Morgunblaðið - 13.08.2014, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 13.08.2014, Qupperneq 14
BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Með vaxandi ferðamannastraumi og því aðdráttarafli sem íslenskir jöklar eru fyrir erlenda ferðamenn hefur samkeppni um vinnuafl auk- ist í Austur-Skaftafellssýslu. Hjá Skinney-Þinganesi á Höfn í Hornafirði hefur 60-70 ungmenn- um verið bætt við í humarvinnslu yfir hásumarið og til að mæta af- leysingum. Í fyrra sóttu um 100 manns um þessi störf, en í ár voru umsóknirnar 65. „Ferðaþjónustan blómstrar hér um slóðir og það er mikil eftirspurn eftir vinnuafli. Við finnum fyrir samkeppninni, en það er af hinu góða að nóg atvinna sé á svæðinu,“ segir Ásgeir Gunnars- son, útgerðarstjóri Skinneyjar- Þinganess. Hreinn makríll og átulaus Hann segir að makrílvertíðin hafi gengið mjög vel, en fyrirtækið gerir út tvö skip, Ásgrím Hall- dórsson og Jónu Eðvalds, á upp- sjávarveiðar. „Þetta hefur verið jöfn og fín vertíð, makríllinn sterk- ur og átulaus og nýtingin því mjög góð. Þá skiptir miklu máli að við höfum nánast eingöngu fengið hreinan makríl, en það fer illa með síldina ef hún fæst með makríln- um. Skipin hafa nánast eingöngu verið við veiðar í Hvalbakshalli og aflað vel auk þess sem þangað er stutt að fara frá Höfn,“ segir Ás- geir. Hann segir að menn séu varkár- ir þegar talið berst að sölu- og markaðsmálum. Bann Rússa á inn- flutning frá Noregi og löndum ESB hjálpi trúlega við að halda því verði sem fékkst fyrir makríl- afurðir frá Íslandi í fyrra. Hins vegar muni fiskur frá þessum löndum leita annað og það gæti breytt stöðunni á þeim mörkuðum. „Tíminn á eftir að leiða í ljós hvert þetta skilar okkur,“ segir Ásgeir. Endurnýjuð uppsjávarvinnsla Uppsjávarvinnsla Skinneyjar- Þinganess hefur verið endurnýjuð með nýjum tækjum frá Skaganum á Akranesi. Frumraunin í vinnsl- unni hefur verið á makrílvertíðinni síðustu vikur. Ásgeir segir að smám saman hafi menn sigrast á byrjunarörðugleikum og náð betri tökum á nýrri tækni og tækjum. Tveir bátar fyrirtækisins eru á humarveiðum, Skinney og Þórir, og hefur vertíðin gengið vel, að sögn Ásgeir. Bolfiskkvótar fisk- veiðiársins eru hins vegar upp- urnir og liggja þrír bátar því bundnir við bryggju. Samkeppni um vinnuaflið á Höfn  Makríl- og humarveiðar hafa gengið vel  Varkárni í umræðum um sölu- og markaðsmál Ljósmynd/Bjarni Ólafur Stefánsson Glaðleg í vinnunni Nokkrir tugir ungmenna starfa á sumrin við humar- vinnslu á Höfn. Til vinstri er Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir, en til hægri Agnar Jökull Imsland Arason og Hrafn Logi Hermannsson í bakgrunni. 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2014 Makrílvertíðin hefur gengið vel það sem af er sumri og hefur makríll fengist víða við landið. Ekki er talið að vandkvæði verði á því að selja makríl og minni líkur eru taldar á verðlækkun eftir að Rússar settu innflutningsbann á fisk frá Noregi og löndum Evrópusambandsins. Í mörgum sveitarfélögum er makríll- inn mikil búbót fyrir fólk, fyrirtæki og bæjarsjóði. Sem dæmi má nefna að Vinnslu- stöðin í Vestmannaeyjum bætti um 170 starfsmönnum við í upphafi makrílvertíðar, en makríll, humar og bolfiskur hefur síðustu vikur ver- ið unninn jöfnum höndum. Í fyrra fengu yfir 500 manns yfir 300 millj- ónir króna í greidd laun í Vinnslu- stöðinni fyrir júlímánuð, sem er stærsti mánuður ársins hjá fyrir- tækinu, að sögn Sigurgeirs Brynj- ars Kristgeirssonar