Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.08.2014, Qupperneq 11
Ljósmynd/Pétur Halldórsson
Verulega sér á birkiskógum á Al-
menningum við Þórsmörk eftir
sauðfjárbeit í sumar. Sumstaðar eru
tré uppnöguð og munu með áfram-
haldandi beit eyðast. Þetta kemur
fram í frétt sem birt var í vikunni á
vefsetri Skógræktar ríksins.
Haft er eftir Hreini Óskarssyni
skógarverði á Suðurlandi að mest sé
þetta áberandi þar sem tilbúinn
áburður hafði verið borinn á land.
Almennt sjái lítið á eldri skógi nema
að neðstu greinar hafi verið nagaðar
upp til agna.
Hreinn segir að fé hafi víða farið
um Almenninga í sumar og eitthvað
slæðst yfir á Þórsmörk. Féð haldi
sig mest í uppgræðslusvæðum og
landi sem er lítt gróið þar sem það
étur nýgræðing.
Birki hafi á síðustu 20 árum
breiðst út mjög víða um Almenn-
inga. Áframhaldandi friðun myndi
stuðla að mikilli útbreiðslu birkis á
Almenningum. Með þessu gæti land-
ið staðist betur áföll vegna ösku og
annarra eyðandi afla.
ALMENNINGAR
Skemmdir í
skógrækt
24.8. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11
Alls fjörutíu einbreiðar brýr eru eft-
ir á Hringveginum. Hjá Vegagerð-
inni hefur nokkur áhersla verið lögð
á að breikka þessar brýr eða smíða
nýjar í þeirra stað. Hefur brúm
þessum, sem þykja vera skyldagildr-
ur og ekki í samræmi við kröfur
dagsins í dag, því fækkað jafn og
þétt síðustu árin.
Sé leiðin um landið þrædd rétt-
sælis út frá Reykjavík þá er staðan
góð á Vesturlandi og norður um.
Fyrsta einbreiða brúin sem komið er
að er yfir Reykjadalsá í Suður-Þing-
eyjarsýslu, það er rétt áður en ekið
er upp á Mývatnsheiði. Þegar á
Austurland er komið tekur svo hver
einbreiða brúin við af annarri, þær
eru til dæmis margar í Lóni og Suð-
ursveit. Miðað við hringferð er brúin
á Jökulsá á Sólheimasandi síðust.
Á síðasta ári byggðu menn úr
vinnuflokki Vegagerðarinnar nýja
tvíbreiða brú yfir Aurá, skammt frá
Lómagnúpi. Brýrnar yfir Skeiðar-
ársand eru einbreiðar með útskot-
um. Önnur er þó raunin með brúna
yfir Hornafjarðarfljót. Hún er bæði
löng og mjó, en komið er á áætlun að
reisa nýja í hennar stað og hafa því
verkefni verið markaðar fjárveit-
ingar.
HRINGVEGURINN
Brúin yfir Jökulsá í Lóni er einbreið, verður þó sjálfsagt breikkuð í fyllingu tím-
ans, enda eru svona mannvirki slysagildrur og ekki í samræmi við kröfur í dag.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
40 einbreiðar brýr
Þessi ár hér fyrir austan fjallhafa verið góð, en nú taka viðný og spennandi viðfangs-
efni,“ segir sr. Sveinn Valgeirsson
prestur á Eyrarbakka. Hann tekur
nú í septemberbyrjun við embætti
prests við Dómkirkjuna í Reykjavík
eftir að hafa þjónað eystra frá árinu
2008. Áður var hann sóknarprestur
vestur á fjörðum í tæp 13 ár, þjón-
aði þá Barðaströnd, Bíldudal og
Tálknafirði og sat á síðastnefnda
staðnum.
Sjónvarpsstjarna
Sveinn varð þjóðkunnur árið 2002
þegar hann bar sigur úr býtum í
spurningaeinvíginu Viltu vinna
milljón, frægum sjónvarpsþáttum á
Stöð 2. „Einhverjir virðast enn í dag
muna vel eftir þessum þáttum og ég
get illa vikist undan því að hafa
komið þar fram,“ segir Sveinn og
hlær. Sigursæl þátttaka í þáttunum
skilaði honum fimm milljónum kr.
inn á reikninginn, peningum sem
var auðvelt að koma í lóg.
