Morgunblaðið - 13.08.2014, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.08.2014, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2014 ✝ Hulda HeiðrúnEyjólfsdóttir fæddist í Sólvangi á Seyðisfirði 30. maí 1919. Hún lést á dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Grund 6. ágúst 2014. Foreldrar henn- ar voru Eyjólfur Jónsson, ljósmynd- ari, klæðskeri og bankastjóri Íslandsbanka á Seyðisfirði, f. 31.10. 1869, d. 29.6. 1944 og Sigríður Jens- dóttir, ljósmyndari og húsmóðir, f. 9.6. 1881, d. 4.5. 1956. Hulda Heiðrún átti fimm systkini og eru þau öll látin. Þau voru Svava, dóttir Eyjólfs af fyrra hjónabandi, Haukur, Axel, Ólöf Hrefna og Garðar. Hulda Heiðrún giftist 12.9. 1942 Halldóri B. Ólasyni frá Ísa- firði, f. 23.12. 1920, d. 20.11. 2007. Foreldrar hans voru Val- gerður Guðnadóttir, f. 23.6. 1890, d. 18.5. 1966, húsfreyja í Skjaldarbjarnarvík og Ísafirði, síðast búsett í Reykjavík og Óli Guðjón Halldórsson, f. 28.12. 1882 á Melum í Árneshreppi, Strandasýslu, d. 29.10. 1961, bóndi í Skjaldarbjarnarvík, síð- ar kaupmaður á Ísafirði og í Reykjavík. Friðrik, f. 2.7. 1981, sambýlis- kona Svava Óskarsdóttir, dóttir þeirra er Sigurlaug Þóra, f. 2013. Fyrir á Friðrik soninn Kormák Hólmstein, f. 2005 frá fyrri sambúð með Katrínu Ólafsdóttur. 3) Sigríður, f. 4.2. 1949, maki Gylfi Þorkelsson, f. 4.6. 1946, dóttir þeirra er a) Ásta Heiðrún, f. 29.7. 1982 sam- býlismaður Sverrir Sig- ursveinsson, dóttir þeirra er Emma Sigríður, f. 2012. 4) Óli Friðgeir, f. 7.11. 1953, sambýlis- kona María Björk Daðadóttir, f. 18.2. 1965, börn þeirra eru: a) Daði Freyr, f. 13.8. 1992, b) Hall- dór Skjöldur, f. 5.11. 1994, c) Bára Björk, f. 6.4. 2007, fyrir átti Óli dæturnar, Lilían Rakel, f. 6.9. 1973, barnsmóðir Ester Sunerit Bragadóttir, og Huldu Heiðrúnu, f. 20.7. 1982, með fv. eiginkonu, Sigríði Ágústdóttur. Hulda Heiðrún ólst upp á Seyðisfirði hjá foreldrum sínum í stórum systkinahópi. Eftir skólagöngu starfaði hún í apó- tekinu hjá Ellerup á Seyðisfirði, en um tvítugsaldur fór hún til Reykjavíkur og vann þar hjá Friðrik Bertelsen og Kristjáni G. Gíslasyni. Eftir að þau Hall- dór hófu búskap og börnin fæddust var hún heimavinnandi húsmóðir en tók jafnframt að sér saumaskap. Eftir að börnin voru uppkominn starfaði hún hjá Efnalauginni Hraða í um 20 ár. Útför Huldu Heiðrúnar fer fram frá Neskirkju í dag, 13. ágúst 2014, og hefst athöfnin kl. 15. Börn Huldu Heiðrúnar og Hall- dórs eru: 1) Eyjólf- ur Rafn, f. 26.8. 1943, d. 18.9. 2001, maki Bjarnveig Borg Pétursdóttir, f. 15.12. 1946, d. 30.9. 2003. Synir þeirra eru: a) Pétur Bergmann, f. 16.4. 1965, d. 24.9. 2007. b) Garðar Rafn, f. 20.8. 1969, maki Guðmunda Björk Matthíasdóttir, þeirra börn eru Þóra Dís, f. 2003 og Eyjólfur Rafn, f. 2010, c) Þorri Freyr, f. 7.2. 1973, sambýliskona Íris Jóna Gunnarsdóttir. 2) Val- gerður, f. 7.7. 1946, maki Helgi H. Steingrímsson, f. 13.3. 1944, börn þeirra eru: a) Halldór, f. 27.11. 1965, maki Bryndís Hann- esdóttir, þau eiga tvær dætur, Helena, f. 2000 og María, f. 2003. b) Margrét Gróa, f. 8.5.1967, maki Sigtryggur Þrá- insson, börn þeirra eru Val- gerður, f. 1994, Helgi, f. 1998, Þráinn, f. 2001. c) Heiðrún, f. 17.2. 