Morgunblaðið - 13.08.2014, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 13.08.2014, Blaðsíða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2014 EIN ÓVÆNTASTA SPENNUMYND ÁRSINS FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA DWAYNE JOHNSON A BRETT RATNER FILM DISCOVER THE TRUTH BEHIND THE LEGEND Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is Miðasala og nánari upplýsingar LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar 16 16 "Ég hló svo mikið að ég skammaðist mín”!" -Guardian ÍSL. TAL "Þú sérð ekki fyndnari mynd í sumar!" -T.V., Biovefurinn.is L L 12 12 LUCY Sýnd kl. 6 - 8:20 - 10:20 (P) NIKULÁS LITLI Sýnd kl. 3:50 HERCULES Sýnd kl. 8 - 10:10 PURGE Sýnd kl. 10:20 22 JUMP STREET Sýnd kl. 8 AÐ TEMJA DREK... 2D Sýnd kl. 5 POW ERSÝ NING KL. 1 0:20 Kvikmyndin Jersey Boyser byggð á söngleikum hljómsveitina TheFour Seasons, sem gerði garðinn frægan á sjöunda áratug síðustu aldar. Söngleik- urinn hefur gert góða hluti og hefur meðal annars verið sýndur á Broadway í New York frá árinu 2005 og West End leikhúsinu í London og hefur verkið meðal annars unnið til Tony-verðlauna. Frá sviði yfir á tjald Kvikmyndin er sett upp á nokkuð skemmtilegan hátt, en persónur hennar skiptast á því að segja frá. Sagan byrjar í New Jersey árið 1951 þegar ungir drengir af ítölskum ættum með stóra drauma reyna að komast út úr fátækrahverfinu, annars vegar með því að spila tónlist og hins vegar með því að stunda smá- glæpi. Þetta eru þeir Tommy De- Vito (Vincent Piazza), Frankie Valli (John Lloyd Young) og Nick Massi (Michael Lomenda), sem síðar mynduðu The Four Seasons ásamt Bob Gaudio (Erich Berg- en). Sagan segir frá því er þeir klífa metorðastiga tónlistar- bransans og baráttunni við að hrista af sér gamlar syndir. Sagan er byggð á sönnum at- burðum, en Bob Gaudio skrifaði söngleikinn ásamt Bob Crew, upptökustjóra sveitarinnar. Kvik- myndin virðist mjög fersk í byrj- un og leikstjóri hennar, gamli refurinn Clint Eastwood, greini- lega staðráðinn í því að láta kvik- myndamiðilinn gæða söguna lífi sem ekki hefði verið mögulegt á sviði. Þetta gerir hann meðal annars með skemmtilegri klipp- ingu og myndatöku auk þess sem sagan flakkar örlítið fram og aft- ur í tíma. Myndin heldur þó ekki slíkum dampi út alla myndina og þegar leið að lokum hafði sjarmi kvikmyndamiðilsins fjarað út og greinilegt var að um sviðsverk var að ræða þegar litið var til samræðna og framvindu. Christopher Walken góður Fæstir leikarar kvikmyndarinnar stóðu sig neitt sérlega vel og greinilegt var að um óreynda leik- ara var að ræða, þó með einni undantekningu. Christopher Wal- ken fór með hlutverk Gyp DeC- arlo, meðlims Genovese-mafíunn- ar, sem hélt mikið upp á Frankie Valli og hélt yfir honum hlífi- skildi. Walken hefur margsannað hversu góður leikari hann er, þrátt fyrir fjölda lélegra mynda sem hann hefur leikið í, og bar hann höfuð og herðar yfir aðra leikara myndarinnar. Það var nokkuð augljóst að John Lloyd Young er sviðsleikari, en hann hefur leikið Frankie Valli á sviði, og virtist hann ekki alveg ráða við stökkið yfir á hvíta tjaldið. Vin- cent Piazza stóð sig þó vel og þykkur hreimur hans, stælarnir og allt hans fas var virkilega sannfærandi, enda hefur hann að undanförnu farið með svipað hlut- verk í sjónvarpsþáttunum Board- walk Empire. Þrátt fyrir að Clint Eastwood hafi sjálfur ekki farið með hlut- verk í myndinni, heldur einungis leikstýrt og framleitt hana eins og áður segir, tókst