Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.08.2014, Page 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.08.2014, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.8. 2014 Heilsa og hreyfing Þ að fór vel á með þeim Helmu Rut Einarsdóttur sálfræðingi og Val- gerði Margréti Magnúsdóttur hjúkrunarfræðingi þar sem þær sátu í hlýlegri og bjartri móttöku Heilsu- borgar, en þar hafa þær undanfarin fimm ár starfrækt námskeið um jákvæð tengsl við líkamann og það sem ofan í hann fer. Rólegt og afslappandi umhverfi Heilsu- borgar virðist eiga vel við þær Helmu og Valgerði, sem byrja að segja frá því hvernig þær kynntust og hvar hugmyndin að námskeiðinu vaknaði. „Við störfum báð- ar á Reykjalundi og kynntumst þar þegar ég hóf störf árið 2006, en Valgerður hafði þá unnið þar frá aldamótum,“ segir Helma, en hún er yfirsálfræðingur á offitusviði og Valgerður aðstoðardeild- arstjóri á verkjasviði. „Í okkar daglega starfi á Reykjalundi höfum við notast við þær nálganir sem við kennum á námskeið- inu, en markmiðið er að fólk öðlist já- kvæðari og heilbrigðari tengsl við líkama sinn og matarvenjur,“ segir Valgerður. Þær eru sammála um að nálgunin sem þær notist við eigi fullt erindi til almenn- ings og það hafi verið hvatning þeirra til að setja upp námskeiðið hjá Heilsuborg. Þegar ekki er byrjað á réttum enda Lífsstílsbreytingar geta verið erfiðar og gamlir ósiðir banka reglulega upp á og minna á sig. Valgerður segir marga fara of geyst af stað og setja sér háleit mark- mið þar sem einblínt sé á hegðunina sem fólk vill breyta, þ.e. hreyfingu og matar- æði. „Reglurnar sem fólk setur sér geta verið harðar sem verður oft til þess að fólk heldur þær ekki út og dettur í gamla farveginn aftur. Í kjölfarið kemur oft mik- il dómharka í eigin garð, sem ýtir enn frekar undir það að fólk gefist upp og missi trúna á sér,“ bendir Valgerður. Hún segir virka fyrir suma að fara þetta á hörkunni og það sé þá gott mál „Við Helma erum ekki að predika eina rétta leið heldur að bjóða þeim upp á valkost sem ekki hafa náð varanlegri hegð- unarbreytingu með því að einblína á hegð- unina og vilja byrja á hinum endanum, þ.e. skoða sjálfa sig betur með opnum hug. Þá er unnið með raunverulegar ástæður fyrir óheilbrigðum venjum og lögð áhersla á að fólk læri að samþykkja sjálft sig með öllum sínum veikleikum og styrkleikum.“ Ekkert æfingaplan og engin vikt Þær brosa og horfa hvor á aðra þegar spurt er um mælingar og matarplan og svara saman að það sé engin vikt og ekk- ert matarplan. Þá stendur enginn yfir þátttakendum og telur armbeygjur. Hins vegar hvetja þær þátttakendur hiklaust til að hreyfa sig enda mikilvægt að stunda reglulega hreyfingu. „Nálganir okkar á námskeiðinu byggjast á gagnreyndum sál- fræðimeðferðum sem við tengjum saman og hver og einn getur fundið hvað höfðar mest til sín og hentar best,“ segir Helma, sem segir árangursmat á þessum aðferð- um sýna mjög góðar niðurstöður. „Með- ferðarnálganir sem við byggjum nám- skeiðið á eru þjálfun svengdarvitundar, sem kennir að hlusta betur á og auka meðvitund um líkamann, hversu svöng við erum og hversu södd, og hvort um raun- verulega svengd er að ræða eða tilfinn- ingasvengd. Þá notumst við líka við hug- ræna atferlismeðferð sem gengur út á að skoða tengsl milli hugsana, hegðunar og líðanar og kynnast þeim heimi sem í hug- anum býr.“ Þá er ekki allt upptalið því að Val- gerður bætir því við að einnig sé unnið með núvitundaræfingar og þjálfun góðvild- ar í eigin garð. „Dómharka og mikil sjálfsgagnrýni getur kallað fram skömm í okkur og dregur úr sjálfstrausti okkar og getu til að vinna í heilsunni. Þess vegna þjálfum við góðvild í eigin garð, þar sem við sýnum sjálfum okkur og öðrum stuðn- ing, skilning og virðingu. Auk þess gerum við núvitundaræfingar sem ganga út á að æfa sig í að vera vakandi fyrir því sem er að gerast hér og nú, vera í núinu án þess að dæma og borða með núvitund. Núvitund, eða mindfulness eins og það nefnast á ensku, hefur sýnt sig að vera öflugt verkfæri sem hjálpar líka fólki að takast á við ýmis önnur vandamál, eins og kvíða, depurð, streitu o.fl.