Morgunblaðið - 13.08.2014, Side 4

Morgunblaðið - 13.08.2014, Side 4
SVIÐSLJÓS Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Þessi opnu fangelsi eru mikið framfaraskref og góð þróun í fangelsismálum. Þetta er leið til betrunar fanganna og við búum þá undir að koma út í samfélagið á nýjan leik,“ segir Ari Thor- arensen, varðstjóri fangelsisins á Sogni. Hann hefur starfað sem fangavörður í 28 ár. Fangelsið á Sogni er annað af tveimur opnum fangelsum hér á landi, hitt er á Kvíabryggju. Árið 2012 var fangelsið á Sogni form- lega tekið í notkun og leysti af hólmi fangelsið á Bitru sem hóf starfsemi sína árið 2010. Opið fangelsi felst í því að engar girðingar eru til staðar og fangar ekki læstir inni í klefum sínum yf- ir daginn. Byggingunni er þó læst yfir nóttina. Fangarnir hafa m.a. tækifæri til að vinna og stunda nám en á staðnum er fullbúin kennslustofa. Tækifæri fyrir fanga Ari segir staðinn mjög góðan enda sé náttúran ákaflega falleg í kring. Hins vegar bendir hann á að ekki séu nægjanlega mörg störf í boði fyrir fangana þar. „Skólinn gerir mikið fyrir fangana en við þurfum fleiri störf.“ Á Sogni er hænsnahald, sil- ungaeldi, gróðurhús og mat- jurtaræktun. Öll vinnan í kringum bústörfin er alfarið á herðum fanganna. Auk þess sinna þeir öll- um daglegum störfum allt frá eldamennsku til þrifa á húsnæð- inu. Þá þvo þeir að sjálfsögðu föt- in sín sjálfir. „Margir kunna ekki á þvottavél þegar þeir koma hing- að,“ sagði Ari. Hver fangi sér um afmarkaðan verkþátt. Einn sér um hænurnar, annar um fiskeldið o.s.frv. Sá sem eldar sér einnig um inn- kaupin í búðinni fyrir tiltekna fjárhæð. Hann þarf því að passa upp á að eyða ekki um efni fram. Áhersla á snyrtimennsku Hænurnar eru um tuttugu tals- ins og tveir skrautlegir lands- námshanar. Þær kunna víst vel að meta rúsínur sem gaukað er að þeim þegar þær fá að vappa frjálsar um hlaðið. Ekki er fyr- irhugað að bæta við dýrum eða auka ræktun en úr því gæti þó orðið, segir Ari. Þegar Morgunblaðsmenn bar að garði í gær var verið að sýsla við eitt og annað í sólinni undir heið- skírum himinn í Ölfusinu. „Mikil áhersla er lögð á að hafa allt snyrtilegt á staðnum og sjá fang- arnir allir alfarið til þess,“ sagði Ari. Verið var að slá í kringum bæinn með rafmagnsorfi, þvo bíla og mála húsþökin svo fátt eitt sé nefnt. Búið var að heyja á túnunum við bæinn. Fangarnir tóku víst ekki þátt í því heldur fékk bónd- inn á næsta bæ að heyja. Fyrir utan íbúðarhúsið eru leik- tæki. Frá föstudegi til sunnudags getur fjölskylda og vinir heimsótt fangana, börn eru einnig í þeim hópi. Spurður hvort fangelsið verði stækkað segist Ari ekki búast við því að þessi eining verið stækkuð. Um 20 fangar eru þar hverju sinni. „Ekki er æskilegt að opið fangelsi sé mikið stærri eining en þetta.“ Til að komast í opið fangelsi þurfa fangar að sýna góða og ábyrga hegðun og fylgja settum reglum. Fangarnir geta farið um landareignina að vild. Þá hafa þeir fullan aðgang að símum og tölvum yfir daginn en ber þó að skila þeim yfir nóttina. „Ef þessar regl- ur eru ekki virtar gæti þurft að vísa þeim aftur á Litla-Hraun,“ sagði Ari. Sækja vinnu í sveitina Dæmi er um að fangar sæki vinnu út frá fangelsinu „þeir þurfa þó að uppfylla öll skilyrði til þess“. Allur gangur er á hversu lengi fangar eru í opnu fangelsi, allt frá nokkrum mánuðum til nokkurra ára. Eftir að vist á Sogni lýkur fara flestir fangar á Vernd, áfangaheimili fyrir fanga, og ljúka afplánun þar. Vernd er staðsett í Reykjavík. Þar sækja þeir vinnu. Einnig ljúka sumir fangar af- plánun undir rafrænu eftirliti. Þeir hafa þar til gerðan búnað á sér. Opin fangelsi mikið framfaraskref  Fangar sinna bústörfum í opnu fangelsi á Sogni  Hænsnahald, silungaeldi og matjurtarækt  Gott að veita föngunum kost á skólavist en störfin mættu vera fleiri, segir varðstjóri á Sogni 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2014 „Rigningin hefur dregið mikið úr kraftinum í uppskerunni. Áburðar- efni hafa skolast burt í rigningunni og maður veit ekki hvernig þetta mun þróast,“ segir Sigurbjartur Pálsson, kartöflubóndi á Skarði í Þykkvabæ. Mikið hefur rignt í sumar og hefur það gert kartöflubændum á Suður- landi lífið leitt. „Þetta eiga að vera dagarnir þegar kartöflurnar spretta á fullu. Framhaldið á svo sem allt eft- ir að koma í ljós en þetta verður aldr- ei nema bara þokkaleg uppskera í besta falli.