honum að troða sjálfum sér í mynd. Í einu atrið- inu sitja félagarnir og horfa á sjónvarpið en þá bregður Eastwo- od fyrir í einhverri myndinni frá því um miðbik síðustu aldar. Skemmtilega narsissískt kameó hjá gamla karlinum. Lögin vel útfærð Kvikmyndin gengur að sjálfsögðu að stóru leyti út á þá tónlist sem í henni má finna, en heyra má lög á borð við „Sherry“, „Walk Like a Man“, „Big Girls Don’t Cry“ og „Can’t Take My Eyes Off You“. Tónlistin er vel útfærð að því leyti að hún fær að njóta sín á eðlileg- um tímapunktum í myndinni. Per- sónur bresta ekki í söng á an- kannalegum stöðum heldur njóta lögin sín er persónurnar eru ein- faldlega á sviði í sögunni. Fram- vinda sögunnar er þó nokkuð gloppótt og oft líða fram stundir án þess að því séu almennilega gerð skil. Að sama skapi er förð- un leikaranna ekki upp á það besta og undir lok myndarinnar, þegar persónurnar eiga að vera orðnar gamlar og gráar, er gam- almennaförðunin ekki viðunandi. Kvikmyndin er í heild ágætis skemmtun þar sem ballöður sjötta, sjöunda og áttunda áratug- arins fá að njóta sín. Myndin nær þó því miður ekki að hrista af sér sviðshrollinn og kvikmyndamiðill- inn bætir ekki miklu við söguna. Söngvarar Sviðsmynd Jersey Boys er nokkuð góð og leikstjóranum tekst vel til við að skapa andrúmsloft sjöunda áratugar síðustu aldar. Söngelskir smákrimmar Sambíóin Egilshöll, Kringlunni, Akureyri og Keflavík. Jersey Boys bbbnn Leikstjórn: Clint Eastwood. Handrit: Marshall Brickman og Rick Elice. Aðal- hlutverk: John Lloyd Young, Erich Bergen, Michael Lomenda, Vincent Pi- azza og Christopher Walken. 134 mín. Bandaríkin 2014. DAVÍÐ MÁR STEFÁNSSON KVIKMYNDIR Bandaríska söngkonan Lana Del Rey hefur nú bæst á lista þeirra listamanna sem hafa ákveðið að afboða komu sína til Ísraels sökum stríðsins sem geisar á Gaza-svæðinu um þessar mundir. Söng- konan hugðist koma fram á tónleikum í Tel Aviv hinn 20. ágúst næstkomandi. Í yf- irlýsingu kemur fram að ekki verði af tónleikunum sökum þess að nýtilkomin herlög í landinu kveði á um að ekki megi halda sam- komur þar sem fleiri en þús- und manns komi saman hverju sinni, en viðburð- urinn átti að vera heldur stærri en það. Auk þess fannst aðstandendum tónleikanna ekki rétt að halda slíkan viðburð þegar stríðsástand ríkti. Lana Del Rey er þar með komin í hóp listamanna á borð við Neil Young, Backstreet Boys og CeeLo Green. Afboðun Stríðið fælir Lönu Del Rey frá Ísrael. Söngkonan Lana Del Rey afboðar komu sína til Ísrael Chet-klúbburinn heldur sína fyrstu tónleika í kvöld í tónleikasal Hann- esarholts, Hljóð- bergi, og hefjast þeir kl. 20.30. Chet- klúbburinn er hóp- ur tónlistarfólks sem hefur mikinn áhuga á þeirri tón- list sem Chet Baker flutti á ferli sínum og þeirri stemningu sem einkenndi hann, skv. tilkynningu. Í Chet-klúbbnum eru Silva Þórð- ardóttir söngkona, Ragnhildur Gunnarsdóttir tromp- etleikari, Anna Gréta Sigurðardóttir píanóleikari, Þórð- ur Högnason kontrabassaleikari og Matthías Hemstock trommuleikari. Chet Baker var meistari í því að flytja tónlist á lágstemmdum nótum en jafnframt með mjög sterkri persónulegri túlkun, segir í tilkynningu. Liðs- menn Chet-klúbbsins hafa valið sín uppáhaldslög fyrir tónleikana í kvöld, m.a. „Every time we say goodbye“, „Do it the hard way“ og „Ím old fashioned“. Hópurinn Fyrstu tónleikar Chet-klúbbs- ins verða haldnir í kvöld í Hannesarholti. Sameinast í áhuga á Chet Baker

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.