Morgunblaðið - 12.08.2014, Page 15

Morgunblaðið - 12.08.2014, Page 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 2014 Kristján Jónsson kjon@mbl.is Íslendingar né Færeyingar eru af einhverjum ástæðum ekki á lista Rússa yfir þjóðir sem nú er bannað að flytja inn matvæli. Hér heima hafa menn lýst áhuga á að nýta sér glufuna og Færeyingar fagna ákaft. Þar að auki fá þeir eftir nokkra daga aftur aðgang að síldar- og makrílmörkuð- um ESB eftir að hafa sætt refsingu sambandsins vegna deilna um veiði- kvóta. „Eftir að ESB lokaði sínum mörk- uðum fyrir okkur hefur Rússland ver- ið upphaf og endir alls í síldarútflutn- ingi okkar,“ segir Atli Simonsen, talsmaður North Pelagic, stórfyrir- tækis í sjávarútvegi í Færeyjum. „Nú lítur út fyrir að við fáum að halda Rússlandi og um leið opnist ESB- markaðirnir.“ En ljóst er að ekkert hindrar Rússa í að bæta Færeyjum og Íslandi við síðar og Simonsen segir því ekkert tryggt í þessum efnum. Norðmenn hafa selt Rússum mikið af laxi en einnig nokkuð af síld og makríl, hins vegar lítið af þorski. Bandaríkin eru stærsti markaður fyr- ir eldislax í heimi og bent er á að þar sé hægt að auka mjög söluna. Norges Sjømatråd er stofnun sem m.a. annast markaðskannanir fyrir norsk fisksölufyrirtæki. Fram- kvæmdastjórinn, Terje E. Martinus- sen, segir á heimasíðu stofnunarinnar að vissulega sé um að ræða áskorun. „En norsk sjávarútvegsfyrirtæki hafa langa reynslu af viðskiptahindr- unum í Rússlandi og eru því viðbúin því að slíkar aðstæður geti komið upp,“ segir Martinussen. Nú sé unnið að því að kanna hvaða aðgerða sé hægt að grípa til á mörkuðum til að bæta upp sölutapið. Audun Maråk, yfirmaður Fisk- ebåt, samtaka norskra útgerðar- manna, segir aðspurður í samtali við Morgunblaðið eðlilegt að Íslendingar reyni að nýta sér bannið gegn norsk- um innflutningi til Rússlands. „Það má gera ráð fyrir að Ísland og Fær- eyjar reyni að hlaupa í skarðið. Ég sé ekkert siðferðislega rangt við að nota tækifærið.“ Rússar hafi á síðustu árum keypt um 20% af síld sem Norðmenn flytja út. Innflutningsbannið sé mjög óheppilegt en ekki megi þó gera of mikið úr vandanum. „Við verðum að finna aðra markaði fyrir lax og síld,“ segir hann. „En veiðikvótarnir fyrir síld hafa verið skornir mjög niður frá 2013 og það ætti því að vera gerlegt að finna aðra markaði fyrir síldar- framleiðsluna. Hluti hennar mun ef til vill fara um Ísland til Rússlands.“ Vill eðlileg viðskipti við Ísland – Er þá verið að nýta sér smugu? „Nei það er ekki rétt að kalla það smugu, þetta er löglegt,“ svarar Ma- råk og hlær. „Og það gæti verið Ís- landi í hag að kaupa norska síld, þessi leið er fær. Varðandi síldarsölu er ekki um að ræða nein vandamál vegna samninga við Íslendinga. Við deilum við þá um makríl, ekki síld. Hins vegar er ágreiningur við Fær- eyinga um síldina en ekki makrílinn! Vonandi takast samningar. En miklu skiptir fyrir okkur að við- skipti við Ísland og Færeyjar gangi eðlilega fyrir sig. Það væri óheppilegt ef menn létu deilurnar við Rússa hafa áhrif á viðskipti við Ísland og Fær- eyjar. Takist okkur ekki að selja síld- ina sem slíka vonum við að hægt verði að bræða hana í mjöl og lýsi sem auð- vitað gefur af sér lægra verð. Íslend- ingar hafa sýnt áhuga á að kaupa hana og bræða. En vandinn er að norskir síldarútflytjendur hafa samið um að selja ekki Íslendingum bræðslusíld. Við hjá Fiskebåt höfum lengi reynt að fá þessu breytt af því að við viljum að hægt sé að stunda slík viðskipti við Íslendinga, rétt eins og Dani. “ Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Afli Síldveiðar í Grundarfirði í fyrra. Veiðikvótar eru mun minni á þessu ári en 2013. „Ekkert siðferðislega rangt við að nota tækifærið“  Talsmaður norskra útgerðarmanna gagnrýnir ekki Íslendinga fyrir að reyna að auka hlutdeild á rússneskum markaði  Norðmenn útilokaðir vegna refsiaðgerða Terje E. Martinussen Audun Maråk Audun Maråk virtist álíta að Ís- lendingar tækju ekki þátt í refsiað- gerðum ESB og fleiri aðila gegn Rússum vegna Úkraínu. Þess vegna væri Ísland ekki á