Morgunblaðið - 13.08.2014, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 13.08.2014, Qupperneq 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2014 Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is Opið:Mán. - föst. kl. 09-18 Lokað á laugardögum í sumar INNRÉTTINGAR DANSKAR Í ÖLLHERBERGIHEIMILISINS FJÖLBREYTTÚRVALAFHURÐUM,FRAMH- LIÐUM,KLÆÐNINGUMOGEININGUM, GEFAÞÉR ENDALAUSAMÖGULEIKAÁ AÐSETJASAMANÞITTEIGIÐRÝMI. VIÐ HÖNNUMOG TEIKNUM FYRIR ÞIG Komdumeð eða sendu okkur málin af eldhúsinu, baðinu, þvottahúsinu, anddyrinu eða svefnherberginu - og við hönnum, teiknum og gerum þér hagstætt tilboð í glæsilega danska innréttingu í hæsta gæðaflokki og vönduð raftæki á vægu verði. STERKAR OG GLÆSILEGAR ÞITT ER VALIÐ Þú velur að kaupa innréttinguna í ósamsettum einingum, eða lætur okkur um samsetninguna. Að sjálfsögðu önnumst við líka uppsetningu og endanlegan frágang fyrir þá sem þess óska – fullkomin þjónusta, eigið verkstæði. BE TR IS TO FA N Á Fiskideginum mikla á Dalvík um liðna helgi var fyrirtækið Promens heiðrað, en það var stofnað á Dalvík árið 1984, fyrir 30 árum, undir merkjum Sæplasts. Í dag á Promens og rekur 41 verksmiðju í 19 löndum. Starfsmenn eru alls um 3.800 en í verksmiðjunni á Dalvík starfa um 60 manns. Hefð hefur skapast fyrir því á Fiskideginum að heiðra ein- staklinga, starfsemi eða fyrirtæki sem skipt hafa máli fyrir uppbygg- ingu í sjávarútvegi á Dalvík, á öllu landinu eða jafnvel víðar. Sæplast varð þannig til að hópur manna tók sig saman og keypti vélar og tæki til framleiðslu á fiskikerum. Vélarnar voru fluttar til Dalvíkur og starfsemi hófst. Árið 2005 var Pro- mens hf. stofnað og árið 2007 breytt- ist nafn verksmiðjunnar á Dalvík í Promens Dalvík ehf. Svanfríður Jónasdóttir, fráfar- andi bæjarstjóri á Dalvík, heiðraði fulltrúa fyrirtækisins, þá Daða Valdimarsson, framkvæmdastjóra Promens á Dalvík, og Matthías Jakobsson, einn stofnenda Sæplasts, sem var stjórnarformaður frá 1984 til 1997, í heil 13 ár. Promens heiðrað á Fiskidegi  60 manns í verk- smiðjunni á Dalvík Ljósmynd/Helgi Steinar Heiður Daði Valdimarsson og Matt- hías Jakobsson ásamt Svanfríði. Íslenska liðið í opnum flokki heldur áfram að gera vel á Ólympíuskák- mótinu í Tromsö í Noregi. Í gær náðist 2-2 jafntefli gegn Tyrkjum, sem Gunnar Björnsson, forseti Skáksambandsins segir að sé mjög góður árangur miðað við að tyrknesku skákmennirnir hafi verið stigahærri á öllum borðum. Hannes Hlífar Stefánsson vann mjög góðan sigur á fyrsta borði og Hjörvar Steinn Grétarsson og Þröst- ur Þórhallsson gerðu jafntefli með svörtu. Hjörvar var afar nærri því að vinna en Guðmundur Kjartansson tapaði sinni skák. Íslenska liðið hefur nú endurheimt efsta sætið í Norðurlandamótinu þar sem Norðumenn þurftu að sætta sig við slæmt tap, 0,5-3,5, gegn Króötum þar sem Magnus Carlsen tapaði. Ís- lenska liðið hefur 13 stig af 20 mögu- legum. Stelpurnar töpuðu 1,5-2,5 fyrir El Salvador. Lenka Ptacnikova vann, Hallgerður Þorsteinsdóttir gerði jafntelfi en Tinna Kristín Finnboga- dóttir og Elsa María Kristínardóttir töpuðu. Íslenska kvennaliðið hefur 10 stig. Kínverjar eru efstir fyrir lokaum- ferðina eftir sigur á Frökkum. Í kvennaflokknum unnu Úkraínukon- ur afar mikilvægum sigur á Rússum sem eru engu að síður efstir fyrir lokaumferðina. Frídagur er í dag, miðvikudag. Lokaumferðin fer fram á morgun og þá ráðast úrslit mótsins. Lokaumferðin er eftir Ljósmynd/Gunnar Björnsson Tromsö Hjörvar Steinn og Hannes Hlífar stóðu sig vel á ÓL í skák í gær.  Íslenska karlasveitin náði jafntefli gegn sterkum Tyrkjum Karlmaður á sjö- tugsaldri hefur verið kærður fyrir kynferðislega áreitni gagnvart dreng rétt innan við tvítugt. Atvik- ið átti sér stað fyrr í sumar á Húsavík og er málið til rannsóknar hjá lögreglunni á Akureyri. Hvorugur mannanna er búsettur á Húsavík. Að sögn lögreglumanns hjá rann- sóknardeild lögreglunnar á Akureyri gengur rannsókn vel. Verður málið í framhaldinu sent til ríkissaksóknara. Brot sem flokkast undir kynferð- islega áreitni getur falið í sér óviðeig- andi orðalag, brot á blygðunarkennd eða óviðeigandi snertingu. Kynferðisbrot til rannsóknar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.