Morgunblaðið - 12.08.2014, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.08.2014, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 2014 ✝ Baldur Sig-urðsson fædd- ist á Grund í Jökul- dalshreppi í Norður-Múlasýslu 22. maí 1923. Hann lést á Landspít- alanum 2. ágúst 2014. Foreldrar hans voru Sigurður Ágúst Benedikts- son, bóndi á Að- albóli í Jökuldalshreppi, f. 23.8. 1880, d. 28.8. 1928 og Ólöf Vil- helmína Óladóttir, f. 17.10. 1892, d. 3.1. 1944. Systkini Baldurs eru Bene- dikt, f. 14.4. 1918, Óli Jóhannes, f. 20.9. 1919, d. 2.8. 2003, og Ingibjörg, f. 14.4. 1921, d. 4.3. 1922. Baldur giftist hinn 10.4. 1954 Matthildi Finnbogadóttur sem fæddist í Presthúsum í Mýrdal í Vestur-Skaftafellssýslu 21.9. 1922. Sonur hennar er Hörður Ómar Guðjónsson, f. 3.6. 1946, kona hans er Eyrún Anna Ívars- dóttir, f. 3.3. 1949. Dóttir þeirra f. 11.9. 1960, synir hans eru Baldur, f. 1985 og Helgi, f. 1988, barnabörn eru tvö. 6) Hlín, f. 27.1. 1962, maður hennar er Víðir Sigurðsson, f. 14.8. 1960, börn þeirra eru Brynjar, f. 1984, Sigurður, f. 1987 og Berglind Anna, f. 1992, barnabörn eru fimm. 7) Þórdís, f. 27.1. 1962, sonur hennar er Óttar Filipp, f. 1989. 8) Vilborg, f. 14.2. 1963, börn hennar eru Matthildur, f. 1988, og Ágúst Hlynur, f. 1992, barnabarn eitt. 9) Solveig, f. 12.11. 1965, börn hennar eru El- ísabet Björt, f. 1984, og Óskar Steinn, f. 1989, barnabörn eru tvö. Baldur ólst upp á Grund og Aðalbóli í Jökuldalshreppi og flutti 12 ára gamall á Seyð- isfjörð. Hann stundaði nám við Laugaskóla í Reykjadal 1939 til 1941 og flutti síðan til Reykja- víkur. Baldur vann ýmiss konar verkamannavinnu á yngri árum, m.a. við múrverk og bólstrun, og var aðstoðarmaður í prent- smiðjunum Eddu, Blaðaprenti og Odda frá 1961 til ársloka 1993. Útför Baldurs fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 12. ágúst, og hefst athöfnin klukkan 13. er Hildur Ýr, f. 1975, og dóttir Ey- rúnar, stjúpdóttir Harðar, er Margrét Regína, f. 1971. Barnabörn eru níu og barnabarnabörn tvö. Dóttir Baldurs er Þorgerður, f. 13.11. 1948, maður hennar er Vil- hjálmur Guðbjörns- son, f. 4.10. 1947. Börn Baldurs og Matthildar eru: 1) Sigurður Óli, f. 12.9. 1953, dætur hans eru Edda Maria, f. 2000, og Alda Björk, f. 2002. 2) Gísli, f. 9.1. 1955. Kona hans er Ásta Sólrún Guðmunds- dóttir, f. 24.4. 1958. Börn hans eru Sveinn Áki, f. 1985, og Ólaf- ur Freyr, f. 1990. 3) Jóhann Bragi, f. 2.1. 1957, d. 16.5. 2007. Börn hans eru Eygló Auður, f. 1979, Sigurður Baldur, f. 1981, Bjarni, f. 1990, Anika Maí, f. 1992, og Bjartur Hrafn, f. 1999. 4) Kristinn Óskar, f. 2.2. 1958, dóttir hans er Kristín Helga, f. 1982, barnabarn eitt. 5) Heimir, Ó, pabbi minn, hve undursamleg ást þín var. Ó, pabbi minn, þú ávallt tókst mitt svar. Aldrei var neinn svo ástúðlegur eins og þú. Ó, pabbi minn, þú ætíð skildir allt. Liðin er tíð, er leiddir þú mig lítið barn. Brosandi blítt, þú breyttir sorg í gleði. Ó, pabbi minn, ég dáði þína léttu lund. Leikandi kátt, þú lékst þér á þinn hátt. Ó, pabbi minn, hve undursamleg ást þín var. Æskunnar ómar ylja mér í dag. (Þorsteinn Sveinsson.) Elsku pabbi, takk fyrir allt. Minning þín mun lifa lengi, lengi. Þín dóttir, Þórdís. Ég kynntist Baldri fyrir tæp- um 35 árum sem nítján ára stráklingur að heimsækja sautján ára dóttur hans. Í fyrstu heimsókninni var hann á báðum áttum um hvort hann ætti að hleypa mér inn í forstofuna, en fljótlega eftir