Morgunblaðið - 12.08.2014, Qupperneq 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 2014
James Bailey stofnaði vefsíðuna
studentrecipes.com árið 2004 þegar
hann var á fyrsta ári í háskóla á Bret-
landseyjum. Hann átti erfitt með að
finna uppskriftir sem voru fljótlegar
og auðveldar, og það sem meiru
skiptir, ódýrar. Á tíu árum hefur vef-
síðan vaxið með þátttöku lesenda
sem senda inn uppskriftir og er
heimsótt af 150 þúsund notendum í
hverjum mánuði.
Á studentrecipes.com er að finna
hvers kyns uppskriftir; forrétti, aðal-
rétti og eftirrétti. Síðan býður upp á
leitarvél þar sem leita má í upp-
skriftasafninu eftir heiti en einnig er
hægt að velja flokk, t.d. kjúkling, fisk
eða pasta, og fá lista yfir allar þær
uppskriftir sem falla þar undir. Þá er
einnig hægt að velja mismunandi
uppskriftaflokka eftir því hvort verið
er að elda fyrir einn, undirbúa veislu,
elda utandyra eða bara útbúa smá
nasl, svo dæmi séu tekin.
Notendur síðunnar geta gefið upp-
skriftunum einkunn en þær má einn-
ig flokka eftir því hversu oft þær hafa
verið skoðaðar; í dag, í vikunni eða
frá því þær voru settar inn. Helsti
ókostur síðunnar er að uppskrift-
unum fylgir ekki alltaf mynd en hug-
myndaríkir stúdentakokkar láta það
ekki trufla sig!
Vefsíðan www.studentrecipes.com
Morgunblaðið/Golli
Fljótlegt, auðvelt og ódýrt
Þægilegt Pasta er ódýrt hráefni sem
getur verið mjög fljótlegt að elda.
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
Þ
eir sem hafa lagt leið sína
framhjá Dahlshúsi á
Eskifirði í ágúst hafa
e.t.v. séð ljóshærðri
konu bregða fyrir þar
sem hún sýslar með tangir yfir opn-
um eldi í tunnu. Þar er á ferðinni
Helga Kristín Unnarsdóttir leir-
kerasmiður, sem býr í Reykjavík en
segist Eskfirðingur inn að beini.
Hinn 31. júlí síðastliðinn opnaði
Helga sýninguna „Heima“ í Da-
hlshúsi og hefur á völdum dögum
einnig efnt til lifandi sýningar á lóð
sýningarhússins, þar sem hún raku-
brennir listaverk sín, gestum og
gangandi til fróðleiks og skemmt-
unar.
„Ég er fædd og uppalin á Eski-
firði og er pjúra Eskfirðingur og
verð aldrei annað en Eskfirðingur,“
segir Helga. „Þegar ég sagðist ætla
að fara heim með sýningu og að sýn-
ingin ætti að heita „Heima“ varð
bróðir minn afar hneykslaður en ég
sagðist búa í Reykjavík en eiga
heima á Eskifirði,“ segir hún.
Brennd í sagi ofan í tunnu
Verkin á sýningu Helgu spanna
allt frá nytjahlutum upp í skúlptúra
og eru brennd með mismunandi að-
ferðum, en Helga ákvað að hafa
raku-ofninn sinn með sér austur, til
að gefa heimamönnum innsýn inn í
það hvernig raku-brennsla færi
fram.
„Raku-brennsla er þannig að
maður brennir leirinn fyrst í raf-
magnsofni upp í allt að 900 gráður,
síðan setur maður hann í annan ofn
þar sem maður brennir í gasi upp í
800 gráður og þegar hann er búinn
að ná þeim hita tekur maður hlutina
glóandi úr ofninum og hendir í sag,“
útskýrir Helga.
Við tilfærsluna kviknar í saginu,
sem geymt er í tunnu, og þegar lok-
inu er skellt á hefst umbreyting þar
sem sót smýgur inn í glerunginn
sem hefur áður verið borinn á hlut-
inn. Tilgangurinn er að gefa verk-
unum ákveðna áferð, sem næst með
samspili elds, sóts og reyks.
