Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.08.2014, Page 33
Hver sem vill spila gamla góða tölvu-
leikinn Pong getur nú komið sér fyrir á
Arnarhóli með snjallsímann að vopni
og spilað leikinn á veggjum Hörpu. Þar
hefur verið komið fyrir þráðlausu neti
sem spilarar tengjast í gegnum símana.
Tölvuleikur á Hörpu
24.8. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 33
* Konur erustærstaónýtta auðlind af
hæfileikum sem
heimurinn á.
Hillary Clinton
Í
kjölfar tunglferðanna væntu
margir þess að stutt væri í
að almenningur gæti skotist
út í geim. Menn leyfðu sér
að dreyma um risageimstöðvar,
útibú á tunglinu og jafnvel bæki-
stöðvar á Mars. Ekkert af þessu
hefur orðið að veruleika enn og
eru margir orðnir óþreyjufullir
að komast út í geim og upplifa
ævintýrið og töfrana að sjá jörð-
ina úr fjarska. Sú kynslóð sem
upplifði það ung að sjá Neil
Armstrong stíga sín fyrstu skref
á tunglinu er nú farin að eldast
og óttast sumir að með henni
hverfi löngunin og draumurinn
að gera geimferðir almennar.
Einkafyrirtækin mætt á
sviðið
Getur það verið að drifkraftur-
inn, ævintýramennskan og
draumurinn um geimferðir hverfi
með þeirri kynslóð sem nú er að
komast á eftirlaun? Eftir að
Bandaríkjamenn urðu fyrstir
þjóða til að lenda mönnuðu
geimfari á tunglið og koma öll-
um heim, heilu og höldnu, dró
verulega úr kappinu milli stór-
veldanna. Síðasta tunglferðin var
farin 1972 og síðan hefur áhug-
inn á tunglinu verið takmark-
aður. Það var ekki síst eftir fall
Sovétríkjanna sem geimferðir
urðu fyrst annars flokks áhuga-
mál stjórnmálamanna í Banda-
ríkjunum, en þau hafa verið leið-
andi í geimrannsóknum og
geimferðum frá því 1969 og því
er það nokkurt áhyggjuefni fyrir
áhugamenn um geimferðir og
vísindi, ekki síst þá sem hefur
lengi dreymt um að komast út í
geim.
Svo virðist þó sem menn geti
farið að taka gleði sína á nýjan
leik, því loksins hefur áhugi
einkafyrirtækja á mönnuðum
geimferðum vaknað og þeim
fylgir fjármagn sem iðulega er
ávísun á aukna tækniþróun og
notendavæna þjónustu fyrir al-
menning.
Geimferðaþjónusta næstu
ára
Auðkýfingurinn Richard Branson
stofnaði fyrirtækið Virgin Galac-
tic með það í huga að bjóða al-
menningi ferðalög út í geim.
Hann lofaði því reyndar að
fyrsta ferðin yrði farin árið 2010
en ekkert varð af henni og
mátti svo sem búast við því að
einhverjar tafir yrðu á fyrstu al-
mennu einkageimferðunum. Nýj-
ustu fregnir herma þó að fyr-
irtækið muni seint á þessu ári
eða á því næsta fara sína fyrstu
ferð með ferðamenn út í geim.
Enn sem komið er hefur ekkert
verið gefið út um dagsetningu
og óttast menn enn frekari tafir.
Hvort sem fyrsta ferðin verður
farin seint á þessu ári, snemma
á því næsta eða síðar er ljóst að
almenningur mun hafa tækifæri
á því að ferðast út í geim á
næstu árum.Verðmiðinn á ferð
með Virgin Galactic er þó ekki
fyrir alla, en ferðin kostar tæpar
30 miljónir króna. „Róm var
ekki byggð á einum degi og
fyrstu ferðirnar verða dýrar en
með aukinni samkeppni, betri
tækni og auknu framboði býst
ég við að verðmiðinn eigi eftir
að lækka,“ sagði sjálfur Branson
í samtali við fréttamenn þegar
hann var spurður út í nýju
flaugina sem fyrirtækið er að
ljúka smíði á. Hversu lengi al-
menningur þarf að bíða eftir
ferðum á viðráðanlegu verði er
óvíst en meðan draumurinn um
geimferðir er lifandi í hugum
fólks og menn eins og Branson
eru til staðar mun verðmiðinn á
ferðum út í geim lækka og al-
menningur mun fá tækifæri til
að ferðast út fyrir gufuhvolfið.
Hótel í geimnum
Það er ekki nóg að koma fólki
út í geim og til baka. Kröfu-
harðir ferðamenn vilja gista í
geimnum og upplifa þyngd-
arleysið, útsýnið og ævintýrið
lengur en í þær sex mínútur
sem Virgin Galactic ætlar að
bjóða upp á til að byrja með.
Þrátt fyrir að geimferðir séu
hvorki orðnar almennar né yfir
höfuð byrjað að bjóða upp á
slíkar ferðir fyrir almenning hef-
ur fasteignamógúllinn Robert
Bigelow áform um það hvernig
mæta megi þeim markaði sem
hann telur að verði kominn inn-
an fárra ára. Það skal heldur
engum dyljast að Bigelow ætlar
sér að hagnast vel á geimferða-
mennsku, en með öðrum hætti
en Branson. Hann hefur látið
þróa hylki sem auðvelt er að
koma út í geim og setja saman.
Þannig hyggst hann setja upp
fyrsta geimhótelið. Fyrirtæki
hans, Bigelow Aerospace, vinnur
nú í samvinnu við NASA að
prófunum á geimhylkinu og ef
allt fer að óskum má búast við
því að á næstu áratugum verði
reist geimhótel fyrir almenna
ferðamenn. Kynslóðin sem sá
ung tunglfara lenda á tunglinu
gæti því náð því að upplifa ferð
út í geiminn og til baka.
Geimferðir og
ferðamennska
DRAUMURINN UM AÐ KOMAST ÚT Í GEIM LIFIR ENN GÓÐU LÍFI Í HUGUM MARGRA SEM
SÁU FYRSTU TUNGLFERÐIRNAR EN NÚ GÆTI DRAUMURINN ORÐIÐ AÐ VERULEIKA
ENDA EINKAFYRIRTÆKI FARIN AÐ SJÁ FRAM Á MARKAÐ FYRIR GEIMFERÐAMENNSKU.
Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is
NASA vinnur með Bigelow Aerospace við að prófa hönnun fyrirtækisins en fyr-
irhugað er að senda eitt hylki út í geim til prófana. Nóttin í geimhótelherbergi
Bigelow verður þó væntanlega ekki ódýr og ferðakostnaðurinn ekki heldur.
Ljósmynd/(NASA/Bill Ingalls)
Geimflaug Virgin Galactict er langt
komin og styttist í fyrstu ferðina.
Ljósmynd© Virgin Galactic
Sequel hliðartöskur 13-15”
Fartölvutöskur sem passa vel
fyrir fartölvuna, spjaldtölvuna
og aukahluti.
Verð13.990.-
11" verð frá 159.990.-
13" verð frá 179.990.-
Apple TV
Varpaðu myndefni og tónlist úr
iPhone, iPad og tölvunni þinni
þráðlaust í sjónvarpið.
Verð 16.990.-