það var Tunguveg- ur 32 hjá þeim Baldri og Möttu eins og mitt annað heimili og hef- ur verið alla tíð síðan. Við náðum strax vel saman og sennilega hafa austfirsku tengslin hjá okkur báðum hjálpað til, ásamt sameig- inlegum áhuga á mönnum og málefnum úr þeim landshluta. Tengdapabbi var þægilegur í umgengni, rólegur, þolinmóður og yfirvegaður, en alltaf stutt í gamansemina. Ætli besta lýsing- in sé ekki sú að segja að hann hafi verið með góða nærveru. Hann naut sín vel með stórfjölskylduna í kringum sig, ekki síst á stórhá- tíðum þar sem oft var fullt út úr dyrum á Tunguveginum, og þurfti ekki að brýna raustina til að ná athygli barnabarnanna þótt mikið væri í gangi. Hann náði vel til þeirra, rétt eins og ég heyri frá konu minni og systkinunum að hann hafi gert með barnahjörð- ina sína á árum áður. Ég held að ég hafi aldrei heyrt Baldur skammast í neinum þó að ærslin og hamagangurinn gætu reynt á þolrifin. Enda var hann öllu van- ur því hann og Matta eignuðust saman níu börn á tólf árum á sín- um tíma. Baldur var fjölfróður, las mik- ið, fylgdist grannt með þjóðmál- unum og var vel að sér á flestum sviðum. Það var skemmtilegt að spjalla við hann um alls konar málefni, ekki síst það sem sneri að sögu landsins og staðháttum. Honum leiddist ekki að segja sögur. Meðal þess sem tilheyrði jólahaldinu var að fá tengda- pabba til að segja söguna af því hvers vegna ekki mætti spila á jólanótt, og þá skipti engu máli hversu oft hún hafði verið sögð áður. Svo var hann verklaginn, hafði víða komið við á yngri árum, og við nutum oft þekkingar hans á múrverki, en hann starfaði m.a. við það áður en hann hóf ríflega 30 ára starfsferil í prentsmiðjum þar sem hann lauk starfsævinni fyrir rúmum tveimur áratugum. Skjaldbökubúskapurinn var sérstakur kapítuli, en Baldur var með þrjár slíkar á seinni árum og margir ráku upp stór augu þegar þeir sáu í fyrsta skipti þessar framandi skepnur skríða um í girðingunni sinni í garðinum snyrtilega á Tunguveginum. Skjaldbökurnar voru einmitt eitt af síðustu umræðuefnunum á Landspítalanum rétt fyrir and- látið. Þær voru hluti af fjölskyld- unni, og partur af heimsókn til afa og ömmu, síðar langafa og langömmu, var að fara með afa/ langafa niður í kjallara eða út í garð til að kíkja á skjald- bökurnar. Tengdapabbi fylgdist vel með alla tíð og tileinkaði sér það sem til þurfti. Lærði m.a. á tölvu og netið á níræðisaldri. Hann var kominn á 92. aldursár, vissi á lokasprettinum að hverju stefndi og kvaddi sáttur við allt og alla. Hugurinn var skýr til hinstu stundar þó að líkaminn segði stopp. Kveðjustundin er alltaf tregablandin og söknuður allra sem þekktu Baldur Sigurðsson er mikill en þó er mikilvægast að gleðjast yfir lífshlaupi hans og öllu því sem hann miðlaði til sam- ferðafólks og afkomenda. Hvíldu í friði, kæri tengdapabbi, og hafðu þökk fyrir frábær kynni. Víðir Sigurðsson. Nú er sú stund runnin upp elsku afi minn, að leiðir okkar skilja. Allavega í bili. Það eru komin nokkur ár síðan við höfðum tækifæri til að hittast síðast og í gegnum þessi ár hef ég óskað þess af öllu hjarta að geta verið nær þér og ömmu. En lífið gengur á tíðum öðruvísi en mað- ur hefði ætlað og ég veit að þú vissir vel og skildir. En fjarlægðin breytir ekki öllu og það var alltaf gott að geta hringt í þig og spjallað og, þökk sé tækninni, stundum séð. Ég minnist þín með miklum hlýhug og virðingu og ég er stolt og þakklát fyrir