1970, sambýlismaður Benedikt Níels Óskarsson, dótt- ir þeirra er Guðrún Margrét, f. 2007. d) Steingrímur, f. 16.8. 1978, sambýliskona Valgerður Arnardóttir, sonur þeirra er Helgi Hólmsteinn, f. 2012. e) Hulda Heiðrún Eyjólfsdóttir var yndisleg, góðhjörtuð, rétt- lát, algjörlega fordómalaus og sá það besta í fólki. Hún var kletturinn í fjölskyldunni, af- skaplega falleg bæði innan og utan, myndarleg húsmóðir, flink saumakona, bókhneigð og mús- íkölsk, hún spilaði yndislega á píanó. Hún var alltaf til staðar ef á þurfti að halda, var glað- lynd og hafði góðan húmor. En fyrst og fremst var hún góð mamma og ég var svo hepp- in að hún var mamma mín. Elsku besta mamma, góða ferð á betri stað þar sem þú hittir pabba, Eyjólf bróður, systkini þín og foreldra. Þín dóttir, Sigríður Halldórsdóttir. Kæra tengdamóðir mín hefur kvatt þennan heim. Ég var ásamt konu minni Sigríði stadd- ur á dvalar- og hjúkrunarheim- ilinu Grund að morgni 6. ágúst sl. Okkur hafði verið gert við- vart um að breyting hefði orðið á líðan hennar nóttina áður, hún lést svo rétt fyrir hádegi í faðmi dóttur sinnar, hægt og friðsælt andlát, hún virtist sofa afslöpp- uð þar sem hún lá í rúmi sínu. Minningar um samverustund- irnar fjölmörgu með henni og Halldóri heitnum hrönnuðust upp þar sem við sátum hjá henni frameftir degi, heimsókn- ir á Framnesveginn, jólaboð og samverustundir í Steinaselinu, bílferðir,. Nú eru þau sómahjón aftur saman. Sumu fólki er eðlislægt að láta öðrum líða vel og þannig var viðmót tengdamömmu sem einkenndist af yfirvegun og vin- semd. Þakkir til framúrskarandi starfsfólks Grundar sem sinnir starfi sínu af alúð. Gylfi Þorkelsson. Það er með mikilli hlýju og virðingu, sem ég vil með nokkr- um orðum minnast tengdamóð- ur minnar, Huldu Heiðrúnar Eyjólfsdóttur, sem ég hef verið svo lánsamur að hafa átt sam- fylgd með frá því að ég sem ungur maður kom fyrst á heim- ili þeirra Halldórs þegar ég kynntist Valgerði dóttur þeirra. Fann ég strax hennar hlýja og jákvæða viðmót, en Dilla, sem hún var jafnan kölluð innan fjöl- skyldunnar og af Seyðfirðing- um, var hæglát kona og hógvær að eðlisfari og einstaklega vönd- uð manneskja. Hún hafði létta lund og heilbrigðar skoðanir og átti þess vegna auðvelt með að vera skynsöm í öllum aðstæð- um. Þessi glæsilega kona var alla tíð styrka stoðin í stórfjöl- skyldunni, sem allir gátu leitað til með sín mál, hvers eðlis sem þau voru. Hulda Heiðrún var fædd á Seyðisfirði og kom hún úr stórri fjölskyldu, systkinin voru sex og á heimilinu í Sólvangi voru mikil umsvif. Faðir hennar, Eyjólfur Jónsson, var bankastjóri Ís- landsbanka á Seyðisfirði í um aldarfjórðung og var bankinn í þeim hluta Sólvangs, sem tengdamóðir mín kallaði „kon- torinn“. Eyjólfur, sem lært hafði klæðskeraiðn í Noregi, rak einnig saumastofu í húsi á lóð Sólvangs og í því húsnæði starf- rækti hann einnig ljósmynda- stofu, en þá iðn hafði hann lært í Danmörku. Móðir Dillu, Sigríð- ur, var einnig lærður ljósmynd- ari frá Danmörku og annaðist hún rekstur ljósmyndastofunn- ar. Á heimilinu í Sólvangi var margt