Morgunblaðið - 12.08.2014, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.08.2014, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 2014 ✝ Jón Illugasonfæddist í Vogum í Mývatns- sveit 5. júní 1938. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga á Húsa- vík 1. ágúst 2014. Foreldrar hans voru Illugi Arin- björn Jónsson, f. 6.11. 1909, d. 19.3. 1989, og Bára Sig- fúsdóttir, f. 5.10. 1915, d. 5.10. 2000. Jón var elstur fjögurra systkina en hin eru: Sólveig Ólöf, f. 21.7. 1939, Hólmfríður Ásdís, f. 27.9. 1946, og Finnur Sigfús, f. 26.11. 1948. Jón kvæntist 26.12. 1963 Guðrúnu Þórarinsdóttur frá Tálknafirði, f. 5.5. 1942. For- eldrar hennar voru Pálína Guð- rún Einarsdóttir, f. 22.3. 1911, d. 31.5. 2002, og Þórarinn Jónsson, f. 10.9. 1904, d. 2.6. 1973. Börn Jóns og Guðrúnar eru: a) Bára Mjöll, f. 4.10. 1963, eiginmaður Jóhann Stefánsson, f. 1960. Dótt- ir hennar er Sandra Hrafnhildur Harðardóttir, fædd 1985, eig- inmaður Guðmundur Atli Pét- ursson, dóttir hennar er Amelía Rún Arnþórsdóttir og sonur þeirra er Aron Berg. Sonur Báru Mjallar og Jóhanns er Stefán, fæddur 1992, b) Þórarinn Pálmi, samtökum landshlutanna og Ferðamálasamtökum Íslands, þar sem hann gegndi m.a. for- mennsku. Einnig starfaði hann mikið fyrir Samtök um markaðs- mál á Norðurlandi og sat í Ferðamálaráði Íslands. Samtök ferðaþjónustubænda gerði þau hjón Jón og Guðrúnu að heið- ursfélögum á aðalfundi félagsins sl. vetur. Virkur var hann í ung- menna- og íþróttastarfi Mývatnssveitar þar sem hann gegndi margvíslegum störfum, s.s. formennsku bæði í Ung- mennafélaginu Mývetningi og síðar í Íþróttafélaginu Eilífi. Einnig var hann virkur í starfi Héraðssambands Þingeyinga, Framsóknarfélags Mývatns- sveitar og fleiri félaga. Félagi í Karlakór Mývatnssveitar um tíma og síðasta áratuginn söng hann með Kór Reykjahlíð- arkirkju. Hann æfði ungur frjálsar íþróttir en knattspyrnan varð hans helsta keppnisgrein. Jón unni tónlist af ýmsum toga og stofnaði m.a. og lék með hljómsveitum víða um Norður- og Austurland á sínum yngri ár- um og var gítarinn hans aðal- hljóðfæri. Árið 1979 stofnaði Jón ásamt fleirum ferðaþjónustufyrirtækið Eldá og var framkvæmdastjóri þess til dauðadags. Útförin fer fram í dag, 12. ágúst 2014, frá Reykjahlíð- arkirkju og hefst athöfnin kl. 14. f. 27.10. 1964, eigin- kona Ásta Kathleen Price, f. 1962. Þeirra börn eru Pálmi John Price, fæddur 1996, Inga Freyja Price, fædd 1998, og Helgi James Price, fædd- ur 2000, c) Illugi Már, f. 21.6. 1975. Jón ólst upp í Mý- vatnssveit við hefð- bundin sveitastörf. Hann tók landspróf frá Héraðsskólanum á Laugum 1955 og útskrifaðist frá Samvinnuskólanum á Bifröst 1960. Hann varð útibússtjóri við verslun KÞ í Reykjahlíð vorið 1960 og gegndi því starfi til árs- ins 1972 með eins vetrar hléi við nám og störf í Kaupmannahöfn. Hann starfaði hjá Kísiliðjunni hf. og sat einnig um tíma í stjórn þess fyrtækis. Starfaði í sveit- arstjórn Skútustaðahrepps tvö kjörtímabil og var sveitarstjóri þar 1974-1978. Jón var mikill félagsmálamaður og tók virkan þátt í félagsstörfum alla tíð en hæst ber aðkomu hans að ferða- málum. Jón hafði frumkvæði ásamt fleirum að stofnun Ferða- málafélags Mývatnssveitar og var þar lengi í ábyrgðarstöðum. Hann átti sæti í Ferðamála- Elsku afi. Þegar ég brunaði af stað til þín að kveðja þig og himinninn grét með mér og lamdi bílrúð- urnar notaði ég