það að eiga þig sem afa. Þú varst vís og skyn- samur maður, gæddur miklu jafnaðargeði og alltaf varstu jafn fróðleiksfús og tilbúinn að opna þig fyrir nýjungum. Þú sýndir það til dæmis vel þegar þú tókst þig til og ákvaðst að læra á tölvu og internetið á níræðisaldri. Alla tíð, síðan ég man eftir mér og þangað til fyrir ekki svo löngu, fórstu daglega í gönguferðir nið- ur í Elliðaárdal og engu skipti hvernig viðraði. Hreysti þín var til eftirbreytni og eru minning- arnar um göngutúrana með þér um Elliðaárdalinn óteljandi og dýrmætar og oftar en ekki fórum við nokkur saman með þér, barnabörnin. Hápunkturinn var svo að fá að vaða í Indíánafossi. Þarna fengum við krakkagrísl- ingarnir að njóta náttúrunnar og frelsisins ásamt fjöldamörgum sögum og fróðleiksmolum frá þér. Er heim var komið spiluðum við svo daginn út og inn, bæði við þig og ömmu, og skemmtum okk- ur konunglega. Á laugardögum var svo ævin- týralega gaman að fá að slást í för með ykkur ömmu í Kolaports- ferðir sem enduðu oftast inni á kaffistofunni yfir kleinu, fram- andi málverkum og annað slagið enn meira framandi trúbador. Þú talaðir ekki bara til að tala heldur varst þú maður fárra orða en stórra verka og ég hef ávallt metið þann eiginleika mikils og tek til fyrirmyndar. Okkur barnabörnunum varstu stöðugt innan handar þegar við vorum eitthvað að bralla og ég hef til dæmis ekki tölu yfir öll þau snjóhús sem við byggðum saman fyrir framan Tunguveginn. Mikil var svo kátínan þegar við fengum að verki loknu að kveikja á spritt- kerti inni í snjóhúsinu sjálfu. Þau voru heldur ekki fá skiptin sem við mættum með krakka- skara úr hverfinu til að sýna þeim skjaldbökurnar og þá helst hina alræmdu Sölku Völku, sem við kynntum sem mannætuskjald- böku, og alltaf tókstu vel á móti okkur. Þú tókst öllu með einstakri ró og jafnvægi og varst ætíð blíður og umhyggjusamur. Alltaf stóðstu sem klettur við hlið mér, ásamt ömmu, og veittir öryggi frá blautu barnsbeini. Söknuðurinn er mikill og það er skrýtið að hugsa til þess að þú sért ekki hér lengur en gleðin og einlægnin sem þú barst með þér á meðan þú varst á meðal okkar lifa áfram. Þetta hafa verið ynd- islegir og ógleymanlegir tímar. Takk fyrir samfylgdina elsku afi minn og góða ferð. Matthildur Ingadóttir. Baldur Sigurðsson ✝ Halldóra Krist-jánsdóttir fæddist á Skerð- ingsstöðum í Reyk- hólasveit 8. júní 1920. Hún lést 2. ágúst 2014. Foreldrar henn- ar voru hjónin Kristján Jónsson bóndi, f. 4. apríl 1863, d. 21. júlí 1949, og Agnes Jónsdóttir húsfreyja, f. 28. maí 1879, d. 30. nóvember 1949. Kristján og Agnes gengu í hjónaband á nýársdag 1899 og eignuðust 14 börn, þar af kom- ust 12 til fullorðinsára. Systkini Ingibjargar eru Jón Magnús, f. 1899, Ólafur, f. 1900, Ingólfur, f. 1901, lifði aðeins vikutíma, Ing- ólfur, f. 1902, Guðrún, f. 1903, Elías, f. 1905, Sigurður, f. 1907, Ingigerður Anna, f. 1910, Vil- hjálmur, f. 1912, Halldór, f. 1913, drengur, f. andvana 1918, Halldóra, f. 1920, og Finnur f. 1923. var virk í starfi kvenfélagsins og skógræktarfélagsins. Hún fór skógræktarför til Noregs sum- arið 1952. Árið 1956 flytur hún til Reykjavíkur. Halldóra bjó hjá systur sinni Guðrúnu fyrstu árin í Reykjavík. Þar bjó einnig Ingi- björg systir hennar. Hún vann hjá prentsmiðjunni Hólum, síðar hjá Kassagerðinni og við fisk- vinnu. Ingibjörg og Halldóra ákváðu að leigja saman og bjuggu á tímabili í miðbænum en kaupa síðan hús