Morgunblaðið - 13.08.2014, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.08.2014, Blaðsíða 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2014 Sumarbrids eldri borgara Þriðjudaginn 31. júlí var spilaður tvímenningur með þátttöku 28 para. Efstu pör voru (prósentskor): Gróa Þorgeirsd. – Kristín Óskarsdóttir 61,3 Guðm. Sigursteinss. – Auðunn Guðmss. 60,9 Þorsteinn B. Einarss. – Baudouin Totin 59,3 Erla Sigurjónsd. – Jóhann Bendiktss. 58,0 Jón Þór Karlsson – Björgvin Kjartanss. 57,0 Fimmtudaginn 5. ágúst var spilað- ur Mitchell tvímenningur með þátt- töku 26 para. Efstu pör í N/S: Björn Péturss. – Valdimar Ásmundss. 57,3 Auðunn R. Guðmss. – Björn Árnason 57,1 Siguróli Jóhannss. – Sigurður Jóhannss. 56,1 A/V Jón Þór Karlss. – Björgvin Kjartansson 57,2 Tómas Sigurjs. – Jóhannes Guðmannss. 53,8 Óli Gíslason – Magnús Jónsson 53,3 Þriðjudagurinn 7. ágúst var síðasti spiladagur í Sumarbridge eldri borg- ara 2014. 26 pör spiluðu tvímening og efstu pör voru þessi: Guðlaugur Nielsen – Pétur Antonss. 61,1 Erla Sigurjónsd. – Jóhann Benediktss. 60,2 Ragnar Björnss. – Ægir Ferdinandss. 58,9 Albert Þorsteinss. – Guðlaugur Sveinss. 58,5 Jón Sigvaldason – Katarínus Jónss. 58,1 Spilað var 10 daga í sumarbridge eldri borgara. Þátttaka var góð og voru oftast um 26-30 pör sem mættu til spilamennsku. Gefin voru bronsstig fyrir árangur og Guðmundur Sigursteinsson var hæstur með 158 bronsstig. Bronsstigahæstu spilarar: Guðmundur Sigursteinsson 158 Auðunn R. Guðmundsson 119 Guðlaugur Nielsen og Pétur Antonsson 83 Erla Sigurjónsd. – Jóhann Benediktsson 80 Öll úrslit og spil er hægt að finna á www.bridge.is/eldri Dregið í þriðju umferð bikarkeppninnar Búið er að draga í þriðju umferð bikarkeppninnar og fór svo að stiga- hæstu sveitirnar spila ekki saman. Átta liða úrslitum á að vera lokið 5. september og spila eftirtaldar sveitir saman: Garðs apótek - Halldór Svanbergsson Lögfræðistofa Íslands - Hipp hopp Halla Málning hf - Gunnlaugur Sævarsson Miðvikudagsklúbburinn - Grant Thornton Feðgar efstir í Sumarbrids Mánudaginn 11. ágúst mættu 20 pör í sumarbrids að Síðumúla 37. Mik- ið var um skemmtileg spil og einnig skemmtilegt fólk eins og ávallt. Feðg- arnir Gísli Steingrímsson og Gabríel Gíslason sigruðu með yfirburðum með 60,35 skori en næsta par fékk 58,7%. Lokastaðan: Gísli Steingrímss. - Gabríel Gíslason 304 Magnús Sverriss. - Eðvarð Hallgrímss. 296 Guðlaugur Sveinss. - Halldór Þorvaldss. 292 Halldór Svanbergss. - Sverrir Þórisson 290 Herman Friðrikss. - Ingimundur Jónss. 287 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| brids@mbl.is Ég hef undanfarinn mánuð verið í síma- sambandi flesta daga við vini mína á Gaza. Besti vinur minn, Ali Abu Afash, bjó í fjög- urra hæða húsi, á þriðju hæð með Shi- rene sem er barna- læknir og dætrum þeirra, Majd og Wajd, tveggja og fimm ára, afi og amma á 2. hæð. Eldri bróðir var á fjórðu hæð með sína fjölskyldu og á fyrstu hæð Muhameð, yngsti bróðirinn með konu og börn. Fyrir hálfum mánuði bættust við þrjátíu manns á fyrstu hæðina, tengdafólk Múhameðs, sem náði að flýja heimili sitt á Norður-Gaza áður en það var eyðilagt. Nú á Ali, dætur hans og stórfjölskyldan ekkert heimili. Guði sé lof, að þau sluppu lifandi áður en heimilið varð fyrir sprengjum Ísr- aelshers. Sömu sögu er að segja af vini mín- um Omari Ferwana, deildarforseta i læknadeild, og fjölskyldu sem ég heimsótti hvað mest í síðustu dvöl á Gaza fyrir hálfu ári. Þau sluppu líka áður en sprengjur eyðilögðu heimili þeirra og búa hjá skyldfólki. Raghad, sjö ára vinkona mín, leikur sér