Morgunblaðið - 12.08.2014, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 2014
Páll Fannar Einarsson
pfe@mbl.is
Uppskera á grænmeti hefur verið
góð hjá ræktunarstöðinni Jörfa á
Flúðum, en að sögn Georgs Ott-
óssonar, eiganda Jörfa, hefur hið
mikla rigningarsumar þó sett smá-
strik í reikninginn. ,,Svona mikil
rigning er svolítið nýtt fyrir okkur
sem stöndum í útiræktun á svæðinu
í kringum Flúðir. Við þurftum því
að bregðast við en ef það rignir of
mikið þá geta næringarefnin skolast
úr jarðveginum. Almennt séð hefur
samt verið nokkuð gott veður svo
við höfum náð að spjara okkur og
þetta lítur bara vel út,“ segir Georg.
Allar tegundir af útiræktuðu
grænmeti eru nú komnar á markað
en að sögn Georgs hafa viðtökur
neytenda verið mjög góðar. ,,Ég er
einmitt staddur í Reykjavík í dag [í
gær. innsk. blm.] og er að skoða
hvernig grænmetinu er stillt fram í
búðunum. Við erum náttúrlega að
keppa við erlendar vörur og því vilj-
um við að íslensku vörurnar fái gott
pláss í búðunum og athygli. Þegar
við tölum við neytendur finnum við
að þeir vilja íslenskar vörur og því
er mikilvægt að það komist til skila
að neytandinn hafi valið,“ segir
Georg.
Lítið um Íslendinga
Erfiðlega hefur gengið að fá Ís-
lendinga í upptöku grænmetis hjá
Jörfa á haustin og því hefur fyr-
irtækið undanfarin ár þurft að
treysta á innflutt vinnuafl. ,,Þetta
snýst ekki aðallega um laun heldur
er þetta erfiðisvinna og stundum
eru óreglulegir vinnutímar. Við er-
um með íslenska skólakrakka í
vinnu hjá okkur á sumrin en vanda-
málið er að aðaluppskerutíminn
hefst oft í kringum miðjan ágúst og
stendur jafnvel fram í október. Þá
eru skólarnir byrjaðir og þá vantar
okkur starfsfólk sem er tilbúið að
standa vaktina,“ segir Georg.
Ljósmynd/Sölufélag garðyrkjumanna
Grænmeti Útivinna getur verið skemmtileg þegar veðrið er gott, en ekki er
annað að sjá en að þessi stúlka hafi verið glöð þegar myndin var tekin.
Þurftu að
bregðast við
mikilli úrkomu
Vill að neytendur hafi val um vörur
Páll Fannar Einarsson
pfe@mbl.is
Bæjarráð Árborgar hefur beint þeim
tilmælum til Vegagerðarinnar að
ástand Austurvegar á Selfossi verði
bætt sem fyrst. Í fundargerð bæjar-
ráðs frá 31. júlí kemur fram að eftir
framkvæmdir við holufyllingar sem
gerðar voru á vegum Vegagerðarinn-
ar í vor, sé ástand Austurvegar verra
en það var, áður en ráðist var í um-
ræddar framkvæmdir. Bæjarráð tel-
ur því að við þetta verði ekki unað,
enda skapist bæði óþægindi og hætta
fyrir vegfarendur vegna þess hve
vegurinn er ósléttur.
„Við erum búin að vera í sambandi
við Vegagerðina og þeir eru búnir að
segjast ætla að laga þetta. Ég veit nú
ekki hvenær það verður en það stend-
ur allavega til að malbika veginn á
næsta ári,“ segir Gunnar Egilsson,
formaður bæjarráðs Árborgar.
Mikil umferð fer um Austurveg og
er vegurinn orðinn mjög slitinn.
„Fjölmargir íbúar sveitarfélagsins
hafa leitað til okkar og kvartað undan
þessu. Við vildum því færa þetta til
bókar í bæjarráði til að vekja Vega-
gerðina til umhugsunar um málið,“
segir Gunnar.
Að sögn Erlings Jenssonar, deild-
arstjóra suðursvæðis hjá Vegagerð-
inni, stendur til byrjað verði á lagfær-
ingu Austurvegar í lok ágústmánaðar
eða byrjun september. „Það er
óheppilegt hvernig ástandið á vegin-
um er en ljóst er að verktakinn sem
fenginn var til verksins hefur ekki
unnið rétt að þeim framkvæmdum
sem gerðar voru í vor. Yfirlagnaáætl-
anir sumarsins hafa almennt séð riðl-
ast nokkuð vegna úrkomu en það er
mikið að gera í öðrum verkefnum og
við förum í þetta verkefni um leið og
hægt er,“ segir Erlingur.
