Morgunblaðið - 13.08.2014, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 13.08.2014, Qupperneq 19
FRÉTTIR 19Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2014 AFP Gyðingar frá Bandaríkjunum og Kanada, sem hafa ákveðið að gerast innflytjendur í Ísrael, á Ben Gurion- flugvelli í Lod, nálægt Tel Aviv, í gær. Ofsóknir gegn gyðingum hafa færst mjög í aukana í Evrópu síðustu árin, einkum Frakklandi og Þýskalandi. Að sögn Aften- posten hefur gyðingahatur einnig aukist í Noregi ef marka má umfangsmikla könnun. Þar reyndust 15% íbúanna mjög andvíg gyðingum, hlutfallið var 9% í Danmörku en aðeins 4% í Svíþjóð. Fjórði hver Norð- maður segir „slæma hegðun“ gyðinga valda andúðinni. Gerast innflytjendur í Ísrael Kristján Jónsson kjon@mbl.is Íranar hafa nú hætt stuðningi við forsætisráðherra Íraks undanfarin ár, Nuri al-Maliki og samþykkja að flokksbróðir hans, Haidar al-Abadi, taki við. Abadi nýtur einnig stuðn- ings Bandaríkjamanna sem hafa gefið í skyn að verði hann forsætis- ráðherra muni þeir auka stuðning við Íraka. Maliki skipaði í gær hernum, sem óttast var að myndi reyna valdarán að undirlagi Malikis, að hafa engin afskipti af stjórnmálum. Maliki, sem er sjía-arabi, hefur verið sakaður um að bera mikla ábyrgð á þeirri sundrungu sem rík- ir í landinu. Í stað þess að reyna að fá súnní-araba til liðs við sig hafi hann ávallt hyglað sjítum. Fjöldi erlendra ofstækis-múslíma úr ýmsum löndum hefur gengið til liðs við íslamistasamtökin ISIS í Írak og Sýrlandi. Einn þeirra, ástr- alskur borgari, hefur birt á netinu myndir af sér og barnungum son- um sínum í herklæðum og með byssur. Á annarri mynd sést einn sonurinn halda á afhöggnu höfði sýrlensks stjórnarhermanns, litli drengurinn loftar varla höfðinu. Hafa þessar myndir vakið viðbjóð í Ástralíu og víðar um heiminn. Hamas-maður notar gamlan hatursáróður um gyðinga Fleiri dæmi eru um ofstæki ísl- amista og ógeðfelldan málflutning. Aðaltalsmaður Hamas-samtakanna á Gaza, Osama Hamdan, var ný- lega í viðtali hjá CNN-sjónvarps- stöðinni. Sýnt var myndskeið úr ar- abískri sjónvarpstöð þar sem Hamdan fullyrti að allir vissu að gyðingar hefðu það fyrir sið að drepa kristin börn og nota blóðið í ósýrða brauðið sem þeir borða um páskana. Birt var þýðing á ummæl- unum á ensku. Fréttamaður CNN spurði Hamdan ítrekað hvort hann stæði við þessa fullyrðingu (sem mun byggjast á hatursáróðri gegn gyð- ingum á miðöldum í Evrópu), einn- ig hvort þýðingin væri rétt. Hamd- an vék sér ávallt undan að svara. Maliki á útleið í Írak  Afþakkar aðstoð hersins við valdarán Humaima Malik er með hærri laun en nokkur önnur leikkona í heima- landinu, Pakistan, að sögn BBC. En hún hefur samt áhyggjur af því að landar hennar muni ekki allir sætta sig við hana í nýjasta hlut- verkinu. Þar leikur hún í indverskri mynd á móti miklu goði í Bollywo- od, Emraan Hashmi – og þau kyss- ast. Pakistan er íhaldsamt ríki og þar til nýlega voru allir kossar klipptir út úr myndum sem þar voru sýnd- ar. En margar pakistanskar leik- konur hafa ekki staðist freistingar stóru grannþjóðarinnar sem hefur háð nokkrar styrjaldir