ekki lengur í ról- unni úti í aldingarð- inum hjá afa og ömmu. Hún er líkamlega ómeidd, en hún er reið. Hún vill ganga frá Net- anyahu sem eyðilagði heimili hennar. Þegar þetta er ritað, á hvíldardegi gyðinga, hefur Ísraelsher myrt 450 börn og alls 1922 einstaklinga. Þessar tölur, sem eru síðan í gær, eru hærri í dag vegna áframhaldandi sprengjuárása. Þær fara þess utan hækkandi því að þeg- ar ráðrúm gefst er verið að grafa lík úr rústum og börn og fullorðnir að deyja af sárum sínum á sjúkra- húsum. Þar veldur skorturinn miklu, skortur á lyfjum, lækningatækjum, rafmagni og hreinu vatni. Sprengjuárásir eru gerðar á skóla, skýli fyrir flóttafólk, sjúkra- hús og heilsugæslustöðvar og ekki síst á heimili fólks sem sprengd eru í loft upp og heilu stórfjölskyldurnar þurrkaðar út. Þetta ómennska fram- ferði Ísraelsstjórnar og herforingja hennar er kallað að slá grasið. Þeir segja að það þurfi að slá flötina af og til. Við verðum að geta treyst því að þessir stríðsglæpamenn verði dregnir fyrir dómstól, Alþjóða- glæpadómstólinn. Ef þetta fram- ferði fær að viðgangast refsilaust heldur það áfram og versnar. En kannski er okkur nær að huga að þeim sem lifa? Um 10 þúsund manns liggja eftir særðir, þar af þús- undir barna, mörg örkumla. „Af hverju sé ég ekki neitt og heyri ekki neitt,“ spurði átta ára drengur sem lifði af sprengjuárás á heimili sitt. Og síðan stærsti hópurinn sem slapp ómeiddur, líkamlega, en á ekkert heimili og mun bera sálrænar afleið- ingar árása Ísraelshers um ókomna tíð. Biskup Íslands hefur beðið okkur að biðja fyrir friði og fórnarlömbum stríðsins. Ég segi: Við þurfum ekki að biðja fyrir palestínsku börnunum sem voru myrt af Ísraelsher. Það voru englar á hverju strái sem tóku börnin í fang sér og flugu með þau á svipstundu til himna. Og það er englamergð á Gazaströnd sem vakir yfir börnunum sem lifa og þeim sem liggja særð á sjúkrahúsum. En við þurfum að biðja fyrir Ísr- aelsmönnum. Við þurfum að biðja fyrir forhertum sálum fjöldamorð- ingjanna sem stjórna ríki sem heitir því fallega nafni Ísrael. Þetta ríki vilja þeir kalla Gyðingaríki, enda þótt meira en fimmtungur lands- manna séu Palestínumenn, kristnir og múslimar. Það versta er þó að blanda þessu ríki við gyðingdóm og gyðinga al- mennt. Gyðingar eiga betra skilið og trú þeirra á líka betra skilið en að vera blandað saman við þá ómennsku og botnlausu grimmd sem heimsbyggðin þarf að horfa upp á. Biðjum fyrir Ísrael. Hvort sem við trúum á Guð, einhvern æðri mátt eða okkur sjálf, þá biðjum heitt fyrir því að ráðamenn Ísraelsríkis verði slegnir þvílíku höggi andans, að þeir breytist aftur í manneskjur, einsog þeir fæddust. Biðjum fyrir herfor- ingjunum og stjórnmálamönnunum í Ísrael, að hjarta þeirra mýkist, að þeir hætti að geta hugsað sér að myrða börn og hætti að ala upp kyn- slóð eftir kynslóð af ungu í fólki í Ísrael, í anda kynþáttahaturs og algers miskunnarleysis gagnvart jafnöldrum sínum í næsta húsi. Biðjum fyrir Ísrael Eftir Svein Rúnar Hauksson » Biðjum heitt fyrir því, að ráðamenn Ísraelsríkis verði slegn- ir þvílíku höggi andans, að þeir breytist aftur í manneskjur, einsog þeir fæddust. Sveinn Rúnar Hauksson Höfundur er læknir, formaður Félagsins Ísland-Palestína. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. Glóðarsteiking og gott hráefni – gerir steik eins og steik á að bragðast Barónsstíg 11 101 Reykjavík argentina.is Borðapantanir 551 9555 Hollar vörur úr náttúrunni Íslensk framleiðsla H-Berg efh | S. 565-6500 hberg@hberg.is | hberg.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.