Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.08.2014, Page 30
12 stk. gulrætur,
rifnar í langa strimla
8-10 msk. kasjú-
hnetusmjör*
2 tsk. soyasósa
3 msk. tamarisósa
1 bolli vatn
4 stk. hvítlauks-
geirar
4 msk. næringarríkt
ger (eða parmesan-
ostur)
4 msk. hampfræ
Öllu hráefninu nema
gulrótarstrimlunum er
blandað saman í bland-
ara eða matvinnsluvél.
Sé sósan of þykk er
meira vatni eða tamari-
sósu blandað út í hana,
annars kasjúhnetu-
smjöri. Þegar sósan er
tilbúin er henni bland-
að vandlega saman við
gulrótarstrimlana og
rétturinn borinn fram.
*KASJÚHNETU-
SMJÖR
300 gr. kasjúhnetur
¼ tsk. salt
Hráefnið er sett saman
í blandara þar til falleg
og mjúk áferð næst.
Gulrótarpasta með kasjúhnetusósu
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.8. 2014
Matur og drykkir
TILRAUNARSTARFSEMI Í ELDHÚSINU
Bauð vinkonun-
um í vegan-mat
* Ég get ekki sleppt íslenska fisknum,hann er bara of góður.
VERKFRÆÐINEMARNIR RAGNHEIÐUR BJÖRK HALLDÓRS-
DÓTTIR OG HANNA SIGRÍÐUR TRYGGVADÓTTIR HÉLDU
SKEMMTILEGT BOÐ FYRIR VINKONUR SÍNAR HEIMA HJÁ
ÞEIRRI SÍÐARNEFNDU. RAGNHEIÐUR OG HANNA BUÐU
UPP Á GIRNILEGA VEGAN-RÉTTI SEM VÖKTU MIKLA LUKKU.
Guðný Hrönn gudnyhronn@mbl.is
Hanna Sigríður Tryggvadóttir (t.v.) og Hildigunnur Ólafsdóttir
skáluðu við vinkonur sínar í Freixenet Mia-hvítvíni frá Spáni.
Þ
etta eru stelpur sem ég kynntist í verkfræðinni fyrir þremur ár-
um,“ segir Ragnheiður og að þær vinkonur hafi verið duglegar að
hittast og borða saman síðan þær kynntust. „Upphaflega hittumst
við á mánaðar fresti, svo jókst álagið í verkfræðinni og við höfð-
um ekki tíma til að hittast það reglulega,“ segir Ragnheiður.
Ragnheiður segir fyrirkomulag matarboða þeirra vera skemmtilegt. „Sú
sem býður heim í mat ákveður hvað er á boðstólnum og hinar koma og
hjálpa til við að elda. Þannig myndast skemmtileg stemmning. Við eyðum
löngum tíma saman í að undirbúa matinn, þessi undirbúningur gefur okk-
ur tækifæri til að spjalla saman og smakka matinn til,“ segir Ragnheiður
sem kveðst vera hrifin af vegan-mataræði (að borða ekki kjöt né fisk).
„Ég er ekki vegan en við Hanna Sigríður vinnum saman og undanfarið
höfum við verið duglegar að kynna okkur vegan-mataræði og skoða veg-
an-uppskriftir. Þessir vegan-réttir eru alveg ótrúlega girnilegir og manni
líður svo vel þegar maður er ekki að borða mikið kjöt,“ segir Ragnheiður.
Þrátt fyrir að Ragnheiður sé búin að minnka kjötneyslu sína til muna að
undanförnu telur hún sig ekki geta losað sig algjörlega við allt kjöt og
dýraafurðir til frambúðar.
„Ég gæti frekar ímyndað mér að vera „pescetarian“, ég get ekki sleppt
íslenska fisknum, hann er bara of góður,“ segir Ragnheiður en percateri-
an-mataræði snýst um það að leggja sér ekkert kjöt til munns nema fisk
og annað sjávarfang. „Maður borðar kannski ekki fisk í hvert mál þegar
maður er pescetarian en maður leyfir sér fisk,“ segir Ragnheiður.
Það gekk vel að finna uppskriftir að vegan-réttum að sögn Ragnheiðar.
„Það gekk eiginlega of vel,“ segir Ragnheiður og hlær. „Maturinn heppn-
aðist líka mjög vel, þetta gekk vonum framar. Það voru allir ánægðir með
það sem boðið var upp á, það var frábært, við vorum auðvitað sjö og það
er áskorun að elda öðruvísi mat fyrir marga,“ segir Ragnheiður sem á
erfitt með að elda sér venjulegan mat á venjulegum degi að eigin sögn.
„En þegar kemur að því að taka á móti gestum þá get ég eytt heilu
klukkustundunum í eldhúsinu og matreitt spennandi mat. Þetta eru tveir
ólíkir hlutir, að elda venjulegan og einfaldan mat fyrir sjálfa sig og að
elda nýjan og áhugaverðan mat fyrir aðra,“ segir Ragnheiður að lokum.
SALATBLANDA
100 gr. lambhagasalat
100 gr. klettasalat
1 stk. grænt epli, skorið í smáa
bita
100 gr. valhnetur
SÓSA
5 msk. rauðvínsedik
2 msk. vatn
4 msk. ólífuolía
1 ½ tsk. sterkt sinnep
salt og pipar eftir smekk
Blandið öllu hráefninu saman þar til
þykk og góð áferð næst.Blandið þá sós-
unni við salatblönduna og berið fram.
Sumarsalat með
eplum og valhnetum
2 bollar frosið
mangó
2 bollar frosinn an-
anas
4 bananar
1 askja bláber
Nokkur myntulauf
Allt hráefnið fyrir
utan bláberin og mynt-
una er hrært saman í
blandara þar til bland-
an eru orðin mjúk og
kekklaus eins og sor-
bet-ís. Ísinn er þá bor-
inn strax fram með
bláberjum og ferskri
myntu.
Suðrænn sorbet með bláberjum