsíða 16
FRÉTTASKÝRING
Kristinn Ingi Jónsson
kij@mbl.is
Hrein gjaldeyriskaup Seðlabanka
Íslands á seinustu níu mánuðum
hafa numið tæpum sextíu milljörð-
um króna. Bankinn hefur verið
stórtækur á gjaldeyrimarkaði og
nýtt sér aukið gjaldeyrisinnflæði til
að safna í gjaldeyrisforðann.
Á sama tíma hefur gengi krón-
unnar styrkst en frá því í byrjun
nóvembermánaðar hefur gengis-
vísitala krónunnar lækkað um
5,5%. Annars hélst krónan nokkuð
stöðug í seinasta mánuði. Í lok
mánaðarins stóð hún í 154,2 krón-
um á móti evru í samanburði við
154,5 krónur í lok júní. Gengið hef-
ur haldist í kringum 155 krónur
gagnvart evru undanfarna sex
mánuði.
Magnús Stefánsson, hagfræðing-
ur hjá hagfræðideild Landsbank-
ans, segist eiga von á því að gengi
krónunnar haldist stöðugt á næstu
mánuðum. Fátt bendi til þess að
krónan annaðhvort veikist eða
styrkist mikið.
Í samtali við Morgunblaðið segir
hann það jafnframt vera skynsam-
lega stefnu hjá Seðlabanka Íslands
að safna í gjaldeyrisforðann í stað
þess að leyfa raungengi krónunnar
að hækka meir en orðið er, sem
gæti komið niður á útflutnings-
greinunum.
Mesta veltan frá hruni
Alls skiptu 182 milljón evra, sem
jafngildir rúmum 28 milljörðum
króna, um hendur á gjaldeyris-
markaðinum í mánuðinum. Það er
mesta velta á markaðinum síðan í
októbermánuði árið 2008. Í þeim
mánuði skiptu 404 milljónir evra
um hendur.
Af þessari 182 milljóna evra
veltu keypti Seðlabankinn 83 millj-
ónir evra, sem er um 45% af allri
veltu mánaðarins.
Mjög hefur dregið úr gengis-
sveiflum krónunnar upp á síðkast-
ið. Þannig benti hagfræðideildin
nýverið á að síðan um mitt ár 2013
hefði flöktið á krónunni gagnvart
evru farið lækkandi, eða úr því að
vera um 10% á ársgrundvelli og
niður í 4%.
Aðspurður segir Magnús erfitt
að segja til um af hverju gengi
krónunnar hafi sveiflast eins lítið
og raun ber vitni. Skýringuna gæti
verið að finna í auknum inngripum
Seðlabankans á gjaldeyrismarkaði
undanfarna mánuði.
Bankinn tilkynnti í maí í fyrra að
hann ætlaði sér að vera virkari á
markaðinum með það að markmiði
að draga úr sveiflum í gengi krón-
unnar.
Var tekið fram að sá gjaldeyrir
sem keyptur yrði þegar gjaldeyr-
isinnflæði væri mikið yrði notaður
til að styrkja krónuna þegar gjald-
eyrisútflæði ætti sér stað.
Eins og áður hefur komið fram
reyndust vöruskipti við útlönd nei-
kvæð um 1,1 milljarð króna í júlí
samkvæmt bráðabirgðatölum Hag-
stofu Íslands. Á fyrstu sjö mán-
uðum ársins var hallinn því 3,5
milljarðar króna borið saman við
þrjátíu milljarða króna halla á
sama tíma á árunum 2011 og 2012.
Vöruskiptin neikvæð
Í umfjöllun sinni hefur hagfræði-
deildin bent á að alls hafi vöru-
skiptajöfnuðurinn á þessum fyrstu
sjö mánuðum ársins dregist saman
um sem nemur sjötíu milljörðum
króna síðan árið 2010.
Magnús segir að þessi viðsnún-
ingur í vöruskiptum skýrist að
mestu af minni útflutningi sjávar-
og álafurða, auk þess sem innflutn-
ingur hafi aukist.
Hann bendir enn fremur á að í
fyrstu kynni það að skjóta skökku
við að krónan skuli haldast stöðug
og að Seðlabankinn geti keypt
gjaldeyri þegar halli sé á vöru-
skiptum við útlönd.
Þar komi hins vegar til aukinn
afgangur af þjónustuviðskiptum við
útlönd, sem sé þá helst drifinn
áfram af uppgangi ferðaþjónust-
unnar, ásamt hugsanlega lægri af-
borgunum erlendra lána.
Lítið lát hefur verið á fjölgun
ferðamanna til landsins en þeim
fjölgaði um 26% á fyrstu sjö mán-
uðum ársins frá því í fyrra. Fjöldi
þeirra fyrstu sjö mánuði ársins
hefur meira en tvöfaldast síðan
2010.
Það er því mat Magnúsar að það
sé fyrst og fremst uppgangurinn
innan ferðaþjónustunnar sem hafi
gert það að verkum að gengi krón-
unnar hafi ekki gefið eftir í ár,
þrátt fyrir þennan viðsnúning í
vöruskiptunum við útlönd.
