Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.08.2014, Síða 42
Viðtal
42 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.8. 2014
R
isastór hestur úr tré tekur á móti
blaðamanni í anddyrinu á heimili
Anítu Margrétar Aradóttur í
Reykjavík. Aníta er hálf ringluð
eftir langt ferðalag heim og
tímamismun milli landa, en hún er nýkomin
frá Mongólíu, þar sem hún keppti í lengstu
og hættulegustu kappreiðum heims, Mongol
Derby. Aníta lenti í 19. sæti í keppninni og
komst heil á húfi í mark, sem er ekki sjálf-
gefið. Auk þess er hún fyrsti Íslendingurinn
sem tekur þátt í keppninni og vakti það at-
hygli.
Aníta er þaulreyndur knapi og tamninga-
maður. Hún rakst á umfjöllun um keppnina á
Facebook og las sér til um hana. „Ég skoðaði
eitthvert myndband og sá síðan „Sign-up“
takka. Ég var ekki lengi að smella á hann og
fylla út umsókn.“ Aníta bjóst ekki við að
verða valin, því að hundruð manna sækja á
ári hverju um að fá að taka þátt í keppninni
en aðeins um 35 komast að. Í ár voru kepp-
endur að vísu 48 og telur Aníta ástæðuna
vera að breskir hermenn, þar á meðal líf-
verðir Englandsdrottningar, hafi sótt um í
seinna lagi. „Þeir áttuðu sig þó á því, keppn-
ishaldarar, að við vorum í rauninni allt of
mörg. Á einum tímapunkti þurfti að stöðva
alla keppnina eins og hún lagði sig, því að
læknar og dýralæknar áttu erfitt með að
halda utan um hópinn því við vorum svo
dreifð. Sumir riðu mjög hratt, aðrir miðlungs
á meðan enn aðrir drógu lestina.“
„Þetta var svo ótrúleg upplifun, það er
eiginlega ekki hægt að lýsa þessu,“ segir
Aníta og hlær en lofar þó að reyna eftir
fremsta megni. Mongol Derby-kappreiðarnar
voru fyrst haldnar árið 2009 á sléttum Mong-
ólíu. Knapar ríða 1.000 kílómetra og er ferða-
leiðin mótuð eftir gamalli reiðleið frá tímum
Genghis Khan frá 1224. Aníta segir landslagið
að vísu afar svipað því íslenska og leið henni
stundum eins og hún væri stödd á Íslandi. Þá
segir hún hestunum þar einnig svipa til ís-
lenska hestsins. Um 1.500 hestar eru notaðir í
keppninni og hver hestur aðeins riðinn einu
sinni. Keppnin samanstendur af 25 stöðvum
þar sem knapar fá nýjan hest og eru um 40
kílómetrar á milli allra stöðva. Hljómar krefj-
andi, enda er ekki gefið að knapar nái að
klára keppnina. Margir detta úr leik, slasast,
veikjast, þreytast eða gefast upp. Í ár duttu
10 úr keppni, sem er þó óvenju há tala miðað
við kappreiðar síðustu ára.
Datt aldrei af baki
„Okkur var sagt í byrjun að einn stæði upp
úr sem sigurvegari en í rauninni væru allir
sigurvegarar sem næðu að koma í mark,“
segir Aníta. „Einnig var okkur gert að sætta
okkur við það að við myndum öll detta af
baki á einhverjum tímapunkti. Hestarnir sem
voru notaðir í keppnina voru allir mjög lítið
tamdir svo að þetta var eiginlega gefið. Ég
hélt mér hins vegar á baki allan tímann og
var nokkuð ánægð með það.“ Aðeins fjórir
knapar héldust á baki alla leiðina, af 48 kepp-
endum, og voru það allt konur. Aníta segir að
ótrúlegasta fólk hafi tekið þátt í keppninni.
Fagfólk, hestafólk, minna reyndir, lífverðir,
hermenn og fólk með ævintýraþrá. Fólki
gekk einnig jafn misjafnlega og það var
margt og ótrúlegasta fólk náði að klára
keppnina. „Það er engin uppskrift að þessu.
