Morgunblaðið - 12.08.2014, Page 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 2014
✝ Jón ValgeirGíslason fædd-
ist í Borgarnesi 27.
janúar 1959. Hann
lést á gjörgæslu-
deild Landspít-
alans við Hring-
braut 25. júlí 2014.
Foreldrar Jóns
voru Gísli Bjarna-
son, bifvélavirki og
farmaður, f. 15.
september 1933, d.
1. febrúar 2003 og kona hans
Málfríður Sigurðardóttir,
húsfrú og starfsmaður í heima-
aðhlynningu í Borgarnesi, f. 12.
mars 1935, d. 2. ágúst 1988.
Systkini Jóns eru a) Sigurður
Valur, f. 7. ágúst 1954, b)
Gunnþórunn Birna, f. 7. desem-
1984, sambýlismaður hennar er
Gunnar Þórisson, f. 1. mars
1980, þeirra dóttir er Birna
Björg, f. 28. febrúar 2008, b)
Björn Þórð, f. 14. nóvember
1986.
Jón ólst upp á holtinu í Borg-
arnesi og gekk í grunnskóla
Borgarness, hann var tvo vetur
í Héraðsskólanum í Reykholti,
þá stundaði hann einnig nám í
Fjölbrautaskólanum í Breið-
holti. Árið 1991 útskrifaðist Jón
með BSc gráðu í rekstr-
arhagfræði frá Florida Insti-
tute of Technology. Jón rak sitt
eigið fyrirtæki sem fékkst við
fjármála- og rekstrarráðgjöf,
reikningsskil og kennslu. Hann
stofnaði einnig og rak fisk-
útflutningsfyrirtæki. Jón var
virkur félagi í Rótaryklúbbnum
í Grafarvogi í Reykjavík sem
og íbúasamtökum Grafarvogs.
Útför Jóns Valgeirs verður
gerð frá Grafarvogskirkju í
dag, 12. ágúst 2014, og hefst at-
höfnin kl. 13.
ber 1957, maki
Ólafur Waage, f. 9.
janúar 1958, c) Elí-
as Bjarni, f. 25.
janúar 1962, maki
Halla Margrét
Tryggvadóttir, f.
18 ágúst 1963,
Magnús Þorkell, f.
16. janúar 1969,
maki Rósa Rögn-
valdsdóttir, f. 23.
júlí 1963.
Unnusta Jóns var Brynja
Guðmundsdóttir, f. 28. sept-
ember 1957. Barnsmóðir Jóns
og fyrrverandi sambýliskona er
Guðbjörg Björnsdóttir, f. 1.
desember 1961. Jón og Guð-
björg eignuðust tvö börn, a)
Berglindi Eygló, f. 19. maí
Að fá að kynnast þér var mín
gæfa, að upplifa hamingjuna og
gleðina með þér. En af hverju
fengum við ekki lengri tíma? Þar
er fátt um svör. Fullt af plönum
sem aldrei verða.
Okkur þótti svo margt
skemmtilegt, að ganga á fjöll, að
rölta í bæinn og kíkja við í bóka-
búð.
Þú varst lífsnautnamaðurinn
minn, hvað er betra en djass,
blús, góður matur, sushi og góðir
vinir.
Ég fór með þig í leikhús, þú
með mig á tónleika. Já, við ætl-
uðum að leika okkur.
Við ræddum margt um lífið og
tilveruna, um börnin okkar, hvað
við værum rík að eiga þessar
góðu manneskjur.
Hressilegi hláturinn, Jón með
gítarinn, ég með prjónana,
snyrtipinninn og ástin mín. Að
vera „skottan“ þín var bara svo
gott.
Jón að koma úr sundi, Jón að
grilla og fá sér púrt eða rautt
segja sögur.
Það er svo margt sem ber að
þakka og svo mikils að sakna.
Elsku Berglind, Gunni, Björn
og Birna Björg afastelpa, guð
styrki ykkur á lífsins leið. Öllum
ástvinum Jóns Valgeirs óska ég
þess sama. Hann sagði alltaf, ég
þekki bara gott fólk. Stelpurnar
mínar litlu sakna líka Jóns.
Reynum að lifa lífinu eins og
hann hefði viljað.
Takk fyrir allt frá mér og mín-
um.
Þín
Brynja.
Lengi hef ég vitað hve ynd-
islega góðan föður lífið gaf mér.
