Morgunblaðið - 12.08.2014, Síða 27

Morgunblaðið - 12.08.2014, Síða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 2014 ✝ Margrit Árna-son, fædd Truttmann 12.6. 1928 í Sviss. Hún lést á Heilbrigð- isstofnuninni á Sauðárkróki 24. júlí 2014. Foreldrar henn- ar voru Margarete Truttmann, fædd Laub, 7.1. 1887, d. 15.5.1991, og Ar- istide Carlo Massimo Trutt- mann, f. 3.10. 1889, d. 17.6. 1973. Systir Margritar er Erika Spühler, f. 11.3. 1924. Árið 1950 giftist Margrit eftirlifandi eigin- manni sínum, Haraldi Árnasyni, f. 6.3. 1925. Foreldrar hans voru Heiðbjört Björnsdóttir, f. 6.1. 1893, d. 24.5. 1988, og Árni Daníelsson, f. 5.8. 1884, d. 2.8. 1965. Systkini Haraldar voru Hlíf Ragnheiður, f. 19.12. 1921, d. 16.4. 2013, og Þorsteinn, f. 20.9. 1923, d. 24.3. 1965. Margrit og Haraldur eign- uðust fjórar dætur, þær eru 1) Helga Jóhanna, f. 19.9. 1951, hennar börn eru a) Berglind Rós Bjarnadóttir, f. 1971, dætur Margrétar er Hugrún Edda, b) Haraldur Rafn, f. 1981, dóttir hans er Hanna Helena. 4) Nanna Margrét, f. 22.3. 1966. Í heimaborg sinni Zürich lauk Margrit verslunarprófi og sinnti ritarastörfum. Hún flutti með manni sínum til Íslands í desember 1950 og settust þau að á Sjávarborg í Skagafirði. Þar hafa þau búið síðan, að undanskildum 10 árum sem þau bjuggu á Hólum í Hjaltadal, þegar Haraldur var þar skóla- stjóri. Margrit sinnti alla tíð heimilisstörfum en vann að auki utan heimilis til fjöldamargra ára. Hún vann m.a. við skrif- stofustörf, rak verslun ásamt Haraldi á árunum 1966-1971 og var í hlutverki bússtýru við bændaskólann á Hólum árin 1971-1981. Eftir að Margrit og Haraldur fluttu til baka á Sjáv- arborg vann hún sem deild- arstjóri hjá Kaupfélagi Skag- firðinga, fyrst í Gránu og síðar í Skagfirðingabúð. Þar starfaði Margrit uns hún lét af störfum árið 1991. Helstu áhugamál hennar voru ferðalög, blóma- og matjurtarækt og klassísk tónlist. Útför Margritar fór fram frá Sauðárkrókskirkju 31. júlí 2014. hennar eru Yrja Orsolya, Saga Kar- olin, Elfur Gabriela og Isolde Eik, b) Ari Björn Sigurðs- son, f. 1973, maki Rebekka Stefáns- dóttir, f. 1979, börn Ara eru Ynja Mist, Óðinn og Urður c) Silja Rut Jóns- dóttir, f. 1981, maki Teitur Ingi Sigurðsson, f. 1989, d) Atli Fannar Bjarkason, f. 1984, maki Lilja Kristjánsdóttir, f. 1990. 2) Gyða Sigurlaug, f. 5.11. 1953, maki Steingrímur Steinþórsson, f. 15.1. 1951, börn Gyðu eru a) Freyr Halldórsson, f. 1976, maki Dagmar Kristín Hann- esdóttir, f. 1979, þeirra börn eru Baldur Logi og Júlía Fönn, b) Eva Signý Berger, f. 1981, maki Dean Ferrell, f. 1961, dótt- ir þeirra er Petra. 3) Edda Erika, f. 11.3. 1958, maki Björn Hansen, f. 30.12. 1956, þeirra börn eru a) Margrét Huld, f. 1978, maki Guðmundur Helgi Kristjánsson, f. 1965, sonur þeirra er Bergur Freyr, dóttir Árið 1950 fluttist ung, nýgift kona með manni sínum til Ís- lands frá heimalandi sínu, Sviss, og settist að á Sjávarborg í Skagafirði. Þetta var Margrit Truttman sem nú var orðin Árnason, en alltaf kölluð Maggí. Hún var af grónum miðevrópsk- um ættum, móðir hennar var ættuð frá Berlín en faðir hennar var ítalskrar ættar. Hún ólst upp í vernduðu umhverfi sviss- neskrar miðstéttar og gerði sér vart grein fyrir þeim breyting- um á lífi sínu sem biðu hennar á Íslandi. Enda spáðu ættingjar hennar því að hún entist ekki lengi í því guðs volaða landi. En það fór á annan veg. Maggí, sem ekkert