“ Sumarið byrjaði vel hjá kartöflu- bændum, enda var maímánuður hlýr. „Fyrstu kartöflurnar fóru í búðir í byrjun júlí en þær kartöflur voru ræktaðar undir dúk. Sú uppskera var mjög tímanleg og fyrr á ferðinni en oftast áður. Rigningin sem á eftir kom rústaði þessu öllu saman. Óvanalegt er að það rigni svona mik- ið, en eflaust hefur rignt alveg stans- laust í u.þ.b. 50-60 daga í sumar. Næstu dagar og vikur líta ágætlega út, þannig að vonandi batnar ástand- ið eitthvað. Uppskeran þarf nefnilega að hefjast eigi síðar en um næstu mánaðamót. Ekki er hægt að fresta því lengur, vegna hættu á aukinni vætu og kulda,“ segir Sigurbjartur. Bjartsýni fyrir norðan Bergvin Jóhannsson, kartöflu- bóndi á Áshóli og formaður Félags kartöflubænda, segir sumarið hafa verið gott fyrir norðan. „Hérna fyrir norðan hefur þetta verið gott sumar. Kartöflur sem eru ekki ræktaðar undir dúkum eru fyrst núna að koma á markað en ég hugsa að ég taki upp kartöflurnar hjá mér um 20. ágúst. Ég býst við þokkalega góðri upp- skeru.“ isb@mbl.is Rigningin hefur dregið úr kraftinum í uppskerunni  Vonast eftir sólríkum dögum út ágústmánuð Morgunblaðið/Golli Íslenskt Kartöflur ræktaðar undir dúkum komu í búðir í byrjun júlí. Millilandaflug hefur sem kunnugt er slegið öll fyrri met í sumar. Umferðin kallar á mikil umsvif hjá Isavia og dótturfélögum, einkum á Keflavíkurflugvelli og í flugstjórn- armiðstöðinni í Reykjavík. Starfsmenn Isavia í sumar eru alls 1.135 í 1.056 stöðugildum sem er 6,5% aukning frá sama tíma í fyrra. Meðalfjöldi starfsmanna ut- an háannatíma eru að jafnaði 884 í 791 stöðugildum. Sumarstarfs- menn eru alls 283 og langflestir í Keflavík eða alls 254. Þá hafa 14 nýir nemar í flugumferðarstjórn tekið til starfa hjá félaginu en alls starfa um 100 flugumferðarstjórar í flugstjórnarmiðstöðinni í Reykjavík og flugturnunum í Keflavík, Reykjavík og á Ak- ureyri. Farþegafjöldi á Keflavík- urflugvelli í júlímánuði fór í fyrsta sinn yfir 500 þúsund í einum mán- uði sem er 17,8% aukning frá fyrra ári. Það sem af er árinu hafa sam- tals hátt í 2,2 milljónir farþega farið um flugvöllinn eða 20,2% fleiri en 2013. 20 flugfélög halda uppi áætlunarflugi á Keflavík- urflugvelli til 60 áfangastaða beggja vegna Atlantshafsins. Síðastliðinn mánuð var einnig slegið umferðarmet á íslenska flugstjórnarsvæðinu en 14.548 flugvélar lögðu leið sína um svæð- ið, mest 612 á einum sólarhring. Er það mesta umferð sem sést hefur að undanskildum maímánuði 2010 þegar megnið af allri umferð yfir N-Atlantshaf fór þar um vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. 1.135 starfsmenn hjá Isavia í sumar  Aukið millilandaflug kallar á fjölgun Silungaeldi er í myndarlegri tjörn sem er í röltfæri við bæ- inn Sogn. Fyrir nokkrum árum var bæjarlækurinn stíflaður til að slökkviliðið gæti náð í nægjanlegt vatn ef eldsvoði yrði á staðnum, til að uppfylla brunavarnir. Ekki hefur komið til þess að slökkviliðið hafi þurft að ná í vatn í tjörnina. Í þessa tjörn þótti því til- valið að sleppa silungaseiðum. Þar svamla því nú um 300 sil- ungar í tjörninni. Einn fangi sér um að fóðra þá. Silung- urinn er reyktur og bragðast víst mjög vel. Silungaeldi við bæinn BÆJARLÆKURINN STÍFLAÐUR Morgunblaðið/RAX Hænsnahald Ari Thorarensen, varðstjóri á Sogni, inni í hænsnakofanum. Sogn í Ölfusi Snyrtilegt er heim að líta að bænum, nýslegin tún og nýmáluð þök á byggingunum. Fiskeldi Silungaeldi er í tjörninni við bæjarlækinn á Sogni og bragðast vel.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.