við Pakist- ana. Pakistanar eru ekki ánægðir og finnst að þær eigi frekar að fá hlutverk í kvikmyndaverum borg- arinnar Lahore í Pakistan sem stundum er nefnd Lollywood. Önnur mikil stjarna, Veena Malik, olli írafári þegar mynd af henni í ögrandi stellingum birt- ist á forsíðu karlatímarits í Indlandi. Það eina sem hún „klæddist“ var stórt tattú á öðr- um framhandleggnum, stafirnir ISI. Þeir standa fyrir hina al- ræmdu og voldugu leyniþjónustu Pakistans sem oft er sögð stýra landinu. En nýlega sást Veena Malik á leið í viðtal við BBC í London, klædd múslímabúrku sem hylur all- an líkamann. Ef til vill var hún að sýna iðrun. kjon@mbl.is Pólitískur koss á hvíta tjaldinu? Humaima Malik  Pakistönsk leikkona kyssir Indverja Fornleifafræð- ingar í Grikk- landi hafa fund- ið grafhaug í rústum borg- arinnar Amfí- pólis frá tím- anum rétt eftir dauða Alexand- ers mikla, 323 fyrir Krist. Er það stærsti haugur af þessu tagi sem fundist hefur í landinu. Ekkert er enn vit- að um það hver var heygður á staðnum en þess má geta að ekki er vitað hvar Alexander var lagður til hinstu hvílu. Antonis Samaras for- sætisráðherra heimsótti staðinn, sem er um 60 km frá borginni Serres, í gær og sagði fundinn einstakan í sinni röð, afar mikil- vægan. Þvermál haugsins er um 500 metrar. kjon@mbl.is GRIKKLAND Fundu haug frá tímum Alexanders Brjóstmynd af Alexander mikla. Suðurver | Mjódd | Glæsibær | Húsgagnahöllin | Smáratorg | Austurver Við hjá Bakarameistaranum ehf. leitum að jákvæðum og metnaðarfullum einstaklingum með ríka þjónustulund til að ganga til liðs við okkur. Í boði eru afgreiðslustörf og þjónusta við viðskiptavini okkar í glæsilegum kaffihúsum og bakaríum okkar sem eru staðsett í Austurveri, Glæsibæ, Húsgagnahöll, Mjódd,Smáratorgi og Suðurveri. Í boði er 100% starf virka daga vinnutími er frá 5-13, 8-16, 11-19. Eining hlutastarf í boði 13-19 Íslenskukunnátta er skilyrði. Sért þú þeim kostum gæddur sem við leitum að, hvetjum við þig að leggja inn umsókn. Atvinnuumsóknir og ferilskrá má senda á netfangið begga@bakarameistarinn.is Bakarameistarinn opnaði sína fyrstu verslun árið 1977 í Suðurveri. Stefna Bakarameistarnans hefur verið allt frá stofnun sú að vera leiðandi smásölufyrirtæki sem býður breitt úrval af brauðum, tertum og bakkelsi, jafnframt því að vera í fararbroddi með nýjungar og öflugt vöru- þróunarstarf. Bakarameistarinn ehf. vill veita viðskiptavinum sínum hraða og góða þjónustu með jákvæðu og metnaðarfullu starfsfólki. Viltu ganga til liðs við okkur? ÁLÞAKRENNUR Viðhaldslitlar Þegar hús eru klædd með „viðhaldsfrírri“ klæðningu er nauðsynlegt að nota „viðhaldsfríar“ þakrennur Rennurnar frá Grövík Verk í Noregi eru gerðar úr 0.9 mm áli og tærast ekki, ryðga né brotna. Fyrsta rennan var framleidd árið 1956 og er enn í notkun. Litir til á lager: Svartar, hvítar, gráar, rauðbrúnar og ólitaðar. Seljum einnig varmaskiptasamstæður, loftræstistokka og tengistykki. Smiðjuvegi 4C Box 281 202 Kópavogur Sími 587 2202 Fax 587 2203 hagblikk@hagblikk.is www.hagblikk.is HAGBLIKK ehf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.