Morgunblaðið - 12.08.2014, Side 20
20 UMRÆÐANBréf til blaðsins
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 2014
Það er djúpur mis-
skilningur að íslam sé
venjuleg trúarbrögð.
Það er svo miklu
meira og m.a. allt-
umlykjandi valds-
vefur yfir lífi fólksins
í einu og öllu sem það
er svo djúpt innrætt
til að engu er saman
við að líkja, enda
heldur ekkert annað
sem skipulega elur
börnin upp til haturs og kennir að
leiðin til himnaríkis sé að drepa og
þá alla Gyðinga til að byrja með.
Það er ljóst hve lítt fólk gerir sér
grein fyrir þessu og dæmir út frá
einhverjum eigin forsendum og
ímyndunum og skoðar ekki að ísl-
am viðurkennir ekkert nema sjálft
sig, alls ekki trúfrelsi, að marg-
yfirlýst stefna þess er jihad og eig-
in heimsyfirráð, að það sé dauða-
sök að vera ekki íslamisti eða að
efast. Lítið er sagt frá því í ís-
lenskum fréttamiðlum, en við vit-
um um aflimanir Sharia þeirra,
umskurð stúlkubarna og endalaust
ofbeldi sem kostað hefur hundruð
þúsunda mannslífa á aðeins síðustu
árum. Þannig sér heimurinn auð-
vitað íslam þótt söfnuðirnir hér á
landi og sannleiksdeild Íslands-
Palestínu afneiti staðreyndum í
áróðursskyni eins og hentar.
Það er eins og það er
Íslendingar eru gjarnan
umburðarlyndir, en það þarf einn-
ig dómgreind og raunsæi og er
það ekki torsóttara en ella væri að
vera múslimum vorkunnlátur
vegna þess að þeir iðka sjaldnast
slíkt sjálfir? Íslamistar telja sig
betri en aðra og allt þeirra hið
eina rétta. Þannig lýsti imaminn,
hinn alls óskeikuli kórantúlkur og
klerkur Félags múslima á Íslandi,
því opinberlaga yfir að hinsegin
fólk væri réttdræpt hér eins og
alls staðar annars staðar, en eng-
inn hefur spurt hvernig hann
komst til landsins eða fær að vera
hér? Þá lýsti einn helsti forsprakki
Félags múslima á Íslandi því yfir
að hann væri mjög
fylgjandi jihad og í út-
varpi að rétt væri að
handarhöggva alla
þjófa. Þá vitum við
það um hið mikla
ágæti múslima og um
friðsamar svonefndar
trúarpredíkanir þeirra
hér á landi.
Mannréttinda-
frekjugangur
Þessi hinn sami
framámaður músl-
imanna, sem ætti að
þekkja til mikillar mismununar í
heimalandi sínu, gagnrýnir samt
Íslendinga ákaft og segir okkur
hina verstu fordæminga. Þannig
virðir maðurinn mannréttindi okk-
ar eins og skoðana-, mál- og jafn-
vel hugsanafrelsi og þá þjóðfélags-
lega hætti okkar lítils, en vill að
við beygjum okkur undir vilja og
plagsiði hans. Það er auðvitað ekk-
ert óeðlilegt við það í lýðfrjálsu
landi að öllum líki ekki málflutn-
ingur hans eða séu ekki sammála
honum miðað við það sem hann
hefur látið út úr sér, en það er
hins vegar slæmt ef satt er að fá-
leikar einhverra í garð hans og ísl-
ams, sem hann og íslam hafa
væntanlega með öllu sínu skapað
sér sjálf í augum þeirra, hafi leitt
til hótana á borð við hans eigin
rangindi, en illt skapar illt.
