Morgunblaðið - 12.08.2014, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.08.2014, Blaðsíða 2
2014 Talsvert minni snjór er á jöklinum nú en í fyrra, sérstaklega norðan við hrygginn sem gengur upp eftir jöklinum og heitir Sker. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Talsverðar breytingar milli ára sjást nú á Eyjafjallajökli. Mynd sem Magnús Kolbeinsson, lögregluþjónn á Selfossi, tók austur í Fljótshlíð 6. ágúst í fyrra og önnur mynd sem blaðamaður Morgunblaðsins tók á svipuðum slóðum þennan sama mán- aðardag, það er á miðvikudag í síð- ustu viku, sýna að miklar snjóbreið- ur eru horfnar og hryggir sem áður voru snævi þaktir eru auðir. „Í stóra samhenginu er ekki hægt að draga neinar ályktanir, þetta get- ur helgast af mjög mörgum breytum svo sem veðráttu,“ sagði Oddur Sig- urðsson, jöklafræðingur hjá Veður- stofu Íslands, í samtali við Morgun- blaðið. Hann bendir á að engar mælingar á breiðum jökulsins hafi verið gerðar og því sé ekkert hand- fast að byggja á. Allt sé þetta þó frekari skoðunar vert. Hvað varðar bráðnum jökulsins staldra sjálfsagt margir við að þetta hljóti að helgast af hlýnun andrúms- lofts. Þeir sem blaðið ræddi við telja þó óvarlegt að hrapa að neinum ályktunum um slíkt. Sömuleiðis verði að hafa í huga að svört aska eftir eldgosið í apríl og maí 2010 flýti fyrir bráðnum. Snjóléttur vetur og milt sumar Einar Sveinbjörnsson, veðurfræð- ingur hjá Veðurvaktinni, bendir á að síðasta sumar, það er 2013, hafi vor- ið verið fremur kalt og hitastig í júlí og ágúst undir meðaltali þessara mánaða sé litið rúman áratug aftur í tímann. Síðasta vetur hafi hins veg- ar verið snjólétt á sunnanverðu há- lendinu og vetrarfyrningar séu því vafalítið minni en stundum áður. Í maí og júní síðastliðnum hafi veðr- átta verið fremur mild og sömuleiðis verið hlýtt nú í júlí. Að öllu þessu samanlögðu sé því eðlilegt hve snjó af jökulísnum hafi tekið hratt upp. „Þetta vitnar kannski ekki um neinar afgerandi breytingar á veðr- áttu, en eigi að síður koma þarna í ásjónu jökulsins fram skemmtileg áraskipti í tíðarfari,“ segir Einar. Ljósmynd/Magnús Kolbeinsson 2013 Svona var Eyjafjallajökull að sjá 6. ágúst í fyrra. Þá var talsverður snjór á jöklinum, enda hafði bráðnun verið hæg á köldu sumri. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Áraskipti í ásjónu jökulsins  Talsvert minni snjór í Eyjafjallajökli en í ágústmánuði í fyrra  Margar breytur geta haft áhrif  Hlýtt í ár og vetrarfyrningarnar minni nú en áður 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 2014 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Rússinn Kirsan Iljúmzhínov vann öruggan sigur gegn landa sínum Garrí Kasparov í forsetakjöri Al- þjóðaskáksambandsins, FIDE. Kjörið fór fram í Tromsö síðdegis í gær og fékk Iljúmzhínov 110 at- kvæði, Kasparov 61 atkvæði. Gunnar Björnsson, forseti Skák- sambands Íslands, studdi Kasparov í kjörinu. Raunar hafa Íslendingar aldrei fylgt Iljúmzhínov að málum. Árið 2010 studdi Skáksamband Ís- lands Anatólí Karpov þegar hann tapaði í forsetakjöri gegn Iljúmzh- ínov og árið 2006 voru Íslendingar á bandi Bessel Kok þegar Iljúmzhínov var endurkjörinn forseti FIDE. Gunnar, sem ræddi símleiðis við Morgunblaðið frá Tromsö, sagði stuðningsmenn Kasparovs hafa ver- ið vonsvikna. „Menn eru svekktir. Menn voru þó búnir að gera sér grein fyrir að Kasparov myndi tapa þessu. Auðvitað veldur það von- brigðum hvað sigurinn er stór.“ Hroki spillir fyrir Kasparov Gunnar segir aðspurður að Ilj- úmzhínov fari langt á miklum per- sónutöfrum og góðu tengslaneti. Þá hafi Iljúmzhínov lagt sitt af mörkum til að sameina skákheiminn eftir sundrungarskeið. „Þótt Kasparov sé sjarmerandi maður og hafi útgeislun þá þykir hann svolítið hrokafullur. Ég held að það sé að einhverju leyti að skemma fyrir honum. Iljúmzhínov hefur gríðarmikla útgeislun og er klókur. Hann virðist ná vel til Afríku- og Asíuríkja. Hann er með afar sterka stöðu meðal ríkja Rómönsku-Amer- íku og náði þokkalegum árangri í Evrópu. Þá ræður Rússland býsna mörgum atkvæðum í gegnum ríki gömlu Sovétríkjanna. Þetta vinnur