Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.08.2014, Blaðsíða 15
* Barnið á að prófa töskunaáður en hún er keypt.
* Það þarf að prófa töskunabæði í útifatnaði og án hans.
* Taskan á að vera á bakinu, ekki liggja árassinum.
* Hún á að fylgja hrygg barnsins, alla leið.
* Hún á alls ekki að vera of stór og áekki að vega þyngra en kíló þegar hún er tóm.
* Taskan, fyrir utan hugsanleganflöskuhaldara, á ekki að vera breiðari en
axlirnar á barninu.
* Það á að vera hægt aðfesta hana saman yfir brjóstið.
* Hún á ekki að veraóþarflega djúp.
* Taskan á að vera meðsérstakt rými fyrir nestisbox,
drykki, pennaveski og bækur.
* Rýminu á að vera skiptupp svo bækur geti staðið
við upp við hrygginn.
* Það þarf að vera auðveltað nota rennilásinn og smellurnar, líka fyrir barnið.
* Endurskinsmerki þurfa að vera sýnileg á öllumhliðum töskunnar.
Það er spennandi að fá fyrstu skóla-töskuna en mikilvægt er að útlitiðráði ekki eitt för heldur að taskan sével hönnuð. Sem betur fer fer það
oft saman en mikilvægast er auðvitað að
barninu finnist taskan flott og þægileg.
Dönsku neytendasamtökin ForbrugerLabo-
ratoriet, forbrugerlab.dk, prófa marga hluti
fyrir börn eins og skólatöskur, útigalla, regn-
galla, barnavagna og stígvél, svo eitthvað sé
nefnt. Margar þessar vörur fást hérlendis svo
það er vel þess virði að skoða vefinn. Þar er
líka að finna góð ráð þegar taska er valin og
tekin eru saman hér í ramma. Ekki er það
heldur alltaf svo að dýrustu skólatöskurnar
séu þær bestu og er hægt að skoða próf
nokkur ár aftur í tímann á vefnum.
Ennfremur mæla samtökin með því klippa
óþarflega langa enda af töskunum, sem verða
til þegar axlaböndin eru stytt. Annað mik-
ilvægt ráð er að fylla ekki brúsann fyrir skóla,
þannig verður taskan þyngri að óþörfu. Líka
er það góð hugmynd að fara í gegnum inni-
hald töskunnar með barninu reglulega til að
taka út allan óþarfa.
Í skólum hérlendis er stærstur hluti skóla-
bókanna yfirleitt geymdur í skólanum svo
börnin bera ekki mikla þyngd á milli. Engu að
síður þarf að pakka íþróttadóti og nesti og
það þarf að gera vel. Dönsku samtökin mæla
til að mynda ekki með því að leikfimiföt séu
geymd ofan á eða utan á töskunni, þannig
skapast röng þyngdardreifing.
Það er víst að það er betra að vanda til
verka. Ef taskan passar barninu er það áreið-
anlega miklu ánægðara með að bera hana á
bakinu.
VANDA ÞARF VALIÐ Á SKÓLATÖSKU
Nokkur góð ráð
Það er gaman að
eiga fallega tösku
sem passar vel.
MIKILVÆGT ER AÐ SKÓLATASKAN HÆFI BARNINU, SÉ EKKI OF
ÞUNG OG RÉTT SÉ PAKKAÐ Í HANA.
Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
24.8. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15
Hvar og hvenær: Laugargarði, Laugardal, við hlið Fjölskyldugarðsins, milli klukk-
an 11 og 17 á sunnudag. Nánar: Hægt verður að kaupa grænmeti beint úr garð-
inum og eldað verður úr garðinum. Garðyrkjustöðvarnar Sunna, Engi og Akur
verða líka á staðnum. Café Flóra verður með súpu á staðnum.
Bændamarkaður í Laugardal* Allt sem þarf er trúog traust. Pétur Pan
Skírnartertur
að hætti Jóa Fel
– nýr stíll frá París
PANTANIR Í SÍMA: 588 8998
joifel@joifel.is
Ragna Sara Jónsdóttir er forstöðumaður samfélags-
ábyrgðar hjá Landsvirkjun en hún er í fæðingarorlofi sem
stendur. Maðurinn hennar heitir Stefán Sigurðsson og er
forstjóri Vodafone. Þau eiga fjögur börn, Valgerði 12 ára,
Tómas níu ára, Jakob tveggja ára og Önnu Karólínu sex
mánaða.
