Morgunblaðið - 13.08.2014, Síða 2

Morgunblaðið - 13.08.2014, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2014 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Mannfólkið í Flatey á Breiðafirði hefur haft gaman af því í sumar hversu gæf krían í eynni hefur verið. Svo gæf að hún hefur beinlín- is nálgast æti með því að grípa með goggi beint úr lófa. Ævar Petersen fuglafræðingur sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að þetta hátterni kríunnar gæfi ekki neina vísbendingu um fæðuskort hjá kríunni. „Þessir fuglar nýta alltaf tækifærin ef þau gefast. Það er að vísu sjaldgæfara með kríurnar en ritur að þær komi og taki við æti úr hendi. Þó kemur það alloft fyrir og fólk hefur ein- mitt verið að leika sér að þessu í Flatey, þegar verið er að slægja,“ segir Ævar. Hann segir að sjómenn þekki það mjög vel úti á sjó að ritur komi og þiggi æti úr hendi, og hafi alla tíð gert. Ljósmyndir/Tryggvi Þormóðsson Ófeimin Krían í Flatey er ófeimin við mannfólkið og nálgast ætið að því er virðist óhrædd á meðan verið er að slægja. Krían gerir sér dælt við mannfólkið í Flatey Lifrarbiti Rita nælir sér í lifrarbita úr lófa lítils hnokka, sem ákveður þó að hafa allan vara á og er með góðan hanska. Veisluborð Kríurnar drífur að á meðan fiskurinn er slægður, enda er kríuvarpið alveg á næsta leiti. Kríur og ritur þiggja æti beint úr lófa Baldur Arnarson baldura@mbl.is Upplýsingar frá fulltrúum þriggja ráðuneyta sem komu fyrir fjárlaga- nefnd í gær gefa tilefni til aukinnar bjartsýni um að markmið um halla- laus fjárlög muni nást í ár. Fulltrúar menntamála-, atvinnuvega- og ný- sköpunar- og umhverfis- og auð- lindaráðuneytis komu fyrir nefndina og gerðu grein fyrir útgjöldum. Þetta er mat Vigdísar Hauksdótt- ur, formanns fjárlaganefndar, sem boðar áfram strangt aðhald í ríkis- fjármálum. Betri staða ýmissa rík- isstofnana en búist var við gefi ekki tilefni til aukinna útgjalda, né heldur um 46 milljarða tekjuaukning ríkis- sjóðs á fyrri hluta árs. Var handbært fé frá rekstri þá jákvætt um 15,9 milljarða, eins og komið hefur fram. „Það verður ráðist í það verkefni að greiða niður skuldir. Við skulum bíða með að ræða hver afgangurinn verður þar til árið er gert upp. En það eru afar jákvæð teikn í fjármál- um þjóðarinnar, þegar þessi tekju- aukning kemur fram,“ segir Vigdís. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins voru lagðar fram upplýsing- ar á fundi fjárlaganefndar sem bentu til þess að samanlögð framúrkeyrsla átján stofnana sem undir ráðuneytin heyra hafi numið 1.650 milljónum á fyrstu átta mánuðum ársins. Eru þá m.a. taldir með þrír framhaldsskól- ar. Skýringarnar greinargóðar Spurð um þessar tölur segir Vig- dís að fulltrúar ráðuneytanna hafi gefið greinargóðar skýringar á því hvers vegna gjöld voru umfram tekjur á fyrri hluta ársins. Það sé að hluta til vegna þess að meiri þungi sé í útgjaldahliðinni á fyrri hluta árs. Niðurstaðan hafi verið sú að hall- inn hjá umræddum stofnunum hafi verið hverfandi. Vegna þessa hafi ekki þurft að kalla til fulltrúa und- irstofanana til að skýra útgjöldin. Nefndin fundar með fjármála- ráðuneytinu í dag og fulltrúum inn- anríkisráðuneytisins, Alþingis og velferðarráðuneytisins 25. ágúst. Spurð hvort raunhæft sé að 20-30 milljarða afgangur verði af rekstri ríkissjóðs þegar árið allt er upp gert, að frádregnum aukafjárveitingum til annarra málaflokka, þar með talið heilbrigðis- og vegamála, segir Vig- dís ótímabært að ræða það nú. Hún segir launaliðinn ekki hafa borið á góma af hálfu fulltrúa ráðuneyta. Vigdís segir stefnuna þá að þetta verði síðustu fjárlögin þar sem fjár- aukalög verði sjálfsagður hlutur. Vísar hún þar til frumvarps sem girða á fyrir framúrkeyrslu. „Það er stefnt að því að ljúka frumvarpi um opinber fjármál, sem fjármálaráðherra lagði fram á síð- asta þingi, fyrir áramót. Fjárlaga- nefnd hefur unnið í frumvarpinu í sumar, fengið umsagnir og er komin vel á veg með að vinna það. Það verð- ur vonandi lagt fyrir þingið í haust þannig að við getum afgreitt það fyr- ir áramót og farið að vinna á grund- velli þess á nýju ári,“ segir Vigdís. Ekki náðist í Bjarna Benedikts- son, fjármála- og efnahagsráðherra. Valgerður Gunnarsdóttir, einn þriggja fulltrúa sjálfstæðismanna í nefndinni, segir skýringar fulltrúa ráðuneytanna sýna að í einhverjum tilfellum sé ekki um framúrkeyrslu að ræða. Það eigi m.a. eftir að taka tillit til sértekna. „Staðan er því betri en hún lítur út fyrir að vera á papp- írunum í dag,“ segir Valgerður. „Jákvæð teikn“ í ríkisfjármálum  Formaður fjárlaganefndar Alþingis segir upplýsingar um útgjöld þriggja ráðuneyta ánægjuefni  Nefndarmenn fengu upplýsingar um 1.650 milljóna halla sem fulltrúar ráðuneytanna leiðréttu Morgunblaðið/Þórður Fundur nefndarinnar Guðlaugur Þór Þórðarson Sjálfstæðisflokki, Vigdís Hauksdóttir Framsóknarflokki, Jón Magnússon og Ólafur Elfar Sigurðsson, ritarar fjárlaganefndar, og Oddný Harðardóttir Samfylkingu. Framkvæmda- stjóri Atlants- hafsbandalags- ins, NATO, And- ers Fogh Ras- mussen, heim- sækir Ísland í dag í boði Sig- mundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Heimsóknin er liður í undirbúningi fyrir leiðtoga- fund NATO sem fram fer í Wales dagana 4.-5. september. Jafnframt er um kveðjuheimsókn fram- kvæmdastjórans að ræða, en hann lætur af störfum í lok næsta mán- aðar. Rasmussen mun m.a. funda með Sigmundi og Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra. Rasmussen í heimsókn Anders Fogh Rasmussen Flugvél lenti harkalega á Tungu- bakkaflugvelli í Mosfellsbæ í gær- kvöld en engin slys urðu á fólki, sam- kvæmt upplýsingum mbl.is. Greint var frá atvikinu á fréttasíðu bæjar- blaðsins Mosfellings á Facebook. Þá nauðlenti lítil flugvél einnig á Reykjavíkurflugvelli í gær vegna vélarbilunar. Engin slys urðu heldur á fólki þar. Þriðja flugvélin nauðlenti við Hveragerði í gær en flugmanni tókst að lenda vélinni á hjólunum, sam- kvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi. Lítið tjón varð á henni og enginn slasaðist. Ljósmynd/Hilmar Gunnarsson Óhapp Flugvélin lenti harkalega á Tungubökkum í gærkvöld. Þrjú flug- óhöpp  Enginn slasaðist

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.