fólk og stýrði Sigríður, móðir Dillu, heimilinu af mikl- um myndarskap. Þetta góða heimili, sem Dilla ólst upp í, hef- ur haft mótandi áhrif og gefið tengdamóður minni þann styrk, sem hún bjó yfir alla tíð. Dilla var mikil sauma- og handavinnukona og var mjög lagin á því sviði, fylgdist vel með tískunni og hafði áhuga á því að skapa og sauma fallega hluti, nokkuð sem í dag væri kallað fatahönnun. Hún virtist geta skapað allt sem til þurfti á heimilinu í þessum efnum. Á há- tíðisdögum, jólum eða við önnur tækifæri voru haldnar fjölmenn- ar fjölskylduveislur á Framnes- vegi og ávallt af miklum mynd- arskap. Fyrir fjórum árum fluttist Hulda Heiðrún á dvalar- og hjúkrunarheimilið Grund þar sem hún naut góðrar umönn- unar og einstakrar hlýju hjá frábæru starfsfólki. Að lokum kveð ég mína góðu tengdamóður með þakklæti fyr- ir alla þá hlýju og vinsemd sem hún sýndi mér og fjölskyldu minni alla tíð. Blessuð sé minn- ing Huldu Heiðrúnar. Helgi H. Steingrímsson. Í dag kveð ég yndislega ömmu mína, Huldu Heiðrúnu Eyjólfsdóttur, eða ömmu á Frammó sem var alltaf stór hluti af mínu lífi. Það er margt sem kemur upp í hugann en þó fyrst og fremst söknuður og þakklæti fyrir allar góðu stund- irnar. Við systkinin vorum svo lánsöm að alast upp í nágrenni við ömmu og afa í Vesturbæn- um. Það var mikill samgangur á milli heimilanna og er ég afar þakklát fyrir að hafa átt hana sem ömmu og vinkonu á mínum uppvaxtarárum. Við amma vor- um alltaf mjög samrýndar og nutum þess að eiga góðar stund- ir saman og er ég afar stolt af því að vera nafna hennar. Amma var afar glæsileg kona, hógvær, hjartahlý, hafði einstaklega góða nærveru og blítt augnaráð. Amma tileinkaði sér heilindi, traust og umburð- arlyndi í öllum samskiptum í sínu daglega lífi. Hún var skemmtilega ákveðin, hreinskil- in og hafði ævinlega skoðanir á hlutunum. Það var ávallt stutt í léttleikann hjá henni og hún var með eindæmum úrræðagóð. Þegar ég var 8 ára fór ég að læra á píanó og fékk ég að æfa mig heima hjá ömmu og afa á gamla píanóið hennar ömmu. Amma settist oft við hlið mér, leiðbeindi mér á sinn yfirvegaða hátt og við nutum þess að spila stundum fjórhent saman. Þá sagði hún mér frá því að hún hefði ásamt Hrefnu systur sinni spilað fjórhent undir þöglu myndirnar í bíóinu á Seyðisfirði en amma lét aldrei mikið yfir því. Hjá ömmu lærði ég að meta gildi klassískrar tónlistar sem ég hef búið að alla tíð síðan. Amma var mikil smekkmann- eskja og lék saumaskapur í höndunum á henni. Hæfileikana hafði hún frá foreldrum sínum en þau ráku saumaverkstæði. Amma hafði næmt auga fyrir hönnun, sniðum og efnisvali og fylgdist vel með tískustraumum. Á menntaskólaárum mínum var ég dugleg að kaupa föt og leitaði álits hjá ömmu og stóð þá ekki á svörum hjá henni. Mamma saumaði með hjálp ömmu „litla svarta kjólinn“ og hönnuðu þær sniðið frá grunni. Mér þykir vænt um þennan kjól og geymi hann vandlega fyrir dóttur mína. Amma tók alltaf virkan þátt í öllum hátíðum og fjölskylduvið- burðum, jafnt stórum sem smáum. Á jólunum voru alltaf krústaðir á boðstólum en það var hefð frá Seyðisfirði. Okkur krökkunum fannst aldrei