tímann og hugsaði um allar þær yndislegu stundir sem ég hef átt með þér. Þær eru margar og dýrmætar. Ég mun alltaf geyma þær í hjarta mér. Þegar ég hugsa um þig koma orðin, duglegur, ákveðinn og hjálpfús upp í hug- ann. Það sem mér fannst vera þitt einkenni var að þú varst ætíð til í að hjálpa, leiðbeina og fræða þá sem þurftu á þinni að- stoð að halda. Allur af vilja gerður til þess að aðstoða og létta öðrum lífið. Það er fal- legur eiginleiki. Þú studdir einnig alltaf við bakið á mér og ég man hvað mér þótti vænt um hvað þú varst stoltur af mér, og óhræddur við að segja mér það sem og öðrum, fyrir Vonarnistis verkefnið mitt. Elsku afi, mikið vildi ég að þú hefðir verið með okkur um seinustu helgi þegar við Gummi giftum okkur. Þegar við stigum fram og gerðum okkur tilbúin til þess að setja upp hringana rofaði til og sólin skein niður til okkar. Hugur minn flögraði þá beint til þín og ég veit að það varst þú sem sendir okkur þessa fallegu kveðju. Ég er gríðarlega þakk- lát fyrr að hafa náð að kveðja þig. Ég mun aldrei gleyma því augnabliki, friðsældinni og ást- inni sem skein úr augum þínum þegar ég faðmaði þig og kvaddi í síðasta sinn. Elska þig alltaf. Með fögur ljóð og fullt af orðum ég faðma myrkrið svarta og birtan sem þú bauðst mér forðum býr í mínu hjarta. (Jón Ólafsson.) Sandra Hrafnhildur Harðardóttir. Starfið er margt, en eitt er bræðra- bandið, boðorðið, hvar sem þér í fylking standið, hvernig sem stríði þá og þá er blandið, það er: Að elska, byggja og treysta á landið (Hannes Hafstein) Nákvæmni, kurteisi og snyrtimennska er það fyrsta sem mér kemur í hug er ég minnist frænda míns Jóns Ill- ugasonar á Bjargi. Mývatns- sveit hefur margan framámann- inn alið í aldanna rás og vissulega var Jón einn af þeim. Hann var hins vegar öðruvísi en þeir sem á undan honum gengu, því hann var af fyrstu kynslóð manna til að alast upp í Mývatnssveit á uppgangstímum eftirstríðsáranna. Það var fyrsta kynslóðin sem hafði raunhæfa möguleika á því að búa í Mývatnssveit án þess að stunda þar hefðbundinn land- búnað. Hann gekk til mennta í Samvinnuskólanum og þar komst hann í alvarlegt og var- anlegt samband við tónlistar- gyðjuna. Hann spilaði í dans- hljómsveitum á yngri árum og sýndi ávallt öllu tónlistarstarfi mikinn áhuga auk þess að vera duglegur að sækja og styrkja slíka viðburði. Oft hafði hann orð á því að gaman væri að efna til djasshátíðar í Mývatnssveit, nú stendur það upp á okkur sem eftir stöndum að koma því í kring í minningu hans. Hann var mikill félagsmála- maður og gekk til þeirra verka af mikilli nákvæmni. Hann var meðal annars forgöngumaður um stofnun Íþróttafélagsins Ei- lífs í byrjun áttunda áratug- arins. Við börnin sem sóttum þá fundi horfðum með andakt á hvernig hann stýrði fundum og hafði stjórn á mannskapnum. Farið var nákvæmlega eftir öll- um fundarsköpum og ályktanir rétt orðaðar, þetta voru hátíð- legar stundir og teknar alvar- lega. Enda náði félagið góðu flugi og hélt uppi öflugu starfi fyrstu árin í hinum ýmsu íþróttagreinum. Enda voru íþróttir og þá sérstaklega knattspyrna eitt hans helsta áhugamál. Hann keppti sjálfur í íþróttum á yngri árum og stóð fyrir mikilli uppbyggingu íþróttamannvirkja þau ár sem hann kom að sveitarstjórnar- málum í Mývatnssveit. Ekki verður svo skilið við Jón Illugason að minnast ekki á ferðaþjónustu. Hann stofnaði fyrirtæki sitt Eldá ehf. um