Morgunblaðið - 12.08.2014, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 12.08.2014, Qupperneq 34
34 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 2014 Árni Blandon arnibl@gmail.com Besta sýningin í Hátíða-leikhúsi Wagners í Bay-reuth þessi árin er aðmínu mati Lohengrin í leikstjórn Hans Neuenfels. Áður en ég sá þessa sýningu í fyrra skiptið var ég talsvert tvíátta: kveið því að horfa á allar þessar rottur eða mýs sem eru í sýning- unni; en á móti kom að ég hlakk- aði mikið til að hlusta á og horfa á Tómas Tómasson túlka Telra- mund. Tómas var fyrsti Íslending- urinn sem landaði stóru hlutverki í Bayreuth. Áður höfðu nokkrir Ís- lendingar tekið þátt í söng kórs- ins, sem er einn allra besti óp- erukór heims. Rottur eða mýs Skilgreining okkar á rottum og músum er venjulega sú að rottur séu stærri en mýs. Hvað á Neuen- fels við með því að sýna allar þess- ar rottur á sviði? Ekki veit ég til þess að Wagner hafi nokkurn tíma minnst á rottur eða mýs í verkum sínum. En hvað gera ekki nútíma- leikstjórar, ekki síst í Þýskalandi: þeir fá einhverja hugmynd og keyra hana í gegnum verk ann- arra. Stundum gengur það upp en þó oftast ekki. Í tilviki Neuenfels ganga hlut- irnir upp, meðal annars vegna þess að stór hluti mannskyns á svo margt sameiginlegt með rottum: lítum bara á hinn stríðshrjáða heim í Mið-Austurlöndum núna og öll glæpaverkin sem þar eru fram- in eftir Arabíska vorið, sem átti að vera svo gott. Tómas sem Telramund Ég hef sjaldan verið eins stoltur af nokkrum Íslendingi eins og þegar ég sá og heyrði Tómas Tómasson túlka Telramund í Bay- reuth. Ekki einasta söng hann frá- bærlega með sinni fallegu rödd, heldur lék hann betur en flestir leikarar; og samleikur hans og Petru Lang sem Ortrud var til fyrirmyndar. Í ár er það Thomas J. Mayer sem túlkar Telramund og gerir hann það mjög vel. Finninn sem tók við af Tómasi í hlutverkinu var mér hins vegar ekki að skapi, fremur stórkarlalegur og klunna- legur leikari. Íslendingar gátu séð til hans í Norræna húsinu í Reykjavík á vegum íslenska Wag- nerfélagsins, þegar sýningin var send út á netinu fyrir tveimur ár- um. Leikskráin Bayreuth er alþjóðlegur lítill bær í ágúst á hverju ári, þar sem Wagneristar hvaðanæva að úr heiminum koma saman til að njóta tónlistar Wagners og sjá upp- færslur á óperum hans. Ef sýning er í höndum lélegs leikstjóra kunna Wagneristar ráð við því: þeir loka bara augunum og hlusta á hina dýrðlegu tónlist. Leikskráin sem fylgir hverju verki er á þrem- ur tungumálum: þýsku, ensku og frönsku, 120 blaðsíðna þykk. Í leikskránni sem fylgir Lohengrin í ár má lesa grein um Wagner og Lohengrin eftir leikstjórann; þar eru einnig tilvitnanir í ritverk Wagners eins og til dæmis hina frægu ritgerð hans „Upplýsingar til vina minna“ (1851) og Sjálfs- ævisöguna. Einnig er vitnað í fræga ritgerð franska ljóðskálds- ins Bauelaire um sýninguna á Tannhäuser í París, sem var mikil hneykslissýning; það var ekki Wagner sem olli því hneykslinu, heldur franskir áhorfendur. Einnig fær fornvinur (og síðar óvinur) Wagners, heimspekingurinn Frie- drich Nietzsche, að komast að í leikskránni; þar er vitnað í grein hans „Fyrirbærið Wagner“, þar sem hann minnist á að forleik- urinn að Lohengrin sé fyrsta dæmið í mannkynssögunni um það hvernig megi dáleiða með tónlist. Þetta sannast á Íslendingum í Hörpu í Reykjavík þegar þessi Rottur og mýs yfirtaka Fáguð Edith Haller sem Elsa von Brabant: Einstök fágun. Túberaður Kóreanski bassa-barítónninn Samuel Youn sem fulltrúi konungsins í Brabant umkringdur rottum. Youn er góður söngvari og einn af föstu söngvurunum í Hátíðaleikhúsi Wagners í Bayreuth. Hann er ekki mikill fyrir mann að sjá en hér hefur tekist að teygja svolítið úr honum með því að túbera á honum hárið. Bayreuther Festspiele/Enrico Nawrath Sýn leikstjórans Hans Neuenfels á óperunni Lohengrin eftir Wagner þykir nýstárleg, en greinarhöfundur telur Neuenfels vera auð- mjúkan leikstjóra sem hafi listræna hæfileika til að sjá bæði skóginn og trén. Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is „Hátíðin í ár verður sérlega fjöl- breytt. Þar verða djass, söngleikir, kabarett og klassísk tónlist í for- grunni,“ segir Ólöf Sigursveinsdóttir, listrænn stjórnandi tónlistar- hátíðarinnar Berjadaga sem haldin verður í sextánda sinn dagana 14. til 16. ágúst í Ólafsfirði. „Þetta er fyrst og fremst klassísk tónlistarhátíð. Með tíð og tíma hefur hún þó sýnt af sér óvæntari hliðar og djassinn er það óvæntasta í ár. Það er náttúrlega mikill fengur að fá Sunnu Gunnlaugs til okkar og við hlökkum rosalega til að heyra djass í Ólafsfjarðarkirkju, sem er alveg æðislegt tónleikahús,“ segir hún. Sunna Gunnlaugs er djasspíanóleik- ari og hefur fengið frábærar mót- tökur víða um heim fyrir tónlist sína. Tríó hennar var einn af fulltrúum Ís- lands á Nordic Cool-hátíðinni í Ken- nedy Center, hefur m.a. spilað í Ósló, London, Bremen, Washington og Rochester. Færist fram um einn dag „Það eru alltaf tvennir tónleikar og svo lokakvöld, þrír viðburðir allt í allt. Þetta er því fremur þétt hátíð. Í þetta skiptið færist hátíðin fram um einn dag. Hún byrjar því í fyrsta skiptið á fimmtudegi og lýkur á laug- ardagskvöldi. Fyrstu tveir viðburð- irnir eru í Ólafsfjarðarkirkju en loka- viðburðurinn verður í menningar- húsinu Tjarnarborg. Sérstakur gestur á lokakvöldinu er Maríus Her- mann Sverrisson, sem hefur verið fastráðinn á söngleikjasviðum er- lendis síðustu tíu árin og mun koma sterkur inn í Þjóðleikhúsinu í gaman- verkinu Spamalot,“ segir Ólöf. „Hallveig Rúnarsdóttir er þó sú sem opnar hátíðina ásamt Hrönn Þráinsdóttur píanóleikara með glæsilegri dagskrá. Hallveig fékk einmitt Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir söng sinn sem Mikaela í Car- men sem sett var á svið af Íslensku óperunni í vetur. Hún mun flytja kabarett og aríur í bland,“ segir hún. Hátíðin vel sótt „Hátíðin er mjög mikilvægur þátt- ur í menningarlífinu hérna fyrir norðan. Mottó hátíðarinnar er „nátt- úra og listsköpun“ og svið hátíðar- innar er einn fallegasti fjörðurinn á landinu. Hér eru einnig frábær tón- leikahús, sem er ein ástæðan fyrir því hversu langlíf þessi hátíð er. Síðan er hér einstaklega músíkalskt fólk sem er mjög traust og sækir Berjadaga reglulega. Bæjarbúar ganga nánast úr rúmum sínum til að búa til pláss fyrir listamennina sem koma hérna fram. Það er mikill velvilji í garð há- tíðarinnar á þessu svæði,“ segir hún. Ólöf segir hátíðina alltaf vera vel sótta en væri gjarnan til í að sjá fleiri innlenda sem og erlenda ferðamenn. „Það er svolítið markmiðið núna og bæklingurinn og allt efnið er þar af leiðandi á ensku. Þeir sem eru að taka hringinn eða eiga leið hjá geta því mögulega staldrað við og stokkið inn á tónleika,“ segir hún. Námskeið fyrir ungmenni „Við bjóðum alltaf upp á námskeið fyrir yngri kynslóðina og Sunna ætl- ar að sjá um þann lið þetta árið. Námskeiðið er í boði Berjadaga og því frír aðgangur. Í fyrra var Hilmar Örn Hilmarsson með tónsmíða- námskeið en Sunna mun í ár hitta börn og ungmenni og kenna þeim í tvo daga. Svo erum við líka alltaf með tónleika á dvalarheimili aldraðra hér í Ólafsfirði, Hornbrekku. Berjadagar fara því aðeins út fyrir mörk tónlistarhúsanna, sem er fín tilbreyt- ing. Það verður auk þess tónlistar- messa á sunnudeginum klukkan 11. Í messunni syngur Jón Þorsteinsson tenór, sem er bæjarmaður hér, og síðan kemur Sigrún Valgerður Gestsdóttir þar fram,“ segir Ólöf að lokum. Morgunblaðið/Þórður Tónlistarfólk Maríus Hermann Sverrisson, Hallveig Rúnarsdóttir, Jón Þorsteinsson, Ólöf Sigursveinsdóttir, Sigrún Valgerður Gestsdóttir, Sunna Gunnlaugs og Hrönn Þráinsdóttir á æfingu fyrir hátíðina Berjadaga á Ólafsfirði. Lyftistöng menningar  Berjadagar haldnir í sextánda sinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.