vera jól nema að fá krústaði og hefur sá siður haldist frá einni kyn- slóð til annarrar. Það var alltaf notalegt að koma við á Framnesveginum. Þá var spjallað saman um líð- andi stund, setið í borðstofunni og spilað rommý og púkk eða horft á góða bíómynd en amma og afi voru þau fyrstu í kringum okkur sem eignuðust mynd- bandstæki og fannst okkur það mikið ævintýri. Amma dvaldi á Dvalarheim- ilinu Grund síðastliðin ár. Hug- ur mömmu hefur öllum stundum verið hjá ömmu og hefur hún verið einstaklega dugleg og nat- in að hugsa vel um hana. Þær voru mjög nánar alla tíð og er sú tryggð og samvera sem hún veitti ömmu þennan tíma ómet- anleg. Amma fylgdist vel með upp- vexti dóttur okkar og mun ég miðla til hennar öllu því góða sem hún kenndi mér. Ég kveð elskulega ömmu mína með mikl- um söknuði og þakklæti í huga fyrir allar yndislegu samveru- stundirnar í gegnum árin. Blessuð sé minning hennar. Heiðrún Helgadóttir. Þegar ég leit á síminn minn miðvikudaginn 6. ágúst sá ég að minnsta kosti 10 „missed calls“. Þetta voru símtöl frá mömmu, pabba og einnig úr heimasíma- num þeirra. Ég hringdi strax til baka og fékk þær sorgarfréttir að amma mín, Hulda Heiðrún, hefði látist í hádeginu. Seinna um daginn hittust börn Huldu Heiðrúnar, makar þeirra og ég og áttum við fallega stund sam- an með prestinum á Grund. Ein setning sem presturinn sagði hljómar enn innra með mér en hún hljóðaði einhvern veginn þannig að núna hefði amma öðl- ast hvíld og frið en á meðan stæðum við ættingjarnir eftir með sorg í hjarta. Það er svo sannarlega góð lýsing hjá prest- inum á þessum aðstæðum. Frá þeim tíma sem ég man eftir mér bjuggu amma og afi á Framnesvegi 62. Þangað fórum við fjölskyldan oft í heimsókn um helgar þegar ég var barn og alltaf voru einhverjar kræsingar sem fylgdu með kaffinu. Fyrir ca 4 árum flutti amma á Grund og líkað vel vistin þar. Heim- sókn á Grund varð því að venju- bundnum rúnti hjá foreldrum mínum og slóst ég einnig með í för öðru hverju þó ég hefði vilj- að að mínar heimsóknir hefðu verið fleiri. Ef það ætti að lýsa ömmu í örfáum orðum þá eru það góður húmor og hreinskilni sem koma upp í huga mér. Það var alltaf hægt að spyrja hana álits því alltaf fengust hreinskilin svör frá henni. Þrátt fyrir að vera orðin 95 ára gömul var húm- orinn alltaf til staðar, þessi ís- lenski kaldhæðnishúmor og þess vegna var oft hlegið þegar farið var í heimsókn til hennar. Ég get ekki annað en minnst líka á aðfangadag þegar ég skrifa þessa minningagrein um ömmu mína, en það var ein- hvern veginn þannig að við fjöl- skyldan áttum ömmu og afa þann dag. Þau komu alltaf til okkar á aðfangadag í kvöldverð. Jólin voru ansi skrýtin þegar afi var látinn og aðeins amma kom en enn skrýtnari verða jólin núna í ár þegar amma er farin. Hún verður vonandi með okkur áfram en á annan hátt. Elsku amma, takk fyrir þann tíma sem við áttum saman, ég trúi því að þú sért komin á góð- an stað með afa og Eyjólfi syni þínum. Þitt ömmubarn, Ásta Heiðrún Gylfadóttir. Í dag þegar ég kveð ömmu mína, Huldu Heiðrúnu Eyjólfs- dóttur, eða ömmu á Frammó, langar mig í örfáum orðum að þakka henni samfylgdina