„Við gætum ekki án þín verið.“
Þessi orð skrifaði ég í síðasta
jólakortinu til elsku pabba míns,
og meinti hvert orð, þó ég neyð-
ist nú til að afsanna þau. Pabbi
setti sterkan svip á hversdaginn
sem nú er orðinn fátæklegri og
einmanalegri. Mörg ár eru síðan
pabbi sagði við mig að hann yrði
alltaf besti vinur minn og ég hef
aldrei efast. Hann hefur sjálfsagt
ekki heldur þurft að efast um
endurgoldna ástina þó ég hafi
sjaldan haft mörg orð um hana.
Afar tíð símtöl og löng samtöl
um lífið og tilveruna gætu hafa
gefið honum vísbendingu um að
mér þætti hann meira en ágæt-
ur. Ég hef líka alltaf sótt mikið í
hans félagsskap og á fjársjóð af
minningum af ferðalögum, tón-
leikum, sjónvarpsglápi og spjalli.
Mikið er ég þakklát fyrir að hafa
átt pabba sem var skemmtilegur,
góðhjartaður, klár og í alla staði
góð fyrirmynd.
Alla tíð veitti hann okkur syst-
kinunum ómælda athygli og
hann var alltaf örlátur á tímann
sinn. Síðustu sex árin hefur
Birna Björg, dóttir mín, fengið
að njóta sín sem „litla stelpan
hans afa“ og vel er hægt að
heyra á máli hennar hve miklum
tíma þau vörðu saman.
Síðan pabbi féll frá hef ég
fundið fyrir mikilli nálægð við
hann. Ég heyri hláturinn hans,
sé hann fyrir mér með gítarinn í
sófanum og ég veit hvað honum
fyndist um hitt og þetta. Senni-
lega væri sorgin án nálægðarinn-
ar of þungbær fyrir mig. Raun-
veruleikinn of endanlegur. Ég er
kannski orðin þrítug og það sem
kallað er fullorðin, en í augna-
blikinu er ég bara fjögurra ára
að læra fyrstu sundtökin hjá
pabba. Ég er líka sjö ára í hlát-
urskasti ásamt litla bróður á
meðan pabbi hossast með okkur
á hnjánum og ég er sextán ára
pirraður unglingur sem þarf að-
stoð frá fáheyrilega þolinmóðum
föður með algebruna. Ég vil bara
fá pabba minn.
Berglind Eygló.
Skyndilega ertu farinn.
Hversu óvænt og óendanlega
sorglegt það er. Með fáum og fá-
tæklegum orðum kveð ég þig,
þakklát fyrir svo margar góðar
stundir og samveru í fjöldamörg
ár. Þakklátust er ég fyrir börnin
okkar, Berglindi Eygló og Björn
Þórð, og sólskríkjuna Birnu
Björgu. Nú eiga þau erfitt og þú
ert ekki hér til að hugga og fá
þau til að brosa í gegn um tárin.
Allar góðu minningarnar þeirra
kalla fram eftirsjá og söknuð í
skugga sárrar sorgar. Það er ör-
lítil huggun að vita að þessar
minningar munu líka síðar ná að
gera söknuðinn ljúfsáran og
varpa gleðibjarma á minningu
þína.
Þú varst stoð og þú varst
stytta, bjargið sem allir gátu
stutt sig við. Margir sakna þín,
þíns félagsskapar, þinnar upp-
örvandi nærveru og einstöku
hlýju. Ég trúi því að þú haldir
áfram að hlúa að þeim sem þér
þykir vænt um. Brynju, unnustu
þinni, votta ég innilega samúð og
þakka fyrir hennar væntum-
þykju og stuðning við Berglindi,
Gunna, Björn og Birnu Björgu.
Guðbjörg Björnsdóttir.
Hlý og traust hönd er það
fyrsta sem mér flýgur í hug þeg-
ar ég minnist kærs bróður sem
fallinn er frá langt um aldur
fram. Við vorum fimm systkinin
sem ólumst upp á holtinu í Borg-
arnesi. Jón var þremur árum
eldri en ég og því kom það í hans
hlut að leiða sér yngri bróður
þegar farið var út með krökk-
unum á holtinu fyrstu árin mín.
Þegar ég var aðeins farinn að
stálpast fékk ég að liðsinna og
fylgjast stoltur með þessari fyr-
irmynd minni þegar hann smíð-
aði sér kassabíl, já og árabát
þegar hann var rétt tæplega
fermdur. Jón var einkar hand-
laginn og vandvirkur, það má
meðal annars sjá á heimili hans
en þar dundaði hann sér við
smíðar, flísalagnir o.fl. af þolin-
mæði, smekkvísi og vandvirkni.