bannlista Rússa. Fram kemur í yfirlýs- ingu frá Andra Lútherssyni, deild- arstjóra upplýsingamála hjá utanrík- isráðuneytinu, í gær að þetta sé rangt. „Í lok júlí var Íslandi boðið að taka þátt í viðskiptaaðgerðum Evrópu- sambandsins vegna ástandsins í Úkraínu, á grundvelli EES- samningsins,“ segir þar. „Íslensk stjórnvöld tilkynntu þátttöku sína í aðgerðunum að höfðu samráði við ut- anríkismálanefnd Alþingis og var þegar hafist handa við að undirbúa framkvæmd þeirra með sama hætti og meðal annarra ríkja sem tekið höfðu undir refsiaðgerðirnar. Ísland hefur einnig stutt fyrri þvingunar- aðgerðir Evrópusambandsins vegna ástandsins í Úkraínu sem hófust fyrr á árinu eins og m.a. hefur komið fram í fréttatilkynningu frá því í mars. Þvingunaraðgerðir sem þessar varða yfirleitt viðskiptabann, ferða- bann eða frystingu fjármuna. Slíkar takmarkanir varða EES-samninginn sem kveður á um frjálst flæði vöru, þjónustu, fjármagns og fólks innan EES.“ Raktar eru ákveðnar aðgerðir sem þegar hafi verið staðfestar með reglugerð og tekið fram að viðbót- araðgerðir séu í vinnslu. Ísland með í aðgerðum gegn Rússum Gunnar Bragi Sveinsson  Enn óljóst hvers vegna landið er ekki á bannlista í Kreml Norðmenn hafa, eins og Íslend- ingar, valið að taka þátt í viðskipta- legum refsiaðgerðum Evrópusam- bandsins, Bandaríkjanna og fleiri aðila gegn Rússum síðustu mánuði. Alger eining hefur verið um málið á þingi. Børge Brende, utanrík- isráðherra Noregs, gerir ráð fyrir að svo verði áfram þótt Rússar hafi nú gripið til gagnaðgerða sem bitna ekki síst á fiskútflutningi Norð- manna. En áhrifin af refsiaðgerðum ESB verða einnig mikil á norska olíu- sjóðinn, stærsta fjárfestingarsjóð heims. Rætt er um að hann muni ef til vill selja hlutabréf sín í rúss- neskum orkufyrirtækjum. Bent hef- ur verið á það í Noregi að Rússar brjóti gegn ákvæðum Heims- viðskiptastofnunarinar, WTO, með aðgerðum sínum þar sem þær bein- ist gegn ákveðnum ríkjum en séu ekki almennar. Svo geti því farið að Rússland verði rekið úr WTO. Blaðið Fiskaren segir í leiðara að samskipti Rússa og Norðmanna séu afar góð þótt Úkraínudeilan og her- nám Krímskaga hafi varpað skugga á þau. Lokun markaða í Rússlandi sé þó mikið áhyggjuefni. Miklu skipti að harðnandi deilur bindi ekki enda á samstarf um nýtingu auðlinda á norðurhjara, á Barents- hafi og víðar. Ekki hægt að verja aðgerðir Rússa í Úkraínu Bent er á að Norðmenn hafi ekki hætt viðskiptum við nokkur ríki sem hafi hernumið grannþjóðir, dæmi um það sé Marokkó sem lagði undir sig Vestur-Sahara. Blaðið segir þó útilokað að verja eða afsaka gerðir Rússa í Úkraínu. „Noregur á að standa með banda- mönnum okkar í pólitíska þrýst- ingnum á Rússa. Það er líka mikil- vægt að pólitíska þrýstingnum sé fylgt eftir með efnahagslegum að- gerðum sem valda rússnesku valda- klíkunni tjóni. Refsiaðgerðir [af hálfu Rússa] munu valda vandræð- um, líka fyrir norskan sjávarútveg, atvinnugreinin verður að horfast í augu við það en aðgerðirnar mega ekki hafa áhrif á samstarf við Rússa á norðurhjara. Það er engum í hag að nýtt kuldaskeið hefjist í norðri.“ Eining í Noregi um þátttöku í refsiaðgerðunum  Fiskaren segir brýnt að áfram verði gott samstarf Norðmanna við Rússa á Barentshafi Gagnárás » Rússar tilkynntu á fimmtu- dag að þeir hygðust stöðva all- an innflutning á matvælum frá ESB-löndum, Bandaríkjunum, Ástralíu, Kanada og Noregi. » Ljóst er að um gagnárás er að ræða vegna viðskiptarefs- inga sem Vesturveldin hafa beitt Rússa vegna framferðis þeirra í Úkraínu. Græðikremið og tinktúran Rauðsmári og gulmaðra hafa gefist afar vel við sóríasis, exemi og þurrki í húð. Fæst í apótekum, heilsubúðum, Hagkaupsverslunum (Smáralind og Spönginni) og Fjarðarkaupum. Er á Facebook Sóríasis og exem Græðikremið frá Önnu Rósu hefurvirkað mjög vel á sóríasis hjá mér. Ég hef líka tekið inn tinktúruna rauðsmára og gulmöðru í fjóra mánuði og er orðinn mjög góður í húðinni þrátt fyrir töluverða streitu og vinnuálag. – Kristleifur Daðason www.annarosa.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.