Þátturinn sem allir geta horft á? Síðastliðinn vetur var
það Brooklyn Nine-Nine sem sýnt er á RÚV. Þar fer lög-
reglumaðurinn Jake Peralta á kostum ásamt félögum sín-
um á lögreglustöðinni í Brooklyn. Persónusköpunin í þátt-
unum er frábær og hver fjölskyldumeðlimur á sinn
uppáhaldskarakter. Einnig er mitt fólk hrifið af Hrað-
fréttum og Simpson-fjölskyldunni og svo
reynum við auðvitað að horfa á fréttir saman.
Maturinn sem er í uppáhaldi hjá öllum?
Fyrir nokkrum árum fórum við fjölskyldan
til Víetnam. Þar gerðum við ýmislegt
skemmtilegt og fórum meðal annars á mat-
reiðslunámskeið. Þegar heim var kom-
ið vorum við mjög dugleg að elda víet-
namskan mat, en víetnömsk matargerð
er dásamleg vegna þess að nánast allt í
henni er bragðgott og svo er hann líka
mjög hollur. Ferskar víetnamskar vor-
rúllur og salat með nautakjöti og ferskum
kryddjurtum eru í uppáhaldi hjá okkur.
Eftir að bættist við fjölskylduna höfum við haft minni tíma
fyrir þetta þótt það sé mikil eftirsjá í því, og núna er óhætt
að segja að heimagerð pitsa og mexíkóskur matur sé það
sem flestir í fjölskyldunni séu ánægðir með.
Skemmtilegast að gera saman? Ég spurði stóru börnin
mín að þessu og niðurstaðan varð þessi: Að ferðast saman
bæði innan- og utanlands. Okkur finnst það gaman vegna
þess að þá er öll fjölskyldan
saman og hversdagsverkin eru
skilin eftir heima. Við upplifum
nýja hluti og prófum eitthvað
sem við héldum að við myndum
aldrei gera (eins og að smakka
steiktar engisprettur). Við höf-
um verið dugleg við að ferðast
og drifið okkur til ýmissa landa
eins og Víetnam, Bandaríkj-
anna, Túnis, Frakklands, Sví-
þjóðar, Noregs og Spánar svo
eitthvað sé nefnt. Innanlands fannst okkur
sérstaklega gaman að fara um Norðaust-
urland og hálendið, en þar gengum við bæði
um Jökulsárgljúfur og inn að Öskju, sem er
einn magnaðasti staður sem við höfum komið
á. Það eru alltaf nýjar upplifanir handan við
hornið og allir njóta þess.
Borðið þið morgunmat saman? Oft hittumst
við við morgunverðarborðið en ekki alltaf allir
saman. Á þessum tímapunkti eru ólíkar þarfir inn-
an fjölskyldunnar svo það er ekki þannig núna að
við setjumst niður við stórt morgunverðarborð og
borðum saman. Meira þannig að eldaðir séu mis-
munandi grautar fyrir fólk eftir því á hvaða aldri það er.
Hvað gerið þið saman heima ykkur til dægrastytt-
ingar? Í sannleika sagt þyrftum við frekar dægralengingu
en dægrastyttingu á þessu heimili. Það er mikið að gera
hjá flestum, skóli og tómstundir, vinna og félagslíf. Við
setjumst til dæmis mjög sjaldan niður og spilum, eins og
það getur nú verið gaman. Það sem þó hristir alla saman
er góð tónlist og hress dans með. Þá brosa allir!
EFTIRLÆTI FJÖLSKYLDUNNAR
Ragna Sara
Jónsdóttir
Skemmtilegast að ferðast saman
Stundum fylgir leikfimi-
taska en þá þarf að gæta
að þyngdardreifingunni.
Morgunblaðið/Frikki
Töskurnar á
meðfylgjandi
myndum eru frá
Alpine og Jeva.
Svona band yfir
brjóstið er
nauðsynlegt.
Það er gott að hafa
hólf fyrir brúsann.