Til baka til sælunnar
Hermt er að hann ætli í dóms-
mál við þá sem hann telur halla á
sig. Það er hans lögborni réttur á
Íslandi, en það væri fróðlegt að
vita hvort hið sama gildi fyrir
kristna í heimalandi hans? Ég
þekki manninn ekki og vil honum
auðvitað ekkert illt og hann má
mín vegna trúa því sem hann vill
ef hann hagar sér almennilega á
meðan hann er hér. Það mætti
hins vegar e.t.v. velta því upp, án
þess að vita hvort karlinn hafi
húmor til þess eða hvort það væri
óhætt án einhverra mjög hat-
rammlegra viðbragða að hætti ísl-
ams, að hann yrði spurður að því
þá auðvitað alls hupplega hvers
vegna hann drífi sig ekki aftur til
þeirrar sælu er hann kom frá fyrst
hann er svona óánægður hér, með
okkar menningarheim og okkur
venjulega frjálshugsandi Íslend-
inga?
Hvernig viljum við
að á okkur sé litið?
Það er auðvitað bæði löglegt og
réttmætt að við spyrjum okkur
hvort eða hve langt við viljum
ganga í því að taka á okkur áhætt-
una af íslam og ef við viljum endi-
lega líta á íslam sem trúarbrögð
þá kveður 63. grein stjórnarskrár-
innar á um að trúarbrögð verði að
vera okkur siðræn og trufla ekki
aðra. Viljum við t.a.m. að með út-
hlutun margnefndrar einstaklega
áberandi og glæsilegrar gjafalóðar
til afleggjara höfuðíslamistanna í
Sádi-Arabíu og þá óbeint að styðja
hina blönku Sáda fjárhagslega að
höfuðborgin og Ísland auglýsi ísl-
am sérstaklega eða erum við að
hætta á að vera séð af umheim-
inum og sífjölgandi gestum lands-
ins sem sérstakt stuðningsfólk við
trúarbrögð, sem eru undirstaða
eða réttlæting samtaka, sem flestir
hræðast og eru mörg hver ein
mesta ógn veraldarinnar í dag?
Væri ekki nær fyrir borgina að
hugsa af tillitssemi upp á nýtt og
laga málið aðeins með því að selja
lóð undir moskuna og vonandi
bara friðsama trúariðkun og þá á
miklu minna áberandi stað í ein-
hverju úthverfanna þar sem þeir
angra sem fæsta?
Varúð
Ég hvet fólk að elta ekki ein-
hverja rétthugsun oflátunga held-
ur að hugsa sjálft og vera vel var-
kárt áður en eitthvað verður ekki
aftur tekið og sem við munum allt-
af sjá eftir. Það er auðvelt að finna
upplýsingar um hvernig íslam er í
raun og minni á öll vandamálin
sem skapast hafa á Vesturlöndum
vegna múslima og ættu vítin að
vera til varnaðar. Ég vona svo að
ég verði ekki lýstur réttdræpur
fyrir það að segja stuttlega frá því
sem liggur fyrir og upplýst og allir
með opin augu ættu að sjá.
Er búið að afgreiða moskumálið
endanlega og ekki aftur snúið?
Eftir Kjartan Örn
Kjartansson
Kjartan Örn
Kjartansson
»Erum við sérstakt
stuðningsfólk við
trúarbrögð sem eru
undirstaða og réttlæt-
ing mestu ógnar
veraldarinnar í dag?
Höfundur er fyrrverandi forstjóri.
Getur það hugsast, að við lifum
að mestu í heimi ímyndaðra vanda-
mála? Þetta kemur nú í hugann
minn í blíðviðr-
inu í sumarfríinu,
á sjötugsaldri,
þegar ég sé hve
ævi mín hefur
verið friðsæl í
raun:
Það hafa t.d.
ekki verið nein
teljandi stríð á
Vesturlöndum; ef
undan eru skild-
ar vorleysingarnar í Júgóslavíu er
hún losnaði úr klakaböndum kalda
stríðsins.
Þó nærumst við á dómsdagsspám
um að allt sé að fara til fjandans.