miðjan áttunda áratug síðustu aldar og stundaði það fjöl- breytta þjónustu við ferðamenn á einum fjölsóttasta ferða- mannastað Íslands. Jón var sannarlega frumkvöðull í þjón- ustu við ferðamenn í Mývatns- sveit og markaði leiðina um hvernig sú grein hefur þróast á þessum mikilvæga stað fyrir ís- lenska ferðaþjónustu. Hann átt- aði sig strax á mikilvægi þess- arar greinar í framtíðaruppbyggingu íslensks atvinnulífs og gerði sig gildandi í félagsstarfi ferðaþjónustunnar í gegnum Ferðamálaráð og Ferðamálasamtök Íslands. Hann var farinn að berjast fyr- ir samhæfingu í samgöngukerf- inu, gæðamálum og menntamál- um löngu áður en þau mál komust í hámæli og eru reynd- ar enn helsta baráttumál grein- arinnar. Nú er mikill vöxtur fram undan svo að betur má ef duga skal. Ég votta Guðrúnu og öllum afkomendum þeirra innilegustu hluttekningu mína og okkar í Reynihlíð við fráfall Jóns. Hvíl þú í friði frændi minn. Pétur Snæbjörnsson. Jóndi var eiginlega alltaf ungur í þeim skilningi að hann hafði alla tíð stórar hugsjónir sem hann vann að með atorku og bjartsýni. Þegar litið er yfir verksvið hans er augljóst að hann var sannur frumkvöðull; hann sá tækifæri fyrr en aðrir og hann þorði að láta á þau reyna. Hann var ungi útibússtjórinn í nýrri verslun KÞ og útibúið varð félagsmiðstöð þar sem unga fólkið vann og verslunar- ferðir voru skemmtiferðir. Hann stofnaði hljómsveitina Kóral sem spilaði á böllum allar helgar og hljómsveitarmenn voru sjarmörar sinnar tíðar. Knái framherjinn í knatt- spyrnuliðinu sem keppti til úr- slita á landsmóti og hvatamaður stofnunar íþróttafélagsins Eilífs sem sá um íþróttauppeldi unga fólksins í þéttbýlinu sem var að myndast í sveitinni. Sveitin naut krafta hans í uppbyggingu atvinnutækifæra og hann var forkólfur í aukinni ferðaþjónustu með nýjum ferð- um, tjaldsvæði og gistiþjónustu auk forsvars í ferðamálafélag- inu. Hógværð og rólyndi ein- kenndu Jónda; hann tranaði sér ekki fram og ekki hafði hann hátt, en hann var fastur fyrir og gaf sig ekki svo glatt; hann byrjaði þá bara aftur síðar ef ekki gekk í fyrri atrennum. Hann hafði skilning á mann- auðsstjórnun löngu áður en það orð varð til. Farið var í skemmtiferðir á vegum Eilífs og búðarferðir með starfsfólk- inu um verslunarmannahelgi. Mikið glens og gaman var í ná- vist hans því hann var næmur á spaugilegar hliðar og ekki spar á grín og græskulausa grikki. Við systkinin hófum mörg hver feril okkar á vinnumarkaði hjá honum, í útibúi, Léttsteypu og Eldá. Ég minnist míns fyrsta laun- aða starfs í útibúinu, ferming- arárið mitt, þar sem vandvirkni og nákvæmni var ríkjandi og maður þurfti að reka sig óþyrmilega í kókosbollukassann til að hann dytti svo hægt væri að skrifa eina bollu í rýrnunar- bókina. Síðar tók ég þátt í stofnun og starfi Eilífs og var treyst til að aka Land Rover pabba um urð og grjót í skemmtiferð félagsins en Jóndi var í fararbroddi á Bronco sem var auðvitað flott- astur. Enn í dag fæ ég sérstaka hugljómun við að borða sam- loku og drekka kók í gleri, því það var það besta sem boðið var upp á í búðarferðunum. Jóndi var mikill áhugamaður um tónlist og menningu. Hann lék á gítar og lærði á fiðlu á fullorðinsárum, hann söng í kirkjukórnum og hvatti börn sín og síðar barnabörnin til tón- listarnáms og spilaði með þeim. Hann studdi starfsemi sumar- tónleika við Mývatn og var fastagestur á tónleikum þar til nú í