“ Námskeið Valgerðar og Helmu er því allt annað en hefðbundið námskeið sem finna má hjá flestum líkamsræktarstöðvum og í raun ný nálgun fyrir þá sem vilja taka upp heilbrigðari lífsstíl. „Okkur finnst skipta máli að það sé fjölbreytni í því sem boðið er upp á en við vildum sjá fleiri vinna með þessa þætti því oft er það hugurinn sem hindrar okkur í að ná árangri,“ segir Helma. Baráttan við staðalímynd og fordóma Það er bæði fegurð og styrkur í fjöl- breytileikanum og augljóst að það sem hentar einum er öðrum ekki fær leið til árangurs. Engu að síður er oft sett fram staðalímynd um vöxt og útlit sem ekki allir geta uppfyllt. Helma segir það allt of algengt að litið sé svo á að allir sem eru í offitu þurfi sömu meðferð til að léttast. „Í auglýsingum og umfjöllun fjölmiðla er of oft fjallað um það hvað við eigum að gera til að missa svo og svo mörg kíló á ákveðnum tíma og hvernig við eigum að líta út til að vera ánægð með okkur sjálf. Allt þetta gerir okkur erfiðara fyrir að öðlast heilbrigð og friðsamleg tengsl við matarvenjur okkar. Við megum ekki gleyma því að offita er afleiðing eða birtingarmynd mismunandi orsakaþátta. Orsakirnar geta verið eins margar og ein- staklingarnir eru margir og því verður að skoða þær, af hverju er þetta svona, hvað er þetta að segja mér, hverjar eru orsak- irnar og vinna út frá því frekar en að einblína á að breyta einkennunum. Við er- um mjög gjörn á að reyna að setja alla í sama kassann,“ segir Helma og Valgerður tekur undir með henni og bætir við að sumir séu frá náttúrunnar hendi feitlagnir en hreyfi sig reglulega og lifi heilbrigðu lífi. „Fólk verður að fá að vera eins og það er. Það sem oft vantar eru grundvall- arbreytingar á eigin viðhorfi gagnvart því spennandi ferðalagi sem það er að taka upp heilbrigðari lífsvenjur. Það má segja að þungamiðjan í námskeiðinu okkar sé sú að vinna með og breyta viðhorfi fólks bæði til sjálfs sín og til þessa verkefnis og ekki má gleyma mikilvægasta þætt- inum á leiðinni að heilbrigðari lífsstíl – stórum skammti af mildi eða kærleika í eigin garð.“ HAMINGJA OG HEILBRIGÐI TIL FRAMBÚÐAR Heilbrigði með mildi og kærleik Helma Rut, sálfræðingur, ásamt vinkonu sinni og starfsfélaga Valgerði Margréti, hjúkrunarfræðingi, í móttöku Heilsuborgar þar sem þær bjóða upp á nýja nálgun fyrir alla sem vilja bæta heilsuna. Morgunblaðið/Eggert HELMA RUT EINARSDÓTTIR SÁLFRÆÐINGUR OG VINKONA HENNAR VALGERÐUR MARGRÉT MAGNÚSDÓTTIR HJÚKRUNARFRÆÐINGUR HAFA SÉRHÆFT SIG Í HEILBRIGÐUM LÍFSSTÍL OG HAFA ÁRALANGA REYNSLU Í AÐ AÐSTOÐA FÓLK AÐ BYGGJA UPP HEILBRIGT LÍF TIL LANGFRAMA, M.A. MEÐ VINNU SINNI Á REYKJALUNDI. MEÐ REYNSLU OG ÞEKKINGU SÍNA AÐ VOPNI SETTU ÞÆR SAMAN NÁMSKEIÐ SEM ER ÓLÍKT ÖLLU ÖÐRU SEM ALMENNT ER Í BOÐI FYRIR FÓLK Á LÍKAMSRÆKTARSTÖÐVUM. Vilhjálmur Andri Kjartansson vilhjalmur@mbl.is *Dómharka og mikilsjálfsgagnrýni geturkallað fram skömm í okk- ur og dregur úr sjálfs- trausti okkar og getu til að vinna í heilsunni. Þess vegna þjálfum við góðvild í eigin garð. Lágkolvetnakúrinn var vinsæll hér um tíma, margir töldu sig ná góðum árangri með minna af kolvetni á disknum. Engu að síður telur Landlæknisembættið að hæfilegt sé að 50% til 60% af orkunni sem við tökum inn komi úr kolvetnum. Þó má ekki meira en 10% koma úr viðbættum sykri. Kolvetnissnautt mataræði?

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.