Frá unglingsárum daðraði Jón
við tónlistargyðjuna, einkum í
formi gítarspils, seinni árin þá
ágerðist þetta daður og fór hann
þá einnig að fikta við fleiri hljóð-
færi. Gítarinn var samt alltaf
hans hljóðfæri enda náðu þeir vel
saman og dunduðu sér mörg
kvöldin hvor í návist annars. Þá
höfðaði hin listagyðjan ekki síður
til Jóns, þ.e. sú sem kennd er við
mat og vín, þar var hann einnig í
essinu sínu og sagði gjarnan í
löngu máli frá þeim réttum sem
hann eldaði og framreiddi sem
og hvaðan vínin komu.
Sl. tuttugu ár þá bjuggum við
bræður hvor í sínum landshlut-
anum og eðlilega minnkuðu
nokkuð okkar samskipti. En
seinni árin var okkar samveru-
stundum farið að fjölga og þær
eru ófáar næturnar sem ég í mín-
um vinnuferðum, synir mínir í
íþróttaferðum eða fjölskyldan öll
höfum gist hjá Jóni í Neshömr-
unum. Þá kom Jón fyrir þremur
árum síðan inn í gönguhópinn
Vaddúdí sem ég hef tilheyrt í
rúman áratug, þar kom gítar-
kunnáttan sér vel. Jón átti ein-
mitt að vera í okkar árlegu ferð í
júlí sl. þegar hann þurfti í aðgerð
sem síðar leiddi til ótímabærs
andláts hans.
Það er sárt að sjá á eftir góð-
um bróður og félaga og fylgja til
grafar svona langt um aldur
fram. Enn sárara er það þó fyrir
Berglindi, Björn, Gunnar, Birnu
og Brynju, því framtíðin var
þeirra með ástríkum föður,
tengdaföður, afa og unnusta.
Fjölskyldan Brekkusíðu 12,
Akureyri, þakkar kærum vin fyr-
ir ánægjulega en alltof stutta
samfylgd.
Elías Bj. Gíslason.
Það er með söknuði og eftirsjá
sem við kveðjum félaga okkar og
vin, Jón Valgeir Gíslason, sem
féll frá langt fyrir aldur fram eft-
ir stutta sjúkrahúslegu. Jón var
félagslyndur með afbrigðum,
skemmtilegur og höfðingi heim
að sækja. Það voru ófáar stund-
irnar sem við áttum saman að
ræða málin og spjalla um lands-
ins gagn og nauðsynjar en Jón
var vel að sér um allt sem snerti
samfélagið og fólkið í landinu.
Hann var orðvandur en óspar á
góð ráð og ávallt reiðubúinn að
hjálpa og leiðbeina vinum sínum
og vandamönnum ef þannig stóð
á. Mörg leituðum við til hans og
sóttumst eftir félagskap hans og
nærveru. Það lék allt höndunum
á Jóni hvort heldur það var gít-
arinn, bassinn eða saxófónninn
en Jón var mikill djass- og blús-
aðdáandi og spilaði stundum fyr-
ir okkur brot af því besta. Þá var
innlifun hans og útgeislun full af
gleði og ánægju og það hreif
okkur hin. Við fórum stundum
saman, félagarnir, á tónleika eða
út að borða og létum við Jón
ávallt skipuleggja viðburðinn.
Hann hafði nefnilega sértakt
auga fyrir litlu hlutunum sem
gefa slíkum gæðastundum aðra
merkingu og upplifun. Jón fór
mikið í sund og naut þess að
synda eftir erilsaman dag og
slaka svo á í pottinum á eftir.
Þegar maður hitti hann, kannski
fyrir tilviljun, á sundlaugarbakk-
anum, fannst manni eins og nýr
skemmtilegur dagur væri byrj-
aður en svo þægileg var nærvera
hans. Nú hefur góður drengur
gengið sinn veg og við félagarnir
getum vart tára bundist og biðj-
um guð að geyma hann. Vertu
sæll, kæri, kæri vinur.
Kristján Óskarsson,
Magnús Magnússon og
Eiríkur Þorsteinsson.
Elskulegi vinur okkar, Jón.
Mikið finnast okkur örlög þín sár
og ósanngjörn. Við teljum okkur
ekki vera að ýkja þegar við titl-
um þig okkar allra besta fjöl-
skylduvin, búin að þekkja þig
síðan við munum eftir okkur og
höfum náð að kynnast þér vel á
jafningjagrundvelli síðustu ár.
Okkur finnst þú einn góðhjart-
aðasti, skemmtilegasti og indæl-
asti maður sem við höfum komist
í tæri við og skyndilegur missir
að þér er þyngri en tárum taki.