sumar að heilsa hans leyfði það ekki lengur. Jóndi og Gunna voru eigin- lega alltaf nefnd í sömu setn- ingu. Það segir mest um sam- heldni þeirra og gagnkvæma væntumþykju. Þau voru höfð- ingjar heim að sækja og héldu jólaboð fyrir stórfjölskylduna sem enn eru í minnum höfð. Við Stuðlasystkin ásamt for- eldrum okkar hugsum til fjöl- skyldunnar allrar. Þau okkar sem eiga þess kost að faðma ykkur og þakka fyrir samferð með vönduðum frænda og góð- um vin gera það líka fyrir hönd okkar hinna sem hugsa til ykk- ar úr fjarlægð. Öll biðjum við Guð að styrkja ykkur og blessa minningarnar um Jónda. Hann var drengur góður. Margrét Bóasdóttir. Við skólaslit í Samvinnuskól- anum á Bifröst í Borgarfirði vorið 1960 var það hlutverk Jóns vinar okkar Illugasonar að flytja kveðjuorð frá 38 nemenda hópnum sem var að útskrifast. Hann talaði í upphafi ræðu sinnar um veginn fram undan hjá okkur og að hann yrði ekki alltaf beinn og breiður, heldur bæði hæðóttur og bugðóttur, eins og líklega raunin hefur verið hjá flestum okkar. Nú hefur Jón Illugason farið lífsins veg á enda og fylgja honum góðar óskir. Jón eða Jóndi eins og hann var gjarnan kallaður af heima- fólki til að greina hann frá öðr- um Jónum þar í sveit, var Mý- vetningur í húð og hár, – Vogungur í móðurætt og af ætt Reykhlíðinga í föðurætt. Hann gat verið fastur fyrir og fátt sem fékk honum haggað ef svo bar undir. Þegar Jón Illugason hóf nám á Bifröst haustið 1958 kom fljótt í ljós að áhugamál hans voru knattspyrna og tónlist. Hann var lengi liðtækur knatt- spyrnumaður, spilaði sóknar- mann, og síðan var það gítarinn sem hann handlék tíðum og hefur í áranna rás skemmt okk- ur Bifrestingum og öðrum með löngum stundum. Reyndar átti fiðluleikur hug hans um tíma, en fyrst og fremst var það gít- arinn. Þau hjón Guðrún og hann hafa verið óþreytandi á und- anförnum árum við að kalla saman Bifrastarárganginn 1960 norður í Mývatnssveit, og síðast var það vorið 2013, og þá brá okkur sumum við að hitta Jón, því krabbameinið hafði þá þeg- ar sett svip sinn á hann. Jón var auðvitað ekki af baki dott- inn og hélt ótrauður áfram rekstri ferðaþjónustunnar. Þarna um vorið las hann upp úr nokkrum sendibréfum sem hann hafði sent foreldrum sín- um við upphaf Bifrastarverunn- ar, og lýsti það Jóni vel, svo ná- kvæmar voru lýsingar hans á lífinu, umhverfinu og húsbúnaði á Bifröst. Þessi upplestur rifj- aði upp margskonar minningar frá þessum tveimur vetrum og er ekki orðum aukið að við- staddir hafi hlegið dátt að því hvernig hann lýsti lífi okkar fyrir meira en 50 árum. Eftir Bifrastarveruna dvaldi Jón um tíma í Danmörku til að vinna við og kynna sér versl- unarrekstur hjá dönskum sam- vinnumönnum, áður en hann tók við útibúi KÞ í Mývatns- sveit í nýju og fallegu húsi, sem nú hýsir Mývatnsstofu. Fljót- lega hlóðust á hann ýmis trún- aðarstörf í sveitinni, þar sem hann var í forystu um árabil, og þar á meðal á tímum Kröfluelda á árunum 1975-1984. Þá reyndi mikið á Jón, og eins gott að vera fastur fyrir til að brúa bil- ið milli jarðvísindamanna, íbú- anna í sveitinni og annarra Jón og Guðrún snéru sér síð- ar að ferðaþjónustu og hafa rekið Eldá í fjölda ára. Um skeið skipulagði Jón skoðunar- ferðir um sveitina og nágrenni og var þar frumkvöðull í þeirri grein. Hann gegndi síðan mik- ilvægum trúnaðarstörfum á vettvangi ferðamála og beitti sér fyrir ýmsum nýjungum og umbótum