þekkti til sveitastarfa, síst af öllu til þeirra aðstæðna sem biðu henn- ar í Skagafirði árið 1950, var ákveðin í að láta hrakspár ætt- ingja sinna ekki rætast og lagaði sig furðu fljótt að nýjum að- stæðum. Hún, sem varla hafði dýft hendi í kalt vatn, lét sig hafa það að fara langar leiðir með þvott á hestvagni að heitum uppsprettum á jörðinni því eng- in var hitaveitan, og gekk í öll þau störf sem húsmóður í sveit var ætlað að vinna. Sýndi hún strax þá elju og þann dugnað sem alla tíð einkenndi líf henn- ar. Hún var félagslynd og eign- aðist brátt fjölda góðra vina sem fylgdu henni í gegnum lífið. Maggí flutti með sér margt sem Íslendingum var framandi um miðja síðustu öld. Hún var vön evrópskri matargerð, ekki síst ítalskri, bjó til sitt eigið pasta og eldaði rétti sem Skag- firðingar höfðu aldrei heyrt nefnda, hvað þá lagt sér til munns. Hún fékk send ýmis hrá- efni frá ættingjum sínum og ræktaði framandi grænmeti og kryddjurtir svo að á Sjávarborg ríkti allt önnur matarmenning en annars staðar í héraðinu. Þegar tímar liðu og dæturnar komust á legg hóf Maggí versl- unarrekstur á Króknum ásamt Haraldi manni sínum. Hún rak þá verslun í mörg ár, þar til hún tók við húsmóðurstörfum á Hól- um í Hjaltadal þegar Haraldur varð skólastjóri þar árið 1971. Síðar starfaði hún lengi hjá Kaupfélagi Skagfirðinga. Það sem einkenndi Maggí umfram allt var nákvæmni og reglufesta eins og títt er um fólk sem elst upp í ríkjum Mið-Evr- ópu. Hún skipulagði hlutina út í ystu æsar, hvort sem var í stóru eða smáu. Þá hafði hún ríka réttlætiskennd og samkennd með þeim sem minna máttu sín, hvort sem það voru menn eða málleysingjar. Þetta kom ekki síst fram í samskiptum hennar við barnabörnin, sem hún sífellt studdi á ýmsa lund en reyndi alltaf að tryggja að enginn bæri skarðan hlut frá borði. Síðustu árin hrakaði heilsu Maggíar smám saman. Það breytti þó ekki því að lífskraft- urinn var alltaf sá sami. Hún hafði alltaf eitthvað á prjónun- um, lengi vel voru þau Halli dugleg að ferðast víðs vegar um heim, en eftir að heilsan leyfði það ekki lengur tók við baráttan við að ná heilsu á ný. Hún gafst aldrei upp. Ég kynntist Maggí ekki fyrr en hún var komin um sjötugt. Þá var hún við góða heilsu og þau hjónin ferðuðust enn mikið. Hún tók þessum nýja tengdasyni af- skaplega vel og reyndist betri en enginn þegar mikið lá við. Að lokum þakka ég fyrir kynni mín af Maggí og votta Halla og öllu hennar fólki dýpstu samúð. Steingrímur Steinþórsson. Ég vil með nokkrum orðum minnast Maggíar, tengda- mömmu og vinar. Ég kynntist henni þegar við Edda byrjuðum saman 1973. Hún var skemmti- leg dugnaðarkona, sem alltaf kom mér í gott skap, nema þeg- ar hún skammaði mig fyrir draslið mitt í bílskúrnum. En hún var mjög skipulögð og vildi hafa reglu á hlutunum. Ég minnist allra skemmtilegu veislnanna sem hún hélt, af hin- um ýmsu tilefnum. Þá sérstak- lega brúðkaupsveislunnar okkar Eddu, sem hún útbjó að mestu sjálf og hélt heima hjá sér á Sjávarborg. Mikið var líka gott að koma til hennar í garðinn, spjalla saman á sólpallinum og hlusta á hana segja frá sinni miklu lífsreynslu á sinni sér- stöku íslensku. Maggí var alltaf til staðar fyrir okkur, þegar á þurfti að halda, bæði í orðum og verki. Hún var mikill mann- og dýravinur og fannst mér allir vera jafnir fyrir henni. Hundar voru henni mjög elskir og átti hún nokkra um ævina. Hún átti