Það er mikil fyrirmynd í mönn-
um eins og þér, jákvæðni, húm-
or, léttleiki, góðsemd, herra-
mennska og velvilji – allt þetta
og meira til skein af þér langar
leiðir. Samræður við þig voru
ávallt gefandi og alltaf varst þú
svo áhugasamur og mikill stuðn-
ingsmaður okkar. Þú varst búinn
að bjóða okkur í grill til þín í
sumar þegar við kæmum til
landsins en nú þegar við erum
loks á landinu þá erum við ekki á
leið í gómsætt grill á hlýja heim-
ili þínu heldur á leið í jarðarför-
ina þína. Óskiljanlegt. Við mun-
um aldrei gleyma þér, elsku
besti Jón, og við verðum ævin-
lega þakklát fyrir vináttu þína,
hjartahlýju og ráðleggingar.
Elsku Berglind, Björn, Brynja
og fjölskylda Jóns, við höfum
mikið hugsað til ykkar og send-
um ykkur okkar dýpstu samúð-
arkveðjur. Einnig samhryggj-
umst við Edda, pabba okkar,
sem líka hefur mikið misst og
mun nú jarðsyngja sinn nánasta
vin.
Elísa, Ingólfur og Sigurjón
Eðvarðsbörn.
Okkur langar með nokkrum
orðum að kveðja góðan vin og fé-
laga. Það var okkur harmafregn
þegar við fréttum að Jón væri
farinn, langt fyrir aldur fram.
Hann hafði snarast hress og kát-
ur inn um garðdyrnar hjá okkur
í pönnukökur nokkrum dögum
áður en hann fór í aðgerð. Þegar
við töluðum um aðgerðina svar-
aði hann af æðruleysi : Þetta er
bara verkefni sem þarf að leysa.
Kunningsskapur okkar Jóns
hófst í Grafarvogslauginni og
urðum við góðir vinir. Höfðum
svipuð áhugamál bæði í leik og
starfi. Fórum í ógleymanlega
veiðiferð í Vatnsdalsána í vor.
Ræddum oft um pólitík og mál-
efni Grafarvogs sem voru honum
hugleikin. Mörgum kvöldunum
eyddum við saman, fengum okk-
ur gott að borða og að sjálfsögðu
rauðvínstár með. Jón var sælkeri
og fagurkeri og var höfðingi
heim að sækja. Naut hann sín í
heita pottinum þegar hann fór að
segja félögunum frá því hvert
hann væri að fara að borða eða
lýsa því hvað hann hefði fengið
að borða um síðustu helgi.
Farinn er góður drengur sem
var hvers manns hugljúfi. Hann
hugsaði vel um fjölskyldu og vini
og sérstaklega var honum ljúft
að tala um barnabarnið. Við vott-
um aðstandendum okkar dýpstu
samúð á þessari sorgarstundu.
Karl Ottó og Sigurósk.
Okkar kæri félagi, Jón Val-
geir, kvaddi okkur snöggt og
óvænt. Þetta er mikil sorg fyrir
okkur sem þekktum þennan frá-
bæra dreng og mikill missir fyrir
fjölskyldu hans og vini.
Jón Valgeir var sérstaklega
ljúfur og skemmtilegur félagi og
gerði mikið fyrir Rótarý-hópinn
okkar sem hittist reglulega í
Grafarvogskirkju. Kímni hans og
ljúf nærvera gerði okkur öllum
gott og minnumst við hans með
mikilli hlýju. Þótt einungis séu
um þrjú ár síðan Jón Valgeir
gekk til liðs við hópinn okkar
náði hann að hafa mikil áhrif á
félagsstarfið enda snarlega skip-
aður formaður skemmtinefndar.
Því starfi gegndi hann með mik-
illi prýði síðustu tvö árin og stóð
fyrir mörgum og skemmtilegum
uppákomum. Með ljúfmennsku
og góðvild náði hann að virkja
okkur hin með sér á einstakan
hátt.
Sú stutta stund sem vinskapur
varir minnir okkur á hversu mik-
ils virði það er þegar okkur auðn-
ast samvera góðs drengs og vin-
ar sem Jón Valgeir var okkur
öllum í hópnum.
Slíkan félaga og annað eins
vinarþel er ekki sjálfgefið að reki
á okkar fjörur og það þarf að
rækta með hlýhug svo öllum
verði sú gæfa sem slíkur vin-
skapur getur skapað. Að halda
fast í slíkan vinskap og gleðjast
þegar færi gefst og styðja og
styrkja ef okkur auðnast, er okk-
ur mikilvægt.