Helga segir gjörninginn hafa
verið afar vel sóttan og fólk hafi
komið langt að til að fylgjast með.
„Heimamenn hafa tekið mér rosa-
lega vel og allir á Austurlandi. Fólk
hefur komið alla leið frá Hornafirði
og ég er bara gáttuð; það er búin að
vera rosa aðsókn,“ segir Helga. Þá
sé það mjög gefandi að sjá hvernig
áhuginn kvikni hjá fólki við að fylgj-
ast með brennslunni.
„Það er svo gaman við þetta líka
að þegar fólk sér mig brenna; sér
hlutina verða til, þá fær það svo mik-
inn áhuga á þessu,“ segir Helga. „Þá
kviknar svo mikill áhugi hjá fólki og
það byrjar að spyrja og spá og spek-
úlera. Þannig að mér hefur fundist
það algjört æði að geta brennt og
leyft fólki að sjá í leiðinni.“
„Heima“ leirkera-
smiðsins á Eskifirði
Þegar Helga Kristín Unnarsdóttir leirkerasmiður opnaði sýninguna „Heima“
á Eskifirði ákvað hún að hafa raku-ofninn sinn með sér og gefa heimamönnum
innsýn í smíðaferlið. Helga segist Eskfirðingur í húð og hár, fer sínar eigin leiðir
í störfum sínum og skapar og brennir eins og hana lystir hverja stundina.
Raku-brennsla Lokin á þessum kerjum eru brennd með raku-aðferðinni en
þannig fæst þessi skemmtilega áferð á glerungnum.
Hinn 16. ágúst næstkomandi hefst
Singapore Garden Festival, sem hald-
in er á tveggja ára fresti, en þar verða
til sýnis sköpunarverk fremstu fag-
manna heims á sviði garðhönnunar
og blómaskreytinga. Meðal helstu
viðfangsefna sýningarinnar þetta ár-
ið eru ævintýragarðar, svalagarðar,
smágarðar og orkídeur, en hundruð
þúsunda gesta heimsækja jafnan há-
tíðina þegar hún er haldin.
Undirbúningur fyrir viðburðinn
stendur nú sem hæst og þegar ljós-
myndara AFP bar að garði var jap-
anski landslagshönnuðurinn Jun-ichi
Inada að leggja lokahönd á gríðar-
stóra blómaskreytingu sem saman-
stendur af 18 þúsund orkídeum.
Til viðbótar við töfrandi garða og
stórkostlegar blómaskreytingar verð-
ur að finna á hátíðinni fágætar og
undraverðar plöntur. Ein þeirra er
stærsta orkídeutegund veraldar,
Tígrisorkídean Grammatophyllum
speciosum, en hún getur orðið allt að
tvö tonn að þyngd og blómstrar að-
eins einu sinni á tveggja til fjögurra
ára fresti.
Viðamikil garða- og blómahátíð undirbúin í Singapúr
Ævintýragarðar, listaverk úr
blómum og fágætar plöntur
AFP
Í fullum blóma Blómaskreyting Jun-ichi Inada, sem verður til sýnis á hátíð-
inni, samanstendur af 18 þúsund orkídeum í öllum regnbogans litum.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Í kvöld mun Hreggviður Norðdahl,
jarðfræðingur og doktor í jökla- og
ísaldarfræðum, leiða göngu um
Viðey og fjalla um það hvernig eld-
ar, ís og sjór hafa skapað og mótað
eyjuna. Í Viðey er að finna elsta
berg borgarlandsins en eyjan var
áður virk eldstöð og í henni má
víða sjá stórbrotnar bergmyndanir.
Gangan hefst kl. 19.30 og mun
Viðeyjarferjan fara aukaferðir frá
Skarfabakka kl. 18.15 og 19.15.
Siglt verður heim kl. 22. Leiðsögnin
er gjaldfrjáls en greiða þarf í ferj-
una, 1.100 krónur fram og til baka
fyrir fullorðna og 550 krónur fyrir
7-15 ára börn í fylgd með full-
orðnum.
Endilega ...
... taktu þátt í
göngu um Viðey
Bárujárnsgrjót Í Viðey er að finna
elsta berg borgarlandsins.