með Iljúmzhínov,“ sagði Gunnar. Hann rifjar svo upp að Kasparov hafi lofað að bandarískur bakhjarl hans myndi leggja FIDE til 10 millj- ónir bandaríkjadala ef hann ynni. Ilj- úmzhínov hafi gripið þetta á lofti og lofað 20 milljónum dala frá rússnesk- um auðmönnum, ef hann ynni. Bera fé á menn Friðrik Ólafsson, stórmeistari í skák, var forseti FIDE 1978-1982. Hann segir marga fulltrúa skák- sambandanna, sem hafa atkvæðis- rétt í forsetakjörinu, láta einkahags- muni ráða för í atkvæðagreiðslunni. Þeir hagsmunir vegi þyngra en vöxtur og viðgangur skáklistarinnar. „Það er ekkert leyndarmál að það er borið fé á menn. Það er ekkert ný- mæli hjá FIDE undanfarna áratugi að slíkt er gert. Það kemur til dæmis líka fram í því að það er verið að borga ferðir keppnisliða og fulltrúa skáksambandanna á ólympíumót. Þá á ég aðallega við Afríkulöndin. Það var einkum þetta sem Kasparov sak- aði Iljúmzhínov um, að borga ferðir og uppihald fyrir lið frá Afríku, svo þau kæmust á mótsstað. Við erum svolítið bláeygðir við Ís- lendingar. Mér datt aldrei neitt svona í hug þegar ég var í FIDE. Hjá sumum er þetta eðlilegur hluti af því hvernig kaupin gerast á eyr- inni. Menn reka jafnvel upp stór augu ef fundið er að svona fyrir- greiðslu. Ég fann það strax þegar ég var hjá FIDE á sínum tíma að menn voru svolítið að reyna að halda völd- unum, fulltrúarnir, gagnvart skák- mönnunum, að halda þeim dálítið niðri. Það held ég að sé undirrótin að þessu öllu.“ Kasparov réð ekki við refskák Iljúmzhínovs  Umdeildur auðmaður var endurkjörinn forseti FIDE AFP Fyrir kjörið í Tromsö Iljúmzhínov þykir gæddur persónutöfrum. Íslenska karlasveitin gerði 2-2 jafn- tefli við Katar á Ólympíuskákmótinu í Tromsö. Kvennasveitin vann hins vegar stór- sigur, 4-0, gegn úrvalssveit Al- þjóðlegra skák- samtaka blindra og sjón- skertra (IPCA). Hannes Hlíf- ar Stefánsson, Hjörvar Steinn Grét- arsson, Helgi Ólafsson og Þröstur Þórhallsson tefldu gegn Katar en Guðmundur Kjartansson hvíldi. Ís- lenska karlasveitin er með 12 stig af 18 mögulegum en kvennasveitin með 10 stig af 18. Karlasveitin í 27. sæti Karlasveitin er í 27. sæti af 177 og er sú efsta á meðal Norðurlanda- þjóðanna ásamt Norðmönnum. Kín- verjar og Frakkar eru efstir með 15 stig. Veitt er 1 stig fyrir jafntefli, 2 fyrir sigur. Íslenska kvennasveitin er í 55. sæti en Rússar eru þar efstir með 18 stig. Lenka Ptáèníková, Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir, Tinna Kristín Finnbogadóttir og Jóhanna Björg Jóhannsdóttir tefldu fyrir íslensku kvennasveitina í gær en Elsa María Kristínardóttir hvíldi. Misjafnt gengi í Tromsö  Stórsigur hjá skáksveit kvenna Brynjólfur Þorkelsson Framkvæmdastjóri binni@remax.is Sylvía GWalthersdóttir Löggiltur fasteignasali sylvia@remax.is „...Virkilega vönduð, lipur og góð þjónusta“ Við vorum í söluhugleiðingum og var okkur bent á að fá RE/MAX, Alpha, til að sjá um söluna. Við sjáum ekki eftir því! Þau sáu um allan pakkann fyrir okkur. Íbúðin var seld á þremur dögum og sáu þau um allt sem snýr að sölunni. Einnig aðstoðu þau okkur við kaup á nýju fasteigninni. Virkilega vönduð, lipur og góð þjónusta, allt sem var sagt stóðst og er því auðvelt að mæla með RE/MAX, Alpha. Kv. Áslaug og Benni 820 8080 Hringdu núna ogpantaðu frítt söluverðmat Síðasti dagur strandveiða á svæði A, frá Arnarstapa að Súðavík, er í dag og á morgun er síðasti veiðidagur á svæði B, frá Norðurfirði til Greni- víkur, og svæði C, frá Húsavík til Djúpavogs. Eftir morgundaginn verða strandveiðar aðeins heimilar á Svæði D, frá Hornafirði til Borg- arness. Þar hafa rúmlega 120 bátar róið samkvæmt reglum um strand- veiðar í sumar, en alls hafa um 650 bátar fengið leyfi til veiðanna frá Fiskistofu. Samkvæmt reglum um strand- veiðar er í maí, júní, júlí og ágúst, að fengnu leyfi Fiskistofu, heimilt að veiða á handfæri allt að 8.600 lestir samtals af óslægðum botnfiski. Afl- inn reiknast ekki til aflamarks eða krókaaflamarks. Strandveiðum að ljúka á þremur veiðisvæðum Morgunblaðið/Ómar Strandveiðar Landað í Hafnarfirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.