í Akurgerði 3 og búa þar frá árinu 1961 til ársins 2001. Halldóra eignaðist dóttur, Agnesi Þórunni, árið 1960. Frá 1964 vann hún hjá Pósti og síma sem matráðskona allt til ársins 1980. Halldóra vann eftir það í mötuneyti og á prjónastofunni Lesprjóni til 1987 en þá hætti hún störfum sökum aldurs. Stuttu síðar greinist Halldóra með Alzheim- er-sjúkdóminn. Í lok árs 2001 flytur Halldóra norður til dóttur sinnar og þaðan til Akureyrar á dvalarheimili árið 2005. Hall- dóra var meðlimur í templ- arareglunni og virk í starfi þess. Útför Halldóru fer fram frá Hálskirkju í Fnjóskadal í dag, 12. ágúst 2014, og hefst athöfnin kl. 14. Halldóra fæðist í Skerðings- staðabænum sem byggður var eftir brunann 1907 en flytur 14 ára ömul í það hús sem enn stendur á Skerð- ingsstöðum. Eldri systkinin voru þá flest farin að heim- an. Veturinn 1939– 1940 dvelur hún í Reykjaskóla í Hrútafirði. Hún var í Húsmæðraskólanum að Laugum í Þingeyjarsýslu vet- urinn 1943–1944. Þá vann hún eitt sumar á Hólum í Hjaltadal sem kaupakona. Halldóra vann heima á Skerðingsstöðum og stjórnaði þar búi allt til 1956. Þar bjuggu einnig móðir hennar og faðir, Þórunn Ísleifsdóttir og Halldór lengst af. Systkinin komu einnig oft á sumrin og systkinabörnin voru flest þar á sumrin og jafnvel yfir vetur. Þá sá Halldóra um foreldra sinna allt til dauða þeirra. Halldóra Dóra móðursystir mín var mér sem önnur móðir. Þegar ég var sex ára þá dvaldi ég heilt ár hjá henni og Halla bróður henn- ar á Skerðingsstöðum í Reyk- hólasveit. Þau systkinin tóku við búi afa og ömmu eftir lát þeirra, bæði ógift og barnlaus – þá á besta skeiði lífsins. Þetta ár var Sigfús Halldórsson á Reykhólum og samdi m.a. Litlu fluguna, þar var mikið líf og fjör. Dóra talaði alltaf um þetta ár við mig sem mikinn gleðitíma, mikið um að vera í sveitinni þeirra, hún umsverm- uð, mikill gestagangur og gleði. Á bænum var gömul kona sem hafði fylgt afa og ömmu – Þór- unn, eða Tóta. Hjá Dóru var minn faðmur. Dóra mín var samviskusöm og orðheldin það fór ekkert frá henni sem henni var trúað fyrir. Þjónusta var hennar hlutskipti í lífinu og einnig hennar eðli. Árið 1954 þá bregða þau búi systkinin og Finnur, yngsti bróðirinn, tekur við. Halli og Dóra, ásamt Ingu systur sinni, fá leigt hjá for- eldrum mínum á Langholtsvegi svo Dóra mín var áfram í návist minni. Dóra vann ýmis störf þ. á m. hjá Kornelíusi, skargripa- verslun, en lengst af var hún matráðskona hjá Pósti og síma á Jörfa. Dóra eignaðist hana Agnesi Þórunni, þá orðin fertug. Syst- urnar voru búnar að byggja sér hús í Akurgerði 3, og þar ólu þær Öggu Tótu upp saman. Agga Tóta var þeirra stóra gleði og einnig líflína. Alltaf átti ég hauk í horni hjá henni Dóru minni og vonandi hún hjá mér en hún var ávallt næm á líðan mína. Agga Tóta hitti ástina sína norður í Fnjóskadal, á Hróars- stöðum, og þar eru þau skógar- og ferðaþjónustubændur en ásamt því er Agnes kennari á Stóru-Tjörnum. Agga Tóta og Kristján eiga þrjú börn; Dóru Rún sem á tvö börn og svo Jó- hannes og Guðberg, glæsilegan hóp og hún Dóra var stolt af hópnum sínum. Hún var mikið í sínum eigin heimi síðustu árin vegna síns sjúkdóms en hálfum mánuði áð- ur en hún kvaddi þá heimsótti ég hana og hún sagði er hún sá mig, „Nei ertu komin“ en svo kom tómið í augun. Þannig kvaddi ég hana Dóru mína. Árný Þóra Hallvarðsdóttir. Halldóra Kristjánsdóttir ✝ Valgeir Hann-esson var fæddur þann 30. maí 1926 í