alltaf til mjólkurkex, sem ein- göngu var ætlað hundum, sem heimsóttu hana reglulega. Síð- ustu ár voru henni oft erfið vegna ýmissa líkamlegra veik- inda, vegna þess að þá gat hún ekki framkvæmt það sem hug- urinn stóð til. Viðkvæðið hjá henni var þá iðulega „ég skal“ og uppgjöf gagnvart erfiðleikum var henni ekki að skapi. Ég kveð einstaka manneskju með þakklæti og geymi góðar minningar um hana í hjarta mínu. Björn Hansen. Margrit Árnason Sólskin – tré far- in að laufgast – dagurinn er 16. maí 1981, dagurinn sem ég flutti til Dísu og Hannesar að Varmalandi. Skrýtnir tímar – barn sem kom úr umhverfi þar sem var engin regla, var sett inn í regluverkið hennar Dísu. Alltaf matur, heit- ur matur, hrein föt, smurt heimabakað brauð með tómat og agúrku. Ilmur af sandköku að bakast, vöfflur, bestar með smjöri og það lét Dísa eftir mér. Ég var rétt að verða níu ára þegar ég var send í fóstur til Dísu og Hannesar ásamt tví- burabróður mínum, þetta voru mikil þáttaskil í lífi lítillar stelpu sem var í uppreisn við heiminn og flest fullorðið fólk, stelpu sem treysti ekki þessu fullorðna fólki. Dísa tókst á við mig eins og flest verkefni sem hún tókst á við, með langlundargeði. Sjálf- sagt hefur hún oft verið við það að missa þolinmæðina, því svo sannarlega reyndi ég á hana, en alltaf hélt hún ró sinni. Þegar ég rifja upp minning- arnar af dvöl minni hjá Dísu man ég eftir henni í eldhúsinu að Herdís Árnadóttir ✝ Herdís Árna-dóttir fæddist 14. febrúar 1933. Hún lést 30. júlí 2014. Útför hennar fór fram 8. ágúst 2014. bardúsa og sitjandi við gluggann uppi í herberginu hans Árna Magnúsar að prjóna fallegu vett- lingana með kað- laprjóni og perlupr- jóninu sem eru fallegustu vettling- ar sem ég hef átt og þeir einu sem pöss- uðu alltaf á mig! Seinna meir prjón- aði hún sams konar vettlinga á öll börnin mín. Þau voru aldrei vettlingalaus meðan Dísa prjón- aði. Dísa gat verið ströng en aldrei var vandamál að fylla hús- ið af krökkum á öllum aldri. Við systkinin lögðum undir okkur stóra fallega svefnherbergið hennar þar sem hún saumaði á okkur buxur við peysurnar sem hún prjónaði á okkur. Herberg- inu var reglulega breytt í playmo-land þar sem voru nokkrir bóndabæir og eldspýtur eða tannstönglar notaðir í vega- gerð um allt svo Dísa þurfti að tipla á tánum til að komast uppí rúm. Aldrei eyðilagði hún borg- irnar okkar eða sveitirnar. Við Dísa tókumst á, ég átti það til að vera ókurteis og við vorum oft ósammála en Dísa var ekki langrækin, hún var farin að grínast og jafnvel baka áður en ég jafnaði mig. Hún var þekkt fyrir fallega rithönd og ég man eftir að hafa setið og horft á hana með aðdáun skrifa innan í afmæliskort fyrir fjölda fólks. Dísa var einstaklega greiðvikin og neitaði engum um neitt, blíð og sanngjörn. Ekki kunni ég alltaf að meta hana að verðleik- um en sem betur fer þroskaðist uppreisnarseggurinn og þegar ég lít yfir lífið mitt er Dísa alltaf þar. Dísa var amma barnanna minna og það var alltaf spenn- andi að fara til ömmu Dísu, þau fengu alltaf eitthvað gott þar og svo teiknaði hún upp hendur og fætur þeirra reglulega til að hafa stærðirnar alltaf réttar! Elsku Hannes, þakka ykkur fyrir allt, takk fyrir að taka mig að ykkur og vera mér skjól þeg- ar ég þurfti skjól fyrir vindum lífsins sem lítil stelpa. Í dag vil ég heiðra og blessa minningu Herdísar Árnadóttur. Erla Björk Skagfjörð Bergsdóttir. Elsku