í gegnum árin. Margar minningar koma upp í hugann enda vorum við nánar því ég naut þeirrar gæfu að fá að alast upp í nágrenni við ömmu og afa. Það var alltaf gott að koma á Framnesveginn en þar var oft spjallað og tekið í spil. Púkk varð oft fyrir valinu og var þá fallegi trédiskurinn tekinn fram en spilið var í miklu uppáhaldi. Amma var ákaflega glæsileg kona, fíngerð, með hárið alltaf vel til haft, með falleg blá augu og mildan svip. Hún var nægju- söm, úrræðagóð og röggsöm en umfram allt stillt og hógvær. Þá var hún með eindæmum vinnu- söm og ósérhlífin. Amma hafði gaman af lestri góðra bóka. Þá fékk hún reglu- lega sendan bunka af danska tímaritinu Familie Journal frá Hrefnu systur sinni sem hún las spjaldanna á milli. Amma var dugleg að klippa út uppskriftir úr blöðunum og prófa eitthvað nýtt. Mér er líka ofarlega í huga litla eldhúsborðið. Það var unun að horfa á ömmu leggja á borð, alltaf skyldi vera kaffibolli og undirskál og síðan var veiting- unum komið haganlega fyrir á litlum bökkum á smekklegan hátt. Amma var mikil saumakona og man ég eftir henni við litla borðið með grænu saumavélina sína, einbeitt á svipinn. Hún lagði mikið upp úr því að vanda val á efnum og hafði glöggt auga fyrir góðum sniðum og vönduð- um saumaskap enda fagmann- eskja fram í fingurgóma. Þegar farið var í Vogue með ömmu til að leita að efni sá maður hana oftar en ekki grípa fast og ákveðið í efnin og píra augun á vefnaðinn til að vera fullviss um gæðin. Þegar mamma var að leggja lokahönd á saumaskap- inn var gjarnan farið til ömmu. Þá þurftum við að standa upp á kolli fyrir framan spegil og amma hringsólaði í kringum okkur með títuprjóna í munn- inum að stilla af faldinn. Amma vann í efnalauginni Hraða og leit oft við hjá okkur á Hagamelnum. Hún staldraði aldrei lengi við þar sem hún var alltaf á hraðferð og í minning- unni sé ég ömmu í kápunni sinni með töskuna með litla hand- fanginu á hraðri göngu um Vesturbæinn. Amma hélt heimili á Fram- nesveginum fram yfir níræðis- aldurinn en þá fór hún á Dval- arheimilið Grund. Við fjölskyldan litum oft til hennar. Hún naut þess að spjalla og heyra fréttir af okkur. Þá var gaman að segja henni spaugi- legar sögur og í huga mér ómar dillandi hlátur hennar og augun tindruðu fallega. Hugur ömmu leitaði oftar en ekki til bernsku- áranna á Seyðisfirði. Hún hafði unun af því að segja frá hús- unum, persónum sem lituðu mannlífið og æskuheimilinu Sól- vangi. Oft fylgdi á eftir hversu gott hafi verið að alast upp á Seyðisfirði og leit hún þá dreymin og stolt á gömlu mynd- ina af heimabænum sínum. Þeg- ar við systkinin fórum til Seyð- isfjarðar í fyrrasumar á sólríkum degi fannst okkur við skynja fallega bæinn í gegnum sögurnar hennar ömmu. Ég kveð ömmu mína með söknuði og þakklæti fyrir allar yndislegu samverustundirnar sem við höfum átt í gegnum árin og þá hlýju og vinsemd sem hún sýndi fjölskyldu minni alla tíð. Margrét Gróa Helgadóttir. Nú er hún búin að kveðja okkur, hún amma Dilla, og eftir sitja minningarnar um gömlu hjónin á Framnesveginum. Samverustundir með ömmu og afa á Framnesveginum, þeg- ar foreldrarnir þurftu