Söknuðurinn er mikill á meðal
okkar Rótarýfélaga og er ríkur
vilji á meðal okkar að minnast fé-
laga okkar og vinar, Jóns Val-
geirs Gíslasonar, í náinni framtíð
á þann hátt sem honum sæmir.
Félagar í Rótarý Reykjavík
Grafarvogi senda fjölskyldu hans
og vinum innilegustu samúðar-
kveðjur. Blessuð sé minning
góðs drengs. Megi guð styrkja
fjölskylduna.
Fyrir hönd Rótarýs Reykja-
víkur Grafarvogs,
Björn Óskar Vernharðsson.
Kveðja frá Borgarnesi ’59
Mikið voru það sorglegar
fréttir sem bárust okkur bekkj-
arsystkinunum fyrir nokkrum
dögum. Hann Jónki okkar var
dáinn. Við vorum stór krakka-
hópur sem byrjuðum saman í
barnaskóla og flest okkar héldu
hópinn og kláruðum grunnskól-
ann í Borgarnesi, einhverjir
bættust við og aðrir fóru. Þá
skildi leiðir og allir fóru hver í
sína áttina, en eitthvað gerði það
að verkum að við höfum alla tíð,
síðastliðin 40 ár, haldið hópinn.
Við byrjuðum þegar frá upphafi
að hittast fimmta hvert ár og þá
gjarnan á heimaslóðum í Borg-
arnesi eða nágrenni þess. Hefur
þessi hópur heldur styrkst með
árunum.
Í september síðastliðnum hitt-
umst við og héldum upp á 40 ára
fermingarafmæli okkar. Þessi
hittingur var mjög vel heppnað-
ur og var Jónki með þar. Það var
virkilega gaman að hitta Jónka
og rifja upp gamlan tíma um leið
og við lögðum drög að því að hitt-
ast næst. Jónki var þar kosinn í
nefnd til að skipuleggja næsta
hitting sem allir hlökkuðu mjög
til. Nú er stórt skarð komið í
okkar hóp, hann Jónki kemur
ekki á næsta hitting. Við bekkj-
arsystkinin sjáum hér á eftir
góðum vini og bekkjarbróður.
Við viljum hér með votta fjöl-
skyldu hans og vinum innilega
samúð.
Blessuð sé minning góðs
drengs.
Fyrir hönd Borgarness ’59,
Deisa og Ólöf Hildur.
Með sorg í hjarta og fátækleg-
um orðum viljum við kveðja Jón
V. Gíslason, kæran vin okkar, fé-
laga og varaformann Íbúasam-
taka Grafarvogs til margar ára.
Okkur setti hljóð þegar við feng-
um þær sorglegu fréttir að Jón
Valgeir hefði kvatt þennan heim
svo óvænt. Í huga okkar og
minningu var hann öflugur og
ósérhlífinn fulltrúi íbúa Grafar-
vogs í ýmsum málaflokkum.
Áhugi hans fyrir velferð íbúa
hverfisins var einstakur enda tók
hann að sér sjálfboðavinnu í
ýmsum málaflokkum fyrir hönd
íbúa hverfisins og talaði þeirra
röddu. Hann var höfðingi heim
að sækja enda voru ófáir stjórn-
arfundir íbúasamtakanna haldnir
við eldhúsborð Jóns í Neshömr-
unum. Húmor Jóns gerði það að
verkum hvað það var gaman að
vera með honum í stjórninni,
ekki síst þegar við þurftum að
takast á við erfið mál en hann gat
alltaf séð skondnu hliðina á hlut-
unum. Hann hafði yndi af tónlist,
góðum mat og drykk, fjölskyldu
og var sérstakur smekkmaður í
öllu sem hann tók sér fyrir hend-
ur.
Með Jóni hefur verið hoggið
stórt skarð í okkar góða hóp. Við
viljum fyrir hönd íbúa Grafar-
vogs þakka Jóni fyrir alla hans
ómetanlegu vinnu í þágu íbúa
hverfisins. Við sendum fjöl-
skyldu hans og ástvinum okkar
dýpstu samúðarkveðjur og megi
Guð styrkja þau í sorginni.
Jóns Valgeirs Gíslasonar verð-
ur minnst fyrir dug og dáð.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Fyrir hönd stjórnar íbúasam-
taka Grafarvogs,
Elísabet Gísladóttir,
formaður.
Jón Valgeir
Gíslason
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla út-
gáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðn-
ir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra
horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr
felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að
hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu-
degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist
áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri
en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru ein-
göngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur
senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað
er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað
útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra,
systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál-
anum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum.
Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn
sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með
minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal
senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið
sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is og láta
umsjónarmenn minningargreina vita.
Minningargreinar