Dísa. Þú sem alltaf varst svo góð við mig. Þið Hannes tókuð alltaf hlýlega á móti okkur Svövu syst- ur og í mínum huga voruð þið meira eins og amma og afi okk- ar. Til þín byrjuðum við að koma mjög litlar og eftir því sem ég stækkaði urðu dagarnir og næt- urnar sem þið pössuðu okkur fleiri. Með þér gat ég dundað mér tímunum saman. Ég fékk að njóta þess að fá að baka, föndra, teikna, sauma, skoða útsaums- bækurnar þínar og skapa það sem hugmyndir mínar stóðu til hverju sinni. Þú saumaðir föt fyrir dúkkurnar mínar og margt fleira eftir fyrirskipunum frá litlu og ákveðnu rauðhærðu vin- konu þinni! Ég undraði mig samt alltaf á því hvað þú hafðir oft frá miklu að segja og þá sér- staklega þegar þú settist við símaborðið með skærbleika varalitinn á vörunum, tókst upp tólið og byrjaðir að hringja. Húsið ykkar varð mitt annað heimili líkt og hjá mörgum öðr- um. Heitur hádegismatur og eld- húsborðið alltaf fullt af fasta- gestum, oft einstaklingum sem komu frá fjarlægum löndum. Ég gat alltaf verið viss um að það yrði vel tekið á móti mér líkt og öðrum með kökum og kakómalti. Jafvel þegar ég og vinkona mín skrópuðum í tölvutímum á fimmtudagsmorgnum þá vissi ég að eina manneskjan sem myndi ekki spyrja of margra spurninga værir þú, Dísa, og þú bauðst okkur að sjálfsögðu inn í eldhús. Minning mín um þig mun allt- af eiga einstakan þátt í hjarta mínu. Þegar ég hugsa um þig fara bragðlaukarnir á flug því ilm- urinn af kökunum og nýbakaða brauðinu þínu á sér engu líkt. Hjá ykkur á Varmalandi lærði ég að kunna að vera þolinmóð og umhyggjusöm við bæði menn og dýr þó að margt þroskist hægt og rólega. Takk fyrir mig, elsku Dísa mín. Ég lofa að koma með bleik- ar rósir til þín við tækifæri en kveð þig nú með því að skarta mig með skærbleikum varalit í útlandinu í dag – alveg eins og þú! Þín Edda Katrín. ✝ Guðmundur S.Jónsson fædd- ist 2. október 1938 í Reykjavík. Hann lést 3. ágúst 2014. Faðir: Jón Trausti Gunn- arsson, bifreið- arstjóri í Reykja- vík, f. 17. júlí 1915. Foreldrar: Gunnar Jónsson, verkamaður í Reykjavík, f. 29. júlí 1872, d. 8. júlí 1921, og k.h. Valdi- maría Helga Jónsdóttir, hús- freyja, f. 3. mars 1882, d. 13. desember 1963. Móðir: Krist- jana Fjóla Guðmundsdóttir, húsfreyja í Reykjavík, f. 1. desember 1918, d. 15. desem- ber 1992. Foreldrar: Guð- mundur Ólafsson, verkamaður í Reykjavík, f. 14. október 1894, d. 23. júní 1929, og k.h. Guðríður Nikólína Jónsdóttir, húsfreyja, f. 14. ágúst 1894, d. 12. desember 1967. Nám: Stúdent frá MR 1958. Útskrifaðist sem eðlisfræð- ingur með Diplom-Haupt frá Georg-August-Universität í Göttingen í Þýskalandi 1965. Útskrifaðist cand.med. frá læknadeild Háskóla Íslands 1979 og fékk almennt lækn- ingaleyfi 1981. Guðmundur starfaði sem geislaeðlisfræðingur á Land- spítalanum og síðar sem for- stöðumaður Geislavarna rík- isins 1970-81. Hann var forstöðumaður eðlisfræði- og tæknideildar Landspítalans frá 1970-88. Þá var Guð- mundur yfirlæknir í klínískri eðlisfræði á Landspítalanum. Kennslustörf: Dós- ent í lækn- isfræðilegri eðl- isfræði og forstöðumaður kennslugrein- arinnar frá 1972 ásamt stunda- kennslu í Háskóla Íslands, Tækni- skóla Íslands og Röntgen- tæknaskóla Ís- lands. Þá sat Guðmundur í stjórn Krabbameinsfélags Ís- lands frá 1970-80 ásamt öðr- um félagsstörfum í Háskóla Ís- lands. Hinn 20. október 1962 kvæntist Guðmundur Sigríði Ingvarsdóttur, f. 