Jafnvel sýnist mér nú, að miðað
við hve vel allt hefur gengið á síð-
ustu öld, hafi heimsstyrjaldirnar
tvær verið meira eins og kvef á
ferli Vesturlanda en raunveruleg
afturför. Á meðan heldur allt að
mestu áfram upp á við: Mannkyn-
inu fjölgar og aukning er á langlíf-
inu, menntuninni, kaupmættinum
og frítímanum. Ef við óttuðumst
ekki stríð, og viðurkenndum sem
eðlilegt ástand, að mannfólkinu á
Vesturlöndum er eðlislægt að
kvabba yfir vinnunni sinni, barna-
uppeldinu og nágrönnunum, hvar
væri þá verkurinn? Ef jafnvel veik-
indi og ellidauði væru álitin þol-
anleg frávik í lífinu?
Þá kæmi í ljós að lífið væri eitt-
hvað ofurkunnuglegt hvorki/né
ástand, sem við erum endalaust að
reyna að gæða spennu með hrak-
spám. Jafnvel harmurinn yfir lengd
dauðans eða missi paradísar gæti
bara verið enn önnur birting-
armynd kvabbsins. Að ekki sé talað
um marga hleypidómafulla hvunn-
dagsumræðuna.
Hvernig er lífið þá í raun? Það
virðist mér í grunninn snúast um
þau meðaltals lífsgæði sem við er-
um meðvituð um, er við lítum yfir
farinn veg síðustu vikurnar og
mánuðina. Og frávikin eru þá líkt
og með heilbrigða hreyfingu lík-
amans; með sinni þreytu, óþæg-
indum og vellíðan.
Líklega er þetta líka raunin þeg-
ar litið er til fyrri samfélaga og til
stríðshrjáðra samfélaga nútímans.
En við erum svo stillt inn á okkar
vestræna lífsstíl, að við eigum firna
erfitt með að gera okkur slíkt í
hugarlund.
Enda er baráttugleðin svo mikil í
okkur, að við erum tilbúin að setja
okkar eigin líf í hættu til að verja
okkur fyrir verulegum efnahags-
legum áföllum; og jafnvel ærumeið-
ingum!
Þetta dettur mér nú í hug, er tal-
ið berst að ófriði í heimi araba og
múslima. Vestræni heimurinn hefur
eldað grátt silfur við þann heims-
hluta um árþúsundir, en þó oftar
verið upptekinn af innbyrðis
landamærastríðum og væringum.
Eitthvað þessu líkt varð mér að
ljóði í síðasta sumarfríi. En það er
nú í fimmtándu ljóðabók minni,
Væringjaljóðum (2014), og heitir:
Dauðinn er ekki hér. En þar segi
ég meðal annars:
En: Ekki fara nú að skrifa um dauð-
ann!
Ráðlagði einhver bókarýnir stúlku;
Voru víst orð í tíma töluð,
Því skáldin eru haldin dauðadellu!
Nú er sumarfríið skínandi
Og kristaltæra sólarloftið
Er eins lyktarlaust og dauðinn;
Og jafn ósýnilegt og bragðlaust;
Og væntanlega þó eins kalt?
En auðvitað skynja dauðir ekki kulda!
TRYGGVI V. LÍNDAL,
skáld og menningar-
mannfræðingur.
Fordómar: ímynduð
vandamál?
Frá Tryggva Líndal
Tryggvi V. Líndal
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein-
ar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam-
skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir
ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla.
Að senda grein
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu
mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn
grein“ er valinn.
Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn
í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að
viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu
notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar-
hringinn.
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma
569-1100 frá kl. 8-18.
Nú geta allir fengið
iPad-áskrift
Skráðu þig í iPad-áskrift á
www.mbl.is/mogginn/ipad/
Heyrðu umskiptin
Fáðu heyrnartæki til reynslu
Það er næstum því sama hvernig heyrnarskerðingu þú ert með og
hvernig lífi þú lifir, því ReSound heyrnartækin, eru vel til þess fallin
að hjálpa þér við að skilja talmál, hafa framúrskarandi hljómgæði
og snjalla þráðlausa tengingu.
Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is
Aukablað alla
þriðjudaga