framkvæmda- stjóra. Meðallaunin hafa því verið um 600 þúsund krónur í mánuðinum hjá Vinnslustöðinni, til sjós og lands. Um 70 milljónir í útsvar í júlí Sigurgeir segir að launagreiðslur í júlímánuði séu trúlega ívið hærri í ár. Af þessari upphæð fari um 70 milljónir í útsvar til bæjarfélagsins fyrir utan aðra skatta og skyldur fyrirtækisins og einstaklinga. „Það hefur gengið vel að fiska í sumar,“ segir Sigurgeir. „Skipin eru á tvílembingstrolli; Ísleifur er alltaf úti og er notaður sem toghleri á móti Sighvati Bjarnasyni og Kap, sem veiða til skiptis. Þessi veiði- aðferð hefur gengið mjög vel og þó svo að við séum eina íslenska út- gerðin sem notar þessa aðferð er þetta vel þekkt annars staðar. Fær- eyingar eru til dæmis mikið á par- trolli eða tvílembingsveiðum á stórum skipum.“ Lengst af hafa skipin verið við veiðar suður af Eyjum en síðustu daga hafa þau fært sig vestar. Sig- urgeir segir að mikið virðist vera af makríl og hann hafi lengst af verið mjög hreinn, aðeins minni háttar af síld og kolmunna í aflanum. Best veiðist þegar bjart sé og hægviðri, en miður þegar vindur blási og dumbungur sé yfir. Sigurgeir segir að þokkalega hafi gengið að selja afurðir og verð hafi verið viðunandi en stöðugt þurfi að meta stöðuna upp á nýtt. „Þegar við vorum að átta okkur á áhrifum mik- illar kvótaaukningar á makrílveið- um í Norðaustur-Atlantshafi var reiknað með að kaupendur myndu heldur halda að sér höndum í byrj- un vertíðar og verðlækkanir voru yfirvofandi. Menn höfðu ekki áhyggjur af því að þeir gætu ekki selt en hins vegar voru áhyggjur af verðinu. Rússar þurfa sinn makríl Þegar Rússar lokuðu síðan á Nor- eg og Evrópuþjóðirnar breyttist þessi staða og ákveðinni spennu var létt af okkur. Rússar þurfa sinn makríl og munu kaupa af okkur, Færeyingum og Grænlendingum til að tryggja sig. Þeir taka ekki áhætt- una af því að bíða fram á haustið eins og kaupendur ætluðu sér greinilega að gera. Þessar aðgerðir hafa auðvitað mikið að segja al- mennt á fiskmörkuðum og það skýr- ist ekki fyrr en kemur fram á haust- ið hvað gerist á endanum,“ segir Sigurgeir Brynjar. aij@mbl.is Góður gangur á vertíðinni  Vinnslustöðin bætti við um 170 starfs- mönnum  Yfir 300 milljónir í laun í júlí  Vel hefur gengið á tvílembingsveiðum Morgunblaðið/Ómar Garðarsson Makrílvinnsla Marta Möller með sýnishorn af framleiðslunni í Vinnslustöðinni í gærmorgun. Samkvæmt upplýsingum á heima- síðu Fiskistofu er búið að veiða tæplega 80 þúsund tonn af makríl í sumar og því á eftir að veiða um 75 þús. tonn. Vertíðin hófst um miðjan júní og miðað við síðustu ár gæti orðið kraftur í henni út september. Skip sem byggja á aflareynslu eru með mestar aflaheimildir. Þau eru búin að landa 49 þúsund tonn- um og eiga því eftir að veiða 64 þúsund tonn. Vinnsluskip hafa veitt 19 þúsund tonn og skip án vinnslu rúm átta þús. tonn. Á línu og hand- færi hafa veiðst tæplega þrjú þús- und t. Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) gaf í vor út nýja ráðgjöf fyr- ir makrílveiðar í NA-Atlantshafi á þessu ári. Þar var lagt til að heild- arveiðin færi ekki yfir 1.011.000 tonn , en ráðgjöf ársins var áður 890 þúsund tonn. Rússland er stærsta markaðs- landið fyrir makríl frá Íslandi með um 45% hlutdeild, Nígería er í öðru sæti með 20-25%. Búið að veiða um 80 þúsund tonn Morgunblaðið/Ómar Garðarsson Makríll Sandra Dís og Ásta Lilja við vinnu í Ísfélaginu í Vestmannaeyjum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.