Morgunblaðið - 12.08.2014, Síða 4

Morgunblaðið - 12.08.2014, Síða 4
Markaður Þau Paul Ramses og Rosemary Atieno selja vörur til styrktar skólagöngu barna í Afríku. Mikil gleði og ánægja ríkti á höfuðborgarsvæðinu í gær þar sem fólk naut sólarinnar. Fjöldi manns var í miðbænum og töluvert af erlendum ferðamönnum var á kreiki og naut veðurblíðunnar. Talið er að þrjú þúsund manns hafi lagt leið sína á Ylströndina í Nauthólsvík, samkvæmt upplýsingum Óttars Hrafnkelssonar, deildarstjóra hjá Siglunesi. Áfram er spáð góðu veðri í dag og næstu daga þótt hita- stigið lækki örlítið en um þrjúleytið í dag er spáð 17 stiga hita í Reykjavík og heiðskíru. Létt yfir mannlífinu í blíðviðrinu í höfuðborginni og margir á ferli Leikur Atli Þór Ólafsson sýndi listir sínar með leiktæki sínu sem kallast Diablo og hann hefur æft sig á í 3 ár. Krakkar Mikið líf og fjör var í Nauthólsvík þar sem mörg börn skemmtu sér vel. Þrjú þúsund á Ylströndinni Morgunblaðið/Þórður Nauthólsvík Fjöldi gesta lagði leið sína á Ylströndina í góða veðrinu en áætlað er að þar hafi verið um 3.000 manns yfir daginn. 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 2014 Sláturleyfishafar hafa ekki gefið út verðskrár sínar þótt stutt sé í að almenn sauðfjárslátrun hefjist. Þeir sem leggja inn í sumarslátrun vita aðeins hvað þeir fá mikið álag á það almenna verð sem ein- stök sláturhús munu greiða. Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, segir óþægilegt fyrir bændur að vita ekki hvaða verð þeir fá fyrir innleggið. „Hins vegar skiptir það greinina miklu máli að slát- urhúsið fái nógu mörg lömb til að sinna Bandaríkjamarkaði. Þetta er því slæm staða.“ Hann vonast til að sláturleyf- ishafar fari að gefa út verðskrár sínar. Tel- ur að sauðfjárbændur hafi væntingar um hækkanir á afurðaverði en væntanlega ekki miklar. Aðstæður á markaði hafi ekki verið hagstæðar. Nefnir hann að sam- kvæmt gögnum Hagstofu Íslands hafi smásöluverð á lambakjöti lækkað um 5,8% frá júlí 2013. Á sama tíma hafi al- mennt verðlag hækkað um 2,3%. Vita ekki hvað þeir fá fyrir lömbin VERÐSKRÁR EKKI KOMNAR Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Fyrsta sauðfjárslátrun ársins var á Hvamms- tanga í gær. Þar var slátrað um sex hundruð kindum og fer lambakjötið allt ferskt á Bandaríkjamarkað. Sláturhús KVH á Hvammstanga þjónar sælkeraverslunum Whole Foods Markets. Skrokkarnir eru sagaðir niður og sendir með flugi til Bandaríkjanna. Ef allt gengur að ósk- um verður kjötið komið í búðir strax eftir helgi. Vonast eftir aukningu Sláturhúsið hefur sinnt þessum útflutningi í nokkur ár. Fyrsta haustið fóru um 25 tonn af lambakjöti út en útflutningurinn jókst um 30- 50% á ári þar til fyrir tveimur árum að hann var kominn í 200 tonn. Magnús Freyr Jóns- son framkvæmdastjóri segir stefnt að aukn- ingu í 250 tonn. „Við eigum mörg tækifæri inni, svæði og verslanir sem taka ekki kjötið fyrr en í byrjun nóvember. Þess vegna er mikilvægt að hefja slátrun sem fyrst til að koma kjötinu sem fyrst í búðirnar og sem flestar,“ segir Magnús. Hann segir að mjög gott verð fáist fyrir kjötið en bætir því að einnig sé mikið fyrir því haft og sendingarkostnaður mikill. Sláturhús KVH er með sumarslátrun vegna Bandaríkjamarkaðar þrjá mánudaga í ágúst. Sláturfélag Suðurlands slátrar einn dag í næstu viku og áformar að hefja samfellda slátrun 10. september. Bændur fá 140 kr. álag á hvert kíló fyrsta sláturdaginn en 100 krónur í næstu viku. Rúmlega 600 kindum var slátrað í Sláturhúsi KVH á Hvammstanga í gær, þar af 564 lömbum. Meðalvigt skrokka var um 13,6 kg og eru lömbin því heldur léttari en þau sem komið var með fyrsta sláturdag á síðasta sumri. Byrjað að slátra fyrir Bandaríkjamarkað  Lömbin heldur léttari en á síðasta ári á fyrsta sláturdegi á Hvammstanga Morgunblaðið/Ómar Réttir Hauststörfin eru hafin í sveitum landsins þótt ekki sé kominn miður ágúst. Byrjað er að fara með fé í sláturhús, fátt í fyrstu. Sláturhúsin hefja samfellda slátrun undir miðjan september.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.