að skreppa frá, eru nokkuð sem maður minnist með hlýju. Alltaf var tekið á móti fólki með opn- um örmum og allt það sem til var reitt fram. Afi þrammandi um eða á sínum stað í tóbaks- lyktandi sófanum í sjónvarps- herberginu, sem átti síðan eftir að enda niðri í herbergi hjá mér sem unglingi. Amma dró fram spilin, ekki bara eitt heldur mörg, hún virtist kunna alla spilaleiki sem hægt var að grípa til. Það var lagður kapall, spilað míkadó, ólsen ólsen, púkk pen- ingaspilið þar sem spilapening- arnir voru geymdir í gömlu nef- tóbaksdósunum hans afa, gömlu léttu krónurnar. Einhver hafði af alúð safnað saman öllum Tomma og Jenna-þáttunum á spólu sem hægt var að horfa á endalaust. Það var góð rútína á öllu hjá ömmu og afa og svo var maður sóttur. Það eru forréttindi að hafa kynnst jafn ósérhlífinni og al- úðlegri konu og hún amma var. Þegar maður elur upp sín eigin börn er mikilvægt að hafa góðar fyrirmyndir. Þá verður hægt að segja frá þessari konu, sem mátti ekkert láta fyrir sér hafa en gaf þeim mun meira af sér. Á ýmsu gekk þó í lífinu. Það var ekkert verið að taka undir alla vitleysuna, gömlu hjónin höfðu sínar skoðanir og engin ástæða til að hlífa fólki við því. Síðast í vor gerði gamla konan athuga- semdir við það að ég mætti ekki nógu tilhafður í fermingu. Hver mætir í karrígulum buxum á mannamót? Mér eru minnisstæðar gömlu myndirnar af ferðalögum sem þið afi fóruð í, iðulega til sólar- landa, Spánar og Ítalíu, kannski Þýskalands, kallinn sólbrúnn að vanda. Þið leiðist núna á sólar- ströndinni hinum megin, amma Dilla og afi Dínó. Takk fyrir allt elsku amma, hvíldu í friði. Þinn dóttursonur, Steingrímur. Það var bjartur, stilltur og sólríkur dagur og einn af fal- legri dögum sumarsins þegar amma á Frammó kvaddi. Ég þekkti ömmu vel í gegnum tíð- ina enda fórum við fjölskyldan oft í heimsókn til langömmu og langafa á Framnesveginn þegar við komum til Reykjavíkur. Á heimili þeirra var fallegur tré- ruggustóll með útsaumuðum, vínrauðum rósóttum bekk, en stóllinn vakti oft athygli okkar systkinanna og skipst var á að setjast í hann. Ömmu þótti afar vænt um það þegar ruggustóll- inn var færður til hennar á Grund, en hann hafði tilfinn- ingalegt gildi fyrir hana, þar sem hann var hluti af hennar æskuheimili. Síðustu fjögur ár hef ég verið í skóla í Reykjavík og dvalið hjá ömmu og afa. Á þeim tíma hef ég kynnst lang- ömmu minni betur, en ég fór oft í heimsókn til hennar á Grund með ömmu. Amma á Frammó var afar stillt kona, en hafði oft skemmti- legar skoðanir á hlutunum. Hún var smekkmanneskja og var oft áhugasöm um ýmsan fatnað sem ég hafði keypt mér. Hún fylgdist með hvernig mér gekk í skólanum og spurði mig oft hvað ég vildi læra að loknu stúd- entsprófi. Mér þótti afar vænt um þegar ég varð stúdent í vor að það skyldi bera upp á afmæl- isdag ömmu sem þá varð 95 ára og haldin var sameiginleg veisla. Í mínum huga var hún glæsileg, hnyttin og hress. Ég er rík af því að hafa kynnst þessari frábæru konu og mun ávallt eiga um hana góðar minn- ingar. Valgerður Sigtryggsdóttir. Hulda Heiðrún Eyjólfsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.