Raungengið viðunandi
Raungengi krónunnar, miðað við
verðlag, stóð óbreytt í júlí frá sein-
asta mánuði. Það er nú um sex
prósentum hærra en fyrir ári síðan
og 27% hærra en þegar það náði
lágpunkti sínum fyrir fimm árum, í
ágústmánuði árið 2009.
Peningastefnunefnd Seðlabanka
Íslands hefur gefið það í skyn í yf-
irlýsingum sínum að raungengið nú
sé ekki fjarri því sem telja mætti
viðunandi á næstu misserum.
Seðlabankinn keypt gjald-
eyri fyrir sextíu milljarða
Morgunblaðið/Eggert
Ferðamenn Aukinn afgangur hefur verið á þjónustuviðskiptum við útlönd.
SÍ hefur nýtt sér aukið gjaldeyrisinnflæði til að safna í gjaldeyrisforðann
Seðlabankinn virkur á gjaldeyrismarkaði
11.
201
3
12.
201
3
01.
201
4
02.
201
4
03.
201
4
04.
201
4
05.
201
4
06.
201
4
07.
201
4
Heimild: Seðlabanki Íslands
30
25
20
15
10
5
0
Heildarvelta í milljörðum króna Nettókaup Seðlabankans í milljörðum króna
16,4
0,97 0,46
5,3 5,6
9,910,6 10,8
2,8
24,4
22,6
17,3
6,5
22,8
13,3 12,8
28,1
11
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 2014
!
"#
$#!
#%
$#$
%
%%%
""!
&'()* (+(
,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5
"!%
%$
"$!
$%$%
#"
#$
$%!
%%
"!"%
"%"
!
"""
$%##
#%
#%
$%%
!
%%$
""
$%!%#
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● IFS greining spáir því að vöxtur ið-
gjalda hjá Tryggingamiðstöðinni verði
minni á öðrum fjórðungi ársins en á
sama tíma í fyrra. IFS gerir ráð fyrir 4%
vexti í ár, samanborið við 7,4% vöxt á
öðrum ársfjórðungi 2013.
„Þar með gerum við ráð fyrir að vöxt-
ur iðgjalda á árinu 2014 verði minni en
á síðasta ári,“ segir í nýrri afkomuspá
IFS. Þar er jafnframt bent á að mikil
samkeppni ríki á markaðinum sem sýni
sig í því að iðgjöld bæði TM og VÍS hafi
lækkað á fyrsta ársfjórðungi.
IFS greining spáir minni
vexti iðgjalda hjá TM
● Heildarvelta á fasteignamarkaði á
höfuðborgarsvæðinu fyrstu vikuna í
þessum mánuði nam 2,95 milljörðum
króna. Hefur veltan á höfuðborgar-
svæðinu ekki verið minni í einni viku frá
því í síðustu viku janúarmánaðar.
Fjöldi þinglýstra samninga var 89,
samkvæmt markaðsfréttum Þjóðskrár.
Þar af voru 64 samningar um eignir í
fjölbýli og 24 samningar um sérbýli.
Meðalupphæð á samning var 33,1
milljón.
Sjaldan minni velta á
fasteignamarkaði
STUTTAR FRÉTTIR ...
Gengi hlutabréfa indverska bíla-
framleiðandans Tata Motors hækk-
uðu um 3% eftir að félagið tilkynnti
um 882 milljóna Bandaríkjadala
hagnað á öðrum ársfjórðungi. Það
jafngildir um 102 milljörðum ís-
lenskra króna.
Hagnaðurinn var framar vonum
greinenda.
Þá jukust tekjur framleiðandans
jafnframt um 40% á milli ára, en í
frétt Financial Times segir að það
skýrist aðallega af góðri sölu dótt-
urfélagsins, Jaguar Land Rover,
sem hefur verið í fullri eigu Tata
Motors frá árinu 2008. Jókst sala
dótturfélagsins um 22% á milli ára.
Hins vegar dróst sala indverska
bílaframleiðandans, sér í lagi á
ódýrum bílum, á Indlandi saman
um heil 28% á öðrum ársfjórðung-
inum.
Hlutabréf
Tata Motors
hækkuðu
● Farþegum WOW air fjölgaði um 39%
á fyrstu sjö mánuðum ársins frá sama
tímabili fyrir ári.
Var síðastliðinn júlímánuður sölu-
hæsti mánuður félagsins frá upphafi og
nam sætanýting WOW air 92%. Flug-
félagið flutti 72.573 farþega í júlí. Það
sem af er þessu ári hafa rúmlega 300
þúsund manns flogið með WOW air, að
því er fram kemur í fréttatilkynningu frá
félaginu.
Farþegum WOW air
hefur fjölgað um 39%
POLAROIDPOLAROID
VEIÐIGLERAUGU
GUL, BRÚN OG GRÁ
MEÐ FJÆRSTYRK
TVÍSKIPT
ALVÖRU GLER,
STUTTUR AFGREIÐSLUTÍMI
HAMRABORG 10 | SÍMI: 554 3200 | SOS@EYEWEAR.IS | OPNUNARTÍMI VIRKA DAGA: 9:30-18