á þeim vettvangi. Við skólafélagar frá Bifröst og makar vottum Guðrúnu, börnum þeirra og fjölskyldu innilega samúð við ótímabært fráfall Jóns Illugasonar. Kári Jónasson. Jón Illugason Alltaf kemur lífið okkur á óvart, og alltaf kemur dauð- inn okkur í opna skjöldu sama hversu vel við höldum að við séum undirbúin. Engin undan- tekning var þar á þegar elsku vinkona okkar, hún Stína Gunn- ars, eins og við kölluðum hana alltaf, var kölluð til annarra starfa á öðru tilverustigi. Hún hefði einmitt orðið 60 ára í dag, 12. ágúst. Við kynntumst í Héraðsskól- anum að Núpi fyrir meira en 40 árum og höfum verið vinkonur Kristín Gunnarsdóttir ✝ Kristín Gunn-arsdóttir fædd- ist 12. ágúst 1954. Hún lést 30. júní 2014. Útför hennar fór fram 12. júlí 2014. alla tíð síðan, reyndar með mis- miklum samskipt- um en alltaf munað hver eftir annarri, og það sem er svo yndislegt, alltaf kemur hlátur í hug- ann þegar við hugs- um til Stínu vegna þess að hennar hlát- ur var svo sérstak- ur, smitandi og ógleymanlegur. Það var ýmislegt brallað á skólaárunum en verður ekkert tínt til hér en svo sann- arlega geymt í minningabaukn- um og rifjað upp alltaf þegar við minnumst elsku Stínu. Sem dæmi um hvað það var gaman og ekki alltaf verið að flækja málin var það einu sinni að stelpurnar hittust í Víkinni og langaði allt í einu í nýja kjóla. Ekki var það nú neitt vesen eða vandamál, heldur einfaldlega skroppið í búðina, keypt efni og síðan skundað heim til Stínu og saumaðir glæsi- kjólar, eða það voru þeir allavega í minningunni. Handlagnar og úrræðagóðar ungar stúlkur, já, það var þetta þríeyki svo sann- arlega. Ógleymanleg eru nem- endamótin sem haldin hafa verið þar sem gamlir Núpsverjar hitt- ast, og þá kannski sérstaklega þegar við hittumst fyrir þremur árum í skólanum sjálfum. Þá var nú glatt á hjalla hjá okkur vin- konunum, þríeykinu, hláturvin- konunum, þá hlógum við heila helgi, svo mikið að athygli vakti og á endanum hlógu allir sem einn og mikið var það hressandi og gott. Svona var Stína, alltaf glöð og hláturmild, kom öllum í gott skap og þegar veikindin voru farin að herja á hana gat hún líka hlegið. Á síðasta nem- endamóti, sl. vor, var Stína það veik að hún treysti sér ekki með en það kom nú aldeilis ekki í veg fyrir að við gætum hlegið saman þá helgina, við bara notuðum tæknina og hlógum mikið og lengi saman í gegnum gemsann, alveg ógleymanlegt. En við vin- konurnar vorum nú samt hálf vængbrotnar að hafa elsku Stínu ekki með í fjörinu. Innst inni vissum við nú kannski að Stína væri að leggja af stað í ferðina löngu, til annarra starfa á öðrum slóðum, en ekki vorum við alveg tilbúnar að trúa því að svo stutt væri eftir af samveru okkar hér á jörð. Það eru forréttindi að hafa fengið að kynnast þér, elsku Stína vinkona, og þó svo að við söknum þín sárt í dag eigum við eftir að minnast þín um alla framtíð, og hvernig ætli við ger- um það best? Jú, þegar við hlæj- um saman verður þín alltaf minnst, því hvernig er hægt að hlæja dátt án þess að þín minn- ing skjóti upp kollinum? Alveg erum við vissar um að það er mikið hlegið hjá þér í sólskins- landinu núna. Elsku Benni og fjölskylda, við sendum ykkur samúðarkveðjur og vonum að guð gefi ykkur styrk og stuðning á þessum erf- iðu tímum. Minningin um ynd- islega manneskju endist út yfir allt. Sóley og Gunnhildur. Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.