Morgunblaðið - 12.08.2014, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 12.08.2014, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 2014 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Þetta hefur verið svolítið bras í sumar. Menn eru orðnir lang- þreyttir og lítið verið hægt að skreppa í útilegu,“ segir Hugrún Reynisdóttir, bóndi á Kjarlaks- völlum í Saurbæ í Dölum, um hey- skapinn í sumar. Eftir afar erfiða heyskapartíð sunnanlands og vestan í júlímánuði náðu flestir bændur að bjarga sér á milli skúra undir lok mánaðarins og í byrjun ágúst. Á Norðausturlandi var hins vegar góður þurrkur og gátu bændur þar valið sér þá daga til heyskapar sem best hentuðu. Komust loks í útileguna Hugrún og Guðmundur Gunnars- son eru með sauðfjárbú á Kjarlaks- völlum og heyja á nokkrum jörðum. Hugrún segir að þau hafi getað frið- að nokkur tún fyrir beit og nýtt þurrkkafla í júní til að heyja þar. Eftir hremmingarnar í júlí hafi fyrri slætti ekki lokið fyrr en 21. júlí. Þau hafi síðan lokið háarslætti nú í byrj- un ágúst á þeim túnum sem hægt hafi verið að bera snemma á. „Við erum að hirða síðustu rúllurnar,“ segir Hugrún. Þrátt fyrir að heyskapur væri seint á ferðinni gátu Hugrún og Guðmundur farið með góðri sam- visku í útilegu enda segir Hugrún nauðsynlegt að fá smá frí eftir svona sumar. Allt of mikil hey Vegna góðrar sprettutíðar en óþurrka spruttu grös víða úr sér. Hugrún segir að það hafi sloppið ótrúlega vel hjá þeim á Kjarlaks- völlum. „Í lokin slógum við grasið og létum það liggja til næsta þurrkdags svo það myndi ekki spretta úr sér og við gætum nýtt stopula þurrkdaga sem best,“ segir hún. Heyin eru víða mikil að vöxtum vegna þess hversu gras spratt vel í sumar í hlýindum og vætutíð. „Við erum með allt of mikil hey. Það hef- ur allt verið rúllað og pakkað en tím- inn verður að leiða í ljós hvort við getum losnað við eitthvað af því,“ segir Hugrún. Plastið í rúllurnar er dýrt og því er mikilvægt fyrir bændur að selja hey sem þeir ekki nota sjálfir. Hugrún segir að ekki verði slegið meira á Kjarlaksvöllum í sumar. „Við leyfum kindunum að koma inn á túnin og éta ef þær vilja. Þær vilja það helst ef þær halda að þær séu að stelast,“ segir Hugrún. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Saurbær Bændur eru að keyra heim heyrúllum. Víða hefur spretta verið svo góð að fyrir löngu eru komin næg hey til fóðrunar á skepnunum í vetur. Menn nota góða síðsumardaga til að hreinsa túnin. Dýrt fyrir bændur að eiga of mikil hey  Heyskap víða lokið eftir mikið sprettu- og óþurrkasumar Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is „Í fyrsta lagi voru skemmdir á landi í kringum veginn og í öðru lagi var spurning hvort ferðamenn kæmust klakklaust um þjóðgarðinn,“ segir Kári Kristjánsson, aðstoðarmaður þjóðgarðsvarðar í Vatnajökuls- þjóðgarði, um framkvæmdir á veg- inum að Lakagígum. Hann segir að vatnið hafi verið orðið meira en hnédjúpt og þurft hafi að hækka veginn. „Þetta voru ansi margir rúmmetrar,“ segir Kári, en vegarkaflinn sem um ræðir er um það bil 200 metrar að lengd. Kári segir að ráðist hafi verið í framkvæmdirnar í kjölfar þess að lögreglan á Hvolsvelli sektaði ferða- mann sem var á ferð við Lakagíga í Vatnajökulsþjóðgarði í síðustu viku. Viðkomandi keyrði út af veginum þar sem hann ætlaði sér að sneiða framhjá djúpum polli sem var á veg- inum. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu á Hvolsvelli hafa sjö verið teknir fyrir utanvegaakstur í sumar, þar af sex erlendir ferðamenn. „Það er ekki mikið um stórslys á ferðamönnum hér á svæðinu. Það var ekkert í fyrra og ekkert komið hingað til,“ segir Kári um slysatíðni í þjóðgarðinum. Hann vonast eftir því að slysafjöldi haldist óbreyttur áfram. „Það að nokkrir ferðamenn láti lífið á hverju ári er ekki afsakanlegt,“ segir Kári. Utanvegaakstur leiddi til vegafram- kvæmda við Laka  200 m vegarkafli að Lakagígum í Vatnajökulsþjóðgarði lagfærður Ljósmynd/Gísli Sigurðsson Lakagígar Vegurinn að Lakagígum í Vatnajökulsþjóðgarði var lagaður. Ingileif Friðriksdóttir if@mbl.is „Vörur eru endursendar af ýmsum ástæðum, til dæmis gæðamálum,“ segir Þorvaldur H. Þórðarson, fram- kvæmdastjóri inn- og útflutnings- mála hjá Matvælastofnun, en Jón Gerald Sullenberger, eigandi Kosts, skrifaði pistil í Morgunblaðið á laugardag þar sem hann lýsti yfir óánægju sinni með að þurfa að end- ursenda hundabein sem ekki þóttu nægilega vel merkt. Jón Gerald segist hafa leitað til Matvælastofnunar eftir upplýsing- um og farið eftir þeim leiðbeiningum sem honum hafi verið gefnar. Beinin komu frá Mexíkó og meðfylgjandi var umbeðið heilbrigðisvottorð ásamt vörulista með samþykkis- númeri, framleiðslunúmeri nagbein- anna og hafnarbréfi. Þar sem fyrr- nefnt samþykkisnúmer kom ekki fram á umbúðunum var Kosti gert að endursenda vöruna með ærnum til- kostnaði. Jón Gerald sýndi þó fram á það að í öðrum verslunum hérlendis væru fáanleg illa og jafnvel ekkert merkt hundabein þar sem engin innihaldslýsing, hvað þá samþykkis- númer, kæmi fram. „Þetta er mál sem taka þarf til at- Hundabein til athugunar  Eigandi Kosts ósáttur við að þurfa að endursenda hundabein  Framkvæmda- stjóri MAST segir aðila geta kært ákvarðanir stofnunarinnar séu þeir ósáttir Morgunblaðið/Ómar Kostur Eigandinn þurfti að endur- senda 2.740 kg af nagbeinum. hugunar,“ segir Þorvaldur, en hann segist ekki vita hvaða vörur sé um að ræða, hvar þær séu seldar eða hvernig þær hafi verið innfluttar. „Það er nú verið að leita upplýsinga um hvar vanmerktu nagbeinin er að finna. Þá verður brugðist við á við- eigandi hátt ef á þarf að halda,“ segir hann. Þorvaldur bendir þó á að aðilar sem hafi verið í sambandi við Mat- vælastofnun eigi rétt á að kæra mál til viðkomandi ráðuneytis. „Grund- vallarhlutverk MAST er að sjá til þess að lögum sé fylgt,“ segir hann. „Flestir bændur eru komnir með yf- irdrifið af heyjum. Heygæði eru líklega misjöfn, góð hjá þeim sem gátu byrjað snemma en lélegri hjá hinum,“ segir Borgar Páll Bragason, fagstjóri í nytja- plöntum hjá Ráðgjafarmiðstöð landbún- aðarins. Þótt flestir bændur séu komnir með næg hey verða þeir að slá aftur, að sögn Borgars Páls, til þess að hreinsa túnin. Annars fá þeir sinu í túnin næsta vor. Reiknar hann með að einhverjir velji að kosta ekki til plastkaupa fyrir restina og fargi heyjunum. Mikil hey eru vegna góðrar sprettutíðar í sumar en einnig vegna þess að grös spruttu víða úr sér vegna óþurrka eða voru slegin í óþurrkum og hröktust. Niðurstöður heyefnagreininga liggja ekki fyrir en Borgar Páll telur víst að gæði heyjanna séu afar misjöfn. Verða að hreinsa túnin FLESTIR BÆNDUR KOMNIR MEÐ NÆG HEY Spretta Heyi snúið í Borgarfirði. Ástæðuna fyrir því að sam- þykkisnúmer þarf að koma fram á umbúðum vöru segir Þorvaldur einfalda. „Þar eru upplýsingar um starfsstöðina, upplýsingar um að hún hafi leyfi fyrir sölu innan Evrópu og staðfesting á að þessi vara sé unnin undir lögum og reglum Evrópusambandsins.“ Fram kemur í meginskilyrðum fyrir innflutningi á dýraafurðum frá ríkjum utan EES að „varan skal vera merkt með samþykk- isnúmeri viðurkenndu starfs- stöðvarinnar.“ Mikilvægar upplýsingar VERÐUR AÐ FYLGJA Aðalfundur Klakka ehf. 20. ágúst 2014 Aðalfundur Klakka ehf. verður haldinn miðvikudaginn 20. ágúst 2014 að Ármúla 1, 3. hæð, 108 Reykjavík, og hefst fundurinn kl. 16:00. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins árið 2013. 2. Ársreikningur félagsins fyrir árið 2013 ásamt skýrslu endurskoðenda lagður fram til staðfestingar. Ákvörðun um greiðslu arðs og jöfnun taps fyrir síðastliðið reikningsár. 3. Kosning stjórnar. 4. Kosning endurskoðunarfélags. 5. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna. 6. Tillaga stjórnar um að samþykkja starfskjarastefnu Klakka ehf. 7. Önnur mál. Tillögur frá hluthöfum sem bera á upp á aðalfundi skulu vera komnar í hendur stjórnarinnar eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Framboð til stjórnar félagsins skal berast skriflega til stjórnar eigi síðar en fimm dögum fyrir aðalfund. Fundargögn verða afhent á aðalfundardegi frá kl.15:30 á fundarstað. Reykjavík, 12. ágúst 2014. Stjórn Klakka ehf. Klakki ehf. Ármúli 1 108 Reykjavík Sími 550 8600 www.klakki.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.