12. ágúst 1938, kennarapróf frá KÍ. 1961, kennari og versl- unarmaður við eigið fyrirtæki. Foreldrar: Ingvar Kjart- ansson, forstjóri í Reykjavík, f. 8. janúar 1910, d. 29. apríl 1990, og k.h. Hrefna Matthías- dóttir, húsfreyja, f.20. október 1909, d. 17. mars 1987. Börn þeirra: 1) Hrefna, f. 13. maí 1964, stjórnmálafræðingur. Maki: Jens Páll Hafsteinsson, f. 18. desember 1969, raf- magnsverkfræðingur. Börn þeirra: Sólbjört Ósk, Sigríður Brynja, Hulda María og Ást- rós. 2) Ingvar, f. 3. desember 1968, rafmagnsverkfræðingur. Maki: Rut Steinsen, f. 14. maí 1977, viðskiptafræðingur. Börn þeirra: Alex Orri og Guðmundur Halldór. Jarðarför Guðmundar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 12. ágúst 2014, og hefst at- höfnin kl. 13. Látinn er í Reykjavík Guð- mundur Sveinbjörn Jónsson, læknir og eðlisfræðingur, á 76. aldursári. Það var fátt sem vafðist fyrir honum Guðmundi á öndverðri ævi enda var hann góðum gáf- um gæddur og hafði einstæða hæfileika til að umgangast aðra og kynnast fólki. Hann var um- burðarlyndur og varfærinn, yf- irvegaður og hjálpfús; trúr fjöl- skyldu sinni og vinum. Hann var hvers manns hugljúfi, er honum kynntust. Hann hafði ríka kímnigáfu og góða frá- sagnarhæfileika. Hann var fríð- leiksmaður svo mörg ungmeyj- an kiknaði í hnjáliðum við það eitt að hann deplaði auga á sín- um yngri árum. Hann var á all- an hátt hinn bezti drengur. Náms- og starfsferill Guð- mundar er líka óvenju glæstur. Hann nam eðlisfræði í Gött- ingen í Þýzkalandi og vafðist það ekki fyrir honum. Að loknu námi þar hóf hann störf á Landspítala í sínu fagi og kom þar einkum að geisla- vörnum og geislalækningum. Samhliða starfi sínu gerði hann sér lítið fyrir og nam lækn- isfræði við Háskóla Íslands. Starfaði hann síðan á þeim vettvangi allan sinn starfsferil á meðan kraftar entust. Það voru grimm örlög, sem búin voru jafn vönduðum dreng enda fara örlögin ekki í mann- greinaálit. Á miðri ævi kenndi hann sér meins, er í fyrstu var ekki auðgreint, en um síðir kom í ljós að um Parkinsonsjúkdóm- inn var að ræða. Sjúkdóminn bar hann með stakri reisn og sinnti störfum sínum á meðan þess var kostur. Um síðir varð honum erfitt um mál þannig að hann átti erf- itt með að tjá sig. Fylgikvillar komu í kjölfarið, sem skertu hreyfigetu hans Líklega hefur vitundin og skilningurinn alltaf verið vak- andi. Andlátið var honum líkn og lausn frá langvarandi þján- ingum. Það er mér mikill heiður og sérstök forréttindi að hafa kynnst Guðmundi á námsárum í menntaskóla og háskóla. Í Guðmundi bjó einlægur vinur og stök hjálparhella. Það er ljúft að minnast hans þannig. Umhyggja eiginkonu og fjöl- skyldu á erfiðum tímum ljómar í huga mér eins og fegursta sól- arlag. Blessuð sé minning Guð- mundar S. Jónssonar. Sverrir Ólafsson. Guðmundur S. Jónsson Að skrifa minningagrein Ekkert gjald er tekið fyrir birtingu minningagreina. Þær eru einnig birtar á www.mbl.is/minningar. Skilafrestur minningagreina er á hádegi tveimur virkum dögum fyrir útfarardag, en á föstudegi vegna greina til birtingar á mánudag og þriðjudag. Fjöldi greina í blaðinu á útfarardag ræðst af stærð blaðsins hverju sinni en leitast er við að birta allar greinar svo fljótt sem auðið er. Hámarkslengd minningagreina er 3.000 tölvuslög með bilum. Lengri greinar eru vistaðar á vefnum, þar sem þær eru öllum opnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.