Vilja að Austur-
vegur verði
bættur sem fyrst
Ljósmynd/Sunnlenska
Framkvæmd Unnið við Austurveg.
Málið tekið
fyrir á bæjarráðs-
fundi Árborgar
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Knattspyrnudeild FH (Fimleika-
félags Hafnarfjarðar) hefur höfðað
innheimtumál á hendur KSÍ
(Knattspyrnusambandi Íslands)
vegna þess að deildin telur að KSÍ
hafi gefið út of marga boðsmiða á
heimaleiki FH í fyrra.
Jón Rúnar Halldórsson, for-
maður Knattspyrnudeildar FH,
segir að hér sé ekki um stórmál að
ræða, út frá fjármunum, heldur
prinsippmál. Upphæðin sem gerð er
krafa um að KSÍ greiði FH losar
700 þúsund krónur. Munnlegur
málflutningur verður í Héraðsdómi
Reykjavíkur 26. ágúst næstkom-
andi.
Ganga í berhögg við lög KSÍ
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ,
sagði í samtali við Morgunblaðið í
gær að þeim hjá KSÍ þætti ákaf-
lega leitt að mál þetta væri komið
svona langt, að málflutningur yrði í
því nú í ágústlok. „Við erum fyrst
og fremst mjög leiðir yfir þessum
gjörningi öllum og að þeir hjá
Knattspyrnudeild FH telji þörf á
því að fara með málið þessa leið.
Við teljum þessar kröfur ganga í
berhögg við lög Knattspyrnu-
sambandsins og við höfum hafnað
þessari kröfu alfarið,“ sagði Geir.
Jón Rúnar sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær að eins og
reglugerð KSÍ hefði verið um boðs-
miða hefðu verið gefnir út sérstakir
A-passar sem giltu inn á alla leiki.
Hvert félag sem ætti lið í landsdeild
fengi einn slíkan miða og þar af
leiðandi fengi FH einn slíkan passa.
Þá fengju lands- og héraðsdómarar
sömuleiðis slíkan passa, stjórn-
armenn KSÍ og nefndarmenn einn-
ig.
Jón Rúnar kveðst undanfarin ár
hafa gert athugasemdir við þennan
lista KSÍ, þar sem ákveðnir hand-
hafar passanna uppfylltu ekki þau
skilyrði sem kveðið væri á um í
reglugerðinni.
„Mér hefur verið lofað bót og
betrun en það hefur aldrei neitt
gerst. Fyrir árið 2013 tók ég saman
lista um þá sem höfðu passann og
greindi hann. Ég komst að því að
það voru nálægt 50 einstaklingar á
þessum lista sem ekki uppfylltu þau
skilyrði sem til þyrfti. Ég sendi
KSÍ listann og sagði að það væri
tvennt í stöðunni: Annaðhvort að
afturkalla þessa miða eða borga þá.
Þeir skrifuðu mér til baka og sögðu
að það væri ekkert óeðlilegt við
boðsmiðalistann og almenn ánægja
ríkti með fyrirkomulagið. Því sendi
ég KSÍ reikning fyrir alla heima-
leiki FH í fyrra, fyrir miða þessara
einstaklinga, og nam upphæðin sem
ég krafði KSÍ um nálægt 700 þús-
und krónum fyrir heimaleikina ell-
efu,“ sagði Jón Rúnar.
Hann kveðst almennt vera ákaf-
lega lítið fyrir að bjóða mönnum á
leiki. „Mér finnst ógeðfellt að sjá
boðsgestina, t.d. í hálfleik og fyrir
leiki, japla á kruðeríi og sitja í
bestu sætunum án þess að hafa
greitt krónu fyrir. Menn verða ein-
faldlega að vinna fyrir þessu, hvort
heldur er sem stuðningsaðilar
(sponsorar) eða með annars konar
aðkomu. Þetta stríðir einfaldlega
gegn mínum prinsippum,“ segir Jón
Rúnar.
FH krefur KSÍ um
greiðslu fyrir miða
„Ógeðfellt að sjá boðsgestina japla á kruðeríi og sitja
í bestu sætunum án þess að hafa greitt krónu fyrir“
KSÍ telur kröfu FH ganga í berhögg við lög sambandsins
Morgunblaðið/Jakob Fannar
Kaplakriki Jón Rúnar Halldórsson gagnrýnir fjölda boðsmiða KSÍ.
Geir
Þorsteinsson
Jón Rúnar
Halldórsson
Bíla- og vélavörur
...sem þola álagið!
Það borgar sig
að nota það besta!
Viftur
HjólalegusettKúlu- og rúllulegur Hemlahlutir Hjöru- og öxulliðir
Stýrisendar
og spindilkúlurViftu- og tímareimar
Kúplingar- og höggdeyfar
Sími: 540 7000 • www.falkinn.is