Morgunblaðið - 12.08.2014, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.08.2014, Blaðsíða 32
32 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 2014 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú þarft að undirbúa þig vandlega fyrir afdrifaríka ákvörðun. Næsta mánuðinn munu samstarfsfélagarnir sýna þér venju fremur mikinn stuðning. 20. apríl - 20. maí  Naut Láttu ekkert verða til þess að þú stand- ir ekki við áætlun þína varðandi fjárhaginn. Gættu þess að færast ekki of mikið í fang samt sem áður og lofa ekki upp í ermina. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú átt auðvelt með að sleppa skemmtunum og einbeita þér að verkefnum sem skipta meira máli. Kannski kemstu á snoðir um eitthvað sem þú vissir ekki. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Vertu óhræddur við að blanda þér í umræður annarra um þau mál sem þér eru hjartfólgin. Fjárhagsvit þitt er ekki uppp á sitt besta og þú gætir því séð eftir eyðslunni á morgun. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Beindu kröftum þínum þangað sem þeir skipta máli. Gefðu þér tíma til þess að njóta slíkra stunda, þótt þér finnist annað liggja við. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það er hætt við að þú lendir í árekstr- um í dag. Vendu þig á að taka strax á málum og leysa þau. Farðu því að segja nei. 23. sept. - 22. okt.  Vog Léttar samræður virðast búa yfir meiri tilfinningadýpt en endranær. En það að vilja er ekki sama og að framkvæma. Gott ráð er að leita skjóls hjá trúnaðarvini sem þarf eng- in látalæti. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Segðu já ef einhver vill gefa þér eitthvað í dag sem bætir heimilið. Ekki forð- ast umræður um þessi mál. Fjármálin eru til vitnis um hvernig maður hugsar. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það kostar ekkert að vera örlátur á annarra fé. Fólk og tækifæri laðast hrein- lega að þér. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú hefur áhyggjur af fjárhagslegri framtíð þinni. Líttu svo á að allir séu að reyna að gera sitt besta með þeim verkfærum sem þeir hafa yfir að ráða. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Nú er tilvalið að bæta sam- skiptafærni sína. Vertu því reiðubúinn til að hefjast handa. Gættu þess bara að ofmetn- ast ekki þegar vel gengur því dramb er falli næst. 19. feb. - 20. mars Fiskar Gerðu ráð fyrir því að kynnast nýrri manneskju í dag. Treystu á innsæi þitt og láttu ekki efasemdir annarra draga úr þér kjark. Honum var augljóslega órótt. Áelleftu stundu gerði hann til- raun til að henda sér niður. Það var um seinan – andartaki síðar hékk hann í gálganum. Lokaorðin voru vandlega valin, eða ekki: „Jesús“. Aðeins liðu átján vikur frá því Peter Allen og félagi hans, Gwynne Evans, myrtu kunningja sinn, John West, á heimili hans í Seaton, Eng- landi, þangað til þeir voru teknir af lífi. Annar í Liverpool, hinn í Man- chester. Málið vakti litla athygli á sínum tíma og dagblöð sögðu aðeins í fáum orðum frá aftökunum. Þær urðu þó sögulegar. Evans og Allen eru síðustu mennirnir sem teknir voru af lífi í Bretlandi. Á morgun verða fimmtíu ár síðan. x x x Dauðarefsingin var numin tíma-bundið úr gildi árið 1965 og lögð af fjórum árum síðar. Mikill meirihluti var fyrir málinu í breska þinginu og ákvörðuninni almennt fagnað úti í þjóðfélaginu. Dauða- refsingin hafði lengi verið umdeild í Bretlandi, ekki síst eftir að í ljós kom að Timothy nokkur Evans hafði verið ranglega dæmdur og tekinn af lífi árið 1950 fyrir morð á eiginkonu sinni og kornungri dótt- ur. Þremur árum síðar leiddi rann- sókn í ljós að fjöldamorðinginn John Christie var í reynd ábyrgur. Þá fór aftaka nítján ára greindarskerts drengs, Dereks Bentleys, fyrir brjóstið á mörgum árið 1953 en hann var dæmdur til dauða fyrir að hafa hvatt til morðs. x x x