Reykja- vík. Hann lést 20. júlí 2014. Foreldrar hans voru Hannes Krist- ján Hannesson og Guðrún Krist- mundsdóttir. Val- geir lærði mál- araiðn hjá Ósvaldi og Daníel 1943-47. Lauk prófi frá Iðnskólanum í Reykjavík og sveinsprófi 1947. Fékk meist- arabréf 1953. Lærði marm- aramálun hjá B. Person. Félagi í MSFR frá 23. febrúar 1947 og í stjórn og framkvæmdaráði SSB 1947-48. Félagi í Málarameist- arafélagi Reykja- víkur frá 15. febr- úar 1953 til dauðadags. Í stjórn þess félags og ýms- um nefndum um árabil. Hóf sjálf- stæðan atvinnu- rekstur í félagi við föður sinn og einn eftir að faðir hans lést. Eftirlifandi kona Valgeirs er Ásdís Svanlaug Árnadóttir, fædd 13. ágúst 1928. Börn þeirra eru Guðrún og hennar maki Björn, Árni og hans kona Sesselja, Hannes og hans kona Guðbjörg og Pétur. Útför Valgeirs fór fram 30. júlí 2014. Mig langar að segja nokkur orð um föður minn og helstu fyrir- mynd, sem lést 88 ára gamall á Hrafnistu, laugardaginn 20. júlí síðastliðinn. Hann var þeirrar náttúru að alltaf hlakkaði hann til einhvers og fékk hinar og þessar dellur, s.s. kvikmyndadelluna þegar hann var sífellt að fara eitt- hvað til að taka 8 mm kvikmyndir, úti í náttúrunni eða af okkur krökkunum á skautum eða skíð- um. Bíladellan var annað mikið áhugamál pabba, en hann og mamma fóru með okkur í útilegur eða upp í skátaskála á Broncón- um, nánast um hverja helgi yfir sumartímann og þá var pabbi glaður og hafði gaman af lífinu. Man ég eftir ófáum sumardögum með honum að þvælast upp um fjöll og firnindi, yfir óbrúaðar ár eða upp brattar brekkur. Síðan var yfirleitt reynt að baða sig í einhverri volgri laug eða gengið upp á næsta fell til að njóta útsýn- isins. Við þurftum nefnilega alltaf að sjá hvað væri á bak við næstu hæð. Forvitnin og ferðaþráin voru honum í blóð borin. Hann var heil- mikill frímerkjasafnari og svo hafði hann mikla unun af músík og þá sérstaklega Benny Goodman og Louis Armstrong, sem hann spilaði hátt þegar svo bar við. Öll þau ár sem ég vann hjá honum var oft skemmtilegt að fylgjast með karlinum taka orðið á vinnustaðn- um og það var alltaf hlustað á hvað hann hafði að segja, enda sögubrunnur er svo bar undir. Þegar hann var kominn á flug hermdi hann eftir Halldóri Lax- ness, sem hann hafði mikið álit á. Aldrei var þá húmorinn langt und- an, þó að hann ætti það til að vera kaldhæðinn. Við alla talaði hann eins, hvort sem þeir voru ungir eða gamlir. Með árunum minnk- uðu síðan ferðalögin, er hann og mamma fundu sér skjól við Apa- vatn. Þar hafði pabbi alltaf nóg að gera, við skógrækt, smíðar og skurðmokstur, en þúfurnar og mýrin breyttust smátt og smátt í skógarlund. Pabbi var mikill fjöl- skyldumaður og fátt þótti honum betra en að hafa okkur börnin, tengdabörnin og barnabörnin hjá sér, þó að hann hafi ekki alltaf ver- ið vel fyrirkallaður. Mest þykir mér til hans koma fyrir hvað hann var mikil tilfinningavera og með stórt hjarta. Hann gat rokið upp yfir smámunum, en þegar mest gekk á stóð hann þétt með sínum nánustu og þeim sem áttu hjarta hans. Höfum við börnin og barna- börnin notið þess í gegnum árin. Má segja að hann hafi yfirleitt verið mjög næmur á tilfinningar og líðan fólks. Fyrir það er ég og mín fjölskylda ævinlega þakklát. Hannes Valgeirsson. Valgeir Hannesson Blómaverkstæði Binna | Skólavörðustíg 12 | Sími: 5613030 ALLAR SKREYTINGAR UNNAR AF FAGMÖNNUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.