„Ríkið tók einhver ósköp í skatta,
ég borgaði upp námslánin mín,
Tálknafjarðarkirkja fékk smáræði
og restina gat fjölskyldan notað til
að gera sér dagamun.“
Gott og raunsætt fólk
Í kalli Eyrarbakkaprests eru þrjár
kirkjur, það er Eyrarbakki, Stokks-
eyri og Gaulverjabær í Flóa. Sál-
irnar á svæðinu eru ríflega 1.200 –
um 500 manns í sínu hvoru þorpinu
og svo um 200 í sveitinni.
„Hér býr gott fólk, raunsætt með
báða fætur á jörðinni og með mikinn
metnað fyrir hönd síns byggðarlags
enda vel meðvitað um þá ríku sögu
sem er á þessum stöðum. Það eru
forréttindi að hafa kynnst því,“ seg-
ir Sveinn sem hefur messað þriðju
til fjórðu hverja helgi í hverri
kirkju. Fermingarbörn hvers árs
hafa gjarnan verið 15–20 og fjöldi
jarðarfara á svipuðu róli.
„Það sem hefur gert starfið hér
skemmtilegt er ekki síst samneytið
við fólkið. Flestir þekkjast og hér í
búðinni og nú í félagsheimilinu hafa
verið nánast fastar samkomur á
morgnana þar sem fólk lítur við og
fer yfir málefni dagsins. Það sam-
félag er öllum mikils virði.“
Boðskapur leggur línur
Veturinn 2012 til 2013 þjónaði sr.
Sveinn í afleysingum við Dómkirkj-
una í Reykjavík og hefur því nokkra
reynslu af því starfi, sem hann tek-
ur formlega við nú. „Dómkirkjan er
í senn sóknarkirkja fólksins í 101,
hún hefur ákveðið hlutverk sem
miðborgarkirkja og er svo kirkja
biskupsins yfir Íslandi og þar af
leiðandi þjóðarhelgidómur. Starfið
helgast auðvitað nokkuð af því, en
líka hinum almennu störfum, svo
sem messuhaldi, fermingarfræðslu,
giftingum og fleiru slíku. Þá leitar
fólk mikið til kirkjunnar þegar það
er komið í öngstræti með sín mál –
og hefur lítið dregið úr þeim þætti í
starfi presta.“
Sveinn við að þrátt fyrir að marg-
ir kjósi að standa utan kristinna
safnaða og sumir telji að áhrif krist-
innar trúar í samfélaginu eigi að
fara dvínandi skipti kirkjan fólkið
miklu máli, ekki síst þegar á reynir.
Þá leggi boðskapur hennar línurnar
og hafi haft mikil áhrif á þá gerð
þessa samfélags okkar.
EYRARBAKKI
Milljónaprestur í Dómkirkjuna
Spjall á förnum vegi við bensínstöð á Eyrarbakka. Sr. Sveinn Valgeirsson sókn-
arprestur, t.h., og Haukur Jónsson útgerðarmaður fara yfir mál líðandi stundar.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Í hverju byggðarlagi landsins eru fallegar kirkjur. Á Stokkseyri er kirkjan í miðju
þorpinu og boðskapur trúar á vissan hátt áttaviti og hringsjá fólksins.
Starf í skólum landsins hefst öðrum hvorum megin
við helgina. Starf Menntaskólans á Akureyri hefst þó
ekki fyrr en 15. september. Skráðir nemendur í vet-
ur verða um 750, sem er svipað og undanfarin ár.
Akureyri
Grundarfjarðarbær stendur nú fyrir ljósmyndasamkeppni.
Fólk að störfum er þema keppninnar í ár. Tilgangur þessa
er að bærinn hafi úr myndum að moða við kynningarstarf
og einnig að vekja áhuga bæjarbúa á myndasmíðum.
Grundarfjörður
Ármúla 24 • S: 585 2800
CONIA COPPER
Danmark
Opið laugardag kl. 11:00 – 16:00. www.rafkaup.is