Peter Allen, 21 árs, og GwynneEvans, 24 ára, voru smákrimm- ar sem ætluðu að slá gamlan vinnu- félaga sinn, John West, 53 ára, um lán. Þegar hann neitaði fauk í þá fé- laga og lauk viðskiptum þremenn- ingana með því að West var stung- inn til bana. Rannsókn málsins gekk greiðlega enda hafði Evans gleymt regnkápunni sinni á staðnum. Hún var merkt. Fyrir dómi vísaði hvor á annan en dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að þeir væri samsekir. Ef marka má könnun, sem gerð var fyrr á þessu ári, vilja 54% Breta að dauðarefsingin verði tekin upp aftur. víkverji@mbl.is Víkverji Vísa mér veg þinn, Drottinn, að ég gangi í sannleika þínum, gef mér heilt hjarta, að ég tigni nafn þitt. (Sálmarnir 86:11) Fiskidagurinn mikli á Dalvík ernokkurra daga hátíð eins og Ís- lendingar þekkja mæta vel. Þangað koma tugþúsundir til að fá ókeypis fiskmáltíð enda fiskmetið með af- brigðum hollt. Þetta árið virðast djúpsteiktar rækjur hafa haft veru- legan lækningamátt. Í langri röð við læstar dyr má lýðurinn stikla, á Djúpsteiktrarækjudaginn mikla. Á hátíðinni gengur allt alla jafna vel fyrir sig en í ár kom upp mat- areitrun tengd eldhúsi í bænum sem síðan var lokað. Hjálmar Frey- steinsson las fréttir af tjaldsvæðinu á Dalvík: Gestafjöld að Dalvík drífur, dásemd er þar jarðlífið. Fjöldinn í sig fiskinn rífur. Flestum batnar harðlífið. Þar sem Pétur Stefánsson er einn í koti lætur hann sína „villtustu mat- ardrauma“ rætast: Að borða finnst mér algjört æði, einatt það ég geri fús. Svangur brátt ég sest og snæði saltað hross með góðri mús. Friðrik Steingrímsson er einnig ánægður með það sem hann lætur upp í sig: Bráðum sest ég borðið við býðst þá matar næði, frúin er að sjóða svið sem að mér finnst æði. Skúli Pálsson kastar fram vísum um bjór sem hann átti í fórum sín- um: Margoft þegar mæran lög mér af vörum sleikti hann í sinni mínu mjög margar vísur kveikti. Glösin eru aftur full eftir viku tafir, ágætt þá að Egils Gull yfrið nóg þú hafir. Eyjafjarðar mætan mjöð mér í glasið valdi, alltaf gerir okkur glöð unaðsbjórinn Kaldi. Fyrir mesta freðhaus mun fylgja nokkur mýking, sálarinnar seiðmögnun, súpi hann á Víking. Ásmundur K. Örnólfsson svaraði að bragði á Boðnarmiði: Þegar maður fer í frí fátt mun betur gleðja, en sumarbústað sitja í og sötra bjór frá Steðja. Pétur Blöndal p.blondal@gmail.com Vísnahorn Af fiskidegi, sælkeramat og sumaröli Í klípu „ENGAR ÁHYGGJUR, SONUR SÆLL. ÞÚ ERT EKKI MÍN TÝPA.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „EF ÞÚ HEFÐIR EKKI VERIÐ Í FELUM HEFÐI ÉG AUÐVITAÐ EKIÐ HÆGAR.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að vera þakklát fyrir svo margt. VIÐ ERUM ALVEG HÆTT AÐ TALA SAMAN! ERUM VIÐ EKKI BARA UPPISKROPPA MEÐ UMRÆÐUEFNI? MAÐUR ÞARF EKKERT UMRÆÐUEFNI BARA TIL AÐ TALA SAMAN! GRETTIR, ÉG ER LATUR. JÁ, VELKOMINN Í LIÐIÐ! NEI! NEI! KOMDU AFTUR! EÐA BORÐA KÖKU OG HORFA Á SJÓNVARP? JÁ! ÞÚ MÁTT VERA FYRIRLÐI! ÆTTI ÉG AÐ FARA Í RÆKTINA? Act Heildverslun | Dalvegi 16b - 201 Kópavogur | 577 2150 | act@actehf.is RakvélRakvél Lithium rafhlaða Skeggsnyrtir Lithium rafhlaða Alhliða snyrtitæki Lithium rafhlaða Fæst í öllum helstu raftækjaverslunum á Íslandi Ci96S1 – Silk alhliða hár-mótunartæki 25mm klofin töng sem býr til margar tegundir af hárgreiðsl- um, meðalstórar krullur, lausar krullur, bylgjur, mjúka liði. Digital skjár 120-230˚C, hitnar upp á 30 sek., læsing á hitastillir, slekkur sjálfkrafa á sér eftir 60 mín., alþjóðlegur s traumur 120-240V Hárklippa S9600-Remington SILK sléttujárn Digital LCD skjár sem sýnir hitan 150-240˚C Hitnar á 10 sek. Hægt að læsa hitastilli, digital skjár sem sýnir hitastig, alþjóðlegur straumur 120-240V AC 9096 – Remington Silk hárblásari Kraftmikill 2400W hárblásari, AC mo- tor, blæs 140 km/h, kaldur blástur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.