Það var ein kona þarna sem var eins og kart-
öflupoki á baki, en hún náði að klára. Önnur
grét allan tímann og átti mjög erfitt með að
vera þarna. Þetta tók svakalega á hjá mörg-
um, einhverjir voru sérstaklega óheppnir og
sumir lentu bara hræðilega illa í því. Það var
í rauninni líka spurning um heppni hvers
konar hesti hver lenti á. Ég hugsa að ég hafi
verið yfirhöfuð frekar heppin. Best var að fá
hest sem komst mjög hratt en var heill í
hausnum. Sumir hestarnir voru allt of latir á
meðan aðrir voru snælduvitlausir. Það segir
sig sjálft að það er ekki gaman að vera á
hesti þar sem jaðrar við að maður sé í lífs-
hættu.“
„Hesturinn steig á andlit hennar“
Mikil von var bundin við lífverði Englands-
drottningar en Aníta segir að þeir hafi verið
einstaklega óheppnir. „Það kom mörgum á
óvart að þeir stóðust ekki væntingar. Þeir
voru alltaf að detta af baki, það var sparkað í
andlitið á einum og einn þurfti að fara með
sjúkraflugi því talið var að hann hefði háls-
brotnað, sem var þó sem betur fer ekki raun-
in. Enn annan var bara einhvern veginn búið
að teipa sundur og saman. Hann var allur í
sárum og sárabindum, greyið. En þetta eru
reiðmenn sem eru alltaf í kyrrstöðu eða ríða
hægt. Ef þú ætlar að taka þátt í þessari
keppni þarftu að vera með reynslu að ríða
hestum á einhverjum hraða upp og niður fjöll
og firnindi, upp ár, hæðir og hóla. Það er
ekki nóg að kynna að sitja hest, þú verður að
kunna að ríða hratt.“
Fleiri lentu í erfiðleikum í keppninni og
sumir urðu fyrir misalvarlegum slysum. Varð
Aníta vitni að einu slíku. „Ein sem ég var að
ríða með lenti á stjórnlausum hesti. Hann
rauk með hana frekar lengi þangað til hest-
urinn hrasaði og hún datt ofan í holu. Hún
viðbeinsbrotnaði og ég veit að hún var í að-
gerð í vikunni. Önnur lenti í því að detta af
baki og hesturinn steig á andlit hennar. Hún
náði samt að setja hendurnar fyrir andlitið
þannig að hann steig ofan á höndina á henni,
sem brotnaði við það. Hún kláraði samt
keppnina. Eftir slysið var farið með hana upp
á slysó og gert að brotinu, þar sem hún fékk
umbúðir, en hún sagði bara: „Ég ætla að
halda áfram!“ Svo að hún kláraði keppnina
með brotna hönd.“
Blindruku með börnin
Fyrstu dagar keppninnar voru nýttir í að-
lögun. Keppendum var greint frá reglum og
útskýrt hvernig öllu yrði háttað. Þá tóku tug-
ir barna þátt í 60 kílómetra kappreiðum til
þess að gefa keppendum Mongol Derby
smjörþefinn af því sem koma skyldi. „Það var
alveg svakalegt þegar mongólsku börnin fóru
á bak. Ég hef bara aldrei séð svona. Börnin
riðu mörg hver berbakt, hjálmlaus, skólaus
og á þvílíkum hraða. Sumir hestarnir blind-
ruku með börnin áður en keppnin byrjaði og
þau bara rifu í faxið á þeim og reyndu að
beygja og stjórna hestinum, þetta var ótrú-
legt. Sumir hestarnir komu til baka með eng-
in börn á baki og þá höfðu þau dottið af baki
einhversstaðar og þurftu bara að koma sér
heim. Foreldrarnir kipptu sér ekkert við
þetta. En svona er lífið þarna,“ segir Aníta.
Drengurinn sem hafnaði í þriðja sæti í kapp-
reiðinni er sex ára gamall og Aníta segir að
þarna hafi verið börn frá fjögurra ára aldri.
„Það er magnað að ekki verði fleiri slys en
raun ber vitni. Þetta þykir ekkert hættulegt
því hugarfarið er þannig hjá Mongólum.
Hestar sem þykja hættulegir hér heima eru
daglegt brauð fyrir þeim. Kúrekarnir í villta
vestrinu hafa sko ekki roð við þeim,“ segir
Aníta og hlær. „Í rauninni finnst heimamönn-
um við Vesturlandabúar alveg fáránlegir og
gera grín að okkur. Við erum mikið varin,
með hjálm og brynju, og þau kalla okkur
bara aula.“
Er mikill munur á hestamennsku þarna og
hér heima?
„Já, rosalega mikill munur. Hugarfarið er
mun villtara. Þarna eru ekki hesthús heldur
ganga hestarnir lausir, graðhestar, merar og
geldingar úti um allt. Hestarnir dreifast síðan
um slétturnar marga kílómetra í burtu og þá
þurfa þeir að smala. Það getur tekið langan
tíma en þarna eru rosalegir smalamenn og
eru veiðistangir þeirra stórar og þungar með
lykkju á endanum sem þeir kasta á fullri ferð
og reyna þannig að snara hestinn, þeir halda
ekki einu sinni í tauminn á meðan. Þetta er
ekki svona eins og hér heima, þá myndast oft
tengsl milli manns og hests, vinatengsl. Í
Mongólíu er allt miklu harðara og hlutirnir
gerðir hastarlega. Hins vegar er mikil virðing
borin fyrir hestinum og fyrir þeim er hann
heilög skepna. Ég heyrði oft að fólk taldi þá
fara illa með hestana og jaðra við dýraníðslu
en ég var ekki sammála því. Þetta er bara
öðruvísi líferni og svolítið basl.“
Fékk umdeildan næturgest
Keppendur fengu hýsingu hjá innfæddum og
þurftu að bera svefnpoka og dýnu með sér á
Toppaði lífverði
Englands-
drottningar
OFURKNAPINN ANÍTA MARGRÉT ARADÓTTIR ER KOMIN HEIM HEIL Á
HÚFI EFTIR AÐ HAFA RIÐIÐ, FYRST ALLRA ÍSLENDINGA, 1.000 KÍLÓ-
METRA Í LENGSTU OG HÆTTULEGUSTU KAPPREIÐ HEIMS Í MONG-
ÓLÍU. HESTAMENNSKA HEFUR ÁTT HUG HENNAR OG HJARTA FRÁ
BLAUTU BARNSBEINI OG NÝTUR HÚN ÞESS AÐ KYNNA ÍSLENSKA
HESTINN Á ERLENDRI GRUNDU.
Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is
Aníta Margrét Aradóttir vílaði ekki fyrir sér að
ferðast til Mongólíu og keppa í 1.000 kílómetra
kappreiðum, þeim lengstu og hættulegustu í heimi.
* Önnur lenti í því aðdetta af baki ogsteig hesturinn á andlit
hennar. Hún náði samt
að setja hendurnar fyrir
andlitið þannig að hann
steig ofan á höndina á
henni, sem brotnaði við
það. Hún kláraði samt
keppnina.